Fréttablaðið - 26.07.2012, Side 6
26. júlí 2012 FIMMTUDAGUR6
18,7
Kw/h
VERSLUN Breska verslanakeðjan
Iceland opnar verslun á Íslandi
á laugardaginn. Það er Jóhann-
es Jónsson, áður kenndur við
Bónus, sem rekur verslunina hér
á Íslandi. Verslunin verður opnuð
í Engihjalla í Kópavogi þar sem
verslun 10-11 var um hríð.
Þegar Fréttablaðið hafði sam-
band við Jóhannes í gær var hann
í óða önn að raða í hillur og undir-
búa opnun verslunarinnar. Spurð-
ur hvernig undirbúningurinn
gengi sagði hann allt ganga eins
og í sögu. „Það stendur allt eins og
stafur á bók.“
Iceland verslanirnar voru í eigu
Baugs Group frá 2005 þar til Baug-
ur varð gjaldþrota árið 2009. Mal-
colm Walker, stofnandi Iceland, og
Graham Kirkham eiga nú stærstan
hluta í verslanakeðjunni. Iceland
hefur í gegnum tíðina einbeitt sér
að frosinni matvöru.
Ásamt því að reka matvöruversl-
un í Engihjalla ætlar Jóhannes að
láta Iceland standa fyrir vefversl-
un þannig að viðskiptavinir geti
fengið vörur sendar heim. „Net-
verslunin verður opnuð á sama
tíma á laugardaginn á icelandnet.
is,“ bendir Jóhannes á. - bþh
Jóhannes Jónsson opnar útibú bresku verslanakeðjunnar Iceland í Kópavogi:
Iceland opnað á laugardaginn
JÓHANNES Í ICELAND Verslanakeðjan
Iceland opnar hér útibú á laugardaginn.
Jóhannes Jónsson, áður kenndur við
Bónus, rekur verslunina og vann að því að
gera allt tilbúið í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
STJÓRNSÝSLA Sveitarstjóri í Súða-
víkurhreppi hefur lagt til við
Íslandspóst að sveitarfélagið taki
yfir póstþjónustuna þar. Starfs-
menn Landsbankans önnuðust
póstþjónustu í bænum en þegar
útibúi bankans var lokað í vor
lagðist póstþjónustan niður.
„Við misstum bæði bankann og
pósthúsið skyndilega núna í vor,“
segir Ómar Már Jónsson, sveitar-
stjóri. „Sveitarfélagið var mjög
óánægt með þessa lokun.“ Ómar
Már vonar að fyrirkomulagið
verði að veruleika í haust. - bþh
Súðavíkurhreppur:
Hreppurinn
annist póstinn
SAMFÉLAGSMÁL Appelsínuguli dag-
urinn er nú haldinn 25. dag hvers
mánaðar til höfuðs ofbeldi gegn
konum. UNiTE heitir herferð
framkvæmdastjóra Sameinuðu
þjóðanna og UN Women. Þá er
skorað á fólk hvarvetna í heimin-
um að klæðast appelsínugulu.
Góð þátttaka var í gær í átak-
inu og sendu margir af sér mynd-
ir á samfélagsmiðilinn Facebook
og UN Women á Íslandi.
Appelsínugulir dagar verða
haldnir mánaðarlega fram að
57. þingi ráðs um stöðu kvenna í
mars á næsta ári. - bþh
Átak Sameinuðu þjóðanna:
Appelsínuguli
dagurinn í gær
Í APPELSÍNUGULU Starfsfólk innan-
ríkisráðuneytisins mætti auðvitað í lit
dagsins til vinnu í gær.
NÁTTÚRA Ástand gróðurs í Surtsey
er víða mjög slæmt eftir þurrka
sumarsins. Þetta á einkum við í
hraunklöppum sunnan til á eynni.
Þar er jarðvegur þunnur og höfðu
plöntur visnað í klöppunum þegar
líffræðingar Náttúrufræðistofn-
unar Íslands fóru í sinn árlega
rannsóknarleiðangur til Surts-
eyjar fyrr í mánuðinum.
Líffræðingarnir fundu tvær
nýjar tegundir smádýra í könn-
unarferðinni, maurkönguló og
fiðrildið brandyglu. Engar nýjar
plöntutegundir fundust þó, en
plöntutegundum í Surtsey hefur
fækkað frá því í fyrra. - ktg
Niðurstöður leiðangurs:
Gróðurinn illa
farinn í Surtsey
Ólympíuleikarnir verða
settir í London á morgun og
er gert ráð fyrir því að allt
verði til reiðu eftir gríðar-
lega kostnaðarsamar fram-
kvæmdir sem hafa gjör-
breytt ásjónu austurhluta
borgarinnar sem var áður
fátækasta hverfi hennar.
Alls hefur um 1.800 millj-
örðum króna verið varið í
undirbúninginn.
Stærsta verslunarmiðstöð Evrópu,
Westfield-verslunarmiðstöðin, er
nú risin í austurhluta London, en
fátækt hefur hingað til einkennt
það hverfi. Eftir leikana fara um
2.800 íbúðir sem nú hýsa keppend-
ur á sölu, sumar verða niðurgreidd-
ar en aðrar verða seldar á frjálsum
markaði.
Mikil athygli beinist einnig að
keppnisleikvöngum og hvernig
þeir verða notaðir að leikunum lokn-
um. Er enda afar misjafnt hvernig
ólympíuborgir hafa haldið á sínum
málum og er óhætt að segja að spor-
in hræði sé miðað við síðustu tvo
leika, í Aþenu árið 2004 og Peking
árið 2008.
Grikkir lögðu mikið upp úr því
að endurkoma leikanna til upp-
runalandsins yrði sem glæsilegust.
Mikið var í lagt, en kostaðurinn fór
úr böndum og varð á endanum tífalt
hærri en áætlað hafði verið.
Til að bæta gráu ofan á svart
stendur nú 21 af 22 byggingum sem
byggðar voru fyrir leikana nær
ónotuð í reiðileysi og sumar þeirra
í niðurníðslu. Efnahagshörmung-
ar Grikkja hafa einnig sett strik í
reikninginn þar sem viðhald á bygg-
ingunum útheimtir mikil útgjöld ef
vel á að vera.
Leikarnir voru þó ekki aðeins til
bölvunar, heldur var mikið unnið í
innviðum Aþenuborgar og samgöng-
um komið í nútímahorf.
Kínverjar létu síður en svo sitt
eftir liggja og er talið að kostnaður-
inn við leikana 2008 hafi numið allt
að 5.000 milljörðum króna, í sam-
anburði við þá 2.000 milljarða sem
Grikkir vörðu í leikana 2004.
Áhorfendur fengu enda magnað
sjónarspil þar sem Ólympíuleik-
vangurinn, „Fuglahreiðrið“ svo-
kallaða, bar hæst.
Nú fjórum árum seinna hafa
byggingarnar í Peking aðeins
verið notaðar að takmörkuðu leyti
ef nokkuð.
Róðraraðstaðan, strandblaksvöll-
urinn og hjólreiðahöllin hafa ekkert
verið notuð og Fuglahreiðrið hefur
aðallega verið vinsæll viðkomu-
staður ferðamanna auk þess sem
þar hafa verið haldnir tónleikar
(Jackie Chan söng þar fyrir gesti
árið 2009). Þar var einnig starf-
rækt vetrarland fyrir börn í tvö ár.
Sögusagnir herma að þar muni
jafnvel verða starfrækt verslunar-
miðstöð í framtíðinni.
Bretar telja sig hafa girt sig gegn
því að slíkt komi upp enda eru fjög-
ur knattspyrnulið í London að bít-
ast um að fá ólympíuleikvanginn að
leikum loknum og West Ham oft-
ast verið nefnt sem líklegasti val-
kosturinn.
Þrátt fyrir þá bragarbót sem
gerð hefur verið á hluta Stratford-
hverfis í Lundúnum vegna Ólymp-
íuleikanna er fátækt, atvinnuleysi
og önnur samfélagsleg mein enn
landlæg í næsta nágrenni. Því er
mikil áhersla lögð á öfluga upp-
byggingu atvinnulífsins til að koma
í veg fyrir að hverfið koðni niður.
Þessi álitamál fá þó að bíða um
sinn þar sem leikar eru að hefj-
ast, en verða eflaust í brennidepli
næstu misserin.
Draumaborgir eða draugahverfi
Í NIÐURNÍÐSLU Aðkoman á ólympíusvæðinu í Aþenu er sorgleg átta árum eftir
leikana. Aðstandendur leikanna í London leggja mikið upp úr því að uppbygging
í austurborginni skili sér til framtíðar. NORDICPHOTOS/GETTY
Í gegnum tíðina hefur borgum gengið misjafnlega að halda Ólympíuleikum
réttu megin við strikið. Sumar nutu góðs af, en aðrar voru í áratugi að vinna
upp tapið.
■ Milljarða dala tap varð af ÓL í Montreal árið 1976. Meðal annars
fór bygging ólympíuleikvangsins langt fram úr kostnaðaráætlun. Síðasta
afborgun af skuldunum var greidd árið 2005.
■ Leikarnir í Sydney árið 2000 sluppu nokkurn veginn á sléttu. Leikarnir í
Seoul 1988 og Los Angeles fjórum árum fyrr komu út í gróða.
■ Eftir vetrarólympíuleika í Lake Placid í Bandaríkjunum árið 1980 var
ólympíuþorpinu breytt í fangelsi.
Tap og gróði ólympíuborga:
FRÁ LUNDÚNUM Ólympíugarðurinn er að baki þessum byggingum sem AFP
myndaði í gær. Leikarnir verða settir á morgun, föstudaginn 27. júlí. NORDICPHOTOS/AFP
Eftirleikar Ólympíuleika
Þorgils
Jónsson
thorgils@frettabladid.is
Ert þú ánægð(ur) með að
Jón Gnarr ætli á Gaypride í
Færeyjum?
Já 46%
Nei 54%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Þekkir þú einhvern sem á
rafknúið reiðhjól?
Segðu skoðun þína á Visir.is
KJÖRKASSINN