Fréttablaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 88
11. ágúst 2012 LAUGARDAGUR44 44
menning@frettabladid.is
Auður Ava Ólafsdóttir
er að leggja lokahönd á
sína fjórðu skáldsögu sem
kemur út hjá Bjarti í haust.
Ný bók eftir J.K. Rowling er
einnig á útgáfulistanum.
Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur
sendir frá sér skáldsöguna Und-
antekninguna í haust. Þetta stað-
festir Guðrún Vilmundardóttir,
útgefandi hjá Bjarti. Þetta verð-
ur fjórða skáldsaga Auðar Övu
og sú fyrsta í fimm ár frá því að
Afleggjarinn kom út árið 2007.
Sú bók hefur slegið rækilega í
gegn í Evrópu og verið ofarlega
á metsölulistum í Frakklandi og
á Spáni en Rigning í nóvember,
önnur skáldsaga Auðar, kemur út
í Frakklandi í haust.
„Auður Ava er að leggja loka-
hönd á Undantekninguna og hún
kemur út hér á landi í haust,“
segir Guðrún en bætir við að hinn
franski útgefandi Auðar hafi sótt
það stíft að hægt væri að gefa
hana út samtímis í Frakklandi.
„Auði var hins vegar mikið í mun
að bókin kæmi fyrst út á Íslandi.“
Útgáfulisti bókaforlaganna
fyrir haustið og jólin er óðum að
taka á sig mynd en Guðrún segir
þó ekki tímabært að gefa út endan-
legan útgáfulista en staðfest er að
Óskar Árni Óskarsson sendir frá
sér nýja ljóðabók í haust. Af þýð-
ingum ber hæst ný bók J.K. Rowl-
ing, höfund bálksins um Harry
Potter, en hún sendir frá sér sína
fyrstu bók fyrir fullorðna í haust.
Mikil leynd hvílir yfir útgáfunni
og segist Guðrún ekki munu fá
handrit að bókinni fyrr en hún
kemur út ytra, 27. september. Þýð-
ingin komi engu að síður út fyrir
jól. „Við erum vön að vinna hratt,
til dæmis með Harry Potter-bæk-
urnar og bækur Dans Brown. Ing-
unn Snædal og Arnar Matthías-
son þýða bókina í sameininguna
en þau eru vön að vinna saman.“
Þá hefur Jón Kalman Stefáns-
son ekki setið auðum höndum frá
því hann rak smiðshöggið á þrí-
leikinn um Strákinn fyrir vestan
í fyrra og er tilbúinn með úrval
ljóðaþýðinga sem hann hefur
unnið að undanfarin ár. „Það verk
er í sjálfu sér tilbúið en hvort það
kemur út fyrir jól veltur á því að
okkur takist að ganga frá útgáfu-
réttinum á öllum ljóðunum í tæka
tíð.“ - bs
Auður Ava sendir frá
sér Undantekninguna
AUÐUR AVA Undantekningin verður fyrsta skáldsaga hennar frá Afleggjaranum, sem
kom út 2007 og hefur slegið í gegn bæði í Frakklandi og á Spáni. Auður skrifaði leik-
ritið Svartur hundur prestsins sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Í FARVATNINU HJÁ BJARTI
Jón Kalman er tilbúinn
með úrval ljóðaþýðinga.
J.K. Rowling sendir frá sér
sína fyrstu skáldsögu fyrir
fullorðna.
Óskar Árni Óskarsson
gefur út nýja ljóðabók í
haust. STÖÐUGT NÝJAR FRÉTTIR
FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP
- oft á dag
DJASS Á KEX Kvartett saxófónleikarans Jóels Pálssonar kemur fram á næstu tónleikum djasstónleikaraðarinnar á Kexi Hosteli
á þriðjudag. Auk Jóels skipa hljómsveitina þeir Ómar Guðjónsson á gítar, Tómas R. Einarsson á kontrabassa og trommuleikarinn
Matthías Hemstock. Þeir munu flytja sígræn djasslög af ýmsum toga. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Aðgangur er ókeypis.