Fréttablaðið - 26.07.2012, Side 24

Fréttablaðið - 26.07.2012, Side 24
SURI CRUISE SMEKK- LEGASTA BARNIÐ ■ Skarar enn og aftur fram úr í tískunni Isabella vakti athygli ljósmyndara þar sem hún mætti óförðuð í há-degisverð á veitingahúsi í Taormina á Sikiley. Hún er því greinilega óhrædd við að sýna aldurshrukkur þrátt fyrir að hafa verið andlit Lancôme-fyrirtækisins í 14 ár. Isabella er dóttir sænsku Hollywood- stjörnunnar Ingrid Bergman og ítalska leikstjórans Robertos Rossellini. Hún á tvíburasystur, Isottu Ingrid Rossell- ini, sem starfar sem prófessor í ítalskri sögu. Þær systur eiga einn albróður, Robertino Ingmar, auk hálfsystkina. Ingrid Bergman lést árið 1982 þá 67 ára að aldri. Isabella Rossellini hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum auk þess að stunda fyrirsætustörf. Þá hefur hún unnið við ritstörf. Frægustu kvikmyndir sem hún hefur leikið í eru Blue Velvet og Wild At Heart en báðar myndirnar voru framleiddar af David Lynch sem var á tímabili unnusti hennar. Árið 1979 giftist hún leikstjóranum Martin Scorsese en hjónabandið entist aðeins í þrjú ár. Eftir það átti Isabella í sambandi við Jon Wiedemann og eignaðist einkadóttur sína, Elettru, með honum. Dóttirin er nú 28 ára og hefur fetað í fótspor móður sinnar í fyrirsætu- heiminum. Þá ættleiddi Isabella dreng, Roberto, sem er fæddur 1992. Nýlega var frumsýnd kvikmyndin Late Bloomers þar sem Isabella fer með aðalhlutverk á móti William Hurt. Kvik- myndin fjallar um hjón á besta aldri sem lenda í hinni svokölluðu miðaldur- skreppu. Isabella sagðist í blaðaviðtali ekki sjá sjálfa sig í þessu hlutverki þótt aðalpersónan, Mary, væri jafnaldra hennar. Hún segist ekki hafa áhyggjur af aldri sínum. „Það liggur fyrir öllum að eldast og lítið við því gera.“ ■ elin@365.is ISABELLA KVÍÐIR ÞVÍ EKKI AÐ ELDAST 60 ÁRA Leikkonan og fyrirsætan Isabella Rossellini varð sextug 18. júní síð- astliðinn. Hún dvaldi fyrir skemmstu á Sikiley þar sem hún fylgdist með há- tískusýningu Dolce & Gabbana fyrir komandi haust og vetur. FYRIRSÆTA OG LEIKKONA Þessi mynd var tekin um 1990 af Isabellu Rossellini. Nýleg könnun fyrirtækisins Compeed, sem framleiðir vörur fyrir fætur, hefur leitt í ljós að breskar konur ganga á hæstu hæl- unum og eru þeir að meðaltali 8,4 sentímetrar. Fast á hæla þeirra fylgja spænskar konur sem ganga að meðal- tali á 8,1 sentímetra hælum. Í hátísku- heiminum teljast slíkar hæðir ekki miklar. Frægir skóhönnuðir eins og Christian Louboutin og Manolo Bla- hnik framleiða flesta sína skó með 12 sentímetra hæl og tískudrottningar á borð við Victoriu Beckham og Cheryl Cole láta sjaldan sjá sig í lægri en 20 sentímetra hælaskóm. Háhælaðir skór hafa verið afar vinsælir síðastliðin fjögur ár en sala á flatbotna skóm fer þó vaxandi. Það má eflaust þakka útvíðum og þægilegum fötum sem komin eru í tísku enda passar ekki alltaf að ganga í 20 sentímetra pinnahæl- um við þau. Ekki er þó við öðru að búast en að háhælaðir skór haldi velli enda hafa konur í gegnum tíðina sóst eftir því að virka hávaxnari en þær eru. Margar fyllast við það sjálfsöryggi og finnst þær verða kynþokkafyllri. ■ gun@365.is BRESKAR KONUR Á HÆSTU HÆLUNUM Nýleg könnun hefur leitt í ljós að breskar konur ganga í hæstu hælaskónum en þeir eru að meðaltali 8,4 sentí- metrar. Fast á hæla þeirra fylgja spænskar konur. ALLTAF Í HÆLUM Victoria Beckham og Cheryl Cole láta sjaldan sjá sig á lægri en 20 sentímetra hælum. Í NEW YORK Isabella Rossellini ásamt dóttur sinni, Elettru, í New York. Dóttirin hefur fetað í fyrirsætufótspor móður sinnar. Íslandsvinurinn Suri Cruise hefur aftur verið valin smekklegasta barn fræga fólksins samkvæmt vefsíðunni twistedtwee. com. Eins og alþjóð veit þá er Suri dóttir stór- leikaranna Toms Cruise og Katie Holmes. Fataskápur Suri er stútfullur af fötum frá heimsins þekktustu fatahönnuðum og er talið að fataskápurinn hennar sé tveggja milljóna dollara virði, eða 246 milljóna íslenskra króna. Á eftir Suri á listanum yfir smekk- legustu börn fræga fólksins kemur Blue Ivy Carter, dóttir Beyoncé og Jay-Z, Willow Smith, dóttir Wills Smith, og Harper Beckham. Suri þykir bera höfuð og herðar yfir keppinauta sína enda á hún ekki langt að sækja það. 4 |FÓLK |TÍSKA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.