Fréttablaðið - 26.07.2012, Qupperneq 20
26. júlí 2012 FIMMTUDAGUR
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
timamot@frettabladid.is
„Ég tróð eiginlega fyrst upp þegar ég
var skírð, sex mánaða gömul í Lang-
holtskirkju. Það var við útvarpsmessu
á annan í jólum hjá séra Árelíusi
Níelssyni og ég orgaði víst allan tím-
ann. Var bara að láta landsmenn vita
að ég væri komin í heiminn!“ segir
söngfuglinn Sigríður Beinteinsdóttir
hlæjandi. Hún stendur á fimmtugu í
dag og er með stórtónleika í Háskóla-
bíói í tilefni 30 ára söngferils. „Árið
1982 var ég með Kikk að syngja úti
um allt og inn á plötu. Ég var reynd-
ar búin að vera í bílskúrsböndum og
troða upp á vinnuskólahátíð í Kópa-
voginum með hljómsveit sem hét því
hræðilega nafni Geðfró. Þú getur
spurt doktor Gunna hvernig það nafn
hafi komið til, hann var í sveitinni.
En þegar ég tala um þrjátíu ára söng-
afmæli miða ég við 1982 því þá fóru
hjólin að snúast.“
Sigríður fæddist í húsinu Lauga-
brekku í litlu hverfi upp með Elliða-
ánum, gegnt rafveitunni. Þar var hún
til sex ára aldurs og á góðar minning-
ar um leiki niðri við árnar með systk-
inum sínum, heimsóknir til vinar
síns sem vann á gröfu í sandgryfju
skammt frá og salibunur með vörubíl-
unum sem óku möl úr gryfjunni. Hún
var að verða sex ára þegar hún flutti
burt. „Það átti að gera svæðið við
Elliðaárnar að útivistarsvæði og ég
held að flestum íbúum þar hafi verið
úthlutað lóðum í neðra Breiðholtinu.
Því fluttum við þangað,“ segir hún.
Sigríður segir mikið hafa verið
sungið og spilað í stórafmælum i fjöl-
skyldunni. „Bróðir pabba spilaði í
hljómsveit sem hét Sóló og amma,
nafna mín, og systir hennar spiluðu á
píanó. Ég naut þess frá fyrstu tíð að
hlusta á þetta fólk og á tónlist yfir-
leitt,“ segir hún og kveðst sjálf hafa
sungið frá því hún man eftir sér og
kannski lengur.
Fimmtugsafmælið er heppilegur
tónleikadagur að mati Siggu sem hefur
safnað liði í Háskólabíó í kvöld. „Ég er
með átta manna hljómsveit og fullt af
sólósöngvurum og bakraddasöngvur-
um. Tónlistarfólk á Íslandi er svo gott
fólk, sem vinnur vel saman og er allt-
af tilbúið að gefa af sér,“ segir hún og
nefnir sem dæmi Friðrik Ómar, Reg-
ínu Ósk, Ernu Hrönn Ólafsdóttur og
Pál Óskar. „Svo verður Björgvin Hall-
dórs þarna með mér. Fyrsta hittar-
ann söng ég með honum, Vertu ekki
að plata mig og Grétar Örvars kemur
að sjálfsögðu enda tengist hann og
Stjórnin hápunktinum á mínum ferli,
Eurovision í Zagreb 1990, þar sem við
Grétar sungum Eitt lag enn.“
Nú er Sigga tiltölulega nýorðin for-
eldri því hún á fimmtán mánaða tví-
burasystkini með unnustu sinni, Birnu
Maríu Björnsdóttur. Hvað finnst
henni um það? „Það er bara yndis-
legast í heimi. Auð vitað krefjandi og
mikil vinna enda hefur svefninn verið
upp og ofan síðasta eitt og hálfa árið
en börnin bæta það svo sannarlega
upp. Það er stærsta hlutverk lífs míns
að fá að fylgja þeim eftir og hjálpa til
að koma þeim til manns.“
gun@frettabladid.is
SIGGA BEINTEINS: HELDUR UPP Á 30 ÁRA SÖNGFERIL Á FIMMTUGSAFMÆLINU
Orgaði alla útvarpsmessuna
SÍUNG SÖNGKONA „Ég var reyndar búin að vera í bílskúrsböndum og troða upp á vinnuskólahátíð í Kópavoginum með hljómsveit sem hét því
hræðilega nafni Geðfró,“ segir Sigga Beinteins sem fagnar tveimur afmælum í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
SIGRÍÐUR ARNARDÓTTIR, dagskrárgerðarmaður og rithöfundur, á afmæli í dag.
„Það er mikilvægt að ákveða að vera sigurvegari en ekki fórnarlamb.“47
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
okkar ástkæra frænda og vinar,
EYJÓLFS EYJÓLFSSONAR
frá Botnum í Meðallandi,
Sundlaugarvegi 24, Reykjavík,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum
5. júlí síðastliðinn. Sérstakar þakkir til alls
starfsfólks á hjúkrunarheimilinu fyrir einstaka og hlýja umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda,
Birna Halldórsdóttir
Elsku besti vinur minn, ástkær faðir,
tengdafaðir, afi, langafi, langalangafi og
bróðir,
BRAGI VESTMAR BJÖRNSSON
skipstjóri,
frá Sjónarhóli, Hafnarfirði,
til heimilis að Ásbúð 96, Garðabæ,
lést á heimili sínu 23. júlí síðastliðinn. Bálför
hans fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 31. júlí kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Heimahlynningu LSH
sími: 543-1159.
Fyrir hönd aðstandenda,
Anna Luckas
Guðbjörg Birna Bragadóttir Rolf Aage Larsen
Harpa Bragadóttir
Þóra Bragadóttir Hafsteinn Ólafsson
Geir Bragason
Erna Dóra Bragadóttir Arnfinn Johnsen
Guðmundur Ýmir Bragason Guðrún Hallgrímsdóttir
Karl Udo Luckas Rósa Linda Thorarensen
Claudia M. Luckas Þórður Bachmann
Frank D. Luckas Gígja Magnúsdóttir
Við sendum innilegustu þakkir fyrir samúð
og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs
unnusta, sonar, bróður og tengdasonar,
BALDURS ÞÓRS RÍKHARÐSSONAR.
Sérstakar þakkir fá læknar og starfsfólk
hjarta- og gjörgæsludeildar Landspítalans
við Hringbraut.
Ásta Sigurðardóttir
Sigríður Tómasdóttir Guðjón Sverrisson
Ríkharður Hólm Sigurðsson
Harpa Eggertsdóttir
Tómas Waagfjörð
Anna Guðný Guðmundsdóttir Sigurður Ingvi Snorrason
Hjartans þakkir fyrir samúð og vinarhug
vegna andláts og útfarar elskulegrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ODDNÝJAR DANÍELSDÓTTUR
frá Fossseli í Hrútafirði.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Eirar fyrir alúð
og umhyggju.
Daníel Bergur Gíslason Helga Björk Jónsdóttir
Brynjólfur Gíslason
Arndís Gísladóttir Ásgeir Sigurðsson
Signý Gísladóttir Ingvar Ágúst Þórisson
Kristín Gísladóttir Halldór Kvaran
Ragnheiður Gísladóttir Haukur Haraldsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HALLDÓRA GUÐBJÖRG
JÓNSDÓTTIR
(HÆDÝ)
Köldukinn 16, Hafnarfirði,
sem lést 23. júlí á Landspítalanum,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju
mánudaginn 30. júlí kl. 13.00.
Jón Marteinsson María Hjartardóttir
Ólöf Marteinsdóttir Vilhjálmur Ragnarsson
Þorlákur Marteinsson Unnur Bjarnþórsdóttir
barnabörn og langömmubörn.
Ástkær móðir okkar,
SIGURLAUG AUÐUR
EGGERTSDÓTTIR
frá Vindheimum Skagafirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
Kópavogi mánudaginn 23. júlí.
Elín Jóhannesdóttir
Eggert Bogason
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
INGA MARÍA PÁLSDÓTTIR (STÚLLA)
Lækjarhvammi 5, Búðardal,
verður jarðsungin frá Hjarðarholtskirkju
laugardaginn 28. júlí kl. 14.00.
Hilmar Óskarsson
Auður Ásdís Jónsdóttir Guðmundur Hreiðarsson
Unnur Ásta Hilmarsdóttir Ásgeir Salberg Jónsson
Anna Lísa Hilmarsdóttir Brynjar Bergsson
Óskar Páll Hilmarsson Sunneva Ósk Ayari
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓHANNES HARALDUR PROPPÉ
hjúkrunarheimilinu Mörk,
áður Hæðargarði 33, Reykjavík,
lést laugardaginn 21. júlí sl. Útförin fer fram
frá Fossvogskirkju mánudaginn 30. júlí nk.
og hefst athöfnin kl. 13.00.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast
hins látna er bent á líknarstofnanir.
Unnur Guðmundsdóttir Proppé
Sævar Guðmundur Proppé Inga Jóna Sigurðardóttir
Fríða Proppé Helgi Skúlason
Ragna Björk Proppé Valur Friðriksson
Auður Brynja Proppé-Bailey Jean-Pierre Pascal Bailey
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og
útför móður okkar, ömmu og langömmu,
KRISTÍNAR G.
SIGURÐARDÓTTUR.
Sigrún Halla Karlsdóttir Kristján Sveinsson
Sigurður Karlsson Ellen María Ólafsdóttir
Magnús Þór Karlsson Margrét H. Þórarinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.