Fréttablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 44
9. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR36
bio@frettabladid.is
36
Teiknimyndin Brave verð-
ur frumsýnd annað kvöld.
Kvikmyndin er þrettánda
mynd fyrirtækisins Pixar.
Brave er nýjasta myndin frá Pixar
og segir frá skosku prinsessunni
Meridu og ævintýrum hennar.
Merida er sjálfstæð ung stúlka
og sem slík harðneitar hún að
giftast þeim piltum sem foreldrar
hennar hafa ætlað henni. Í bræði
sinni verður Merida þess valdandi
að álög falla á fjölskyldumeðlim
hennar og þarf hún á öllum sínum
styrk og hugrekki að halda til að
snúa álögunum.
Brave er þrettánda mynd Pixar
og tók það tugi manna þrjú ár að
hanna forrit sem gæti samræmt
hreyfingar hárlokka Meridu á
sannfærandi máta. Það er skoska
leikkonan Kelly McDonald sem
ljáir prinsessunni rödd sína, en
leikkonan er þekktust fyrir hlut-
verk sitt sem Margaret Schroeder
í sjónvarpsþáttunum Boardwalk
Empire. Með önnur hlutverk fara
Billy Connolly, Emma Thompson,
Julie Walters, Robbie Coltrane,
Kevin McKidd, Craig Ferguson
og John Ratzenberger.
Hárprúð teiknimyndahetja
HÁRPRÚÐ HETJA Skoska prinsessan Merida lendir í ævintýrum í nýjustu myndinni frá Pixar. DISNEY/PIXAR
TÖKUR HAFNAR Tökur á fjórðu þáttaröð Arrested Development eru hafnar en sex ár eru síðan
síðasta þáttaröðin var sýnd. Jason Bateman, sem fer með hlutverk Michaels Bluth, birti mynd af tökustað
á Twitter-síðu sinni með orðunum „Fyrsti dagurinn. Við förum af stað …“
■ Brenda Chapman hóf störf hjá
Pixar árið 2003 og kom aðeins
að gerð teiknimyndarinnar Cars
áður en undirbúningur á Brave
hófst. Hugmyndin að myndinni er
komin frá Chapman og átti hún
upphaflega að leikstýra henni áður
en til vandræða kom. Í október
árið 2010 tók Mark Andrews við
sem leikstjóri myndarinnar í kjölfar
vanda milli Chapman og Pixar.
■ Chapman varð fyrsta konan til
að leikstýra teiknimynd þegar hún
leikstýrði The Prince of Egypt fyrir
DreamWorks framleiðslufyrirtækið
árið 1998. Hún varð einnig fyrsta
konan til að leikstýra mynd í fram-
leiðslu Pixar þegar hún var tilkynnt
sem leikstjóri Brave.
■ Chapman segir dóttur sína vera
fyrirmynd rauðhærðu prinsess-
unnar.
■ Mark Andrews hefur áður unnið
með Pixar og starfaði meðal
annars við myndirnar Ratatouille
og Cars.
FYRSTA KONAN TIL AÐ LEIKSTÝRA TEIKNIMYND
Leikarinn Mickey Rourke gæti
mögulega snúið aftur sem Marv
í kvikmyndinni A Dame To
Kill For sem er framhalds-
mynd Sin City. Samkvæmt
Empire Magazine á Rourke
nú í viðræðum við framleið-
endur um þátttöku sína í
myndinni.
Í Sin City lék Rourke
harðjaxlinn Marv
sem var tekinn af
lífi í lok mynd-
a r i n n a r ef t i r
að hann hefndi
dauða vinkonu
sinnar. Enda-
lok Marv í Sin
City hafa þó ekki
áhrif á endur-
komu Rourke því
sagan er ekki sögð
í réttri tímaröð. Áætlað er að A
Dame To Kill For verði frum-
sýnd í október á næsta ári og
verður myndin í þrívídd.
Rourke er einnig í við-
ræðum við leikstjórann
Albert Hughes um hlutverk
í kvikmyndinni Motor
City. Gerard Butler
mun fara með aðal-
hlutverkið í þeirri
mynd en óljóst
er hvaða hlut-
verk Rourke mun
leika.
Aftur í syndabælið
SNÝR AFTUR Mickey
Rourke gæti snúið
aftur sem Marv í
framhaldsmynd Sin
City. NORDICPHOTOS/GETTY
Leikstjórar myndarinnar eru
Mark Andrews og Brenda Chap-
man en þau skrifa einnig hand-
ritið að myndinni. Upphaflega
stóð til að Chapman leikstýrði
myndinni, þá fyrsta konan til
að leikstýra mynd frá Pixar, en
sökum listræns ágreinings var
ákveðið að Andrews tæki við sem
leikstjóri þó Chapman hafi áfram
verið viðriðin framleiðslu mynd-
arinnar.
Myndin hefur fengið ágæta
dóma og á vefsíðunni Rottentom-
atoes fær hún 77 prósent fersk-
leikastig. Á vefsíðunni Meta-
critic.com fær myndin örlítið
slakara meðaltal eða um 69 pró-
sent. Peter Travers hjá Rolling
Stone tímaritinu segir myndina
vera fallega og skemmtilega
en öðrum þykir söguþráðurinn
slakur þó grafíkin sé nánast
gallalaus.
Myndin verður sýnd bæði með
ensku og íslensku tali og eru það
Esther Talia Casey, Egill Ólafs-
son, Inga María Valdimars-
dóttir, Pálmi Gestsson og Ragn-
heiður Steindórsdóttir sem ljá
per sónunum rödd sína í íslensku
útgáfunni.
Bíóhúsin verða full af ást og hlátri
um helgina, en tvær rómantískar
gamanmyndir verða frumsýndar
auk myndarinnar Brave sem er
fjallað um hér til hliðar.
Nýjasta mynd Woodys Allen, To
Rome With Love, kemur í kvik-
myndahús á föstudaginn. Myndin
segir sögu nokkurra ólíkra ein-
staklinga í borginni Róm á Ítalíu
og ævintýrin sem þeir lenda í þar
og hvernig þau fléttast saman.
Sjálfur fer Woody Allen með hlut-
verk í myndinni en eins og við er
að búast þegar myndirnar hans
eru annars vegar er þar allt mor-
andi í stórstjörnum. Með önnur
helstu hlutverk fara snillingurinn
Roberto Benigni, Judy Davis,
Alec Baldwin, Jesse Eisenberg,
Penélope Cruz og Ellen Page.
Keira Knightley og Steve Carell
fara með aðalhlutverkin í svörtu
kómedíunni Seeking a Friend for
the End of the World sem kemur
einnig í bíóhúsin á föstudaginn.
Loftsteinninn Matilda stefnir
á jörðina og heimsendir er boð-
aður innan þriggja vikna. Eigin-
kona persónu Carells, Dodge Pet-
ersen, yfirgefur hann þegar þau
heyra fréttirnar og hann ákveður
í kjölfarið að leggja upp í vegferð
á heimaslóðir til að endurnýja
kynnin við æskuástina sína Oli-
viu. Nágranni hans, Penny Lock-
hart, leikin af Knightley, slæst
í för með honum og úr verður
bráðfyndin skemmtun með vott
af rómantík. - trs
Fullt af svörtu gamni
ÁSTIN Í RÓM Alessandro Tiberi og Penélope Cruz eru á meðal þeirra fjölmörgu stór-
stjarna sem koma fram í nýjustu mynd Woodys Allen, To Rome With Love.
www.fjalakotturinn.is
Aðalstræti 16 | 101 Reykjavík | Sími 514 6060 | dining@hotelcentrum.is