Fréttablaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 22
11. ágúst 2012 LAUGARDAGUR22 Fegurðin í því stóra og smáa Náttúran var þema þriðja hluta sumarmyndakeppni Fréttablaðsins. Þátttaka var geysigóð og ber þess órækt vitni að náttúran höfðar til þeirra fjölmörgu sem ferðast um landið okkar með myndavélar. Hlutskarpastur varð Guðmundur Árnason í Reykja- nesbæ sem á forsíðumynd blaðsins í dag og hlýtur tvo farmiða með flugfélaginu Wow Air til Evrópu að launum. Gunnar Jónatansson smellti þessari mynd af Seljalandsfossi í sumar. Hann kveðst vera að sækja í sig veðrið í myndatökunum en þó aldrei hafa tekið þátt í samkeppni fyrr. „Ég var búinn að liggja dálitla stund við Skorradalsvatn með kríuungann í fókus og bíða eftir að foreldrið kæmi með fæðu. Samt hef ég oft legið lengur yfir fuglum,“ segir Kári Kolbeinsson sem tók þessa mynd. Valdís Leifsdóttir skokkaði upp á Vífilsfell á forsetakosningadag- inn og fangaði útsýnið yfir höfuðborgina og Faxaflóann, með fjall- göngumann í forgrunni en Snæfellsjökul út við sjóndeildarhring. Silke Schrom var í Kerlingarfjöllum 16. júlí í sumar. Hún skynjaði sterkt smæð mannsins gagnvart því stóra í náttúrunni og varð hugsað til Davíðssálms 8.4+5. Hvað segirðu, það er æðis-legt!“ segir handhafi fyrstu verðlaunanna, Guðmundur Árnason, kátur þegar hann fær þær fréttir að hann sé á leiðinni út í heim fyrir mynd sína af sandlóuunga sem hann nefnir Fyrstu skrefin. „Hann stillti sér upp þessi ungi og foreldrarnir sveimuðu í kringum mig,“ segir Guðmundur sem tók verðlauna- myndina 20. júlí rétt ofan við höfnina á Grenivík. Guðmundur vinnur í vopna- leitinni í Leifsstöð en kveðst vera áhugaljósmyndari með atvinnumannaáhuga. „Ég fékk algera myndabakteríu eftir að ég keypti mér Nikon D-90 myndavél í ágúst í fyrra. Svo fjárfesti ég í D-800 í apríl í vor sem er enn fullkomnari vél og síðan er ég óstöðvandi. En þetta er í fyrsta skipti sem ég sendi myndir í svona keppni.“ Fyrstu skrefin í 1. sæti 2. SÆTI 4. SÆTI 5. SÆTI 3. SÆTI Verðlaun fyrir 1. sætið eru farseðlar fyrir tvo til Evrópu með flugfélaginu Wow Air. Þeir sem fengu 2. og 3. verðlaun hljóta gjafakort með leikhús- miðum fyrir tvo í Borgarleikhúsið. Dómnefndina skipuðu Vilhelm Gunnars- son, ljósmyndari Fréttablaðsins, Steinunn Stefánsdóttir aðstoðarritstjóri og Hólmfríður Sigurðardóttir blaðamaður. Næsta þema: Svona er sumarið ljosmyndasamkeppni@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.