Fréttablaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Mánudagur skoðun 12 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk Fasteignir.is 13. ágúst 2012 188. tölublað 12. árgangur GAMALDAGS KVEÐJAÁ vef Þjóðminjasafnsins, thjodminjasafn.is, er hægt að senda vinum og ættingjum rafræna heilla- ósk með gamaldags korti, hvort sem senda á af- mælis-, sumar- eða jólakveðju. Öðruvísi kort sem auðvelt er að senda um allan heim í gegnum netið. N anna Elísa Snædal er 22 ára lög-fræðinemi sem nýverið flutti að heiman í fyrsta sinn í eigin íbúð. Með henni býr vinkona hennar, Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir. „Sambúðin gengur rosalega vel. Það er alltaf verið að spyrja okkur svo það er ágætt að það komi fram,“ segir hún og hlær. „Það vantar reyndar enn þá hurð á herbergið hennar Söru en það er allt í lagi.“ HEIMANMUNDUR FRÁ LANGÖMMUEftirlætishlutur Nönnu er plötuspilari af tegundinni Sonora, en hann vann til gull- verðlauna árið 1915 á heimssýningunni í San Fransisco. Spilarann fékk Nanna sem heimanmund frá móður sinni. „Hann kom í fjölskylduna árið 1920. Langamma mín og langafi átt „Mamma hlustaði gjarnan á Ó, Jesús bróðir besti hjá ömmu sinni í spilaranum í æsku og erfði hann frá henni síðar,“ segir Nanna sem þykir vænt um hann. „Ég heyrði Bítlana í fyrsta skipti hljóma í þessum spilara,“ segir hún og hlær.Spilarinn er raunar ekki í mikilli notkun á heimili þeirra vinkvenna en ástæðan er einföld: „Hann spilar bara 78 snúninga plötur en við eigum bara 45 snúninga,“ út- skýrir Nanna en segir þær ætla að reyna að bæta úr því sem allra fyrst. PÍANETTAN OG KVÖLDSÖNGUREftirlætishlutur Söru á heimilinu er einnig tónlistartengdur. „Hann er reyndar íminni eigu,“ segir Na HLJÓMFAGUR GRIPURERFÐAGÓSS Nanna Elísa Snædal flutti nýverið inn með vinkonu sinni, Sigur- laugu Söru Gunnarsdóttur, í eigin íbúð í fyrsta sinn. Heimanmundurinn frá móður hennar var forláta plötuspilari sem hún erfði frá ömmu sinni. SAMSÖNGURNanna og Sara eiga oftar en ekki góðar stundir saman við píanettuna. SÉRFRÆÐINGAR Í RAFG FASTEIGNIR.IS 13. ÁGÚST 2012 31. TBL. Fasteignamarkaðurinn kynnir: Mjög fallegt og vandað fjögurra herbergja heilsárshús í Vaðneslandi í Grímsnes- og Grafningshreppi. Hitaveita er á staðnum. Um er að ræða snyrtilegt og vandað 56 fm heilsárs-sumarhús við Birkibraut í Grímsnes- og Grafningshreppi með góðri hitaveitu ásamt 5000 fm fallegri birkivaxinni eign- arlóð á skipulögðu sumarhúsa- svæði á jörðinni Vaðnesi í Gríms- nesi. Húsið er byggt árið 1995. Það er vel skipulagt og skiptist í forstofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, stofu og geymslu. Parket er á öllum gólfum nema á baði sem er dúk- lagt. Góð verönd er við húsið með heitum potti og fallegu útsýni. Frá Reykjavík er um 50 mín- útna akstur í bústaðinn. Stutt er í gólf lli dl um 10 mínútna akstursfjarlægð og því er stutt í alla þjónustu. Bústaðurinn liggur vel við ferðum til þekktra staða á Suð Laug rvatns og Kersins. Kostn- aður við hitaveitu og rafmagn er í kringum 75.000 á ári. Nánari lý i Sumarhús í Vaðnesi Snyrtilegur sumarbústaður í Vaðnesi sem er 56 fermetrar með góðri verönd. Suðurlandsbraut 22 | Opið mán. – fös. frá kl. 9–17 | www.heimili.is Finnbogi Hilmarsson lögg. fasteignasali Andri Sigurðsson sölufulltrúi og lögg. leigumiðlari Ásdís Írena Sigurðardóttir skjalagerð Ruth Einarsdóttir sölufulltrúi Bogi Pétursson lögg.fasteignasali Gústaf Adolf Björnsson lögg. fasteignasali Finndu okkur á Facebook Rúnar Gíslason Lögg. fasteignasali audur@fasteignasalan.is Viltu selja? Vegna mikillar sölu vantar mig 2ja og 3ja herbergja íbúðir í hverfum 101 og 105 Reykjavík. Ákveðnir kaupendur bíða eftir réttu eigninni. Talaðu endilega við Auði í síma 824-7772 eða audur@fasteignasalan.is HVETTU BARNIÐ TIL AÐ VERA GÆTIÐ ÞEGAR ÞAÐ VEITIR PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR Á NETINU 10 GB Stærsta 3G net landsins 500 kr. Svona á samband að vera. Tal er á 3G neti Símans G3 G2 Bjóða heim í raftónlist Steindór og Kristjana halda tónlistarveislu í stofunni á menningarnótt. popp 30 Hringamél og Hávamál Jakob Lárusson sameinar hönnun og hestamennsku. Hann smíðar hringamél í anda goðafræðinnar. MENNTUN „Það hefur staðið lengi til að bjóða upp á meistaranám í myndlist við Listaháskólann og það verið í undirbúningi í fleiri, fleiri ár,“ segir Hulda Stefáns- dóttir, prófess- or við mynd- listardeild Listaháskóla Íslands. Í haust verður í fyrsta sinn boðið upp á meistaranám í hönnun og myndlist hér á landi. Átta nemendur fengu inngöngu í námið sem hefst í ágústlok og eru þrír þeirra af erlendu bergi brotnir. Hulda vonar að þessi viðbót við námið muni setja sinn svip á listasenuna á Íslandi. - sm / sjá síðu 30 Gamall draumur rætist: Meistaranám í myndlist og hönnun í boði KJARAMÁL Íslenskir starfsmenn erlendra sendiráða njóta ekki sömu kjara og annað launafólk í landinu, skrifar Guðlaug Krist- jánsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. „Íslenskir starfsmenn erlendra sendiráða á Íslandi búa við mismunun þegar kemur að réttindum í atvinnuleysi og fæð- ingarorlofi,“ skrifar Guðlaug. Íslensku starfsmennirnir bera sjálfir ábyrgð á að skila trygg- ingagjaldi af launum sínum. Einhver erlend sendiráð hafa tekið tillit til þessa en alls ekki öll. „Sumir starfsmenn í þessum sporum fá því hærri laun sem kostnaðinum nemur en aðrir bera hann sjálfir,“ skrifar Guð- laug enn fremur og segir brýnt að íslensk stjórnvöld taki á þessum vanda. - bþh / sjá síðu 12 Laun sendiráðsstarfsmanna: Starfsfólki sendi- ráða mismunað HULDA STEFÁNSDÓTTIR ÖRYGGISMÁL Til stendur að ljúka við uppbyggingu snjóflóðavarnargarða í sjö bæjarfélögum fyrir árið 2020. Þegar þeim lýkur verða snjóflóða- varnargarðar í hlíðum tólf bæja víðs vegar um landið. Ofanflóðasjóður hafði yfir að ráða um 10,3 milljörðum króna um síðustu áramót og hefur ofanflóða- nefnd kortlagt helstu staði á landinu þar sem nýta á féð í varnir. Sam- kvæmt fjárlögum 2012 var ráðstöf- unarfé sjóðsins til framkvæmda um 10 prósent af upphæðinni, eða rúm- lega 1,3 milljarðar króna. Sjóðurinn var stofnaður eftir snjóflóðin á Súðavík og Flateyri árið 1995 sem kostuðu 34 manns- líf. Síðan þá hafa verið reist varn- armannvirki á Flateyri, Siglufirði, Neskaupstað, Ísafirði, Seyðisfirði, Ólafsvík, Bíldudal og Ólafsfirði. Upphaflega átti öllum framkvæmd- um að vera lokið árið 2010. Svandís Svavarsdóttir umhverf- isráðherra segir það skýrt að sjóðs- féð hafi verið eyrnamerkt með laga- setningu í kjölfar flóðanna 1995, en sé um leið hluti af ríkissjóði. „Vegna ástandsins höfum við hægt á framkvæmdunum og fórum því hægar í útgreiðslur. Við gerum ráð fyrir því að sjá fyrir endann á framkvæmdunum á þessum áratug. Það hefur alltaf legið ljóst fyrir að þetta er tímabundið og tæmandi verkefni, en það hefur lengst nokk- uð í ljósi aðgerða í kjölfar hruns- ins.“ Magnús Jóhannesson, formað- ur ofanflóðanefndar, segir að þó svo framkvæmdir séu ekki hafn- ar á öllum stöðum sé búið að ráð- stafa öllu fénu í snjóflóðavarnir víðs vegar um landið. Gerðar hafi verið tillögur um framkvæmdir á Siglu- firði sem geti hafist á næsta ári. Aðrir fyrirhugaðir varnargarð- ar eru í kortunum á Eskifirði og Fáskrúðsfirði, sem og frekari fram- kvæmdir á Bíldudal, Siglufirði, Ísa- firði, Neskaupstað og Patreksfirði. Tekjur Ofanflóðasjóðs byggjast á 0,03 prósentum af brunabótamati bygginga og óx innistæða hans um milljarð á milli áramótanna 2010 og 2011. - sv Milljarðar í varnir fyrir sjö bæjarfélög Framkvæmdum við snjóflóðagarða á að ljúka fyrir lok árs 2020. Áætlunum hefur seinkað um tíu ár. Ofanflóðasjóður réð yfir um 10,3 milljörðum króna um síðustu áramót. Mjög skýrt að féð er eyrnamerkt segir umhverfisráðherra. Það hefur alltaf legið ljóst fyrir að þetta er tímabundið og tæmandi verkefni. SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR UMHVERFISRÁÐHERRA SÍÐASTI KEPPANDI ÍSLENDINGA Kári Steinn Karlsson kemur hér í mark í maraþonhlaupinu á Ólympíuleikunum í gær eftir mikinn endasprett en hann fór úr 94. sæti í það 42. í hlaupinu sem fór fram í miðborg Lundúna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÓL 2012 Kári Steinn Karlsson varð í 42. sæti í maraþonhlaupi sem fór fram í hjarta Lundúna í gær á loka- degi Ólympíuleikanna og sá til þess að leikarnir enduðu á jákvæðum nótum fyrir íslenska keppnisliðið. Kári hljóp á 2.18:47 klst. sem er um einni og hálfri mínútu frá Íslandsmeti hans. „Á stórmótum eins og Ólympíuleikum skiptir tíminn engu máli – það eina sem fólk vill vita er í hvaða sæti maður lenti,“ sagði Kári Steinn sáttur. Kári Steinn varð fyrir því óláni að hlaupa með steinvölu í öðrum skónum sínum alla 42 kílómetr- ana í gær. „Það hafði svo sem ekki mikil áhrif á mig en var bara óþægilegt,“ sagði Kári Steinn áður en hann klæddi sig úr skónum. „Ég ætla að reyna að finna steininn og eiga hann sem minjagrip.“ Kári Steinn blóðgaðist á báðum fótum í hlaupinu, auk þess sem núningurinn fór illa með húðina. Þess má geta að hann hljóp ekki í sokkum. - esá / sjá síðu 24 Kári Steinn Karlsson í 42. sæti í maraþoni karla á lokadegi Ólympíuleikanna: Hljóp alla leið með stein í skónum BJART eða nokkuð bjart norðan- lands en dálítil rigning eða súld sunnan og vestan til. Hiti víða á bilinu 13 til 23 stig, hlýjast norð- austanlands. VEÐUR 4 16 15 17 19 15 Missterkar stoðir Efnahagsbatinn frá hruni er staðreynd, en byggir á veikum grunni skrifar Árni Páll Árnason þingmaður. skoðun 16 Enginn betri en Þórir Þórir Hergeirsson er búinn að gera norska kvennaliðið að heims-, Evrópu- og nú síðast ólympíumeisturum. sport 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.