Fréttablaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 74
KYNNING − AUGLÝSINGCrossFit LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 20128 HERMENN Í CROSSFIT Meðal þeirra fjölmörgu í heiminum öllum sem náð hafa góðum árangri með crossfit eru hermenn bandaríska hersins. Vinsældir crossfit-íþróttarinnar hafa aukist mikið undanfarin ár meðal hermannanna og yfirmanna þeirra. Í mörgum deildum hersins er crossfit að koma í stað hefðbundinna heræfinga. Líkamlegar æfingar hafa alltaf leikið stórt hlutverk í her- mennsku Bandaríkjamanna. Aðferðir og æfingar hafa þó þróast og breyst mikið í gegnum tíðina. Á tíunda áratug síðustu aldar komust yfirmenn hersins að því að æfingarnar sem notaðar voru skiluðu ekki nægum árangri í nútíma- hernaði og hermennirnir voru ekki nægilega undirbúnir fyrir átök. Þetta varð til þess að líkamsþjálfun hermannanna var breytt og hún skipulögð upp á nýtt. Árið 2006 voru sjö þúsund hermenn í bandaríska hernum farnir að nota crossfit reglulega. Síðan þá hefur fjöldinn aukist gríðarlega og núna starfa yfir 58 crossfit-stöðvar á herstöðvum bandaríska hersins um allan heim. HVAÐ ER CROSSFIT? Crossfit er heildstætt æfinga- kerfi sem byggir á sameiningu margs konar æfinga. Tekið er það besta úr mörgum kerfum og búið til eitt alhliða æfinga- kerfi. Crossfit byggir á nokkrum meginstoðum. Á heimasíðunni www.fitness.is eru þessar áherslur tíundaðar á eftirfarandi hátt: „Til þess að öðlast heilbrigði og hreysti þurfa tíu lykilþættir að vera til staðar: hjarta- og lungnaþol, úthald, styrkur, liðleiki, lipurð, orka, hraði, jafn- vægi, samhæfni og nákvæmni. Hreysti er skilgreind sem færni einstaklingsins í öllum þessum þáttum. Mikið kapp er lagt á það í CrossFit að þessir þættir séu mælanlegir með einhverj- um hætti.“ Þjálfunin byggir á því að koma iðkandanum í fjölhæft form og blandað er saman ólympískum lyftingum, kraftlyftingum, spretthlaupi, ketilbjölluæfingum, leikfimi, fim- leikaæfingum, sundi, hlaupum og hjólreiðum ásamt ýmsu fleiru. Einnig er sippað, hlaupið, róað, klifrað í köðlum og burðast með þunga hluti. HEIMSMEISTARAMÓTIÐ Heimsmeistaramótið í crossfit hefur verið haldið yfir sumartímann síðan árið 2007. Þátttakendum hefur fjölgað stöðugt milli ára og verðlaunaféð hefur hækkað samhliða auknum vinsældum, frá 500 dollurum árið 2007 í 250.000 dollara árið 2012. Keppnisgreinar mótsins breytast alltaf milli ára. Þannig fá keppendur að vita með skömmum fyrirvara í hvaða greinum er keppt og er jafnvel þekktum crossfit-greinum breytt í mótinu. Keppt er í karla- og kvennaflokki á heimsmeistaramótinu auk þess sem keppt er í eldri aldursflokkum, 45-49 ára, 50-54 ára, 55-59 ára og 60 ára og eldri. Auk þess er keppt í blönduðum liðum þar sem þrír karlar og þrjár konur keppa saman. Eins og kunnugt er hefur Íslendingurinn Annie Mist sigrað í kvennaflokki síðustu tvö árin. Bandaríkjamaðurinn Rich Froning, Jr. hefur einnig sigrað í karlaflokki síðustu tvö árin eftir að hafa lent í öðru sæti árið 2010. Í eldri keppnisflokkum hafa síðan Susan Habbe og Gord Mackinnon einnig sigrað undanfarin tvö ár í sínum flokkum. SAFFRAN hefur gert styrktarsamning við sex unga afreksmenn í íþróttum í þeim tilgangi að mæta kostnaði þeirra við vandaðan undirbúning fyrir leikana í London 2012. Með stolti lýsir Saffran yfir stuðningi sínum við Ásdísi Hjálmsdóttur spjótkastara. Skoðaðu leið Ásdísar á leikana á leidin.saffran.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.