Fréttablaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 4
13. ágúst 2012 MÁNUDAGUR4 SJÁVARÚTVEGUR Forsvarsmenn sjáv- arútvegsfyrirtækja með umsvif á Grænlandi segja ákvörðun Íslend- inga að banna löndun makríls sem veiddur er í grænlenskri lögsögu ögrandi og grimmdarlega. „Grænlenska þingið á eftir að staðfesta samning við Ísland um nýtingu úr sameiginlegum grá- lúðustofni en ég myndi ráðleggja heimastjórninni hér að semja ekki við Ísland eftir þessa útreið,“ segir Henrik Leth, stjórnar- formaður Polar Seafood. Í tilkynningu á vef sjávarút- vegsráðuneytis- ins segir að vegna þessara samninga hafi verið mögulegt að auka afla- mark á grálúðu um 1.700 tonn. Leth segir enn fremur að skip Polar Sea- food landi oft í íslenskum höfn- um en þá venju verði jafnvel að endurskoða í ljósi síðustu tíð- inda. „Það kemur sér vel að landa á Íslandi en þessi grimmdarlega aðgerð gegn Grænlendingum vekur með manni ugg,“ segir hann. Jens Bisgaard, útgerðarstjóri Royal Greenland, tekur í sama streng. Það fyrirtæki hefur hafið samstarf við kínverskt ríkisfyrir- tæki, sem hann vill ekki nefna, og nú halda tvö kínversk skip á mak- rílveiðar í grænlensku lögsögunni. Hann segir stefnt að því að veiða að minnsta kosti 20 þúsund tonn. Þar að auki er Polar Seafood að kalla til eitt skip frá Suður-Amer- íku en svo hefur það annað skip sem er nú þegar á makrílveiðum við Grænland. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir að eftir því sem Grænlendingar afli sér meiri veiðireynslu á makríl verði samn- ingsstaða Íslands erfiðari þegar kemur að því að semja um makríl- veiðar úr sameiginlegum stofni. Afstaðan byggist því eingöngu á því að tryggja hagsmuni Íslands. „Það kemur ekkert á óvart að Grænlendingar skuli leita leiða til að veiða þennan makríl, hvort það eru svo Kínverjar eða aðrir, ég hef ekkert um það að segja,“ segir hann. jse@frettabladid.is GENGIÐ 10.08.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 206,4053 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 119,52 120,10 186,55 187,45 146,63 147,45 19,697 19,813 20,164 20,282 17,828 17,932 1,5228 1,5318 179,97 181,05 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Útgerðarmönnum á Grænlandi misboðið Útgerðarmenn á Grænlandi endurmeta samskiptin við Ísland eftir að ríkis- stjórnin bannaði löndun á makríl sem veiddur er í grænlenskri lögsögu. Tvö skip frá kínversku ríkisfyrirtæki hafa leyst íslensku skipin af hólmi á miðunum. FRÁ HÖFNINNI Í NUUK Það er ekki hugsað hlýlega til Íslands í höfninni í Nuuk. NORDICPHOTOS/AFP FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON JENS BISGAARD ÞJÓÐKIRKJAN Séra Sólveig Lára Guðmundsdóttir var vígð til embættis vígslubiskups á Hólum í gær. Athöfnin fór fram í Hóla- dómkirkju en það var biskup Íslands, frú Agnes Sigurðardótt- ir, sem vígði sr. Sólveigu Láru til embættis. Vígsluvottar voru sr. Jón Aðal- steinn Baldvinsson, biskup á Hólum, og sr. Kristján Valur Ing- ólfsson, biskup í Skálholti, ásamt sex erlendum biskupum, sr. Gylfa Jónssyni og djáknanum Unni Halldórsdóttur. Kórar Hóladóm- kirkju og Möðruvallaklausturs- prestakalls sungu í vígslunni en organistar voru Jóhann Bjarna- son og Sigrún Magnea Þorsteins- dóttir. Sr. Sólveig Lára var kjörin vígslubiskup á Hólum í júní síð- astliðnum en hún tekur við starfi þann 1. september. Hún var sókn- arprestur á Möðruvöllum í Hörg- árdal í 12 ár en áður þjónaði hún sem sóknarprestur á Seltjarnar- nesi í 14 ár og þá var hún fyrsta konan sem kjörinn var sóknar- prestur í almennri prestakosn- ingu á höfuðborgarsvæðinu. - áp Sr. Sólveig Lára Guðmundsdóttir vígð til embættis vígslubiskups við hátíðlega athöfn í Hóladómkirkju: Önnur konan sem tekur biskupsvígslu á Íslandi MIKIÐ UM DÝRÐIR Biskup Íslands, frú Agnes Sigurðardóttir, vígði sr. Sólveigu Láru til embættis. MYND/ÞJÓÐKIRKJAN ÍÞRÓTTIR Keppandi í sundhluta Ironman-keppninnar í Banda- ríkjunum lést á laugardag. Sam- kvæmt skipuleggjendum keppn- innar lenti keppandinn í einhvers konar erfiðleikum á hinu tæplega fjögurra kílómetra langa sundi í Hudson-fljótinu milli New York og New Jersey og var úrskuðaður látinn á sjúkrahúsi skammt frá. Ekki er vitað nánar um dánar- orsök mannsins. Í Ironman-fjöl- þrautinni er keppt í sundi, hlaupi, hjólreiðum og fleiru. „Við hörm- um dauða hans og sendum sam- úðarkveðjur til vina og vanda- manna,“ sagði Emily Vicker, talsmaður keppninnar. - kg Lenti í erfiðleikum á sundi: Lést í Ironman- fjölþrautinni FÓLK Fyrsta gifting samkyn- hneigðra sem athafnarstjóri hjá Siðmennt stýrði átti sér stað á laugardaginn, 11. ágúst, þegar Jana Björg Ingadóttir og Jóhanna Kristín Gísladóttir giftust að morgni dags rétt fyrir Gay Pride gönguna. Hörður Torfason, einn af 15 athafnarstjórum Siðmennt- ar og handhafi húmanistaviður- kenningar félagsins 2010, sá um athöfnina. Frá árinu 2008 hefur Siðmennt boðið upp á allar félagslegar tímamótaathafnir fjölskyldna á veraldlega vísu. - kg Fyrsta gifting Siðmenntar: Giftu sig fyrir gleðigönguna VÍSINDI Rannsóknir á steingerv- ingum frá norðurhluta Kenía benda til þess að fundin sé ný ættkvísl manna sem lifðu í Afr- íku fyrir um tveimur milljónum ára. Uppgötvunin bendir því til þess að þrjár ótengdar tegundir manna hafi lifað á sama tíma, án vitneskju um hverja aðra. Formaður hópsins sem gerði uppgötvunina, Dr. Meave Leakey, segir í frétt BBC að fundurinn setji kenninguna um línulega þróun apa til manns í nýtt sam- hengi; um mun meiri fjölbreytni hafi verið að ræða en menn hafa talið lengi vel. - shá Fundur í norðurhluta Kenía: Þriðja tegund manns fundin VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 30° 27° 21° 20° 24° 25° 20° 20° 28° 20° 30° 29° 34° 22° 25° 23° 19°Á MORGUN Strekkingur með S- ströndinni annars hægari. MIÐVIKUDAGUR Fremur hægur vindur víða um land. 17 15 15 1819 16 16 16 1918 16 13 15 13 17 16 19 15 15 15 15 6 5 6 5 2 6 5 5 4 12 5 15 HLÝINDI FRAMUNDAN Það lítur út fyrir hlýjar austlægar áttir á landinu næstu daga. Smám saman dregur úr úrkomu sunnan- lands og léttir þar til um miðja viku en á sama tíma dregur heldur úr sólskini norðan- lands. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður Björgunarsveitir ræstar út Björgunarsveitir í Borgarfirði voru kallaðar út í gærkvöldi í leit að stúlku sem hafði orðið viðskila við ferða- félaga sína í hestaferð í Langavatns- dal. Klukkutíma síðar var aðstoð björgunarsveita hins vegar afturkölluð er stúlkan fannst heil á húfi. BJÖRGUN SÝRLAND, AP Forvígismaður sýr- lensku andspyrnunar í útlegð kallaði í gær eftir því að alþjóða- samfélagið myndi setja flugbann á sýrlensk stjórnvöld. Stjórnar- herinn hefur í æ meira mæli notað flugvélar og þyrlur til að varpa sprengjum á vígi upp- reisnarmanna í borgum víða um landið. Flugbannið myndi sýna stjórn Bashars al-Assad Sýrlandsfor- seta fram á alvöru alþjóðasam- félagsins. Öryggisráð Samein- uðu þjóðanna hefur ekki getað aðhafst í Sýrlandi vegna and- stöðu Rússa og Kínverja sem beita neitunarvaldi sínu. Arababandalagið hafði kallað til neyðarfundar allra utanríkis- ráðherra aðildarþjóðanna í Sádi- Arabíu vegna stríðsins í Sýrlandi og átti hann að fara fram í gær. Fundinum var frestað án þess að ástæða væri gefin upp eða ný dagsetning boðuð. - bþh Uppreisnarmenn í Sýrlandi: Vilja flugbann á her Assads Það kemur sér vel að landa á Íslandi en þessi grimmdarlega aðgerð gegn Grænlendingum vekur með manni ugg. HENRIK LETH STJÓRNARFORMAÐUR POLAR SEAFOOD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.