Fréttablaðið - 09.08.2012, Side 54
9. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR46
BESTI BITINN Í BÆNUM
Ég verð að segja að besti bitinn
í bænum sé lambarúllan á Ali
Baba. Við í Reykjavík höfum
nefnilega verið snuðuð um
góðan kebab í áraraðir og nú er
loksins búið að bæta úr því.
Atli Bollason, kynningarstjóri RIFF.
„Að hafa sýninguna utandyra er í ætt við ferða-
lagið sjálft og gerir það líka að verkum að fleiri
sjá myndirnar,“ segir ljósmyndarinn Baldur
Kristjánsson sem opnar ljósmyndasýninguna
Austur fyrir fjall á göngugötu Skólavörðustígs
í kvöld.
Sýningin er sú fyrsta sem Baldur heldur en
hann hefur getið sér gott orð sem auglýsinga-
ljósmyndari undanfarin ár. Á sýningunni eru
fjörutíu ljósmyndir sem Baldur tók á bakpoka-
ferðalagi sínu um Asíu fyrir tveimur árum. „Ég
kalla þetta „umhverfisportrettmyndir“ af fólki
sem varð á vegi mínum í Nepal, Tíbet, Víetnam,
Kambódíu og á Indlandi. Myndirnar sýna fólk í
sínu náttúrulega umhverfi, eins og það kom mér
fyrir sjónir,“ segir Baldur sem hefur látið sér-
smíða sérstaka standa fyrir myndirnar svo þær
njóti sín sem best í stórri upplausn.
„Ég pældi mjög mikið í staðsetningunni áður
en ég fann þá réttu en ég er sjálfur að vinna á
Skólavörðustíg og finnst hún án vafa vera ein
skemmtilegasta gata bæjarins.“
Sýningin verður opnuð í kvöld klukkan 20 en
Baldur blæs til opnunarteitis á efri hæðinni á
Sólon í tilefni dagsins. „Þessa stundina er ein
mynd í uppáhaldi hjá mér en það er mynd sem
ég tók á Killing Fields í Kambódíu en þar voru
framin hrottaleg fjöldamorð. Þar sá ég litla
stelpu hinum megin við girðingu sem horfði
inn á svæðið en ég náði að smella af einni mynd
áður en hún lét sig hverfa. Þessi mynd situr
eftir,“ segir Baldur. Sýningin stendur til 19.
ágúst. Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri að
lokum? „Myndirnar á sýningunni eru til sölu á
www.baldurkristjans.is og jú, lengi lifi Þróttur.“
- áp
Sýnir afrakstur Asíureisu á Skólavörðustíg
FAGRAR MYNDIR Þróttarinn og ljósmyndarinn Baldur
Kristjánsson opnar sína fyrstu ljósmyndasýningu utan-
dyra á Skólavörðustíg í kvöld. Hér er hann með eina af
uppáhaldsmyndum sínum á sýningunni sem tekin var í
Kambódíu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
„Hún sendi mér póst í byrjun vik-
unnar þar sem hún þakkar mér
fyrir að setja myndirnar mínar
inn á Facebook svo hún geti stolið
þeim. Ég áttaði mig þá á því að
hún hlyti að vera vinur minn á
Facebook og þá undir öðru nafni
þannig ég ákvað að fara í gegn-
um vinalistann minn og henda út
öllum sem ég þekkti annað hvort
lítið eða ekkert. Síðan þá hef ég
fengið um fimm vinabeiðnir á
dag frá henni og alltaf undir
nýju nafni,“ segir María Guð-
rún Rúnars dóttir nemandi í ljós-
myndun við BTK skólann í Berlín.
Ókunnug manneskja er kallar sig
Maejapaejapictures á Facebook
hefur stolið fjölda mynda Maríu
Guðrúnar en segir síðuna vera
aðdáendasíðu.
Þetta er í annað sinn sem María
Guðrún lendir í því að myndum
hennar er stolið og þær notaðar
af öðrum án leyfis. Fyrir nokkr-
um árum var myndum af dóttur
hennar stolið af Flickr.com deil-
isíðunni og einnig af persónulegu
bloggi hennar.
„Ég hef haldið úti Flickr síðu í
mörg ár en fór að ritskoða efnið
sem ég setti þar inn eftir að ég
komst að því að það væri verið að
stela þeim. Í staðinn byrjaði ég að
nota Facebook því mér fannst ég
geta fylgst betur með efninu þar,
en nú þori ég því ekki nema með
enn hertara eftirliti,“ útskýrir hún.
Innt eftir því hvort algengt sé
að ljósmyndarar verði varir við
að fólk sé að stela verkum þeirra
segist María Guðrún hafa heyrt
af nokkrum dæmum um slíkt. „Ég
veit að ein lenti í því að myndum
hennar var stolið og þær seldar
undir fölsku nafni.“
María Guðrún kveðst ekki vita
hvað hægt sé að gera til að koma
í veg fyrir áframhaldandi stuld á
verkum hennar annað en að fara
varlegar. „Ég held að þetta fólk
mundi stela myndunum sama
þótt þær væru vatnsmerktar á
einhvern hátt. Maður verður bara
að fara varlega.“
sara@frettabladid.is
María Guðrún: Maður verður að fara varlega
Glímir við ókunnugan ljós-
myndaþjóf á alheimsnetinu
TEKST Á VIÐ ÞJÓF María Guðrún Rúnarsdóttir stendur í stappi við ókunnuga mann-
eskju sem stelur ljósmyndum hennar af Facebook.
Öll brúðhjón fá glæsilega svuntu
með nöfnum sínum
og brúðkaupsdegi ísaumuðum.
Íslensk
kennslubók í
matreiðslu fylgir.
MIKIÐ ÚRVAL
BRÚÐARGJAFA
FOR THE WAY IT´S MADE
Gildir um KitchenAid
hrærivélar.
„Þetta er svo ríkt í mér og það sem
gerir mig hamingjusamasta og það
liggur beinast við að rækta garðinn
sinn,“ segir söngkonan Védís Her-
vör Árnadóttir. Hún flytur eigin
tónsmíðar í fyrsta sinn í langan
tíma annað kvöld sem gestur Ragn-
heiðar Gröndal í tónleikaröð hennar
á Café Haiti klukkan hálf tíu.
Hún mun leika nýtt efni í bland
við lög af plötunni A Beautiful
Life: Recovery Project frá árinu
2007 á hljómborð og rödd ásamt
eiginmanni sínum Þórhalli Berg-
mann. „Við ætlum að flytja glæný
lög. Sum eru þriggja ára gömul
og önnur urðu til í byrjun árs,“
segir Védís. „Þegar Ragga bauð
mér að vera með sló ég til. Þetta
var akkúrat tíminn til að koma
út úr skápnum með nýja efnið og
við flytjum það eins og það kemur
beint af kúnni.“
Ragnheiður hyggst halda mánað-
arlega tónleika fram að ára mótum
til að undirbúa tónleikaferð um
Þýskaland en plata hennar Astro-
cat Lullaby kemur út í Þýskalandi
og víðar 31. þessa mánaðar.
Söngkonurnar eru góðar vin-
konur og báðar nýbakaðar mæður.
„Við höfum verið að hittast í kring-
um þetta barnastúss og hún talaði
um að hana langaði að spila meira
svo ég var svolítið að sparka í rass-
gatið á henni,“ segir Ragnheiður og
skellir upp úr.
Védís hefur lagt stund á líffræði-
lega mannfræði og sinnt móður-
hlutverkinu undanfarin ár og því
lítið getað unnið að sólóferlinum.
Hún hyggst þó gera breytingar á
og setja tónlistina í fyrsta sætið.
„Ég hef verið í góðu samstarfi við
lagahöfundateymi í London frá
árinu 2003 svo ég hef verið að gera
fullt tengt músík,“ segir Védís og
Ragnheiður bætir við að þær nái ef
til vill að semja lítið lag fyrir tón-
leikana. - hþt
Védís hefur sólóferilinn að nýju
SYNGJA SAMAN Ragnheiður Gröndal og Védís Hervör leiða saman hesta sína á tónleikum
á morgun þar sem Védís kemur út úr skápnum með nýtt efni ásamt eiginmanni sínum.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/ER
N
IR