Fréttablaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 11. ágúst 2012 21
sveitarinnar kannski ekki verið
sérlega áberandi þótt lögin ykkar
hafi notið mikilla vinsælda?
Steingrímur: „Nei, enda er
engin ástæða til þess að vera
áberandi.“
Andri: „Vissulega þarf sam-
stillt átak til að ná okkur saman
og við hefðum spilað meira ef
við hefðum allir verið á landinu,
enda var stór hluti plötunnar unn-
inn á Internetinu, stundum á síð-
ustu stundu. Við lögðum grunn-
ana allir saman „læf“ í stúdíóinu
hjá Magnúsi Øder á segulband,
sem okkur fannst gera heilmik-
ið fyrir hljóminn á plötunni, en
megnið af til dæmis söngnum var
tekinn upp annaðhvort í Amster-
dam eða Steini einn síns liðs hér
í Reykjavík.“
Steingrímur: „Já, bograndi
niðri í kjallara. Við erum farnir
að kunna ágætlega á þetta fyrir-
komulag.“
Andri: „En það er allt að því
slítandi að vinna plötur á þenn-
an hátt. Svolítið eins og að spila
handboltaleik í sandölum eða
lopapeysu. Maður veit hvað þarf
að gera og vinnur að því hörð-
um höndum en það tekur miklu
lengri tíma. Það er líka sein-
legra að fá lýðræðið til að virka,
til dæmis að taka sameiginlegar
ákvarðanir, ef bæjarstjórnin eða
Alþingi hittist aldrei.“
Kennararnir svag fyrir bandinu
Hvernig samræmist hljómsveit-
arstússið náminu í Hollandi?
Andri: „Ég hef oft komið seint
frá Íslandi og þurft að útskýra
fjarveruna, svo óhjákvæmilega
vita kennararnir mínir af Moses
Hightower. Þeir eru reyndar
mjög svag fyrir hljómsveitinni.“
Steingrímur: „Einn þeirra,
slagverksleikarinn og hljóðfæra-
smiðurinn Bart Fermie, spilar
meira að segja á plötunni okkar.“
Andri: „Annars er lífið í Hol-
landi frekar ljúft. Ég og konan
mín [Sigríður Ása Júlíusdóttir,
sem er grafískur hönnuður og
hannaði umslögin á báðum plöt-
um Moses Hightower] vorum
svo heppin að komast bæði inn
í skólana sem við sóttumst eftir.
Reyndar er mikill skortur á hús-
næði fyrir námsfólk í Amster-
dam, ekkert aðgengilegt koll-
egí-kerfi eins og víða í Evrópu,
og meðan beðið er eftir íbúð er
algengt að fólk flækist milli
skítaíbúða á uppsprengdu verði.“
Steingrímur: „Ég veit um einn
nema í Amsterdam sem reddaði
sér húsnæði með því að passa
gamalt sendiráð fyrir hústöku-
fólki. Hann var einn í risastóru
glæsihýsi en það var engin sturta
í húsinu, svo hann þurfti að leiða
slöngu í gegnum marmaraveggi
og baða sig í bala í þvottahúsinu.
Húsið var fullt af risastórum her-
berjum sem voru öll tóm fyrir
utan fatahrúgu og trommusettið
hans.
Þegar maður er hættur að taka
eftir Rauða hverfinu og öllum
hassbúllunum er Amsterdam
afskaplega fín borg. Til dæmis er
mjög gott að geta hjólað alls stað-
ar. Ég gæti trúað að Amsterdam
sé hjólavænasta borg í Evrópu.“
Knúnir áfram af ótta
Hvernig kemur nafnið á plötunni,
Önnur Mósebók, til?
Steingrímur: „Liggur þessi tit-
ill ekki beint við?“
Andri: „Já, því þetta er okkar
Exódus. Nei, ég segi svona.“
Steingrímur: „Það héldu reynd-
ar margir að við værum einhvers
konar Fíladelfíusafnaðarhljóm-
sveit þegar fyrsta platan kom út,
vegna Moses-nafnsins, en yfir-
leitt var það fólk sem hafði ekki
heyrt í okkur.“
Steingrímur: „Við vorum varla
orðnir að hljómsveit þegar fyrsta
platan okkar kom út fyrir tveimur
árum. Við höfðum reyndar spilað
mikið saman en komumst að því
hvað við vorum að gera um leið og
við gerðum það. Á nýju plötunni
mótuðum við ákveðnari stefnu,
þar á meðal að reyna að gera
ekki sömu plötuna aftur, en auð-
vitað heyrist vel að þetta er sama
bandið. Önnur Mósebók er líklega
aðeins ágengari en Búum til börn,
sem var svo voðalega kurteis.“
Andri: „Við erum aldrei neitt
rosalega fljótir að neinu, þurf-
um að hafa dálítið fyrir hlutun-
um, og sérstaklega eru textarn-
ir [sem Andri og Steingrímur
semja] lengi að fæðast. Lögin
okkar koma á undan textunum,
sem er seinlegra, og eftir síðustu
plötu lofuðum við sjálfum okkur
því að semja lög og texta sam-
hliða. Það gekk ekki eftir og við
þurftum að rembast við að klára
textana.“
En eru íslenskir textarnir ekki
einmitt eitt af því sem gagnrýn-
endur og fleiri hafa hrósað ykkur
fyrir?
Steingrímur: „Við erum aðal-
lega knúnir áfram af ótta við að
textarnir séu ömurlegir. En text-
arnir á nýju plötunni fjalla um
fleiri hluti en á fyrstu plötunni.“
Erykah Badu áhrifavaldur
Moses Hightower á rætur sínar
að rekja til Menntaskólans í
Hamrahlíð, þar sem þrír af fjór-
um meðlimum stunduðu nám.
Hvernig lágu leiðir ykkar saman
þar?
Andri: „Við kynntumst í raun í
gegnum ýmsar hljómsveitir sem
urðu til innan veggja skólans. Ég
er sveitastrákur, ólst upp í Land-
eyjum þar sem ég lærði á klarin-
ett og píanó og söng í kórum.“
Steingrímur: „Þú varst líka
vandræðalega góður í að spila á
hljómborðstrommur.“
Andri: „Já, ég var einna helst
að nördast í því í sveitinni. En
þá stefndi ég ekki að því að hella
mér út í tónlistina heldur ætl-
aði ég að verða verkfræðingur.
Þegar ég þurfti að fara að læra
heima í stærðfræði í MH urðu
hljóðfærin skyndilega mun meira
freistandi.“
Steingrímur: „Þegar ég náði
eina eðlisfræðiáfanganum sem ég
þurfti að taka í MH tók kennarinn
í höndina á mér og horfði hrærður
í augun á mér, því hann var svo
viss um að ég myndi falla.“
Andri: „Í MH varstu bæði
rokkhundur og kórdrengur.“
Steingrímur: „Já, í rokkhljóm-
sveitinni sem ég var í olli það
vissri spennu þegar ég mætti
of seint á æfingar því ég var að
syngja einhver angurvær kór-
lög.“
En hvernig kom til að þið lögð-
uð sálarpoppið fyrir ykkur?
Steingrímur: „Mitt sálaraugna-
blik var þegar ég fór á Hróars-
kelduhátíðina til að sjá Alec
Empire, Slayer og eitthvað fleira
subbulegt og svaðalegt. Þar villt-
ist ég inn á tónleika með Erykuh
Badu og það má segja að það hafi
breytt lífi mínu.“
Andri: „Ætli ég hafi ekki verið
í 8. eða 9. bekk þegar ég keypti
plötu með Jagúar. Ég hlustaði
mikið á plötuna og áhrifavalda
hljómsveitarinnar í menntaskóla
og við vorum litaðir af þessu
þegar við byrjuðum að vinna
saman. Sammi Jagúar spilar ein-
mitt á nýju plötunni okkar, svo
þetta bítur allt í skottið á sér.“
Hvernig sjáið þið svo framtíð
Moses Hightower fyrir ykkur?
Steingrímur: „Við erum ekki
með kvartaldarplan en það kemur
pottþétt önnur plata frá okkur.“
Andri: „Já, við reynum að
halda dampi.“
ALICANTE/PERALEJA
Ferðatímabil: 1. sept.–13. okt.
Vikuferðir í samstarfi við Spánargolf
Gisting: Einbýlishús með tveimur svefn-
herbergjum við golfvöllinn og 300 m2
einkagarði með útisundlaug
SPÁNN
Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting
í 7 nætur og ótakmarkað golf. Hægt er að bæta við akstri
og kvöldverði.
Verð á mann m.v. 8 í húsi
154.000 kr.
3 ferðir í haust
Gisting: 4* Lingfield Park Marriott hotel
Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting
í 3 nætur, morgun- og kvöldverður og 3 golfhringir.
Verð á mann í tveggja manna herbergi
105.900 kr.
BRETLAND KYNNING Á STAÐNUM
Ármúli 7, 108 Reykjavík
Eina mótið þar sem
þú getur bókað fugl!
Opna Iceland Express mótið verður
haldið í Leirunni fimmtudaginn 16.
ágúst. Skráðu þig á golf.is, það kostar
aðeins 5.900 kr. að vera með. Fjöldi
glæsilegra vinninga fyrir 1.-3. sæti hjá
báðum kynjum auk skemmtilegra
aukavinninga og teiggjafa.
Þú gætir unnið einhvern eftirfarandi vinninga:
Flugmiðar fyrir 2 með Iceland Express
Fatnaður frá Cintamani
Símar frá Vodafone
Gjafabréf frá Tapasbarnum
Gjafabréf frá Fiskmarkaðnum
Gjafabréf fyrir gistingu og kvöldverð
á Radison SAS
Gjafabréf frá NTC
Gjafapakkingar frá Forval heildverslun
Opna Iceland Express mótið í Leirunni 16. ágúst
VEGLEGAR
TEIGGJAFIR
590 0100 | www.expressferdir.is
Komdu og hittu fulltrúa frá Spánargolfi og
frá hótelunum Lingfield Park Marriott og
Mannings Heath Golf Club sem verða hjá
okkur fimmtudaginn 16. ágúst til að
kynna þá kosti sem eru í boði.
Söluskrifstofu Express ferða, kl. 9–12
Golfvellinum Leirunni, kl. 13–17
F
í
t
o
n
/
S
Í
A