Fréttablaðið - 26.07.2012, Side 36
26. júlí 2012 FIMMTUDAGUR28
bio@frettabladid.is
28
Þriðja kvikmynd leikstjór-
ans Christophers Nolan um
Leðurblökumanninn, The
Dark Knight Rises, var
frumsýnd í gær.
The Dark Knight Rises gerist átta
árum eftir að Leðurblökumað-
urinn tókst á við Jókerinn í The
Dark Knight og hefur hetjan verið
í felum síðan þá. Bruce Wayne
hefur dregið sig í hlé á heimili
sínu, Wayne Manor, og fyrirtæki
hans, Wayne Enterprises, er á
barmi gjaldþrots. Leðurblökumað-
urinn er þó dreginn úr fylgsni sínu
þegar glæpamaðurinn Bane lætur
á sér kræla og ræðst á hlutabréfa-
markað Gotham City og gerir þar
með fyrirtæki Wayne gjaldþrota.
Kattarkonan Selina Kyle leiðir Bat-
man til Bane og upphefst að nýju
bardagi milli góðs og ills í Gotham-
borg.
Kvikmyndin er þriðja og síðasta
mynd breska leikstjórans Christop-
hers Nolan um Leðurblökumann-
inn, en Nolan bar hugmyndina um
þríleikinn undir Warner Bros og
leikstýrði í kjölfarið Batman Beg-
ins, frá árinu 2005, og The Dark
Knight, frá árinu 2008. Handritin
skrifaði Nolan ásamt yngri bróður
sínum, handritshöfundinum Jonat-
han Nolan.
Sem áður fer stórleikarinn
Christian Bale með hlutverk Leð-
urblökumannsins og Michael Caine
fer með hlutverk yfirþjóns Wayne,
Alfreds Pennyworth. Anne Hat-
haway leikur Kattarkonuna og
Tom Hardy tekur að sér hlutverk
illmennisins Bane. Með önnur hlut-
verk fara gæðaleikararnir Gary
Oldman, Marion Cotillard, Joseph
Gordon-Levitt og Morgan Freeman.
Leðurblökumaðurinn á sér
marga aðdáendur og kemur því
lítið á óvart að The Dark Knight
Rises hefur fengið góða dóma víð-
ast hvar og þeir gagnrýnendur sem
fóru síður lofsamlegum orðum
um myndina fengu holskeflu fúk-
yrða yfir sig frá einlægum aðdá-
endum myndanna. Þeirra á meðal
var gagnrýnandi The Associated
Press, Christy Lemire. „Ég held
að aðdáendur Leðurblökumannsins
séu mjög ástríðufullir og umhug-
að um þessar persónur. Leður-
blökumaðurinn hefur verið til í
meira en 70 ár og það er ástæða
fyrir því,“ sagði Nolan er hann
kom aðdáendum ofurhetjunnar til
varnar.
Leðurblökumaðurinn með
endurkomu á hvíta tjaldið
DRUNGALEG HETJA Leðurblökumaðurinn er mættur aftur til leiks.
■ Tólf manns misstu lífið og 59
særðust þegar maður hóf skothríð
í kvikmyndasal í bænum Aurora í
Colorado þann 20. júlí.
Fórnarlömbin, sem höfðu sótt mið-
nætursýningu á The Dark Knight
Rises, voru öll nema tvö innan við
þrítugt og það yngsta var aðeins
sex ára. Í kjölfarið var fyrirhuguðum
frumsýningum í París, Mexíkó og
Japan frestað.
■ Búningur Leðurblökumannsins
samanstendur af 110 einingum
sem þurfti að endurnýja reglulega á
meðan á tökum stóð.
■ The Dark Knight Rises var tekin
upp víða og má þar helst nefna
Jodhpur á Indlandi, í borgunum
London, Nottingham og Glasgow
í Bretlandi og loks í Los Angeles,
New York, New Jersey og Pittsburgh
í Bandaríkjunum.
BÚNINGURINN ÚR 110 EININGUM
Bíó ★★★ ★★
Red Lights
Leikstjórn: Rodrigo Cortés
Leikarar: Cillian Murphy, Sigourney Weaver, Robert De Niro, Eliza-
beth Olsen, Toby Jones, Joely Richardson
Heiðarleg tilraun
Þessi hrollvekjandi spennutryllir segir frá Dr. Margaret Matheson og aðstoðar-
manni hennar, Tom Buckley, en saman fletta þau ofan af miðlum og spámönn-
um sem féfletta auðtrúa almenning. Einn þeirra hefur þó reynst doktornum
erfiður og er það hinn heimsfrægi Simon Silver, sem um þessar mundir snýr
aftur úr sjálfskipaðri útlegð sinni frá sviðsljósinu.
Red Lights er kjánaleg á köflum en verður ekki meint af. Andi yfirnáttúru-
kvikmynda 8. áratugarins svífur yfir vötnum og þá aðallega þeirra sem fallnar
eru í gleymsku. Sumar þeirra voru meingallaðar en tókst engu að síður að skapa
magnað andrúmsloft. Mig langar að nefna myndir á borð við Audrey Rose
og The Sentinel. Red Lights fellur í sama flokk og mögulega ómeðvitað. Hún
rembist í það minnsta aldrei við að vera „retró“.
Cillian Murphy er klaufaleg týpa af náttúrunnar hendi og hentar það ágætlega
hér. De Niro er í hlutlausum að vanda, en Sigourney Weaver tekst að gera
heilmikið úr litlu. Hún er frábær leikkona og það er frábært að aðstandendur
myndarinnar hafi veðjað á hæfileikakonu á sjötugsaldri í hlutverk persónu sem
gæti verið á hvaða aldri sem er. Karlarnir hafa komist upp með þetta árum
saman og vonandi er hlutverkapólitíkin í Hollywood loksins að breytast.
Myndin nær þó aldrei að verða merkileg, en gerir engu að síður heiðarlega
tilraun til að draga hrollvekjuna upp á æðra plan. Of lengi hefur hún spólað í
hjólförum póstmódernískra sniðugheita og hrollvekjuhundar eru orðnir óþreyju-
fullir í bið sinni eftir einhverju betra. Þrátt fyrir gallana eru góðu sprettirnir í Red
Lights margir og ég er sannfærður um að Rodrigo Cortés á frábæra mynd uppi í
erminni. Haukur Viðar Alfreðsson
Niðurstaða: Þó ýmislegt vanti er stemningin til staðar.
ÁRA aldursmunur er á leikkonunni Demi Moore og nýja kærastanum hennar. Myndir
náðust af Moore í fríi með nýsjálenska leikaranum Martin Henderson, sem er 37 ára
gamall og því nokkrum árum eldri en fyrrum eiginmaður Moore, Ashton Kutcher.
12
í dag kl. 16.30
Pikknikk
tónleikar
www.norraenahusid.is – 551 7030
Fuglaskoðun laugardaga kl. 14.00.
Pikknikkveitingar fást í mótttökunni.
Robert the Roommate
spilar
A
PIPA
PIP
RRRR
\\
TBTBW
A
BW
A
BW
A
SÍA
S
6
6
14
6
1214
1
Uppnám er í Twilight-heimi vegna
fregna af framhjáhaldi leikkonunn-
ar Kristen Stewart með leikstjóra
sínum úr myndinni Snow White and
the Huntsman, Rupert Sanders.
Aðeins eru nokkrar vikur síðan
Robert Pattinson og Kristen, sem
eru búin að vera saman í tæp fjög-
ur ár, fóru loks að haga sér eins og
kærustupar en þau reyndu lengi vel
að leyna sambandi sínu. Síðasta Twi-
light-myndin, Breaking Dawn – part
II kemur í kvikmyndahús í nóvem-
ber og í ljósi þess að ódauðleg ást
Edwards og Bellu, leikin af Robert
og Kristen, er rauði þráðurinn í
gegnum myndirnar eru líkur á að
framhjáhaldið muni skaða kynning-
arferli hennar. Þann 17. júlí síðastlið-
inn náðust myndir af leikkonunni 22
ára gömlu í lostafullum leikjum við
Rupert sem er 41 árs tveggja barna
faðir og giftur breskri leikkonu og
fyrirsætu, Liberty Ross.
Myndirnar birtust í blaðinu US
Weekly í gær en Robert var til-
kynnt um þær fyrir fram og komu
svik kærustunnar þá flatt upp á
hann. Aðeins fimm dögum áður en
hún var gómuð mætti Kristen með
Robert í viðtal á MTV þar sem þau
virtust ekki sjá sólina hvort fyrir
öðru og fimm dögum eftir atvikið
þóttu þau einnig ástfangin
upp fyrir haus, þá á Teen
Choice Awards.
Stewart og Sand-
ers eru miður sín vegna
málsins og hafa þau bæði
sent út yfirlýsing-
ar með afsökunar-
beiðnum. Þar lýsir
Kristen meðal ann-
ars yfir ást sinni á
Pattinson í tvígang.
Heimildarmenn
nánir henni vilja
meina að um einn-
ar stundar gaman
hafi verið að ræða
en slúðurheimar
telja framhjáhald-
ið að minnsta kosti
ná aftur í desember,
þegar tökum á Mjall-
hvítar-myndinni lauk. - trs
Uppnám vegna framhjáhalds
RUPERT OG ROBERT Myndir af
Kristen Stewart í keleríi með
leikstjóranum Rupert Sanders
birtust í US Weekly í gær. Kærasti
hennar Robert Pattinson hafði
ekki hugmynd um hliðarsporið.
NORDICPHOTOS/GETTY