Fréttablaðið - 27.08.2012, Page 18
FÓLK|HEIMILI
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432
Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Ég er alltaf með eitthvað milli hand-anna. Bútasaumsklúbburinn minn hefur hist einu sinni í mánuði
síðastliðin tuttugu ár,“ segir Þóra Katrín
Kolbeins, hannyrðakona þegar hún er
spurð að því hvað hún sé með á prjón-
unum. Reyndar er það bútasaumur sem
á hug hennar allan, þótt hún prjóni líka.
Þá var hún að enda við að sauma altar-
isdúk sem er harðangur og klaustur, en
hún féll fyrir bútasaumnum fyrir rúmum
þrjátíu árum.
„Ég kynntist bútasaumi fyrst hjá
henni Guðfinnu í Virku Þegar ég fór á
námskeið hjá henni og hef síðan þá
farið á öll bútasaumsnámskeið á hennar
vegum á Hótel Örk í Hveragerði. Nám-
skeiðið er mjög skipulagt og flott. Þarna
erum við allt frá þrjátíu upp í sextíu
konur samankomnar og saumum frá því
við mætum á staðinn og alveg fram á
síðustu stund og njótum þess í botn,“
segir Þóra Katrín glaðlega og segir
félagsskapinn ekki síður mikilvægan en
saumaskapinn. „Við borðum saman og
höldum svo áfram að sauma fram eftir
kvöldi. Þá erum við gjarnan að sýna
önnur stykki sem við höfum gert, bera
saman bækur okkar og hafa gaman af.
Þetta gefur mér mikið, enda er maður
manns gaman.“
En á svo þaulreynd hannyrðakona
eitthvert erindi á námskeið ár eftir ár?
„Já já, ég læri alltaf eitthvað nýtt. Það er
alltaf hægt að bæta við sig nýrri tækni,“
segir Þóra Katrín og hlær og viðurkenn-
ir að eftir svo mörg ár eigi hún talsvert
safn af bútasaumsstykkjum í skápunum.
„Ég á auðvitað fullt til en ég gef líka
mikið í gjafir. Ég á líka margt óklárað
til að grípa í, öðruvísi er þetta ekkert
gaman.“
■ heida@365.is
SAUMA SAMAN
FRAM Á NÓTT
BÚTASAUMUR Þóra Katrín Kolbeins er mikil hannyrðakona. Hún kynntist
bútasaumi fyrir þrjátíu árum og hefur ekki getað lagt frá sér nálina síðan.
LISTASMÍÐ Katrín seg-
ist alltaf geta bætt við
sig þekkingu þótt hún
hafi saumað bútasaum í
fleiri áratugi.
AFKASTAMIKIL Katrín
viðurkennir að eiga
talsvert af bútasaums-
stykkjum í skápunum
hjá sér.
MYNDIR/GVA
VILT ÞÚ LÉTTAST HRATT
OG ÖRUGGLEGA?
Taktu inn 2 töflur af KONJAK + STÓRT
glas af vatni 3x á dag hálftíma fyrir máltíð
Fæst í heilsubúðum, apótekum og
heilsuhillum stórmarkaðanna
w
w
w
.gengurvel.is
Ryðfríir neysluvatnshitarar, hitöld (element),
hitastillar, hitastýringar, rafhitarar til húshitunar
og flest annað til rafhitunar.
Við hjá Rafhitun erum sérfræðingar í öllu sem við
kemur rafhitun. Við bjóðum einungis úrvals tæki
sem hafa sannað sig með áralangri reynslu.
íslensk
framleiðsla
í 20 ár
Rafhitarar fyrir heita potta
FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSA
KET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...D
TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...P
FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSA
KET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...D
TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...P
FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSA
KET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...D
TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...P
Þúsundir fermetra
af flísum með
20 -70% afslætti
Baðherbergisvörur
20 -70% afsláttur
ÚTSALA
Teppi og dúkar
25% afsláttur