Fréttablaðið - 09.08.2012, Page 16
9. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR16
Umsjón: nánar á visir.is
EFNAHAGSMÁL Starfshópur fjármála-
ráðuneytisins um málefni Lífeyris-
sjóðs starfsmanna ríkisins (LSR)
stefnir að því að ljúka vinnu fyrir
1. október. Gunnar Björnsson, skrif-
stofustjóri í ráðuneytinu og formað-
ur hópsins, segir koma til greina að
breyta launakjörum samhliða breyt-
ingum á lífeyrisréttindum.
Starfshópurinn var skipaður í
mars á síðasta ári. Hann á að yfir-
fara stöðu LSR og leggja til lausnir
á fjárhagsvanda sjóðsins. Starfs-
hópnum voru ekki sett nein formleg
tímamörk við vinnuna en hins vegar
þarf stjórn LSR að taka ákvörðun
um mögulegar breytingar á iðgjaldi
fyrir 1. október. Því stefnir starfs-
hópurinn að því að ljúka vinnu sinni
fyrir þann tíma.
„Það eru allir sammála um að
það þarf að gera breytingar. Stóra
spurningin er hvaða breytingar. Það
gildir vitaskuld um þetta eins og
margt að því fyrr sem menn kom-
ast að niðurstöðu, því betra,“ segir
Gunnar og heldur áfram: „Við þurf-
um meðal annars að horfa til þess að
hagsmunir opinberra starfsmanna
eru ekki alltaf hinir sömu. Það sem
hentar sumum getur skaðað aðra og
því er þetta visst púsluspil.“
Þess vegna segir Gunnar að
starfshópurinn hafi verið sammála
um að líta til starfskjara opinberra
starfsmanna í víðu samhengi. „Það
er hægt að ímynda sér að gegn
breytingum á lífeyrisréttinda-
ávinnslu verði launakjörum breytt.
Það er ein leið og það er held ég
betra að skoða málið svona fremur
en að binda okkur við breytingar á
réttindum,“ segir Gunnar.
Erfið fjárhagsstaða LSR hefur
legið fyrir lengi. Samanlagt vantar
A- og B-deildir LSR um 430 millj-
arða króna til þess að geta staðið við
skuldbindingar sínar. Þar af eru 373
milljarðar vegna B-deildar. Hrein
eign sjóðsins er aftur á móti tæplega
380 milljarðar.
Til að vinna á halla A- deildar
hefur stjórn Fjármálaeftirlits-
ins (FME) beint þeim tilmælum
til stjórnar LSR að iðgjald launa-
greiðenda verði hækkað um fjögur
prósentustig, úr 15,5% í 19,5%. Þá
hefur FME einnig hvatt almennt
til þess að dregið verði úr halla í
lífeyriskerfinu með því að hækka
iðgjöld, skerða réttindi sjóðsfélaga
eða hækka lífeyrisaldur.
Stjórn LSR hefur hingað til ekki
viljað hækka iðgjöld en vænta má
að það verði tekið til alvar legrar
skoðunar telji starfshópurinn það
nauðsynlegt. Til að fara megi að
hinum tillögum FME þarf hins
vegar að breyta lögum.
Til að bregðast við vanda B-
deildar mun ríkissjóður hefja sér-
stakar aukagreiðslur til sjóðsins
svo fljótt sem aðstæður ríkissjóðs
leyfa. Var þannig komist að orði í
svari Steingríms J. Sigfússonar,
þáverandi fjármálaráðherra, við
fyrirspurn um stöðu LSR á þingi
þann 9. janúar síðastliðinn.
Þá kom fram í svarinu að B-deild
LSR færi í þrot árið 2025 berist
engar frekari aukagreiðslur. Ef
hins vegar væri gert ráð fyrir að
ríkissjóður greiddi jafna fjárhæð
frá og með árinu 2012 þá yrði sú
greiðsla að nema 7,8 milljörðum á
ári í fjörutíu ár til að rétta af halla
sjóðsins.
„Eðlilega erum við líka að
skoða stöðu B-deildar. Við viljum
svara því hvernig greiða megi
niður hallann og jafnframt viljum
við útbúa greiðsluáætlun,“ segir
Gunnar.
magnusl@frettabladid.is
Öll starfskjör
til skoðunar
Starfshópur um málefni LSR hyggst ljúka vinnu fyrir
1. október. Hlutverk hópsins er að leggja til lausnir
á fjárhagsvanda sjóðsins. Til greina kemur að gera
breytingar á starfskjörum opinberra starfsmanna.
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ Stefnt er að því að ríkissjóður hefji á ný sérstakar auka-
greiðslur vegna B-deildar LSR á næstunni. Greiðslurnar munu sennilega nema fjölda
milljarða á ári. Þá hefur FME lagt til að iðgjöld launagreiðenda vegna sjóðsfélaga í
A-deild sjóðsins verði hækkuð um ríflega fjórðung. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
B-deild LSR var lokað árið 1997 og A-deildin þá stofnuð. Í B-deild eru
hins vegar skuldbindingar vegna eldri starfsmanna. Glíma báðar deildirnar
við fjárhagsvanda en þó af ólíkum meiði. B-deildin er með fullri ábyrgð
ríkissjóðs en sjóðurinn var aldrei hugsaður sem fullkominn söfnunar-
sjóður. Greiddi ríkissjóður aukalega með sjóðnum frá 1999 til 2008 en eftir
bankahrun lögðust greiðslur af. Þó stendur til að hefja þær brátt á ný. Hjá
A-deildinni er ábyrgð ríkisins hins vegar óbein.
Samkvæmt núgildandi lögum er ekki leyfilegt að skerða réttindi sjóðs-
félaga í opinberum lífeyrissjóðum og því er eina leiðin til að laga trygg-
ingafræðilega stöðu þeirra sú að hækka iðgjöld. Það er ekki lausn á vanda
B-deildarinnar en stjórn LSR ákvarðar árlega iðgjald launagreiðenda vegna
framlaga í A-deild þannig að það dugi til greiðslu á skuldbindingum.
Stjórninni er þó samkvæmt lögum ekki skylt að hækka iðgjald fyrr en
hallinn er orðinn 15% í eitt ár eða 10% í fimm ár. Hallinn er nú 13,1%.
Vandi A- og B-deildar ólíkur
Vefmiðlun ehf., sem meðal ann-
ars á og rekur vefinn amx.is,
flutti lögheimili sitt og póstfang
að Hádegismóum 2 í Reykjavík
nýverið. Þetta kemur fram í til-
kynningu til fyrirtækjaskráar
sem móttekin var 13. júní síðast-
liðinn. Hádegismóar 2 hýsa
einnig starfsemi Morgunblaðs-
ins, en hluti húsnæðisins hefur
verið leigður undir aðra starf-
semi.
Vefmiðlun ehf. er í eigu Frið-
björns Orra Ketilssonar og
Arthúrs Ólafssonar til helminga.
Friðbjörn Orri er auk þess titl-
aður útgefandi AMX-vefjarins.
Félagið hagnaðist um 177 þúsund
krónur á árinu 2010 samkvæmt
síðasta birta ársreikningi. - þsj
Vefmiðlun færir lögheimili:
AMX flutt í
Hádegismóa
Eignir lífeyrissjóða landsins
drógust lítillega saman í júní
síðast liðnum. Þær voru 2.243
milljarðar króna í lok maí en
2.242 milljarðar króna þegar
júní var liðinn. Þetta kemur fram
í nýjum hagtölum Seðlabanka
Íslands sem birtar voru á heima-
síðu bankans á þriðjudag.
Mestu munar um breytingu á
erlendri verðbréfaeign sjóðanna
og skýrist það líkast til að mestu
af styrkingu íslensku krónunnar,
enda eignir þeirra gefnar upp í
þeim gjaldmiðli.
Innstæður og sjóðir lífeyris-
sjóðanna hafa ekki verið hærri
frá því í september 2010. Alls
voru 161,8 milljarðar króna
geymdir með þeim hætti í lok
júní síðastliðins. Innstæður
jukust um 5,8 milljarða króna í
þeim mánuði.
Eign sjóðanna í inn lendum
h lutabréfum hefur fa r ið
hríð vaxandi á undanförnum
mán uðum. Um síðustu áramót
var virði innlendra hlutabréfa
í eigu sjóðanna 106 milljarðar
króna. Um þarsíðustu mánaða-
mót var virði þeirra hins vegar
komið í 143 milljarða króna og
hafði því aukist um ríflega þriðj-
ung á einungis hálfu ári. – þsj
Innstæður lífeyrissjóða ekki verið meiri í tvö ár:
Eignir lífeyrissjóða
dragast aðeins saman
Nýsköpunarstyrkir
Landsbankans
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Markmið nýsköpunarstyrkja Landsbankans er að styðja við frumkvöðla með
því að veita þeim tækifæri til að þróa nýja viðskiptahugmynd, eldri viðskipta-
hugmynd á nýju markaðssvæði eða nýja vöru eða þjónustu. Nýsköpunarstyrkjum
er jafnframt ætlað að styðja við frumkvöðla til kaupa á efni, tækjum eða sérfræði-
þjónustu vegna nýsköpunar eða sækja námskeið sem sannanlega byggir upp
færni sem nýtist við þróun viðskiptahugmyndar.
Styrkupphæðir
» 500.000–2.000.000 kr. – styrkir fyrir verkefni sem eru lengra komin.
» 200.000–500.000 kr. – styrkir fyrir fyrstu skrefin.
Umsóknarfrestur
Umsóknarfrestur vegna nýsköpunarstyrkja er til og með 12. september 2012.
Dómnefnd er skipuð þremur fagaðilum og tveimur sérfræðingum bankans.
Sótt er um styrkina rafrænt á vef bankans, landsbankinn.is.
Samfélagssjóður Landsbankans hefur það hlutverk að veita styrki til verðugra
verkefna. Árlega eru veittar fimm tegundir styrkja: Afreksstyrkir, námsstyrkir,
umhverfisstyrkir, samfélagsstyrkir og nýsköpunarstyrkir.
Nánari upplýsingar á landsbankinn.is
Landsbankinn styður góðar hugmyndir í
atvinnurekstri og veitir allt að 15 milljónum
króna í nýsköpunarstyrki árið 2012.
VAR FJÖLDI GISTINÓTTA á íslenskum hótelum í júní. Gistinóttum í mánuðinum
fjölgaði um 13% milli ára.202.500