Fréttablaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 72
KYNNING − AUGLÝSINGCrossFit LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 20126 ast alfarið grænmetisæta. Hún hefur ávallt haft varann á hvað varðar töku fæðubótarefna, sér- staklega eftir að hún eignaðist dóttir sína sem er enn á brjósti. „Ég rakst á PRO-VX próteinið frá Sci-MX hjá Líkama og lífsstíl sem inniheldur engar dýraafurðir og er unnið úr sojabaunum, hrísgrjón- um og fleiru. Það hefur aukið styrk minn talsvert. Nýlega fór ég að taka CREA+ kreatín frá Sci-MX og varð alveg hissa hvað það jók kraftinn í beinu samhengi við inntöku.“ Spurð um framtíðina segist Anna stefna á næsta heimsmeistaramót í Crossfit og að ná lengra í ólymp- ísku lyftingunum. Gaman verð- ur að fylgjast með afrekum Önnu í framtíðinni enda við öllu að búast þegar þvílík afreksíþróttakona er á ferð. Anna leggur stund á doktors-nám við Háskóla Íslands. Meðfram stífu námi iðkar hún Crossfit af miklum móð. Hún hefur einungis æft greinina í tæpt ár en hefur náð undraverðum ár- angri. Anna komst meðal annars á Evrópumeistaramótið í Crossfit sem haldið var í Danmörku fyrr í sumar auk þess að slá tvö Íslands- met í ólympískum lyftingum á móti sem haldið var á Akureyri í júlí. „Ég æfði áhaldafimleika á yngri árum en lenti í óhappi á æfingu og fór úr hryggjarlið. Ég var allt- af slæm í bakinu og mátti lítið gera án þess að bólgur tækju sig upp. Þá svaf ég illa og mig verkjaði í allan skrokkinn.“ Anna hélt að hún gæti aldrei stundað álíka íþrótt og fim- leika þar sem æfingar eru stífar og miklar kröfur gerðar. „Eftir að ég fór að æfa Crossfit gat ég farið að gera alls kyns lyftur sem áður hefðu sett bakið á mér í hnút. Crossfit er því fullkomið æfingarkerfi fyrir mig.“ Anna missti móður sína úr krabbameini árið 2010 sem var henni mikið áfall. Í kjölfarið breytti hún mataræði sínu og gerðist nán- Rannsókn sem framkvæmd var af vísindamönnum við háskólanum í Michigan sýnir fram á það með óyggjandi hætti að kvæntir menn borða oftar grænmeti en einhleyp- ir kynbræður þeirra – til að halda friðinn heima fyrir. Karlmenn eru til í að belgja sig út af spergilkáli eingöngu til að halda rólegheitalífi heima. Í flestum til- fellum er það konan sem kaup- ir í matinn og eldar hann. Hún er því nokkuð einráð um hvað boðið er upp á í hádegis- eða kvöldmat. Flestir karlmennirnir sögðu að þeir borðuðu hollan mat vegna þess að konan byði upp á hann. Margir kvæntir karlmenn „stel- ast“ í skyndimat ef konan er að heiman eða þeir sjálfir. „Þegar konan er ekki heima finnst mér mjög gott að fara á veitingahús sem býður upp á hlaðborð. Þá getur maður borðað eins og maður vill,“ sagði einn þátttakandinn í könn- unni. Þá kom í ljós að eiginmenn- irnir sögðust ekki eingöngu fá holl- ari mat heldur eru húsmæðurn- ar hættar að kaupa inn gos, nasl, kex og sælgæti. Þær hugsa mun meira um kaloríufjöldann heldur en karlarnir. Könnun þessi var einungis gerð á meðal bandarískra blökku- manna. Að sögn aðstoðarprófess- ors sem vann við gerð hennar verð- ur nú lögð áhersla á aðra hópa karl- manna. Með þessari rannsókn er hægt að skoða innkaupavenjur á heimilum. „Annar þátttakandi sagði að það hlytu að vera einhver takmörk fyrir því hversu mikið af kalkúnakjöti væri á boðstólum. Hann kallaði eftir fjölbreyttari kjöt- tegundum á kvöldverðarborðið. Karlarnir ættu hins vegar að gæta sín á aukakílóunum og hugsa um heilsuna.“ Kvæntir menn búa við hollara mataræði Einhleypir karlmenn borða síður grænmetisrétti en þeir kvæntu. Þökk sé eiginkonum. Líkami og lífsstíll er einkaumboðs- aðili Sci-MX fæðubótarefna á Íslandi. Hjá Sci-MX eru engar málamiðlanir gerðar hvað gæðin varðar. Allar vör- urnar eru framleiddar í Evrópu undir ströngustu reglugerðum sem finnast í heimunum. Með hinum einstöku háu stöðlum á hráefnavali, nákvæmri framleiðslutækni og gríðarlegum hrein- leika er tryggt að þú getir keypt allar vörur okkar með algjörri fullvissu um gæðin, öryggi, nákvæma innihaldslýsingu og virkni. Hver einasta framleiðslulota gengst undir ítarlega efnagreiningu, er 100% rekjanleg ásamt því að vera með ISO-9001 (BS EN ISO 9001 : 2000) og ISO-17025 vottanir. Sci-MX er eini fæðubótarefnaframleiðandi í Evrópu sem uppfyllir að fullu strangar reglugerðir og staðla Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA). Einnig er Sci-MX eina ESB skrásetta fæðubótarvörumerkið í Evrópu. Nánari upplýsingar er að finna á: www.thinnlikami.is Doktorsnám,Crossfit, brjóstagjöf og lyftingar Anna Hulda Ólafsdóttir leggur stund á doktorsnám í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands. Meðfram námi æfir hún Crossfit og ólympískar lyftingar af krafti. Hún sló tvö Íslandsmet í ólympískum lyftingum í sumar. Anna Hulda Ólafsdóttir hefur æft Crossfit í tvö ár og náð undraverðum árangri. MYND/ANTON Harpa Melsteð stundaði handbolta í 25 ár og var landsliðskona til margra ára. Þegar hún lagði skóna á hilluna eftir að hafa átt seinna barnið sitt vantaði hana nýtt áhugamál. „Ég próf- aði ýmislegt á þessum tíma. Ég fór í mömmuleikfimi eftir að ég átti strákinn og fór svo í ræktina í hina og þessa tíma. Svo kynntist ég Crossfit og féll fyrir því. Þar fann ég æfingakerfi sem virkar og er skemmti- legt í leiðinni,“ segir Harpa. Hún segir hópastemmninguna sem ríkir í Cross- fit hafa haft mikið um það að segja að hún hreifst af því. „Ég er vön að vera í hópíþrótt og er mikil félags- vera og því hentar mér ekki að fara ein í ræktina. Í Crossfit skiptir félagsskapurinn miklu máli og ég er búin að kynnast mörgu skemmtilegu fólki. Ég var líka fljót að komast í gott form enda hafði ég ágæt- an grunn. Ég tel að ég sé í mínu besta alhliða formi núna enda er Crossfit svo fjölbreytt. Í því þarf fólk að vera tilbúið að gera hvað sem er og geta tekist á við alls kyns æfingar.“ Þrátt fyrir að hafa ekki áformað að taka frek- ari þátt í keppnisíþróttum er Harpa farin að keppa í Crossfit. „Ég hef tekið þátt í Þrekmótaröðinni þar sem eru fjórar keppnir á ári. Svo keppti ég á Evrópu- leikunum sem fram fóru í Danmörku fyrr í sumar. Þar sem ég er orðin 37 ára gömul keppti ég ekki í ein- staklingskeppninni en ég tók þátt í liðakeppninni á leikunum. Þar náðum við að nýta styrkleika hvers annars og náðum ágætum árangri,“ segir hún. Harpa er komin með þjálfararéttindi og er sjálf farin að þjálfa Crossfit. „Fyrir mér er mjög mikil- vægt að gera allar æfingar á réttan hátt og ég passa mjög vel upp á að þeir sem eru að æfa hjá mér æfi rétt. Ég er sjúkraþjálfari líka og þetta snýst alltaf um að hlusta á eigin líkama. Helsti kosturinn við Cross- fit finnst mér vera að þar þurfa allir að fara í gegnum grunnnámskeið í upphafi.“ Félagsskapur og fjöl- breytni helstu kostirnir Harpa Melsteð, sem er mörgum kunn sem handboltakona, hefur undanfarin tvö ár iðkað Crossfit. Hún segir Crossfit vera bæði skemmtilegt og árangursríkt. Harpa tekur á því á æfingu. Hún segist vera í sínu besta alhliða formi á ævinni eftir að hún byrjaði að æfa Crossfit. MYND/ÚR EINKASAFNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.