Fréttablaðið - 26.07.2012, Side 38
30 26. júlí 2012 FIMMTUDAGUR
Francesca Lombardo er
plötusnúður á uppleið og
þeytir skífum á Faktorý
annað kvöld fyrir íslenska
dansunnendur.
„Ég held að það verði frábær upp
lifun að kynnast landinu og tón
listarunnendum þess,“ segir hin
ítalska Francesca Lombardo sem
þeytir skífum annað kvöld á Fak
torý.
Kanilhópurinn skipuleggur
komu hennar til landsins en hann
hefur staðið fyrir danskvöldum
með hústónlist undanfarið rúmt
ár á Faktorý og flutt inn fjölda
erlendra plötusnúða.
Francesca sló nýverið í gegn
eftir að hafa skrifað undir samn
ing hjá plötufyrirtækinu Cross
town Rebels, sem er eitt það
umfangsmesta í danstónlist. Með
samningnum er hún komin með
sömu umboðsskrifstofu og nöfn á
borð við Art Department, Jamie
Jones og Maceo Plex.
Fyrsta plata hennar á vegum
fyrirtækisins kom út fyrir viku og
nefnist Changes. Hún hefur fengið
afar góð viðbrögð og situr í fjórða
sæti á lista Beatport yfir hústón
list, en síðan er stór í sölu dans
tónlistar á Netinu. Breiðskífa með
lagasmíðum hennar er væntanleg
á næsta ári.
„Ég er með mjög litríkan stíl,“
segir hún og nefnir að hún semji
tónlist eftir líðan sinni og sæki
innblástur til Depeche Mode,
Aphex Twin og Plastikman meðal
annarra.
Francesca á að baki fjölbreytta
reynslu í tónlist en hún hóf klass
ískt píanónám og óperusöng ung
að árum. „Þrátt fyrir þetta hef
ég alltaf heillast af raftónlist og
tækjum,“ segir hún og rifjar upp:
„Ég fann mig í rauninni aldrei í
klassískri tónlist.“
Hún mun spila tónsmíðar sínar
í bland við aðra tóna hústónlistar
annað kvöld og sjá Jón Eðvald,
Steindór Jónsson, Kanilsnæld
ur og Atli Kanill um upphitun.
Aðgangur er ókeypis á kvöldið
sem mun án efa enda í ógleyman
legum dansi.
„Ég hef verið plötusnúður í tíu
ár og byrjaði á því mér til skemmt
unar en nú hefur það orðið að aðal
ástríðu minni,“ segir Francesca.
hallfridur@frettabladid.is
Þeytir skífum af ástríðu
fyrir dansóðan landann
Tónlist HHHHH
Mannakorn
Í blómabrekkunni
Sena
Hljómsveit sem eldist
með reisn
Hljómsveitin Mannakorn hefur veið starfandi
síðan um miðjan áttunda áratuginn þegar fyrsta plata sveitarinnar, samnefnd
henni, leit dagsins ljós. Í blómabrekkunni er níunda plata Mannakorna með
nýju efni og sú fyrsta síðan hin ágæta Von kom út fyrir þremur árum. Sem
fyrr eru það þeir fóstbræður Pálmi Gunnarsson (röddin) og Magnús Eiríksson
(höfundurinn) sem fara fyrir sveitinni, en auk þeirra koma margir valinkunnir
tónlistarmenn við sögu, þar á meðal Ellen Kristjánsdóttir sem syngur tvö lög,
Stefán Már Magnússon og Eyþór Gunnarsson. Auk textanna hans Magga
Eiríks er á plötunni nýtt lag við ljóðið Í kirkjugarði eftir Stein Steinar.
Helstu einkenni Mannakorna eru góðar laga- og textasmíðar, vel útsettar
og fluttar. Lögin á Í blómabrekkunni eru með þessum klassíska blæ sem
Maggi er þekktur fyrir. Útsetningarnar minna líka um margt á fyrri afrek; það
er smá kántrí hér og svolítill blús þar. Það er samt einn munur. Mannakorn
í dag (hljómsveit að nálgast fertugt) er rólegri og þroskaðri heldur en
Mannakorn á Brottför klukkan 8. Það heyrist bæði á tónlist og textum. Það
eru engin Göngum yfir brúna eða Braggablús á nýju plötunni. Popparar vilja
margir halda endalaust í æskuna (og eru svo sem ekki einir um það), en
Mannakorn eldist með reisn.
Í blómabrekkunni er fín Mannakornaplata. Lög og textar svíkja ekki, útsetn-
ingarnar eru hágæða og tilgerðarlausar og Pálmi syngur jafn vel og áður.
Trausti Júlíusson
Niðurstaða: Fleiri frábær lög og textar frá Magga Eiríks og Pálma Gunn.
Á uppleið Francesca Lombardo þeytir skífum á Kanilkvöldi á Faktorý á morgun en
hún sló nýverið í gegn í heimi danstónlistar.
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS
Miðasala: 412 7711 www.bioparadis.is / midi.is Hluti af Europa Cinemas
FIMMTUDAGUR: RED LIGHTS 17:40, 20:00, 22:20 BERNIE 17:50,
20:00, 22:10 UNG (GOODBYE FIRST LOVE) 20:00 SUMARTÍÐ
(SUMMER HOURS) 17:50 COOL CUTS: LEGENDS OF VALHALLA-
THOR 18:00 COOL CUTS: JAR CITY 20:00 TÓNLEIKAR: THE
HEAVY EXPERIENCE 21:30 (FRÍTT INN) BLACK’S GAME (ENGLISH
SUBS) 22:00
SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS!
SAMI AFSLÁTTUR FYRIR ÖRYRKJA OG ELDRI BORGARA.
TÓNLEIKAR KL. 21:30: THE HEAVY EXPERIENCE. FRÍTT INN!ROBERT DE NIRO | SIGOURNEY WEAVER
RED LIGHTS
HEIMSFRUMSÝNING!
Frábær sálfræðitryllir í anda The Sixth Sense
JACK BLACK SLÆR Í GEGN SEM
BERNIE
TRYGGÐU
ÞÉR MIÐA
Á
35.000 MAnns!
sMÁRABÍÓ HÁsKÓLABÍÓ 5%nÁnAR Á MIÐI.IsGLeRAUGU seLd sÉR 5%
BORGARBÍÓ nÁnAR Á MIÐI.Is
ÍsöLd 3d KL. 5.50 L
Ted KL. 8 - 10.10 12
spIdeRMAn 3d KL. 10.10 10
InTOUcHABLes KL. 5.50 - 8 12
HLUTI AF HVERJUM SELDUM
BÍÓMIÐA ALLAN JÚLÍ
- rennur til Barnaheilla
- TV, KVIKMYndIR.Is - VJV, sVARTHöfÐI
dARK KnIGHT RIses KL. 4.30 - 5.30 - 8 - 9 - 11.30
dARK KnIGHT RIses LÚXUs KL. 4.30 - 8 - 11.30 10
ÍsöLd 4 3d ÍsL.TAL KL.3.20 - 5.50 L
ÍsöLd 4 2d ÍsL.TAL KL. 3.20 L
Ted KL. 8 - 10.20 12
spIdeR-MAn 3d KL. 5 - 8 - 10.50 10
ÍsöLd 4 2d ÍsL.TAL KL.5.50 L
Ted KL. 8 12
spIdeR-MAn 3d KL. 6 - 9 10
InTOUcHABLes KL. 5.30 - 6.30 - 8 - 9 - 10.30 12
WHAT TO eXpecT WHen eXpecTInG KL. 10.25 L
EGILSHÖLL
V I P
12
12
12
12
12
12
12
12
KRINGLUNNI
L
L
L
12
12
12
16
16
16
L
L
L
KEFLAVÍK
16
STÆRSTA MYND ÁRSINS
EMPIRE
KVIKMYNDIR.IS
HOLLYWOOD REPORTER
SÉÐ OG HEYRT
SELFOSSI
ÁLFABAKKA
THE DARK KNIGHT RISES
kl. 1 - 2 - 4:30 - 5:30 - 6 - 8 - 9 - 10 - 10:20 - 11:20 2D
DARK KNIGHT RISES VIP kl. 1 - 4:30 - 8 - 11:20 2D
MAGIC MIKE kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 2D
DREAMHOUSE kl. 8 2D
MADAGASCAR 3 ísl. Tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 2D
MADAGASCAR 3 ísl. Tali kl. 1:30 - 3:40 3D
UNDRALAND IBBA ísl. Tali kl. 1:30 2D DARK KNIGHT RISES kl. 5:30 - 6 - 9 - 10 2D
MAGIC MIKE kl. 8 - 10:20 2D
MADAGASCAR 3 ísl. Tali kl. 5:50 3D
AKUREYRI
DARK KNIGHT RISES kl. 4:30 - 8 - 11:20 2D
LOL kl. 6 2D
DREAM HOUSE kl. 8 - 10:20 2D DARK KNIGHT RISES kl. 7 - 10:20 2D
DREAMHOUSE kl. 8 - 10 2D
THE DARK KNIGHT RISES kl. 8 - 11:15 2D
DREAMHOUSE kl. 8 - 10:10 2D
DARK KNIGHT RISES
1 - 2 - 4 - 5 - 6 - 7 - 8 - 9 - 10:10 - 11:10 2D
TED kl. 3:20 - 5:40 - 10:30 2D
MAGIC MIKE kl. 8 2D
ÍSÖLD 4 ísl. Tali kl. 2 - 4 3D
MADAGASCAR 3 ísl. Tali kl. 1 - 3 2D
THE DARK KNIGHT RISES 3.50, 7, 10.10(P)
TED 5.50, 10.15
INTOUCHABLES - ISL TEXTI 4, 8, 10.20
ÍSÖLD 4: HEIMSÁLFUHOPP 3D 4
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
POWERSÝNING
KL. 10.10
35.000 MANNS!
www.laugarasbio.is
-bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar
5%
Angelinu Jolie og Brad Pitt er
ætlað að eyða ævinni saman ef
marka má orð vinar þeirra, skart
gripahönnuð
arins Roberts
Procop. Hann
hannaði trú
lofunarhring
Jolie og hefur
þekkt parið í
nokkur ár.
„Þau vissu
frá upp
hafi að þeim
var ætlað að
eyða ævinni
saman. Þó
sambandið
hafi verið fullt af spennu til að
byrja með þá hafa þau þroskast í
traust par sem sinnir fjölskyldu
sinni fyrst. Það er dásamlegt að
sjá hversu ástfangin þau eru. Þau
eru yndislegt fólk sem dregur
fram það besta í hvort öðru og
þegar maður er með þeim finnur
maður fyrir þessari sterku ást,“
sagði Procop í viðtali við US
Weekly.
Afskaplega
ástfangin
ÁSTfaNgiN Angelina
Jolie og Brad Pitt eru
afskaplega ástfangin.
nordicPHotoS/GEtty