Fréttablaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 6
11. ágúst 2012 LAUGARDAGUR6 VITA er lífið Alicante VITA | Suðurlandsbraut 2 | Sími 570 4444 | VITA.is Kynntu þér ferðamöguleikana og skráðu þig í netklúbbinn á VITA.is Flugsæti, 15. og 22. ágúst Verð frá 19.900 kr. Innifalið: Flug til Alicante og flugvallarskattar. Vikulegt flug út október 2012. ÍS LE N SK A/ SI A. IS V IT 5 59 14 0 8/ 11 DANMÖRK Ungur Dani hefur nú setið í gæsluvarðhaldi í níu mán- uði eftir að hafa skipulagt að sprengja upp ráðhúsið í Esbjerg. Fyrrverandi eiginkona mannsins sagði til hans en lög- reglan fann birgðir af áburði heima hjá manninum. Einnig fannst mikið magn af efninu nitróglyseríni en aðeins hálfur líter hefði nægt til að jafna ráð- húsið við jörðu. Sakamálið er fyrst að kom- ast í fréttirnar núna, eftir að Esbjergnetavis.dk komst á snoð- ir um málið í gær. Maðurinn á langan brotaferil að baki. - ktg 35 ára Dani í varðhaldi: Vildi sprengja ráðhús í Esbjerg STJÓRNSÝSLA „Ég hef haft mikl- ar efasemdir um að þetta mundi ganga svona áfram. Hins vegar má segja að við sem erum hér í stjórnum berum auðvitað ábyrgð. Á meðan maður segir ekki af sér, þá ber maður náttúrulega ábyrgð.“ Þetta segir Þórunn Sig- urðardóttir, stjórnarformaður Ago, rekstrarfélags Hörpu. Áætl- að er að tap Hörpu í ár nemi 407 milljónum króna. En hyggur Þór- unn á afsögn? „Það veit ég ekki, ég hef ekki tekið ákvörðun um það. Það fer svolítið eftir því hvernig þetta spilast núna. Hér var að byrja nýr forstjóri og það er gríðarlega mikilvægt að hann hafi stuðning til þess að taka á þeim málum sem þarf að taka á. Þau eru stór og erfið og ég mun gera það sem ég tel best fyrir húsið, það er það eina sem ég get sagt.“ Þórunn er fulltrúi menntamála- ráðherra í stjórn og segist vera í góðu sambandi við hann. Eigend- ur Hörpu séu hins vegar margir og mikilvægt sé að vinna að því að finna góða framtíðarlausn, að því sé unnið. „Við sem erum hér í stjórnum berum mjög mikla ábyrgð, það er auðvitað alveg ljóst. Það talar auðvitað hver fyrir sig, en auðvi- tað hugsar hver sinn gang í því.“ Þórunn var beðin um að koma að rekstri Hörpu fyrir hrun þegar allir töldu verkefnið á góðri sigl- ingu. Hún segist hins vegar hafa gert sér grein fyrir því að upp- leggið væri ekki burðugt. Ljóst hafi verið frá upphafi að húsið yrði dýrt í rekstri, en það megi ekki sliga innra starfið. Þórunn segir að margar áætl- anir hafi verið teknar upp þegar hún kom að stjórninni vorið 2009. Sú vinna hafi hins vegar einkennst af því að verið var að bjarga húsinu. „Það má kannski segja að það hafi kostað það að menn fóru ekki almennilega í hugmynda- fræðina á bak við reksturinn. Þetta er ekki bara spurning um fjölda stjórna, þetta er spurning um grunnhugmyndafræðina. Við erfum hana frá því fyrir hrun og það er það sem hefði þurft að taka fyrr upp.“ Þórunn segir að kröfurnar sem gerðar hafi verið á starfs- fólk Hörpu hafi verið fáheyrðar. „Það hefur verið lagt gríðar- lega mikið á starfsfólkið að fara inn í hálfklárað hús, opna það og eiga að skila tekjum frá fyrsta degi. Það er óþekkt í veröldinni. Þess vegna er svo margt í gagn- rýninni núna sem ég hef átt von á. Starfsfólkið er þrátt fyrir allt það merkilegasta við Hörpu og það hefur staðið sig frábærlega, um það eru allir sem hér hafa komið fram sammála. Núna þurf- um við öll að einbeita okkur að framtíðinni.“ kolbeinn@frettabladid.is KJÖRKASSINN Stjórnarformaður útilokar ekki afsögn Þórunn Sigurðardóttir útilokar ekki afsögn sem stjórnarformaður félags um rekstur Hörpu. Hún segir ábyrgð stjórnarmanna mikla. Áætlaður taprekstur Hörpu í ár er 407 milljónir. Hún segir hugmyndafræði hússins vera ranga. HARPA Stjórnarformaður segir óþekkt í veröldinni að starfsfólk taki við hálfkláruðu húsi, eigi að opna það og skila tekjum frá fyrsta degi. Hún hafi átt von á þeirri gagn- rýni sem fram kom. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Við sem erum hér í stjórnum berum mjög mikla ábyrgð, það er auðvitað alveg ljóst. ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR STJÓRNARFORMAÐUR AGO VIÐSKIPTI Icelandair Group hagnað- ist um 1,7 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Það er rúm- lega fjórum sinnum meiri hagnað- ur en félagið skilaði á sama tíma í fyrra, en hagnaður þess frá byrjun apríl til loka júnímánaðar 2011 var 400 milljónir króna á gengi dags- ins í dag. Þetta kemur fram í hálfs- ársuppgjöri félagsins sem birt var í gær. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta var tæplega 3,5 milljarð- ar króna og jókst um 1,4 milljarða króna á milli ára. Þegar horft er á fyrstu sex mán- uði ársins hefur Icelandair Group hagnast um 135 milljónir króna, en félagið skilar vanalega tapi á fyrsta ársfjórðungi enda markað- ir þess í lægð á þeim tíma. Á fyrstu sex mánuðum ársins 2011 tapaði Icelandair Group hins vegar um 695 milljónum króna. Því er um 730 milljóna króna viðsnúning að ræða frá síðasta ári. Í tilkynningu frá Icelandair Group er haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra félagsins, að afkoma þess á öðrum ársfjórðungi hafi verið góð og talsverð betri en á sama tímabili í fyrra. „Arðbær innri vöxtur einkenndi fjórðunginn og þá sérstaklega í millilandaflugi félagsins. Farþegum fjölgaði mikið og einkum á markaðinum milli Evrópu og Norður-Ameríku. Einn- ig var töluverður vöxtur á ferða- mannamarkaðinum til Íslands sem hefur jákvæð áhrif á rekstur sam- stæðunnar og alla íslenska ferða- þjónustu.“ Icelandair Group er skráð á hlutabréfamarkað. Stærstu eigend- ur félagsins eru Framtakssjóður Íslands (19 prósent), Lífeyrissjóð- ur verslunarmanna (14,3 prósent) og Íslandsbanki (11,7 prósent). - þsj Hálfsársuppgjör Icelandair Group sýnir að mikil breyting hefur orðið á afkomu félagsins frá sama tíma í fyrra: Hagnaðurinn fjórfalt meiri en á síðasta ári BÆTT AFKOMA Björgólfur Jóhannsson, for- stjóri Icelandair Group, segir afkomubæt- inguna vera að stóru leyti tilkomna vegna mikillar fjölgunar á farþegum milli Evrópu og Norður-Ameríku. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LÖGREGLUMÁL Töskugámur rakst í flugvél við Flugstöð Leifs Eiríks- sonar í gær og var lögreglan kölluð út í kjölfarið. Atvikið átti sér stað þegar verið var að lesta vélina. Talið er að færiband við lestarlúgu flug- vélarinnar hafi ekki verið rétt stillt, með þeirri afleiðingu að töskugámurinn rakst utan í flug- vélina. Nokkrar skemmdir urðu á flugvélinni en þær eru minni- háttar. - ktg Óhapp við Leifsstöð: Töskugámur rakst í flugvél LÍK Gera á átak í því að tilgreina rétta dánarorsök í bresku heilbrigðiskerfi. BRETLAND Læknar á Bretlandi gefa ófullnægjandi upplýsingar um dánarorsök í fjórðungi til- fella. Þetta er niðurstaða rann- sóknar sem gerð var innan breska heilbrigðiskerfisins. Þar kemur einnig fram að í tíu pró- sentum tilfella sé röng dánaror- sök skráð. Guardian segir frá þessu. Auk óþæginda fyrir ættingja þýðir þetta að skráningu er ábótavant og röng mynd fæst af heilsufarsmálum þjóðarinnar. Algengt er að læknar kynni sér bakgrunn sjúklinga ekki nægi- lega vel. Sem dæmi er nefnt að hjá krabbameinssjúklingi sem deyr úr lungnabólgu er krabba- meinið í raun dánarorsökin. - kóp Átak í heilbrigðiskerfinu: Röng dánar- orsök oft gefin UMHVERFISMÁL Grand Hótel hefur nú bæði fengið Svansvottun og vottun frá Túni. Svansvottuninni fylgja afar strangar reglur um notkun á vatni, orku og hreinlætis- vörum. Nú notar hótelið til dæmis aðeins vottuð þvottaefni, en áður rann um eitt tonn af klóri í gegnum þvottahús hótelsins á ári. Hótelið fékk síðan vottun frá Túni, fyrir að bjóða upp á lífrænt ræktuð matvæli í morgunverðar- hlaðborði sínu. Þetta mun vera fyrsta vottunin af þessari tegund sem veitt er á landinu. - ktg Hótelið fékk Svansvottun: Grand Hótel umhverfisvænt Kvartað undan hundum Lögreglunni á Suðurnesjum hafa borist ótal kvartanir um lausagöngu hunda í umdæminu. Einn íbúi Njarðvíkur kvartaði undan hundi sem gerði þarfir sínar í garðinum hans. Atvikið er til á myndbandsupptöku og hefur verið tilkynnt til Heilbrigðiseftir- lits Suðurnesja. SUÐURNES Finnst þér menningarlegur ávinningur tónlistarhússins Hörpu réttlæta taprekstur? JÁ 18,7% NEI 81,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Finnst þér verð á lambakjöti sanngjarnt? Segðu skoðun þína á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.