Fréttablaðið - 27.08.2012, Page 44
27. ágúst 2012 MÁNUDAGUR20 20
menning@frettabladid.is
Heimagalleríið 1.h.t.v.
Heimagalleríið 1.h.t.v. sem stað-
sett er í blokkaríbúð á fyrstu
hæð til vinstri, að Lönguhlíð 19 í
Reykjavík, er aðeins starfrækt á
sumrin, og nú standa þar yfir tvær
sýningar samtímis.
Ingólfur Arnarsson sýnir inn-
setningu sem nær yfir fjögur her-
bergi íbúðarinnar. Hann hefur
málað ferhyrndan einlitan flöt
upp í loftið fyrir framan gluggana
í þessum fjórum rýmum, og er
hver flötur með sinn lit. Litirnir
taka mið af litum himinsins, en í
tilkynningu frá galleríinu segir
að unnið sé með „liti, afmörk-
un þeirra, staðsetningu, þyngd,
andblæ og samspil þeirra við íbúð-
ina og útsýni“.
Litirnir sem Ingólfur hefur valið
eru á svipuðum stað í litapallett-
unni og litir í fyrri verkum hans
þar sem hann málar á steinsteypta
steina, og margir kannast við, en
litaflöturinn hér er svipaður eða
jafnstór og fyrrnefndir steinar.
Ef gera á tilraun til að lýsa lit-
unum fjórum í innsetningunni þá
er litatónninn ljósfjólublár í svefn-
herberginu, í stofunni er liturinn
appelsínu/ferskjulitaður, og í eld-
húsi og herbergi inn af stofu eru
gráir litatónar, mjög svipaðir. Lit-
irnir geta þó virkað mismunandi
eftir birtustigi og tíma dags.
Þessi verk, og þessi innsetning í
heild sinni, er ekki flókin að gerð
í sjálfu sér, en nær að draga allt
umhverfið til sín, bæði sem heild
og í sitt hvoru lagi í hverju og einu
herbergi.
Staðsetning litaflatanna uppi í
loftinu er óvenjuleg. Þegar maður
horfir á verkið þá horfir maður um
leið á svo margt annað. Inn á sjón-
sviðið kemur liturinn á himnin-
um, trén fyrir utan gluggann, gul-
köflóttu gluggatjöldin í eldhúsinu
eða röndótta gólfteppið, og í raun
íbúðin sjálf sem er falleg að innri
gerð. Allt þetta spilar með þessum
ferningslaga litflötum sem Ingólf-
ur hefur valið.
Sólveig Aðalsteinsdóttir sýnir
tvö tengd verk á sýningunni. Hún
er ekkert að flækja málin, og
sækir sér innblástur í grunnteikn-
ingu íbúðarinnar sjálfrar þar sem
sýningin er haldin.
Á vegg hangir í stórri bréfa-
klemmu teikning á stórri papp-
írsörk. Örkin er þannig upphengd
að maður sér ekki svo vel sé af
hverju teikningin er, en þarna er á
ferð einfaldlega sjálf grunnteikn-
ing íbúðarinnar. Þessa teikningu,
eða lágmynd eins og mætti kalla
þetta líka, er líka hægt að skoða
með því að kíkja upp undir keilu-
laga formið sem verður til þegar
pappírsörkin hangir svona niður,
og þá er verkið orðið eins og dular-
full göng með sérstakri fjarvídd-
artilfinningu.
Á borði í herbergi innan af stof-
unni er síðan hitt verkið. Þar er á
ferð bókverk. Því er stillt upp á
lítið teborð á hjólum, og unnið á
sams konar pappír og lágmyndin.
Áfram er það grunnteikningin sem
Sólveig vinnur með. Verkin vinn-
ur hún þannig að hún leggur sex
pappírsarkir hverja ofan á aðra en
setur kalkipappír á milli allra ark-
anna. Hún teiknar svo grunnteikn-
inguna þéttingsfast á efsta blaðið
og teikningin afritast umsvifalaust
á öll hin fimm blöðin og þannig
verður hver örk með sinn skýr-
leika af sömu teikningunni, þar
sem teikningin á neðsta blaðinu
er daufust, eins og í þoku. Blöðin
brýtur hún svo saman í bækur og
saumar þær saman í kjölinn.
Þau gerast nú eiginlega ekki fal-
legri bókverkin. Þarna vinnur hún
með margfeldi og gamaldags afrit-
unartækni. Þetta er eins konar
grafíkmyndagerð líka, og allt efnis-
val og aðferð ber vitni um sérstak-
lega góða og listræna tilfinningu.
Einnig er hægt að horfa á verkið
sem skúlptúrlega heild með því að
virða fyrir sér bækurnar sem alls
eru tíu talsins, í stafla á tveggja
hæða teborðinu. Þóroddur Bjarnadóttir
Niðurstaða: Sérlega vönduð sýning
með ríkri tilfinningu fyrir efni og
umhverfi. Fær mann til að finnast
maður vera á réttum stað á réttum tíma.
Staður og stund
INNSETNING Í HEIMAGALLERÍINU Ingólfur Arnarsson sýnir innsetningu í fjórum herbergjum íbúðarinnar, ferhyrndan einlitan flöt í
loftinu fyrir framan gluggana. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Fyrstu tónleikar Stórsveitar Reykjavíkur í Hörpu fara
fram næsta föstudag klukkan átta í Eldborg. Andi
stríðsáranna mun svífa yfir vötnum því tekin verður
fyrir fyrir tónlist Stórsveitar Glenns Miller, einnar
vinsælustu stórsveitar allra tíma og hún endursköp-
uð með upprunalegum útsetningum og flytjendum í
fremstu röð. „Fáar aðrar stórsveitir náðu viðlíka lýð-
hylli og plötusölu á tíma síðari heimsstyrjaldarinnar
og stórsveit Glenns Miller. Segja má að hljómsveitin
og lögin sem hún flutti séu besta dæmið um tímann
þegar dægurtónlistin og djassinn voru eitt. Ekki þarf
að að nefna nema „In the Mood“ eða „Moonlight Sere-
nade“ til að staðfesta það,“ segir í fréttatilkynningu.
Sérstakir gestir stórsveitarinnar á þessum tón-
leikum verða söngvararnir Þór Breiðfjörð, Krist-
jana Stefánsdóttir, Bjarni Arason, Borgardætur og
karlakvartettinn Nútímamenn en þau munu fylla skó
Ray Eberle, Tex Beneke, Marion Hutton, Kay Starr,
Andrews systra og The Moderners. Stjórnandi verður
Sigurður Flosason.
Tónleikarnir eru samvinnuverkefni Stórsveitar
Reykjavíkur, Jazzhátíðar Reykjavíkur og Hörpu.
Stríðsáraandi hjá Stórsveitinni
STÓRSVEITIN Harpa er nýr heimavöllur Stórsveitarinnar sem
leikur á sínum fyrstu tónleikum þar næsta föstudagskvöld.
Myndlist ★★★★★
Ingólfur Arnarsson og Sólveig
Aðalsteinsdóttir
Dagskráin er vegleg á Reykja-
vík Jazz Festival í dag en hátíðin
hófst á menningarnótt og stendur
til fyrsta september.
Á Múlanum í Norræna húsinu
byrjar tríó Magnusar Johannes-
sen klukkan hálf átta í kvöld. Pían-
istinn og tónsmiðurinn Magnus
frá Færeyjum spilar ásamt landa
sínum Mikael Blak sem plokkar
bassa og Snorra Sigurðarsyni sem
blæs í trompet.
Franska hljómsveitin Limousine
kemur fram í Iðnó og spilar tóna
sem þykja einstök blanda af áhrif-
um poppstefnunnar og djassins.
Fyrsta plata þeirra kom út árið
2005 og hafa þeir vakið athygli
sem tónleikahljómsveit. Tónar
þeirra hafa einnig hljómað í marg-
verðlaunuðum kvikmyndum Bruno
Dumont. Við sama tækifæri mun
Haukur Gröndal frumflytja nokk-
ur verk ásamt Guðmundi Péturs-
syni, Matthíasi Hemstock og Pétri
Grétarssyni. - hþt
Einstakir djasstónar
LIMOUSINE Franska hljómsveitin Limousine leikur tóna sem þykja einstök blanda af
poppi og djassi.
HÁDEGISTÓNLEIKAR Í HAFNARFJARÐARKIRKJU
Fyrstu hádegistónleikar vetrarins verða í Hafnarfjarðarkirkju á morgun klukkan 12.15. Sigrún Magna
Þórsteinsdóttir, organisti Akureyrarkirkju, leikur fjölbreytta og fagra orgeltónlist á bæði orgel kirkjunnar.
Starfsemi HL stöðvarinnar í Reykjavík
hefst samkvæmt stundaskrá
þriðjudaginn 4. september.
Vinsamlega staðfestið þátttöku
í síma 561 8002
eða á hlstodin@simnet.is.
Meiri Vísir.
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir,
meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf,
meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval.
Þú færð meira af öllu á vísi.
Á Veiðivísi, nýjum veiðivef Vísis, getur þú nálgast helstu fréttir,
ítarlega umfjöllun og gagnlegar upplýsingar um veiði, hvort heldur
sem er stangveiði eða skotveiði. Fylgstu með í sumar og nýttu þér
allt sem Vísir hefur upp á að bjóða.