Fréttablaðið - 11.08.2012, Síða 74
KYNNING − AUGLÝSINGCrossFit LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 20128
HERMENN Í CROSSFIT
Meðal þeirra fjölmörgu í
heiminum öllum sem náð hafa
góðum árangri með crossfit eru
hermenn bandaríska hersins.
Vinsældir crossfit-íþróttarinnar
hafa aukist mikið undanfarin
ár meðal hermannanna og
yfirmanna þeirra. Í mörgum
deildum hersins er crossfit að
koma í stað hefðbundinna
heræfinga.
Líkamlegar æfingar hafa
alltaf leikið stórt hlutverk í her-
mennsku Bandaríkjamanna.
Aðferðir og æfingar hafa
þó þróast og breyst mikið í
gegnum tíðina. Á tíunda áratug
síðustu aldar komust yfirmenn
hersins að því að æfingarnar
sem notaðar voru skiluðu
ekki nægum árangri í nútíma-
hernaði og hermennirnir voru
ekki nægilega undirbúnir fyrir
átök. Þetta varð til þess að
líkamsþjálfun hermannanna var
breytt og hún skipulögð upp á
nýtt. Árið 2006 voru sjö þúsund
hermenn í bandaríska hernum
farnir að nota crossfit reglulega.
Síðan þá hefur fjöldinn aukist
gríðarlega og núna starfa yfir 58
crossfit-stöðvar á herstöðvum
bandaríska hersins um allan
heim.
HVAÐ ER CROSSFIT?
Crossfit er heildstætt æfinga-
kerfi sem byggir á sameiningu
margs konar æfinga. Tekið er
það besta úr mörgum kerfum
og búið til eitt alhliða æfinga-
kerfi. Crossfit byggir á nokkrum
meginstoðum. Á heimasíðunni
www.fitness.is eru þessar
áherslur tíundaðar á eftirfarandi
hátt: „Til þess að öðlast heilbrigði
og hreysti þurfa tíu lykilþættir
að vera til staðar: hjarta- og
lungnaþol, úthald, styrkur,
liðleiki, lipurð, orka, hraði, jafn-
vægi, samhæfni og nákvæmni.
Hreysti er skilgreind sem færni
einstaklingsins í öllum þessum
þáttum. Mikið kapp er lagt á
það í CrossFit að þessir þættir
séu mælanlegir með einhverj-
um hætti.“ Þjálfunin byggir
á því að koma iðkandanum í
fjölhæft form og blandað er
saman ólympískum lyftingum,
kraftlyftingum, spretthlaupi,
ketilbjölluæfingum, leikfimi, fim-
leikaæfingum, sundi, hlaupum
og hjólreiðum ásamt ýmsu
fleiru. Einnig er sippað, hlaupið,
róað, klifrað í köðlum og burðast
með þunga hluti.
HEIMSMEISTARAMÓTIÐ
Heimsmeistaramótið í crossfit hefur verið haldið yfir sumartímann síðan árið
2007. Þátttakendum hefur fjölgað stöðugt milli ára og verðlaunaféð hefur hækkað
samhliða auknum vinsældum, frá 500 dollurum árið 2007 í 250.000 dollara árið 2012.
Keppnisgreinar mótsins breytast alltaf milli ára. Þannig fá keppendur að vita með
skömmum fyrirvara í hvaða greinum er keppt og er jafnvel þekktum crossfit-greinum
breytt í mótinu.
Keppt er í karla- og kvennaflokki á heimsmeistaramótinu auk þess sem keppt er í
eldri aldursflokkum, 45-49 ára, 50-54 ára, 55-59 ára og 60 ára og eldri. Auk þess er
keppt í blönduðum liðum þar sem þrír karlar og þrjár konur keppa saman.
Eins og kunnugt er hefur Íslendingurinn Annie Mist sigrað í kvennaflokki síðustu tvö
árin. Bandaríkjamaðurinn Rich Froning, Jr. hefur einnig sigrað í karlaflokki síðustu tvö
árin eftir að hafa lent í öðru sæti árið 2010. Í eldri keppnisflokkum hafa síðan Susan
Habbe og Gord Mackinnon einnig sigrað undanfarin tvö ár í sínum flokkum.
SAFFRAN hefur gert styrktarsamning við sex unga afreksmenn
í íþróttum í þeim tilgangi að mæta kostnaði þeirra við vandaðan
undirbúning fyrir leikana í London 2012.
Með stolti lýsir Saffran yfir stuðningi sínum
við Ásdísi Hjálmsdóttur spjótkastara.
Skoðaðu leið Ásdísar á leikana á leidin.saffran.is