Fréttablaðið - 26.07.2012, Side 16

Fréttablaðið - 26.07.2012, Side 16
16 26. júlí 2012 FIMMTUDAGUR Grein Júlíusar Valdimarssonar, for-manns Húmanistaflokksins, hér í blaðinu í gær veitir kærkomið tækifæri til að leiðrétta útbreiddan misskilning um þau ákvæði í frumvarpinu er varða beint lýðræði. Ranghermt er að mál- skotsréttur forseta skerðist og að sam- kvæmt því hefði ekki mátt kjósa um Icesave. Hið rétta er að heimild forseta til að synja lögum staðfestingar helst óbreytt- ur. En að auki kemur réttur tíu prósenta kjósenda til að vísa lögum í þjóðar- atkvæði að eigin frumkvæði. Aðeins í seinna tilvikinu eru undanskilin fjárlög, fjáraukalög, lög sem sett eru til að fram- fylgja þjóðréttarskuldbindingum og lög um skattamálefni og ríkisborgararétt. Með öðrum orðum skerðist málskots- réttur forseta alls ekki en við bætist álíka réttur tíu prósenta kjósenda með framangreindum takmörkunum. Því hefði forseta eftir sem áður verið heim- ilt að vísa Icesave í þjóðaratkvæði. Þá fá tvö prósent kjósenda heimild til að leggja fram mál á Alþingi án skuld- bindinga og tíu af hundraði kjósenda geta lagt frumvarp til laga fyrir Alþingi sem þinginu er skylt að afgreiða eða setja málið í þjóðaratkvæði ella. Því til viðbótar eru svo ýtarleg ákvæði um afar virkt persónukjör til Alþingis. Með því að samþykkja frumvarp Stjórnlagaráðs í atkvæðagreiðslunni 20. október næstkomandi færist Ísland úr hópi þeirra ríkja á Vesturlöndum sem viðhafa hvað minnst beint lýðræði yfir í þann þar sem það er hvað virkast. Með öðrum orðum skerðist málskotsréttur forseta alls ekki en við bætist álíka réttur tíu prósenta kjós- enda. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Beint lýðræði í frumvarpi Stjórnlagaráðs Stjórn- skipun Eiríkur Bergmann Stjórnmála- fræðingur, sat í Stjórnlagaráði Lýðræðinu bjargað Tæpt stóð það um hríð, en sem betur fer tókst Íslendingum að bjarga lýðræðinu í síðustu forsetakosning- um. Fyrstu skoðanakannanir bentu til þess að Þóra Arnórsdóttir hefði sigur, en eins og alkunna er var Ólafur Ragnar Grímsson endurkjörinn. Og nú hefur hann lagt mat sitt á þýðingu þess. „Niðurstöður forsetakosninganna eru sigur fyrir lýðræðisþróun á Íslandi frekar en persónulegur sigur minn,“ sagði Ólafur, hógvær að vanda, við franska sjónvarpsstöð. Í þessum orðum felst að sjálfsögðu að með annarri niður- stöðu hefði lýðræðisþróun farið á verri veg. Nú er bara að óska þess að Ólafur sýni ábyrgð að fjórum árum liðnum og bjargi lýðræðinu enn á ný. Siðferði hvergi nærri Þorkell Sigurlaugson, stjórnar- formaður Framtakssjóðs Íslands, segir sjóðinn ekki geta sest í siðferðislegt dómarasæti þegar kemur að sölu eigna. Tilefnið var sala Kvosar til Plast- prents, en spurninga- merki hefur verið sett við hana vegna skuldaafskrifta. En að fylgja stefnunni? Framtakssjóður er í eigu lífeyris- sjóðanna, en óhætt er að segja að orðspor þeirra er ekki sem best þessi misserin. Þegar stefna sjóðsins er skoðuð kemur í ljós að hlutverk sjóðsins er að lögð sé áhersla á fag- mennsku í vinnubrögðum þannig að traust og tiltrú skapist á starfseminni. Þá er horft til reglna SÞ um ábyrgar fjárfestingar. Hvers vegna fór sjóðurinn ekki bara eftir eigin stefnu, setti sér siðferðisviðmið og hafði allt uppi á borðum? kolbeinn@frettabladid.isO rkustofnun gaf í gær út rannsóknarleyfi til Lands- virkjunar vegna virkjunar í Stóru Laxá í Hruna- mannahreppi. Landsvirkjun hyggst rannsaka hag- kvæmni þess að að nýta rennsli árinnar og fall frá miðlunarlóni í Illaveri að fyrirhugaðri virkjun sem yrði skammt frá Hrunakrók í Hrunamannahreppi. Lög um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða voru samþykkt á síðasta ári en þau lög eru rammi um lagalegan sess rammaáætl- unar um vernd og nýtingu nátt- úrusvæða sem enn er í vinnslu. Svæðið sem um ræðir er ekki að finna í þeirri flokkun sem nú liggur fyrir. Hjá Orkustofnun bíða nú umsóknir um rannsóknarleyfi vegna virkjana á þremur svæð- um sem öll eru í biðflokki í drögum að rammaáætlun. Þar er um að ræða virkjun við Hagavatn, í Hvítá ofan við Gullfoss og í Skjálfandafljóti. Í frétt blaðsins á þriðjudag kom fram það sjónarmið Guðna Jóhannessonar orkumálastjóra að rammaáætlun hefði ekki lagalegt gildi þar til lokið hefði verið við gerð hennar. „Við í stjórnsýslunni getum ekki farið eftir einhverjum frumvörpum eða tillögum sem liggja frammi,“ segir hann. „Sérstaklega ekki með tilliti til þess að löggjafinn hefur haft þær undir höndum töluvert lengi án þess að samþykkja þær. Þá fer auðvitað að falla svolítið á þær.“ Það hlýtur að vekja furðu að Orkustofnun skuli velja að líta fram hjá þeirri vinnu sem unnin hefur verið í löngu og ítarlegu ferli við gerð rammaáætlunar. Ætla mætti að hægt væri að benda á þau drög að rammaáætlun sem nú liggja fyrir í rökum fyrir því að bíða með veitingu rannsóknarleyfa vegna verkefna sem nú eru flokkuð í biðflokk. Auk þess má benda á að með setningu laganna liggur fyrir að Alþingi ætlar að leggja línur um nýtingu landssvæða og náttúruauðlinda. Þá ætlan þingsins ætti ekki að virða að vettugi. Orkumálastjóri hefur meira að segja sjálfur setið í verkefnis- stjórn rammaáætlunar og þekkir því vel til ítarlegs ferlis áætl- unarinnar og mikilvægis þess að það sé virt í hvívetna eins og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra benti á í frétt blaðsins í gær. Tilgangur rammaáætlunar er að fyrir liggi skýr sýn á það hvernig háttað sé sambúð náttúru og nýtingar. Líklega er of mikil bjartsýni að ætla að með henni muni ríkja alger friður bæði um þau svæði sem á að vernda og þau sem á að nýta. Línurnar verða þó í það minnsta skýrari og vonast verður til að orkufyrirtækin einbeiti sér að þeim virkjanakostum sem sátt hefur náðst um. Þar til rammarnir liggja fyrir er mikilvægt að framkvæmdavaldið flani ekki að ákvörðunum um nýtingu náttúrusvæða. Útgáfa rannsóknarleyfis vegna Stóru Laxár og umsóknir um rannsóknarleyfi vegna þriggja virkjana í biðflokki eru brýn áminning um mikilvægi þess að ljúka vinnunni við rammaáætlun. Stjórnvöld bíði með útgáfu rannsóknarleyfa: Ljúka verður við rammaáætlun Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.