Fréttablaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 88
11. ágúst 2012 LAUGARDAGUR44 44 menning@frettabladid.is Auður Ava Ólafsdóttir er að leggja lokahönd á sína fjórðu skáldsögu sem kemur út hjá Bjarti í haust. Ný bók eftir J.K. Rowling er einnig á útgáfulistanum. Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur sendir frá sér skáldsöguna Und- antekninguna í haust. Þetta stað- festir Guðrún Vilmundardóttir, útgefandi hjá Bjarti. Þetta verð- ur fjórða skáldsaga Auðar Övu og sú fyrsta í fimm ár frá því að Afleggjarinn kom út árið 2007. Sú bók hefur slegið rækilega í gegn í Evrópu og verið ofarlega á metsölulistum í Frakklandi og á Spáni en Rigning í nóvember, önnur skáldsaga Auðar, kemur út í Frakklandi í haust. „Auður Ava er að leggja loka- hönd á Undantekninguna og hún kemur út hér á landi í haust,“ segir Guðrún en bætir við að hinn franski útgefandi Auðar hafi sótt það stíft að hægt væri að gefa hana út samtímis í Frakklandi. „Auði var hins vegar mikið í mun að bókin kæmi fyrst út á Íslandi.“ Útgáfulisti bókaforlaganna fyrir haustið og jólin er óðum að taka á sig mynd en Guðrún segir þó ekki tímabært að gefa út endan- legan útgáfulista en staðfest er að Óskar Árni Óskarsson sendir frá sér nýja ljóðabók í haust. Af þýð- ingum ber hæst ný bók J.K. Rowl- ing, höfund bálksins um Harry Potter, en hún sendir frá sér sína fyrstu bók fyrir fullorðna í haust. Mikil leynd hvílir yfir útgáfunni og segist Guðrún ekki munu fá handrit að bókinni fyrr en hún kemur út ytra, 27. september. Þýð- ingin komi engu að síður út fyrir jól. „Við erum vön að vinna hratt, til dæmis með Harry Potter-bæk- urnar og bækur Dans Brown. Ing- unn Snædal og Arnar Matthías- son þýða bókina í sameininguna en þau eru vön að vinna saman.“ Þá hefur Jón Kalman Stefáns- son ekki setið auðum höndum frá því hann rak smiðshöggið á þrí- leikinn um Strákinn fyrir vestan í fyrra og er tilbúinn með úrval ljóðaþýðinga sem hann hefur unnið að undanfarin ár. „Það verk er í sjálfu sér tilbúið en hvort það kemur út fyrir jól veltur á því að okkur takist að ganga frá útgáfu- réttinum á öllum ljóðunum í tæka tíð.“ - bs Auður Ava sendir frá sér Undantekninguna AUÐUR AVA Undantekningin verður fyrsta skáldsaga hennar frá Afleggjaranum, sem kom út 2007 og hefur slegið í gegn bæði í Frakklandi og á Spáni. Auður skrifaði leik- ritið Svartur hundur prestsins sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Í FARVATNINU HJÁ BJARTI Jón Kalman er tilbúinn með úrval ljóðaþýðinga. J.K. Rowling sendir frá sér sína fyrstu skáldsögu fyrir fullorðna. Óskar Árni Óskarsson gefur út nýja ljóðabók í haust. STÖÐUGT NÝJAR FRÉTTIR FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag DJASS Á KEX Kvartett saxófónleikarans Jóels Pálssonar kemur fram á næstu tónleikum djasstónleikaraðarinnar á Kexi Hosteli á þriðjudag. Auk Jóels skipa hljómsveitina þeir Ómar Guðjónsson á gítar, Tómas R. Einarsson á kontrabassa og trommuleikarinn Matthías Hemstock. Þeir munu flytja sígræn djasslög af ýmsum toga. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Aðgangur er ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.