Fréttablaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 90
11. ágúst 2012 LAUGARDAGUR46
Tónlistarhátíð hefst í Strand-
arkirkju í Selvogi klukkan 14 á
morgun, 12. ágúst, sem standa
mun yfir tvær helgar. Elísabet
Waage hörpuleikari og Gunnar
Kvaran sellóleikari leika efnis-
skrá með björtu yfirbragði þar
sem hljóðfærin blandast í verk-
um eftir Couperin, Saint-Saëns
og Granados. Einnig hljóma
íslensk lög eftir Sigfús Einarsson
og Árna Thorsteinsson og nýlegt
verk eftir John Speight. Þar birt-
ast draumkenndar sýnir en ljúf-
sárar laglínur og fjörugir dansar
einkenna tónleikana.
Síðari tónleikar hátíðar-
innar verða sunnudaginn 19.
ágúst klukkan 14 og þá verð-
ur jafnframt árleg uppskeru-
messa í Strandarkirkju í umsjá
séra Baldurs Kristjánssonar
og messu og tónleikum fléttað
saman á sérstakan hátt. Á tón-
leikunum koma fram Björg Þór-
hallsdóttir sópransöngkona, sem
er listrænn stjórnandi hátíðar-
innar, Elísabet Waage hörpuleik-
ari og Hilmar Örn Agnarsson
organisti.
Með björtu yfirbragði í Strandarkirkju
GUNNAR KVARAN OG ELÍSABET WAAGE
Ljúfsárar laglínur og fjörugir dansar
einkenna tónleikana í hinni mögnuðu
Strandarkirkju.
Bækur ★★★ ★★
Draugaverkir
Thomas Enger
Uppheimar
Morð í myndveri
Skindauði eftir Thomas Enger var
einn allra besti krimminn sem út
kom á íslensku í fyrra og það var
því með
nokkurri
eftirvænt-
ingu sem
lesturinn
á nýju
bókinni,
Drauga-
verkjum,
hófst.
Enger er
flinkur
höfundur
og aðal-
persónan,
blaða-
maðurinn
Henning Juul, er sympatísk
og fersk tilbreyting frá hinum
dæmigerða norræna lögreglufor-
ingja. Skemmst er þó frá því að
segja að vegna mikilla væntinga
valda Draugaverkir nokkrum von-
brigðum. Engu að síður er sagan
hin athyglisverðasta og töluvert
fyrir ofan meðallag hvað varðar
glæpasögur.
Dæmdur morðingi hringir í Juul
og segist geta sagt honum hvað
olli dauða sonar hans, en með
því skilyrði að Juul takist að sanna
sakleysi hans. Áður en til þess
kemur er þó morðinginn myrtur í
sjónvarpsupptöku og Juul stendur
frammi fyrir því, að því er virðist,
vonlausa verkefni að leysa gátuna
um morðið á honum, auk morðs-
ins sem hann sat inni fyrir og ofan
í kaupið að reyna að grafast fyrir
um orsökina fyrir íkveikjunni sem
olli dauða sonar hans sjálfs.
Draugaverkir er um margt hefð-
bundnari glæpasaga en Skindauði,
skipulögð glæpastarfsemi, gengja-
stríð og leigumorðingjar eru í
forgrunni og fyrir þennan lesanda
hér er það engan veginn jafn
áhugavert og sögur af glæpum
sem spretta af persónulegum
hvötum, en það er auðvitað
smekksatriði. Glæponarnir eru
líka staðlaðar steríótýpur og satt
best að segja verður sálarstríð
Juuls blessaðs agnarlítið þreytandi
til lengdar þótt skömm sé frá að
segja. Bestu sprettir sögunnar eru
frásagnir af hinum ofurvenjulega
hljóðmanni sjónvarpsstöðvar sem
allsendis óvart dregst inn í mið-
punkt atburðarásarinnar. Elskhugi
fyrrum eiginkonu Juuls fær hér líka
uppreisn æru frá fyrri bókinni og
samskipti þeirra eru einn dýnamís-
kasti þáttur sögunnar. Langt er
þó frá því að manni leiðist við
lesturinn, til þess er Enger alltof
fær penni og góður sögumaður.
Sennilega má skrifa deyfðina sem
á köflum leggur textann undir sig
á hið algenga annarrar bókar heil-
kenni og óhætt að hlakka til næstu
bókar hans, sem án nokkurs vafa
er væntanleg þar sem þessi endar
á upphafi nýrra átaka.
Þýðing Höllu Sverrisdóttur er
áferðargóð og rennur áreynslulaust
án nokkurs teljandi þýðingarkeims.
Friðrika Benónýsdóttir
Niðurstaða: Fínasti krimmi frá
höfundi sem gefur fyrirheit um
enn betri tilþrif í framtíðinni.
MUNDU AÐ EFNI
SEM ÞÚ SETUR Á
NETIÐ ER ÖLLUM
OPIÐ, ALLTAF!
www.saft.is