Fréttablaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 102
11. ágúst 2012 LAUGARDAGUR58 PERSÓNAN „Ég hef alltaf verið aðdáandi Simp- sons-fjölskyldunnar og horfði mikið á þáttinn sem unglingur en ég var 12 ára þegar hann fór fyrst í loft- ið,“ segir framleiðandinn Ragn- hildur Magnúsdóttir Thordarson sem hefur verið ráðinn ráðgjafi hjá teiknimyndaseríunni frægu The Simpsons. Ragnhildur hefur verið búsett í Los Angeles síðan árið 2010 þar sem hún hefur hoppað á milli ýmissa verkefna innan kvikmyndageirans. Starf hennar hjá teiknimyndaserí- unni frægu er tímabundið en þar er hún eins konar rágjafi. „Ég má ekki segja frá verkefninu í augna- blikinu vegna samninga. Ég get hins vegar sagt að ég er að vinna með flestöllum sem koma að þætt- inum, framleiðendum og leikurun- um,“ segir Ragnhildur, eða Ragga eins og hún er kölluð, en aðstand- endur Simpsons-þáttanna fengu ábendingu um Röggu. „Þeir höfðu samband við mig eftir ábendingu. Ég mætti í viðtal hjá framleiðend- um sem gekk bara vel þannig að daginn eftir var ég mætt til vinnu upp í Fox Studios.“ Ragga fullyrðir að það sé gaman að fá innsýn í vinnuna á bak við teiknimyndaseríuna frægu sem er einn langlífasti sjónvarpsþáttur Bandaríkjanna, en fyrsti þáttur- inn um Simpsons-fjölskylduna fór í loftið árið 1989. „Það er magnað að sjá hversu mikið batterí þættirnir eru sem og vörumerkið sjálft. Það er mikil fagmennska hérna, allir mjög almennilegir og andrúmsloft- ið þægilegt.“ Ragga kláraði master í fram- leiðslu ytra síðastliðið vor en henni líkar búsetan í borg englanna vel. „Maður veit aldrei hvað morgun- dagurinn ber í skauti sér hérna en það er voðalega gaman og ég er afar þakklát þegar ég fæ svona símtöl eins og frá Simpsons. Gott að hafa góða samstarfsaðila hérna.“ - áp Starfar við gerð Simpsonsþáttana RÁÐGJAFI HJÁ THE SIMPSONS Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson landaði tímabundnu starfi sem ráðgjafi hjá teiknimyndaseríunni frægu, The Simpsons. MYND/SANGJINJUNG KONUNGLEGT SÖNGLEIKJAPAR Viggó og Víóletta leggja land undir fót og flytja lag Hinsegin daga í Reykjavík 2012, Rönd í regnboga, á Gay Pride-hátíðinni í New York eftir tæpt ár en fyrst stíga þau á svið á Arnarhóli með gleðina að vopni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Hann þekkti lagið en upprunalega er þetta Don‘t Rain on my Parade með Barbru Streisand og hann vildi að við myndum flytja lagið á ensku með sama boðskap og við gerum á íslensku,“ segir Bjarni Snæbjörnsson leikari sem skip- ar hið konunglega söngleikjapar Viggó og Víólettu ásamt leikkon- unni Sigríði Eyrúnu Friðriksdótt- ur. Þau eru flytjendur lags Hinseg- in daga í ár, Rönd í regnboga, og hefur nú verið boðið að flytja það og bregða á leik á næstu Gay Pride- hátíð í New York í júní að ári liðnu. „Þetta er ein stærsta Gay Pride- hátíð heims og mikill heiður að vera boðið þangað,“ segir Bjarni glaður með viðbrögðin en veitinga- maður þar í borg sá myndband við lagið fyrir viku og hafði samband um leið. „Það ótrúlegt hvað Face- book og Youtube hefur mikið að segja en svo er þetta líka þrælgott myndband sem er gert af sjálboða- liðum hinsegin samfélagsins á Ísl- andi.“ Veitingamaðurinn vill að dúett- inn syngi lagið á veitingahúsi sínu. „Þetta er off-venue en borgin er risastór og margir viðburðir sem tengjast. Það er nú ekki eins og það vanti fólk sem geti sungið, leikið og dansað í New York svo það er gífur- legur heiður að þau telji sig knúin til að fá okkur.“ Viggó og Víóletta opna tónleika Hinsegin daga á Arnarhóli í dag klukkan hálf fjögur í kjölfar gleði- göngunnar. Þar flytja þau lagið Rönd í regnboga sem var útsett af Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni með texta Ævars Þórs Benediktssonar. „Lagið fagnar fjölbreytileikanum og þeirri staðreynd að Ísland og heimurinn allur er í raun ríkari fyrir þá staðreynd að fólk er ólíkt og að hver og einn einstaklingur sé stoltur af því hver hann og hún er.“ Viggó og Víóletta spruttu fram fullsköpuð á Hinsegin dögum árið 2008. „Við byrjuðum þar og bjugg- um til vagn aftan á pallbíl og sung- um söngleiki niður Laugaveginn,“ segir hann um söngelska tvíeyk- ið sem hefur síðan þá skemmt við ýmis tilefni. „Við eigum fullt af efni en munum eflaust búa til eitt- hvað nýtt fyrir þetta tilefni,“ segir hann. Gay Pride-hátíðin í New York er með eina lengstu sögu slíkra hátíða en fyrsta baráttuganga sam- kynhneigðra fór þar fram 28. júní árið 1970 til heiðurs Stonewall upp- þotinu ári áður í Greenwich Village hverfi borgarinnar. Samdægurs fóru fram gleðigöngur í Chicago og Los Angeles.hallfridur@frettabladid.is BJARNI SNÆBJÖRNSSON: HANN BAÐ UM „RÖND Í REGNBOGA“ Á ENSKU Viggó og Víóletta syngja á Gay Pride í New York „Þetta er dásamlegt. Við erum í leikhúsum frá morgni til kvölds og þetta er frábær innblástur sem við eigum eftir að lifa á í vetur,“ segir leikkonan Anna Gunndís Guðmundsdóttir, sem er stödd á leiklistarhátíðinni Festival Fringe í Edinborg ásamt kærasta sínum, leikaranum Einari Aðalsteinssyni. Festival Fringe er ein af stærstu leikhúshátíðum í heimi og því eins og paradís á jörðu fyrir leikara- parið. Sólarströndinni var því skipt út fyrir maraþon-leikhúsferðir í tíu daga sumarfríi í Edinborg. „Við förum á tvær til þrjár sýningar á dag. Það má segja að borgin sé undirlögð,“ segir Anna Gunndís og heldur áfram „Sumar sýningar eru betri en aðrar. Uppáhaldsýningin okkar hingað til er brúðuleikhús en á einni sýningunni gengum við út eftir tíu mínútur.“ Anna Gunndís leikur aðalhlut- verkið í nýjustu mynd Reynis Lyngdal, Frost, sem frumsýnd verður 7. september næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn sem leik- konan unga birtist á hvíta tjald- inu en hún kveðst ekki vera orðin stressuð enn. „Ég er meira að spá í hverju ég á að vera í á frumsýn- ingunni, verð að fara að finna mér fínan kjól,“ segir Anna Gunndís hlæjandi en viðurkennir þó að það verði mjög sérstakt að sjá sig á hvíta tjaldinu. „Ég hef fengið að sjá nokkra búta úr myndinni og er mjög spennt fyrir viðtökunum.“ - áp Í leikhúsmaraþoni í sumarfríinu Í PARADÍS Leikaraparið Anna Gunndís Guðmundsdóttir og Einar Aðalsteinsson eru á heimavelli á stærstu leikhúshátíð í heimi, Festival Fringe í Edinborg. Arna Sigríður Albertsdóttir Aldur: 22 ára. Starf: Fram- haldsskólanemi á félagsfræðabraut. Búseta: Kópavogur. Foreldrar: Albert Óskarsson flugvallarstarfs- maður og Sig- fríður Hallgríms- dóttir þroskaþjálfi. Fjölskylda: Bróðir, Óskar Ágúst Albertsson, og hundur, Bódí Miller. Stjörnumerki: Tvíburi. Lið Örnu Sigríðar, Team Hasselhoff, sigraði Mýrarboltamótið um síðustu helgi en Arna Sigríður er í hjólastól. ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.