Fréttablaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 78
11. ágúst 2012 LAUGARDAGUR34 „Pabbi var búinn að spá þessu. Hann sagði um leið og ég byrjaði í guð- fræðinni að ég yrði Hólabiskup, þó engin biskupsstaða væri þar á þeim tíma. Hann fær því miður ekki að lifa þann dag því hann dó fyrir sjö árum,“ segir séra Solveig Lára Guðmundsdótt- ir sem á morgun verður vígð vígslu- biskup Hólastiftis. Hún verður fyrst kvenna til að gegna slíku embætti og hlýtur vígslu af fyrsta kvenbiskupi landsins, frú Agnesi M. Sigurðardótt- ur. Tímanna tákn. Séra Solveig Lára hefur verið prest- ur á Möðruvöllum í Hörgárdal í tólf ár og undirbýr nú flutning milli héraða, ásamt manni sínum séra Gylfa Jóns- syni. „Við búum hér í mjög stóru húsi og okkur fylgir mikið dót sem við erum að sortera,“ segir hún. „Biskupssetrið á Hólum er reyndar stórt líka, þó bara tvær hæðir en hér eru þrjár. Við höfum gott af því að minnka við okkur draslið en þetta er heilmikið stúss. Við vorum fjögur sem fluttum hingað en dætur okkar eru orðnar 22 og 24 ára og flytja ekki með okkur. Þær eru báðar hér heima núna að fara í gegnum ferming- arkortin sín, gömlu skólabækurnar og vídeóspólurnar, þannig að „henda, gefa, geyma“ lögmálið er hér í fullu gildi.“ Hólastifti nær frá Hrútafirði til Djúpavogs og í kosningabaráttunni segir séra Solveig Lára þau hjónin hafa ferðast um það mest allt. „Við heilsuð- um upp á presta og sóknarnefndarfor- menn sem voru heima. Fórum þó ekki út í Grímsey en ég ætla að láta það verða meðal minna fyrstu verka að fara þangað og hlakka til því til Gríms- eyjar hef ég aldrei komið.“ Séra Solveig Lára tekur við embætti 1. september. Nóg verður að gera hjá henni fyrstu dagana því 1. september verður kirkjuþing og 2. september 80 ára afmæli kirkjunnar á Siglufirði. En áður en að því kemur segir hún þau hjónin ætla að skreppa til Þýskalands, á Lúthersslóðir, með fleira kirkjunnar fólki, undir handleiðslu séra Gunnars Kristjánssonar og Önnu M. Höskulds- dóttur konu hans. „Það verður gaman að komast aðeins í frí,“ segir hún. Presturinn á Hofsósi er sóknar- prestur á Hólum að sögn séra Sol- veigar Láru. „Þetta er í fyrsta skipti á mínum 29 ára starfsferli sem ég verð ekki sóknarprestur, heldur mun ég hafa yfirumsjón með kirkjustarfi í öllu stiftinu. Séra Jón Aðalsteinn Bald- vinsson, sem hefur gegnt þessu emb- ætti síðustu níu ár, hefur stutt vel við það starf. Nú er komið að mér að vera slíkur bakhjarl og þar kemur reynsla mín úr prestsstarfinu sér vel. Fólk veit að það getur leitað til prestanna hve- nær sem eitthvað bjátar á og það þarfn- ast uppörvunar og hvatningar. Þann- ig er vígslubiskupinn til staðar fyrir presta og safnaðarstarfsfólk og veit- ir því andlega handleiðslu. Eitt af því sem ég vil beita mér fyrir í embætt- inu er að efla Hólastað enn frekar sem kirkjulegt setur, vera þar með kyrrð- ardaga, námskeið og andlega uppbygg- ingu fyrir það frábæra fólk sem vinnur fyrir kirkjuna.“ Skrifstofa vígslubiskups er í Auð- unarstofu, en hún er eftirlíking timb- urstofu sem stóð á Hólum frá 1317 til 1810. „Ég hlakka alveg ótrúlega til að fara í vinnuna í það dásamlega hús á hverjum degi,“ segir séra Solveig Lára og það eru lokaorð í þessu spjalli. gun@frettabladid.is timamot@frettabladid.is Eitt af því sem ég vil beita mér fyrir í embættinu er að efla Hólastað enn frekar sem kirkjulegt setur, vera þar með kyrrðardaga, námskeið og andlega uppbygg- ingu fyrir það frábæra fólk sem vinnur fyrir kirkjuna.“ BRAGI ÓLAFSSON rithöfundur á afmæli í dag. „Við erum alltaf að passa hvert upp á annað með mismunandi árangri.“50 Merkisatburðir 1580 Katla gýs. 1794 Sveinn Pálsson læknir og náttúrufræðingur gengur við annan mann á Öræfajökul. Er þetta önnur ferð manna á tind- inn. 1938 Baden-Powell, upphafsmaður skátastarfs, og hópur skátaforingja frá Englandi koma til Reykjavíkur. 1951 Á Bíldudal er afhjúpaður minnisvarði um Pétur J. Thor- steinsson og konu hans Ásthildi, en Pétur rak þar verslun og þilskipaútgerð og gerði síðar út frá Reykjavík. 1973 Austurstræti í Reykjavík er gert að göngugötu til reynslu. 1979 Flak af Northrop-flugvél sem nauðlenti á Þjórsá og sökk þar 1943 er tekið upp og gefið safni í Noregi. Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, MAGNÚS JAKOB MAGNÚSSON til heimilis að Kötlufelli 11, er látinn. Guðmundur Magnússon Jóhanna Helgadóttir Halldóra Magnúsdóttir Gunnar Kári Magnússon Nana Egilson Halla Magnúsdóttir Marías H. Guðmundsson og frændsystkini. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLVEIG KRISTJÁNSDÓTTIR áður til heimilis að Nökkvavogi 42, Reykjavík, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju mánudaginn 13. ágúst kl. 14.00. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks fyrir natni og alúð við umönnun hennar síðustu æviárin. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík kl. 08.00 að morgni útfarardags. Páll K. Gunnarsson Esther Þorgrímsdóttir Guðmundur Gunnarsson Bjarma Didriksen Sigurður D. Gunnarsson Anna S. Gunnarsdóttir Oddur Gunnarsson Áslaug Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐNÝJAR SÆBJARGAR JÓNSDÓTTUR frá Skerðingsstöðum, Reykhólasveit, sem andaðist fimmtudaginn 12. júlí og jarðsett var frá Reykhólakirkju laugardaginn 21. júlí 2012. Finnur Kristjánsson Jón Árni Sigurðsson Steinunn Rasmus Kristján Finnsson Margrét Ásdís Bjarnadóttir Karlotta Jóna Finnsdóttir Ásgeir Þór Árnason Agnes Finnsdóttir Pálmi Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem hafa sýnt fjölskyldunni samúð vegna fráfalls og útfarar mömmu okkar, tengdamömmu, ömmu og langömmu, KRISTJÖNU MILLU THORSTEINSSON viðskiptafræðings, Haukanesi 28, Garðabæ. Áslaug S. Alfreðsdóttir Ólafur Örn Ólafsson Haukur Alfreðsson Anna Lísa Björnsdóttir Ragnheiður Alfreðsdóttir Katrín Guðný Alfreðsdóttir Árni S. Snæbjörnsson Geirþrúður Alfreðsdóttir Elías Alfreðsson ömmubörn og langömmubörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför RAGNARS MICHELSEN blómaskreytingamanns. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfræðinga Karitas, starfsfólks krabbameinsdeildar 11 E á Landspítalanum og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi, fyrir einstaka umönnun og nærgætni í veikindum hans. Guð veri með ykkur öllum. Aðstandendur og vinir. SÉRA SOLVEIG LÁRA GUÐMUNDSDÓTTIR: VÍGIST SEM VÍGSLUBISKUP Á MORGUN Pabbi var búinn að spá þessu SÉRA SOLVEIG LÁRA „Við búum hér í mjög stóru húsi og okkur fylgir mikið dót sem við erum að sortera,“ segir séra Solveig Lára sem brátt flytur frá Möðruvöllum að Hólum en er greinilega ekki búin að pakka öllum bókunum niður. MYND/HEIÐA.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.