Fréttablaðið - 26.07.2012, Qupperneq 1
veðrið í dag
VIRKJANAMÁL Orkustofnun hefur
veitt Landsvirkjun rannsóknar-
leyfi vegna áætlana um virkj-
un í efri hluta vatnasviðs Stóru
Laxár. Fréttablaðið hefur greint
frá umsókninni, en svæðið er
utan virkjanakosta sem finna má í
rammaáætlun um vernd og nýtingu
náttúrusvæða. Steingrímur J. Sig-
fússon iðnaðarráðherra vill skoða
lagabreytingu varðandi slík svæði.
Steingrímur hefur kallað eftir
að farið verði hægt í útgáfu leyfa
þar til að lokinni vinnu við ramma-
áætlun. Hann segir ekki heppilegt
að gefa slík leyfi í því millibils-
ástandi sem nú ríki. „Hitt er jafn
ljóst að ég ætla ekki að grípa fram
fyrir hendur þar til bærra aðila sem
samkvæmt lögum verða að afgreiða
þau mál sem hjá þeim eru á grunni
gildandi laga og réttarástands.“
Iðnaðarráðherra segir útgáfu
leyfisins nú sýna mikilvægi þess að
hraða vinnu við rammaáætlun eins
og kostur er.
„Þá veltir maður því fyrir sér í
þessu tilviki með Stóru Laxá, þar
sem um óflokkað svæði er að ræða,
hvort ekki eigi að huga að því að
gera lagabreytingar sem væru á þá
leið að óflokkuð svæði skuli með-
höndlast eins og svæði í biðflokki
þangað til þau hafa verið flokkuð.“
Steingrímur segir að ákjósan-
legast væri að rannsóknir færu
ekki fram á vegum aðila sem hafa
virkjanir eða nýtingu í huga. Hefðu
stjórnvöld meira fé á milli handa
væri æskilegast að slíkar rann-
sóknir færu fram á þeirra vegum
og á óháðum forsendum. Ekki hafi
þó komið til tals að biðja orkufyr-
irtækin um að bíða með umsóknir
um rannsóknarleyfi. „Ég hef allt-
af verið bjartsýnn og trúaður á að
orkufyrirtæki í opinberri eigu hefðu
hliðsjón af yfirlýstri stefnu stjórn-
valda og tækju mark á henni.“
Hörður Arnarson, forstjóri Lands-
virkjunar, segir umsóknir fyrir-
tækisins í fullu samræmi við stefnu
stjórnvalda. Kostir lendi í biðflokki
vegna skorts á gögnum og þær rann-
sóknir sem farið sé fram á hafi ekki
umhverfisáhrif. „Eingöngu er verið
að safna gögnum þannig að hægt sé
að leggja þau fram fyrir ramma-
áætlun og síðar umhverfismat, sem
yrði þá næsta skrefið.“ - kóp
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Sími: 512 5000
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Fimmtudagur
skoðun 16
SÉRBLAÐ
í Fréttablaðinu
Fólk
26. júlí 2012
174. tölublað 12. árgangur
A uður I. Ottesen ritstjóri segir að á hátíðinni verði boðið upp á sýn-ingu á ljósmyndum Páls Jökuls Péturssonar utanhúss. Myndirnar eru af plöntum sem flestar má sjá í garð-inum að heimili þeirra að Fossheiði en Auður, sem er garðyrkjufræðingur, hefur skipulagt garðinn og hannað. Að auki verður sýnt hvernig nota má lágvaxnar fjallaplöntur, steinbrjóta, hnoðra og hús-lauka í steinkerum og sem þekjuplöntur í beðum og í lóðrétta gróðurveggi. Auður og Páll bjuggu í Reykjavík en festu kaup á Fossheiði 1 í lok síðasta árs. „Við höfum verið að standsetja bæði húsið, sem er funkis-hús byggt árið 1967, og hanna garðinn. Hér erum við með heimili og vinnuaðstöðu. Í garð-inum höfum við sett niður gríðarlegan fjölda af plöntum sem Páll hefur mynd-að. Sú hugmynd kviknaði í framhaldinu að vera með sýningu á þeim myndum hér í garðinum,“ útskýrir Auður.„Húsið rammar vel inn myndirnar í garðinum og ég tel það afar sérstakt að setja upp sýningu á stórum ljósmyndum í einkagarði. Þetta verður samspil ljós-mynda og plantna,“ segir Auður enn fremur. Í garðinum er hún einnig með matjurtagarð.
Tímaritið Sumarhúsið og garðurinn
kemur út fimm sinnum á ári en Auður
segir að blaðinu hafi alltaf verið vel tek-
ið. „Við höfum góða útbreiðslu og með
afmælishátíðinni viljum við þakka fyrir
okkur og bjóða öllum áskrifendum okkar
til veislu. Auk þess eru allir velkomnir
að koma og skoða.“Auður og Páll eru ekki óvön því að halda sýningar. Þau sáu um stórsýn-inguna Sumarið í sjö ár. Sú sýning var
fyrst í Mosfellsbæ, síðan í Laugardals-
höll og loks í Fífunni. „Það komu yfir 20
þúsund manns á þær sýningar og yfir
sextíu aðilar sýndu vörur sínar. Afmælis-
sýningin okkar er lítil íS
„Við viljum sýna fólki hvernig hægt er að njóta tilverunnar úti við,“ segir Auður. „Við erum þrautreynd og þrjósk
að halda úti útgáfu sérhæfðs tímarit og
höfum ótalmargt fram að færa,“ segir
hún enn fremur en þau hjónin hafa sömuleiðis haldið fjölmörg vinsæl nám-
skeið. Mörður Gunnarsson Ottesen hefur unnið sem fastur pistlahöfundur
hjá tímaritinu en nýlega ge ðim ð
EINSTÖK SÝNINGTÍMARITIÐ SUMARHÚSIÐ OG GARÐURINN KYNNIR Einstök afmælishátíð verður í tilefni 20 ára afmælis blaðsins um næstu helgi og þarnæstu. Sýningin verður í garðinum að Fossheiði 1 á Selfossi.
GLEÐI Á SELFOSSIAuður og Páll hlakka til að fá gesti í garðinn sinn. Hann verður með ljósmyndasýningu en hún hefur hannað garð-inn. Ljósmyndirnar eru stórar og fallegar.
STÓR OG MIKIL HÁLSMENStór og fyrirferðarmikil hálsmen eru áberandi þessa
dagana. Mörg eru gyllt og sum skreytt marglitum
steinum. Þau eru sum hver borin yfir skyrtur og boli
og lífga sannarlega upp á.
teg 11001 - nýr litur í frábæru sniði í C,D,E skálum á kr. 5.800,- buxur í stíl á kr. 1.995,-
GLÆSILEGUR
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.isOpið frá 10-18 virka daga.10-14 laugardaga
Opið virka daga í sumar frá kl. 9 -18Stórhöfða 25 569 3100 eirberg.is
Hlaupasokkar
og flott
Fjörug
útsala
Opið
til
21
í kvö
ld
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
Rannsóknarleyfi í
Stóru Laxá gefið út
Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun rannsóknarleyfi vegna áætlana um
virkjun í Stóru Laxá. Iðnaðarráðherra vill að um óflokkuð landsvæði gildi það
sama og svæði í biðflokki. Best væri ef hið opinbera stæði fyrir rannsóknum.
Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, segir enga skyldu
hvíla á Orkustofnun um útgáfu rannsóknarleyfa. Hægt sé að nýta vinnuna við
rammaáætlun sem rökstuðning fyrir því að bíða með veitingu þeirra. „Þeir
túlka þetta eins og maður ímyndar sér að orkufyrirtækin vilji að þeir geri. Þeir
taka þann pólinn í hæðina, í stað þess að fara hófsamari leið sem væri líklegri
til að stuðla að einhverri sátt í samfélaginu.”
Vilji fyrirtækjanna hafður að leiðarljósi
HAF OG HIMINN FYRIR STAFNI Seglin liðu um undan strandlengjunni í Hafnarfirði í gær og krakkarnir á siglingarnámskeiðinu lærðu
allt um að beita í vindinn og venda. Um himinn liðu rigningarský sem viku á endanum fyrir geislum sólarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
KVIKMYNDIR Djúpið, kvikmynd
Baltasars Kormáks, verður
heimsfrumsýnd á alþjóðlegu
kvikmyndahátíðinni í Toronto í
september.
Myndin verður sýnd í flokkn-
um Special Presentations sem
heldur utan um stærstu myndir
hátíðarinnar eftir kvikmynda-
gerðarmenn sem eru leiðandi í
fagi sínu í heiminum.
Myndin er innblásin af ein-
stöku afreki Guðlaugs Friðþórs-
sonar sem synti í land eftir að
Hellisey VE sökk sex kílómetra
undan Vestmannaeyjum árið
1984. - afb / sjá síðu 38
Frumsýnir Djúpið í Toronto:
Baltasar með
í úrvalsflokki
FULLKOMINN FERÐAFÉLAGI!
Ástfangin í myndbandi
Elmar Johnson og Þórunn
Antonía leika par í London
í væntanlegu myndbandi.
popp 38
VÆTA EYSTRA Í dag verða norðan
3-10 m/s. Rigning NA- og A-til en
annars úrkomuminna. Hiti 8-17
stig.
VEÐUR 4
14
13
11
11
14
Ævintýri feðga í Hofsá
Feðgar veiddu sinn 100
sentímetra laxinn hvor
sama dag í Vopnafirði.
veiði 34
15 ára ætlar sér sigur
Gísli Sveinbergsson keppir
á Íslandsmótinu í höggleik
sem hefst á Hellu í dag.
sport 32
Opnum
á laugardaginn