Fréttablaðið - 26.07.2012, Síða 40
26. júlí 2012 FIMMTUDAGUR32
sport@frettabladid.is
ALFREÐ FINNBOGASON og félagar hjá sænsku meisturunum Helsingborg eru komnir í 3. umferð for-
keppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu eftir 3-0 sigur á TNS frá Wales í síðari leik liðanna í Svíþjóð í gær.
Alfreð var líflegur í sóknarleik Svíanna, átti meðal annars skot í rammann á marki Wales-manna.
UTAN VALLAR
Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Ólympíuleikunum í London
segir sína skoðun
VERÐDÆMI:
PALOMINO YE
ARLING, 10 fet
Útsöluverð kr.
2.390.000.
Mán.greiðsla k
r. 21.500 *
PALOMINO
ÚTSALA
STÓRLÆKKAÐ VERÐ
Á ÖLLUM FERÐAVÖGNUM
Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is
* Forsendur Ergo:
Mánaðarleg greiðslubyrði miðast við bílasamning Ergo,
70% fjármögnun til 84 mánaða m.v. gullvildarkjör
og 9,55% óverðtryggða vexti
GOLF Allir bestu kylfingar lands-
ins verða í baráttunni næstu fjóra
daga um Íslandsmeistaratitilinn í
höggleik í golfi. Mótið hefst í dag á
Strandarvelli á Hellu og það vekur
athygli að tveir 15 ára kylfingar
úr Keili verða á meðal keppenda
á mótinu. Birgir Björn Magnússon
og Gísli Sveinbergsson eru klárir í
slaginn gegn mun eldri og reyndari
kylfingum – og Gísli ætlar sér ekk-
ert annað en sigur á mótinu.
„Ég stefni bara á það að vinna
þetta, annars væri ég ekkert að
fara í þetta mót,“ sagði Gísli og
brosti þegar rætt var við þá félaga
á æfingasvæðinu Hraunkoti í Hafn-
arfirði. Birgir Björn var ekki til í
að slá slíkri fullyrðingu fram: „Ég
ætla bara að sjá hvernig ég stend í
samanburði við þá bestu.“
Á undanförnum árum hefur fjöldi
barna og unglinga sem leggja allt í
sölurnar fyrir golfíþróttina aukist
verulega. Gísli og Birgir Björn eru
við keppni og æfingar nánast alla
daga allt sumarið og árangurinn
hefur ekki látið á sér standa.
Gísli sigraði um sl. helgi á
Íslandsmótinu í höggleik í flokki
15-16 ára en Birgir Björn endaði í
öðru sæti, tveimur höggum á eftir
Gísla. Þeir eru því í fremstu röð á
Íslandi í sínum aldursflokki.
„Ég hef tekið þátt á einu móti á
Eimskipsmótaröðinni í flokki full-
orðinna, það var í fyrra, og ég end-
aði í 18. sæti,“ sagði Gísli en Birg-
ir Björn tók þátt á fyrsta mótinu á
Eimskipsmótaröðinni sem fram fór
á Hólmsvelli í Leiru. „Það gekk nú
ekkert alltof vel en ég var í kring-
um fertugusta sætið,“ sagði Birgir
en hann er með 3,6 í forgjöf. „Ég
stefni á að reyna að lækka forgjöf-
ina á Hellu, það hefur nefnilega
ekkert gengið of vel í sumar hjá
mér.“
Gísli er með 2,2 í forgjöf en til
samanburðar er Birgir Leifur Haf-
þórsson með -3,2 í forgjöf. „Ég er
búinn að lækka mig um 2 í sumar
og þetta hefur gengið bara fínt,“
sagði Gísli en hann óttast ekkert
að leika í ráshóp með mun eldri og
reyndari kylfingum. „Nei, þetta er
bara eins og hvert annað mót, og
ég er ekkert að stressa mig yfir
þessu.“
Þeir félagar gera lítið annað
en að æfa golf, Birgir er reyndar
í körfubolta á veturna enda er
hann með hæðina í það, rúm-
lega 1,90 m á hæð. Gísli er
aftur á móti í handbolt-
anum og leikur sem
leikstjórnandi.
„Golfið er númer
eitt, og við erum
báðir búnir að setja
okkur markmið að komast á
háskólastyrk í Bandaríkjun-
um,“ sagði Gísli. „Og síðan er
það bara PGA-mótaröðin,“ bætti
Birgir við án þess að depla auga.
Gísli og Birgir voru ekki lengi að
svara hver myndi fagna Íslands-
meistaratitlinum ef Gísla tekst
ekki að landa titlinum. „Axel
Bóasson,“ sagði Birgir og Gísli
kinkaði kolli og var sammála því.
„Og kannski Birgir Leifur ef þetta
gengur ekki upp hjá mér,“ sagði
Gísli og brosti enn og aftur.
Alls eru 150 keppendur á Íslands-
mótinu, 123 karlar og 27 konur.
Bein útsending verður frá loka-
keppnisdögunum á Stöð 2 sport og
hefst útsending kl. 15 báða dagana.
seth@frettabladid.is
STEFNI BARA Á AÐ VINNA ÞETTA
Gísli Sveinbergsson og Birgir Björn Magnússon, fimmtán ára afrekskylfingar, eru hvergi smeykir fyrir
baráttuna við bestu kylfinga landsins. Íslandsmótið í höggleik hefst í dag á Strandarvelli á Hellu.
TVEIR EFNILEGIR Keilisstrákarnir Gísli Sveinbergsson og Birgir Björn Magnússon eru
klárir í slaginn fyrir Íslandsmótið í höggleik sem hefst í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FÓTBOLTI FH mætir AIK frá Sví-
þjóð í síðari viðureign félag-
anna í 2. umferð forkeppni Evr-
ópudeildarinnar í knattspyrnu í
Kaplakrika í kvöld klukkan 19.15.
Fyrri leiknum í Svíþjóð lauk með
1-1 jafntefli og möguleikar Hafn-
firðinga á áframhaldandi þátt-
töku því ágætir.
„Við náðum mjög góðum úrslit-
um úti í Svíþjóð og spiluðum vel.
Varnarlega spiluðum við mjög vel
og gáfum okkur góðan möguleika
á hagstæðum úrslitum hérna
heima. Vonandi fáum við fullt af
fólki í Krikann og gerum þetta að
eftirminnilegum degi,“ segir
Gunnleifur Gunnleifsson
fyrirliði og markvörður FH.
Eftir nokkuð þunga sókn
heimamanna framan af
leik í Svíþjóð skoraði Atli
Guðnason og þögn sló
á þjóðarleikvang
Svía , Råsunda-
leikvanginn. Þögn
breyttist fljótlega
í baul og greini-
legt að stuðnings-
menn AIK áttu
von á allt öðru
en að FH yrði
mótstaða fyrir sænska
liðið.
„Þetta er stærsta félagið
í Svíþjóð. Við höfum um
14 þúsund félaga, höfum
flesta stuðningsmenn,
spilum á þjóðarleikvang-
inum og eigum góða sögu.
Því reikna allir með því
að við förum áfram og
vinnum á morgun,“
segir Andreas
Alm þjálfari
AIK.
Helgi
Valur Daní-
elsson var í byrjunarliði AIK í
fyrri leiknum en sat á bekknum
í deildarleik síðastliðinn sunnu-
dag.
„Það er mikil pressa. Eftir
fyrri leikinn var mikið hraunað
yfir okkur í blöðunum og sagt
að þetta ætti ekki að geta gerst.
Mér finnst það svolítið fráleitt
að við eigum að geta labbað yfir
íslensk lið. Auðvitað vitum við
leikmenn sjálfir að þetta er ekki
svo einfalt. Það er minni munur
en blaðamenn og stuðningsmenn
halda,“ segir Helgi Valur.
- ktd
FH-ingar eiga góðan möguleika á sæti í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildar fyrir seinni leikinn gegn AIK:
Vonandi eftirminnilegur dagur fyrir FH
Næstu átján dagana eða svo mun
ég, ásamt Valgarði Gíslasyni ljós-
myndara Fréttablaðsins, flytja
fréttir af gengi íslensku keppend-
anna á Ólympíuleikunum í Lundún-
um sem settir verða annað kvöld. Í
þann rúma áratug sem ég hef verið
starfandi í íþróttafréttamennsku
hef ég ávallt haft það fyrir augum
að fá að starfa með þessum hætti á
Ólympíuleikunum, því fyrir mér er
þetta ekki síður langþráður draum-
ur en hjá íþróttamönnunum sem
hér keppa.
Íslensku afreksmennirnir sem
hér munu keppa eru 27 talsins og
keppa þau í sex íþróttagreinum.
Alls eru um tíu þúsund íþrótta-
menn á leikunum og keppa þau í 39
íþróttagreinum. Þá má geta þess
að um 20 þúsund fjölmiðlamenn
og -konur verða starfandi á leikun-
um og búið er að selja 8,8 milljónir
aðgöngumiða.
Þó fengu ekki allir sem sóttu um
miða á leikana, enda fjölmargir
Bretar sem vilja komast í tæri við
þennan stórviðburð í sínu heima-
landi. Eins og gefur að skilja kom-
ast mun færri að en vilja á vinsæl-
ustu keppnisgreinarnar. Fjölmargir
Bretar hafa samt ákveðið að kaupa
miða á keppnisgrein sem þeir hafa
ekki endilega mikla þekkingu á, til
þess eins að komast í snertingu við
Ólympíuleikana.
Við blaðamenn njótum þó þeirra
forréttinda að hafa í raun greiðan
aðgang að nánast öllum þeim við-
burðum sem við kjósum að fjalla
um. Blaðamannapassinn sem ég
verð með um hálsinn meðan á leik-
unum stendur veitir mér í raun
frelsi til að fylgjast með nánast
öllum þeim greinum sem keppt er
í á leikunum.
Það eru mikil forréttindi að geta
starfað við það að fylgjast með
íþróttum sem er jú helsta áhugamál
okkar íþróttafréttamanna. Fyrir
það hef ég ávallt verið þakklátur
en líklega aldrei meira en nú. Fram
undan er mesta íþróttaveisla heims
og að fá að standa í miðri hringið-
unni er í raun ólýsanlegt.
Englendingar hafa tekið okkur
fjölmiðlafólki vel og er ekki annað
að sjá en að mikil eftirvænting ríki
hér í landi eftir að veislan geti loks-
ins hafist.
Ólympíudraumurinn
FÓTBOLTI Þór mætir Mladá Boles-
lav í síðari viðureign liðanna í 2.
umferð forkeppni Evrópudeildar
í knattspyrnu á Þórsvelli í kvöld
klukkan 19.15. Fyrri leik liðanna
ytra lauk með 3-0 sigri tékkneska
liðsins og möguleikar heima-
manna því litlir.
Sigurður Marinó Kristjáns-
son, leikmaður Þórs, segir Akur-
eyringa engu að síður spennta og
þokkalega bjartsýna.
„Þetta er stærsti leikur sem
Þór hefur spilað á Íslandi. Við
lítum á þetta þannig að allt er
hægt í fótbolta. Við neitum að
gefast upp þó staðan sé erfið,“
segir Sigurður sem tók ekki
illa í tillögu blaðamanns að láta
stuðningsmennina standa fyrir
trumbuslætti utan við hótel gest-
anna á Akureyri í nótt.
„Við vorum einmitt að ræða
það hvað við gætum gert til þess
að valda þeim ónæði í nótt. Þú ert
sennilega með bestu hugmynd-
ina. Ég ber hana undir formann
Mjölnismanna,“ segir Sigurður
léttur.
„Við höfum engu að tapa og
verðum bara að reyna að koma
þeim á óvart,“ segir Sigurður. - ktd
Stærsti leikur í sögu Þórs:
Við neitum að
gefast upp
ÞRENNA Sigurður Marinó skoraði þrjú
mörk í 5-1 sigri Þórs á Bohemians í
síðustu umferð keppninnar. MYND/AUÐUNN
FÓTBOLTI Keppni á Ólympíuleik-
unum í London, sem settir verða
formlega á morgun, hófst í gær
þegar sex leikir fóru fram í knatt-
spyrnukeppni kvennalandsliða.
Bretar unnu 1-0 sigur í opnunar-
leiknum gegn Nýja-Sjálandi.
Mesta athygli vakti þó viður-
eign Norður-Kóreu og Kólumbíu
sem fresta þurfti um rúma
klukkustund. Fáni Suður-Kóreu
var fyrir mistök birtur á risaskjá
leikvangsins við litla hrifningu
Norður-Kóreumanna sem gengu
af velli í mótmælaskyni. - ktd
Ólympíuleikarnir í London:
Ballið er byrjað