Fréttablaðið - 26.07.2012, Side 21
Auður I. Ottesen ritstjóri segir að á hátíðinni verði boðið upp á sýn-ingu á ljósmyndum Páls Jökuls
Péturssonar utanhúss. Myndirnar eru
af plöntum sem flestar má sjá í garð-
inum að heimili þeirra að Fossheiði en
Auður, sem er garðyrkjufræðingur, hefur
skipulagt garðinn og hannað. Að auki
verður sýnt hvernig nota má lágvaxnar
fjallaplöntur, steinbrjóta, hnoðra og hús-
lauka í steinkerum og sem þekjuplöntur
í beðum og í lóðrétta gróðurveggi.
Auður og Páll bjuggu í Reykjavík en
festu kaup á Fossheiði 1 í lok síðasta
árs. „Við höfum verið að standsetja
bæði húsið, sem er funkis-hús byggt
árið 1967, og hanna garðinn. Hér erum
við með heimili og vinnuaðstöðu. Í garð-
inum höfum við sett niður gríðarlegan
fjölda af plöntum sem Páll hefur mynd-
að. Sú hugmynd kviknaði í framhaldinu
að vera með sýningu á þeim myndum
hér í garðinum,“ útskýrir Auður.
„Húsið rammar vel inn myndirnar í
garðinum og ég tel það afar sérstakt að
setja upp sýningu á stórum ljósmyndum
í einkagarði. Þetta verður samspil ljós-
mynda og plantna,“ segir Auður enn
fremur. Í garðinum er hún einnig með
matjurtagarð.
Tímaritið Sumarhúsið og garðurinn
kemur út fimm sinnum á ári en Auður
segir að blaðinu hafi alltaf verið vel tek-
ið. „Við höfum góða útbreiðslu og með
afmælishátíðinni viljum við þakka fyrir
okkur og bjóða öllum áskrifendum okkar
til veislu. Auk þess eru allir velkomnir
að koma og skoða.“
Auður og Páll eru ekki óvön því að
halda sýningar. Þau sáu um stórsýn-
inguna Sumarið í sjö ár. Sú sýning var
fyrst í Mosfellsbæ, síðan í Laugardals-
höll og loks í Fífunni. „Það komu yfir 20
þúsund manns á þær sýningar og yfir
sextíu aðilar sýndu vörur sínar. Afmælis-
sýningin okkar er lítil í samanburði við
Sumarið en engu að síður er margt að
sjá.
Í tímaritinu er lögð áhersla á sumar-
húsið, garðinn og útivist hvers konar.
„Við viljum sýna fólki hvernig hægt
er að njóta tilverunnar úti við,“ segir
Auður. „Við erum þrautreynd og þrjósk
að halda úti útgáfu sérhæfðs tímarit og
höfum ótalmargt fram að færa,“ segir
hún enn fremur en þau hjónin hafa
sömuleiðis haldið fjölmörg vinsæl nám-
skeið. Mörður Gunnarsson Ottesen
hefur unnið sem fastur pistlahöfundur
hjá tímaritinu en nýlega gerðist hann
meðeigandi.
Sýningin verður opin um helgina og
um versluna rmanna helgina, 4. og 5.
ágúst. Aðrir skoðunartímar eru sam-
kvæmt samkomulagi. Opið er frá kl. 14
til 18 sýningardagana.
EINSTÖK SÝNING
TÍMARITIÐ SUMARHÚSIÐ OG GARÐURINN KYNNIR Einstök afmælishátíð
verður í tilefni 20 ára afmælis blaðsins um næstu helgi og þarnæstu. Sýningin
verður í garðinum að Fossheiði 1 á Selfossi.
GLEÐI Á SELFOSSI
Auður og Páll hlakka
til að fá gesti í garðinn
sinn. Hann verður með
ljósmyndasýningu en
hún hefur hannað garð-
inn. Ljósmyndirnar eru
stórar og fallegar.
STÓR OG MIKIL HÁLSMEN
Stór og fyrirferðarmikil hálsmen eru áberandi þessa
dagana. Mörg eru gyllt og sum skreytt marglitum
steinum. Þau eru sum hver borin yfir skyrtur og boli
og lífga sannarlega upp á.
SUMAR ÚTSALA
Gerið gæða- og verðsamanburð
SAGA/FREYJA OG ÞÓR
Hágæða heilsudýnur
Queen rúm nú aðeins kr. 179.900
20-50%
AFSLÁTTUR
Lök, sængurverasett,
heilsukoddar,
viðhaldskoddar,
gaflar, náttborð,
teppasett og fleira.
ÚRVAL STILLANLEGRA
HEILSURÚMA
12 mánaða
vaxtalausar
greiðslur*
SAGA/FREYJA
Queen rúm, nú aðeins 129.900
ÞÓR Queen rúm, nú aðeins 149.900
PROFLEX
2x80x200
339.900 með okkar bestu
IQ-CARE heilsudýnum
teg 11001 - nýr litur í frábæru sniði í C,D,E
skálum á kr. 5.800,- buxur í stíl á kr. 1.995,-
GLÆSILEGUR
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366
Þú mætir - við mælum og aðstoðum
www.misty.is
Opið frá 10-18 virka daga.
10-14 laugardaga
Opið virka daga í sumar frá kl. 9 -18
Stórhöfða 25 569 3100 eirberg.is
Hlaupasokkar