Fréttablaðið - 27.08.2012, Síða 6

Fréttablaðið - 27.08.2012, Síða 6
27. ágúst 2012 MÁNUDAGUR6 Nú má bæði þvo og þurrka á aðeins um klukkustund Þvottavélar og þurrkarar í sérflokki Allt verður tandurhreint SKIPULAGSMÁL Harpa greiðir hærri upphæð í fasteignagjöld en tíu menningarhús víða um land og tvö stór íþróttahús, sem gjarnan eru notuð til tónleikahalds. Húsin tólf eru samanlagt mun stærri en Harpa, en fasteignamat þeirra er svipað. Líkt og fram hefur komið gerðu áætlanir ráð fyrir mun lægri fast- eignagjöldum af Hörpu en raunin varð. Pétur J. Eiríksson, stjórn- arformaður Portusar, rekstrar- félags Hörpu, sagði við Frétta- blaðið fyrir skemmstu að hærri fasteignagjöld skýrðu stóran hluta tapreksturs Hörpu í ár. „Við erum að horfa upp á tap upp á 407 milljónir króna. Það munar 230 milljónum á fasteigna- gjöldum, hvernig þau eru í reynd og því sem við teljum rétt vera. Eftir standa 177 milljónir og eitt- hvað hefði komið inn samkvæmt leiðréttingu á samningi við Sin- fóníuhljómsveitina.“ Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði í viðtali við Fréttablaðið fyrir nokkru að það væri Reykja- víkurborgar að svara því hvað gert yrði varðandi þá staðreynd að fasteignagjöldin urðu mun hærri en ráð var fyrir gert. „Áætlanir gerðu ráð fyrir að fasteignamat tæki mið af nýt- ingarvirði en ekki stofnkostn- aði eins og niðurstaðan varð. Við höfum líka dæmi þar sem stofn- anir hafa fengið styrki til þess að mæta fasteignagjöldum. Það er hins vegar Reykjavíkurborgar að svara því hvort það verður gert varðandi Hörpu, þar sem hún inn- heimtir fasteignagjöldin.“ Borgin og ríkið eiga Hörpu saman og greiða báðir eigendur nú hærri fasteignagjöld en áætl- að var. Ljóst er hins vegar að Reykjavíkurborg fær mun hærri tekjur af Hörpu en lagt var upp með, þar sem fasteignagjöldin renna til borgarinnar. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að ein af þeim hugmynd- um sem nú séu til umræðu hjá ríkinu sé að borgin auki hlutdeild sína í rekstrarkostnaði hússins sem hærri tekjum nemur. Gjöldin eru 150 til 200 milljónum krónum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. S. Björn Blöndal, aðstoðar- maður Jóns Gnarrs borgarstjóra, sagði við Fréttablaðið fyrir viku að það væri ekki hægt að breyta fasteignagjöldunum. Álagning fasteignagjalda væri ekki geð- þóttaákvörðun. „Þar gengur eitt yfir alla. Harpa er mjög stórt hús sem borgar fasteignagjöld í samræmi við það.“ Björn fullyrti að fulltrúar borg- arinnar hefðu á öllum stigum málsins gert athugasemdir við það að ólíklegt væri að áætlanir um lægri fasteignagjöld stæðust. Það stangast á við orð stjórnar- formanns Portusar, í samtali við Fréttablaðið 18. ágúst. „Borgin hefur ekki gert athuga- semdir um áætlanir okkar um lægri fasteignagjöld. Beinir skatt- ar á okkur á þessu ári eru um 584 milljónir króna. Við erum að borga mun meira til þessara tveggja eigenda en sem nemur tapinu,“ en líkt og fyrr segir verður tapið af Hörpu árið 2012 407 milljónir króna. kolbeinn@frettabladid.is Hærri fasteignagjöld af Hörpu en 12 öðrum húsum Fasteignagjöld af Hörpu eru hærri en af tíu öðrum menningarhúsum og tveimur íþróttahöllum samanlagt. Fulltrúar borgar og Portusar ósammála um hvort borgin hafi gert athugasemdir við upphæð gjaldanna. HARPA Samanlögð fasteignagjöld af Egilshöll og Laugardalshöll nema 100 milljónum króna. Fasteignagjöld af Hörpu eru 318 milljónir króna á ári. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BJÖRN BLÖNDALPÉTUR J. EIRÍKSSON Fasteignamat 2012 Stærð húsa m² Fasteignamat m.kr. Gjöld m.v. 1,65% Menningarstofnanir: Hamraborg 6-menningarmiðst./tónlistarsk. 1.741 480 Hamraborg 6-safnahús 1.897 391 Listasafn Íslands 2.554 538 Kjarvalsstaðir 3.018 408 Listasafn Reykjavíkur 3.710 497 Þjóðarbókhlaðan 13.403 3.030 Þjóðleikhúsið 6.258 724 Borgarleikhús/bókasafn 14.085 4.091 Háskólabíó 6.874 1.597 Menningarhúsið Hof á Akureyri 7.550 1.466 Samtals 61.090 13.222 218 Íþróttahús/tónleikahús: Laugardalshöll 17.323 3.000 Egilshöll 24.267 3.051 Samtals 41.590 6.051 100 Alls menningarstaðir/tónleikahús 102.680 19.273 318 Harpa 28.813 20.092 332 UTANRÍKISMÁL Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fundaði um helgina með ráðherrum og æðstu stjórn- endum Alaska- ríkis í Banda- ríkjunum. Á fundinum kom fram mikill áhugi á því að efla samvinnu Íslands og Alaska. Icelandair hefur á næsta ári áætlunarflug til Alaska og töldu fundarmenn mikil tækifæri felast í greiðari samgöngum á milli svæðanna. Ólafur Ragnar er staddur í Anchorage í Alaska þar sem Norð- urslóðaþingið, Arctic Imperative Summit, fer fram. - mþl Tengsl Íslands og Alaska efld: Forsetinn á fundi í Alaska ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON EKVADOR Rafael Correa, forseti Ekvadors, segir bresk stjórnvöld hafa dregið til baka hótun sína um að ráðast inn ekvadorska sendi- ráðið til þess að handtaka Julian Assange. Assange, sem kenndur er við Wikileaks vef- síðuna, leitaði skjóls í sendi- ráðinu fyrir rúmum tveimur mánuðum síðan til þess að komast hjá framsali til Svíþjóðar. Stjórnarmenn í Ekvador brugð- ust illa við þegar Bretar hótuðu að ráðast inn í sendiráð þeirra í Lond- on. Breska utanríkisráðuneytið hefur nú upplýst Correa að slíkt standi ekki lengur til. - sm Ekki ráðist inn í sendiráð: Assange óhult- ur enn um sinn JULIAN ASSANGE KJÖRKASSINN Finnst þér að nemendur á lokaári grunnskóla eigi að fá einkunnir í bókstöfum í stað tölustafa? Já 22,0% Nei 78,0% SPURNING DAGSINS Í DAG: Líst þér vel á hugmyndir um brú fyrir göngu- og hjólreiðafólk yfir Fossvoginn? Segðu þína skoðun á Vísi.is SVÍÞJÓÐ Erlend flugfélög vilja ekki greiða skatta og gjöld fyrir starfsmenn sína í Sví- þjóð. Á fréttavef Dagens Nyheter er greint frá því að bæði Ryanair og Norwegian fari í kringum reglurnar með því að ráða fólk í gegnum erlendar starfsmannaleigur á lág- launasvæðum. Fáir erlendir starfsmenn, sem hafa bæki- stöðvar í Svíþjóð, greiða þar skatt þótt þeir eigi að gera það. Flestir leigustarfsmanna Ryanair borga skatta og gjöld á Írlandi. Nor- wegian hefur komið upp bækistöð í Helsinki í Finnlandi og fengið leigustarfsmenn frá Eistlandi. Þeir greiða eingöngu skatt í Eist- landi. Flugfélagið hefur einnig fengið erlendar áhafnir frá pólsku starfsmannaleigunni Arpi fyrir flug frá Skandinavíu. Lögfræðingur hjá sænskum skattayfir- völdum segir það ekki óvenjulegt að starfs- mannaleigur séu skúffufyrirtæki. Hún segir að reyna eigi að auka samstarfið milli skattayfirvalda innan Evrópusambandsins, ESB. Mikilvægt sé að fyrirtæki sem ráði erlenda leigustarfsmenn sjái til þess að þeir njóti þeirra réttinda sem þeim ber. Flutningur leigustarfsmanna flugfélaga milli landa er vandamál sem Evrópusam- bandið hyggst taka á með nýjum reglum. Greiða á gjöld fyrir leigustarfsmenn þar sem þeir eru staðsettir. - ibs Evrópusambandið tekur á flutningi leigustarfsmanna flugfélaga með nýjum reglum: Flugfélög koma sér undan skattgreiðslum RYANAIR Flugfélagið vill ekki greiða skatt í Svíþjóð.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.