Fréttablaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 4
11. ágúst 2012 LAUGARDAGUR4 GENGIÐ 10.08.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 206,4053 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 119,52 120,10 186,55 187,45 146,63 147,45 19,697 19,813 20,164 20,282 17,828 17,932 1,5228 1,5318 179,97 181,05 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Afmælistónleikar Akureyrarbæjar verða haldnir á Akureyrarvöku, að kvöldi 1. september næstkomandi, en ekki miðvikudagskvöldið 29. ágúst eins og skrifað var á baksíðu Fréttablaðsins í gær. Ranghermt var í frétt blaðsins um mögulega vatnsþurrð í Flatey á Breiðafirði, sem birtist í fyrradag, að gert sér ráð fyrir nýrri verslunar- og þjónustulóð í skipulagi eyjarinnar. Aðeins mun gert ráð fyrir þremur nýjum sumarhúsalóðum eynni. LEIÐRÉTT MENNTAMÁL Katrín Jakobsdótt- ir, mennta- og menningarmála- ráðherra, segir að sérstakt tillit verði tekið til framhaldsskólanna í fjárlagavinnu næsta árs. Eigi það bæði við um skólana í heild, en einnig einstaka skóla sem standa illa. Niðurskurður í rekstri skólanna hafi verið mikill og ýmsir fram- haldsskólar eigi mjög erfitt. „Smærri skólar úti á landi hafa verið nefndir til sögunnar. Þeir eiga í erfiðleikum og ekkert má út af bregða í þeirra rekstri. Skólar eins og bekkjarkerfisskólarnir í Reykja- vík eiga einnig í vanda. Þeir hafa boðið upp á bóknám og hafa þar af leiðandi ekki getað tekið þátt í verk- efninu Nám er vinnandi vegur. Þeir eru orðnir mjög aðþrengdir með sína starfsemi.“ Katrín segir það verkefni hafa gefið góða raun og fyrstu teikn séu nú á lofti um að brottfall sé að minnka. Tölur séu þó lítt marktæk- ar og lengri tíma þurfi til að meta árangurinn. Aldrei hafi þó fleiri verið í námi en einmitt núna. Atvinnuleysi hefur lengst af verið lítið hér á landi og Katrín segir að kerfið hafi einfaldlega ekki verið í stakk búið við að taka á móti mikl- um fjölda atvinnulausra. Margir sem hafi misst vinnuna hafi ekki komist í nám og þurft að þiggja atvinnuleysisbætur. „Þó að við sjáum sem betur fer fram á minnkandi atvinnuleysi þarf kerfið samt sem áður að vera tilbúið að takast á við það. Það þarf einmitt að virka þannig að fólk fari frekar í nám. Ég held að við eigum að draga lærdóm af verkefninu og hafa þessi úrræði varanlega inni í kerfinu.“ Katrín segist ekki geta lofað auknum fjármunum í skólakerfið núna, en ef svigrúm skapist, eins og vonir standi til, séu næg verk- efni og horft verði sérstaklega til framhaldsskólanna. Hins vegar sé staða framhaldsskólanna verulegt áhyggjuefni. „Niðurskurðurinn var þannig að allt aukreitis var skorið af. Það er mjög erfitt og þungt viðureignar ef skólarnir geta ekki einu sinni borg- að forfallakennurum laun lengur. Ef þetta hangir á því að enginn má veikjast í kennaraliðinu erum við farin að horfa á að þetta ógni strúkt- úrnum. Þannig er staðan sums stað- ar.“ kolbeinn@frettabladid.is Tekið tillit til vanda framhaldsskólanna Katrín Jakobsdóttir segir að um leið og svigrúm skapist verði fjárframlög til framhaldsskólanna aukin. Tekið verði sérstakt tillit til þeirra í fjárlögum 2013. Hún vill að úrræði til að styrkja atvinnulausa til náms verði varanleg. SKÓLASTARF Menntamálaráðherra segir ótækt að sumir skólar ráði ekki við að borga forfallakennurum laun. Tekið verði sérstakt tillit til framhaldsskólanna í fjárlögum næsta árs. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Verkefnið Nám er vinnandi vegur er unnið í samvinnu við fulltrúa vinnumarkaðarins og er ætlað að hvetja fólk til náms. Atvinnu- leysistryggingasjóður styður fólk til náms og býður upp á framfærslu. Verkefnið var í tilraunaskyni, en Katrín segir það hafa gefið góða raun og vill að úrræði af þessu tagi verði varanleg. Varanleg úrræði Bi rt Bi r Bi m eð fy rir va ra u ar m p re nt vi llu r. H ei m s H fe rð ir ás k a ilj a sé r r s ét t t il le ið ré tt in ga á s lík u. A th . a ð ve rð g et ur b re ys t á n fy rir va ra . Billund *Flugsæti aðra leið með sköttum. Netverð á mann. Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri • Sími 461 1099 • www.heimsferdir.is 13.900 kr.*flug fr á SÝRLAND, AP Sýrlenskir uppreisnarmenn eiga við vanda að etja því skotfæri þeirra eru nú af skornum skammti. Stjórnarher Bashars al- Assad gerir enn þungar árásir á virkisborgina Aleppo í norðurhluta landsins. „Við berjumst með AK-47 hríðskotarifflum gegn orrustuþotum,“ sagði Mohammad al-Hass- an, uppreisnarmaður í helsta virki uppreisnar- manna í Aleppo, þegar hann lýsti bardögum síð- ustu daga. „Ég veit ekki hversu lengi við höldum þetta út.“ Annar uppreisnarmaður í Aleppo sagði sýr- lenska herinn láta sprengjum rigna yfir hverfi á valdi uppreisnarmanna. Bráðlega væri ekkert eftir til að rústa í borginni eftir tveggja vikna bardaga þar. Íranar kölluðu saman þrjátíu fulltrúa jafn- margra þjóðríkja í gær. Fundurinn var meðal annars sóttur af fulltrúum Rússlands og Kína en ólíklegt er talið að hann hafi mikið vægi á alþjóðavísu. Fundurinn er einnig talinn merki um staðfastan stuðning Írans við stjórnvöld í Sýrlandi. Íranar segja markmiðið hafa verið að skerpa umræðuna í alþjóðasamfélaginu um ástandið í Sýrlandi. Bandaríkin sniðgengu fundinn og sögðu hegðan Írana hafa vond áhrif á ástandið í Sýr- landi. Þá sendu Bretar uppreisnarmönnum fimm milljón punda hjálparaðstoð til viðbótar við það sem þeir höfðu áður sent. Styrkurinn er að andvirði tæplega eins milljarðs íslenskra króna. - bþh Bandaríkin sniðgengu fund Írana um átökin í Sýrlandi og Bretar styrkja uppreisnarmenn í landinu enn frekar: Vopnabirgðir uppreisnarmanna þverra ÞUNGAR ÁRÁSIR Sýrlenskir hermenn taka sér stöðu gegn uppreisnarmönnum sem skortir vopn til að halda aftur af þungum árásum stjórnarhersins. NORDICPHOTOS/AFP MANNSHVARF Norska lögreglan telur það hafa verið rétta ákvörðun að biðja um að aðgangur Schjetne yrði frystur. NOREGUR Lögreglan í Noregi komst inn á Facebook-aðgang Sigrid Giskegjerde Schjetne, sem hefur verið saknað síðan á aðfaranótt sunnudagsins. Aðganginn fékk lögreglan í gegnum farsíma sem tilheyrði Schjetne og fannst á víðavangi. Lögreglan hafði samband við forsvarsmenn Facebook í kjölfarið og bað um að síða stúlkunnar yrði fryst svo aðrir gætu ekki breytt henni. Við þessu varð Facebook, en við breytinguna var aðganginum læst, líka fyrir lögreglunni, sam- kvæmt nrk.no. Facebook neitar nú lögreglunni um frekari aðgang að síðu stúlk- unnar en hefur valið upplýsingar af henni fyrir lögregluna sem er afar ósátt. - ktg Norska lögreglan í vanda: Missti aðgang að Facebook- síðu Schjetne VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 33° 27° 21° 22° 22° 24° 21° 21° 28° 22° 34° 29° 33° 22° 26° 26° 20°Á MORGUN Strekkingur með S- ströndinni, annars hægari. MÁNUDAGUR Strekkingur með S- ströndinni, annars hægari. 17 17 16 16 20 15 15 21 18 18 14 14 13 16 16 15 12 21 19 17 12 7 6 7 7 7 6 7 6 15 7 4 8 HELLIDEMBA verður með köfl um um vestanvert landið um helgina. Sunnanlands verður einnig væta en magnið mun minna. Áfram verður bjartast og hlýjast á Norð- austurlandi og því ferðavænasta veðrið þar um helgina. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður LÍBÍA, AP Hið nýstofnaða líbíska þing kaus bráðabirgðaforseta landsins í gærmorgun. Nýr for- seti heitir Mohammed el-Meg- arif en hann var leiðtogi stærsta og rótgrónasta stjórnarand- stöðuflokksins í Líbíu á meðan Moammar Gaddafi var enn ein- ræðisherra í Líbíu. El-Megarif hefur verið í útlegð í Bandaríkjunum síðan á níunda áratugnum. Hann mun sitja þar til ný stjórnarskrá hefur verið samþykkt á næsta ári. Forysta þjóðarinnar til frels- unar Líbíu, flokkur el-Meg- arif, gerði margar tilraunir til að enda 42 ára langa valda- tíð Gaddafi, meðal annars með morðtilraunum á einræðisherr- anum. - bþh Þjóðþing Líbíu kýs forseta: Óvinur Gaddafi kjörinn forseti FILIPPSEYJAR, AP Talið er að sextíu manns hið minnsta hafi týnt líf- inu í flóðunum í Maníla, höfuð- borg Filippseyja, í vikunni. Öllum þeim rúmlega 360 þúsund manns sem höfðu leitað í neyðarskýli var leyft að snúa til síns heima í gær. Flóðin hafa lagt heimili margra í rúst. „Sumir eiga ekk- ert heimili lengur, engan mat og engin föt nema þau sem þau eru í,“ segir Benito Ramos, yfirmað- ur almannavarna í borginni. Það fólk sem ekki getur snúið aftur heim bíður enn ráðalaust í skýl- unum. Flóðin hafa skilið heilleg heim- ili eftir full af eðju og eyðilagt innastokksmuni. „Það var erfitt að horfa upp á þetta þegar við flugum yfir,“ segir Ramos „Nú björgum við ekki fleirum heldur ráðumst í tiltekt.“ - bþh Margir heimilislausir eftir flóð: 60 látnir eftir flóð í Maníla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.