Fréttablaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 13. ágúst 2012 Ekki er nýtt að fullorðnir séu pirraðir á unglingum. Til eru ritaðar heimildir frá forn-Rómverj- um þar sem ljóðskáld hneykslast á þessum „kærulausu unglingum“ og virðist það viðhorf ekki hafa breyst mjög mikið í áranna rás. Oft er dregin upp sú staðalmynd af okkur unglingum að við séum löt, alltof háð tækninni og í fýlu út í foreldr- ana. Einnig að margir unglingar séu óheiðarlegir. En er þetta rétt? Ég tel að svarið við þessu sé nei. Flestir þeirra unglinga sem ég þekki stunda skólann af fullum krafti, auk þess æfa margir þeirra á hljóðfæri, stunda tónlistarnám, eða jafnvel hvort tveggja og fá samt góðar einkunnir og hafa einnig tíma til að hitta vini sína. Auðvitað er það erfitt og getur tekið mikið á en það sannar að ekki eru allir unglingar latir. Þegar hugsað er um tæknina þá verð ég að viðurkenna að það er eiginlega rétt. Margir unglingar eru háðir græjunum sínum, en ég held að við séum aðallega hrædd um að missa af einhverju, t.d. ef slökkt væri á símanum okkar. En hvað með hegðun þjónustuað- ila gagnvart börnum og ungling- um? „Heyrðu! Farðu héðan! Þú ert örugglega að stela!“ segir augnaráð- ið sem margir unglingar hafa feng- ið er þeir ganga í gegnum verslanir. Einnig fá þeir oft verri þjónustu en fullorðnir t.d. í verslunum og fyrir- tækjum. Þessu hafa margir eldri en þrettán ára lent í. Þetta fer nátt- úrulega líka eftir útlitinu, þeir sem klæða sig t.d. í götótt föt, eru „goth“ eða „emo“ svo dæmi séu tekin, lenda frekar í því að vera vaktaðir stíft, en þótt margir klæði sig ekki þann- ig hafa þeir lent í því sama. Það er mjög óþægilegt og alveg ástæðu- laust, því þó að einhverj- ir unglingar steli, þá eru þeir miklu fleiri sem eru strangheiðarlegir. Við getum spurt okkur að því af hverju þessir for- dómar eru og það er lík- lega af því að við heyrum mest um þá unglinga sem stela eða vinna einhver skemmdarverk. Fréttastofur gera nefnilega oft meira úr fréttum sem hneyksla fólk, eða láta því bregða, t.d. um þjófótta ung- linga og skemmdarverk. Það eru margir ungling- ar sem ná mjög góðum árangri í skólanum, íþróttum eða tónlistarnámi o.s.frv. en fá samt ekki mikla umfjöllun. Augljóst er að það er ósanngjarnt og ég get fullyrt að mér og mörgum unglingum er ofboðið. Þetta ætti að vera akkúrat öfugt. Ég er þá að tala um að „góðu“ krakkarnir fengju meiri athygli sem væri þá gott fordæmi fyrir aðra. Fullorðnir virðast oft vera pirr- aðir á unglingum, en muna þeir kannski ekki hvernig það var þegar þeir voru unglingar? Þá væri snið- ugt fyrir þá að prófa að setja sig í spor barna og unglinga í ákveðnum atvikum og hugsa hvað þeir myndu vilja gera, eða að einhver gerði fyrir þá, ef þeir lentu sjálfir í þeim aðstæðum. Á unglingsárunum erum við á milli þess að vera barn og full- orðinn og vitum oft ekkert hvernig við eigum að haga okkur. „Má ég vera barn núna?“ og „Þarf ég að axla ábyrgð og vera fullorðin? Hve- nær á ég að fara að sinna skyldum fullorðinna?“ eru dæmi um spurn- ingar sem við veltum fyrir okkur en vitum oft ekki svörin við. Auðvitað er mikill munur á hegðun, útliti og skynsemi sjö og sautj- án ára barna og búist er við því að aldurshóparn- ir hegði sér öðruvísi. Sjö ára barnið er enn að læra hvað má og hvað má ekki. Sautján ára unglingur- inn er hins vegar að læra hvernig hann á að haga sér sem fullorðinn og ábyrgur einstaklingur í samfélaginu. Hann þarf sem sagt hjálp og skiln- ing fullorðinna eins og sjö ára barnið, en á allt öðrum svið- um lífsins. Þá skiptir miklu máli að fullorðnir sýni skilning og hjálpi ef unglingurinn þarf á að halda. Ekki með því að segja: „Þú mátt vera barn núna“ eða eitthvað því um líkt, heldur með því að setja gott for- dæmi fyrir okkur yngri. Við gætum t.d. þurft leiðbeiningar við að setja upp ferilskrá, læra á bíl, fara sjálf að sækja um vinnu og margvísleg önnur félagsleg samskipti. Einnig væri sniðugt að íhuga það hvort full- orðnir einstaklingar hlusti virkilega á börn og unglinga, það að heyra er nefnilega ekki það sama og að hlusta. Við þurfum að endurheimta orðið „Frelsi“. Því var einn góðan veðurdag stolið af okkur, það var tekið í gíslingu og farið með það í mikla herleiðingu af áhugamönnum um óheilbrigða viðskiptahætti. Þegar hofprestar markaðs- hyggjunnar tala um frelsi eiga þeir í rauninni bara við eitt: alræði auðsins. Rétt hins sterka. Réttinn til að fara sínu fram í krafti auðs. Réttinn til að auðgast nánast á hvaða hátt sem er. Rétt- inn til að nota þann auð á hvern þann hátt sem viðkomandi sýnist, hvað sem líður lífi annarra. Rétt- inn til þrælahalds. Sameign okkar Þetta er fjandsamleg yfirtaka á hugsjónum. Frelsishugsjónin er sameiginlegur arfur okkar allra, vinstri manna og hægri manna, íhaldsmanna og nýjung- arsinna, bókabéusa og tölvubúra, trúlausra jafnt sem trúfólks – þetta er arfur meðal annars úr Frönsku stjórnarbyltingunni sem svo aftur var innblásin af stjórnarskrá Bandaríkjamanna – sem svo aftur átti sér alls kyns forsendur, langt langt aftur og djúpt í samfélagi og hugmynda- lífi manna. Þetta er sú grundvall- arhugmynd að við séum jöfn og eigum að hafa jafna möguleika til starfa og tjáningar; höfum sömu réttindi og skyldur gagn- vart hvert öðru og að eitt helsta hlutverk samfélagsins sé að gæta þess að einstaklingar séu ekki beittir ofríki af öðrum. Frelsið var ekki fundið upp af Friedman eða Hayek. Það var ekki einu sinni fundið upp af John Stuart Mill sem þó skrifaði mikilvæga bók til varnar rétti einstakling- anna, burtséð frá stétt og fæð- ingarstöðu. Í rauninni má segja að vinstri stefna 19. aldar hafi kvíslast í ýmsar áttir. Í Danmörku heitir helsti markaðshyggjuflokkurinn Venstre, og er lengst til hægri á þeim mælikvarða sem okkur er tamt að nota; raunar er hófsam- asti flokkurinn þar, hinn full- komlega daufgerði miðjuflokkur, kallaður „Radikale Venstre“, svo að kannski er þetta ekki síður til vitnis um einkennilega hugtaka- notkun okkar gömlu herraþjóð- ar – en engu að síður er vert að muna að Venstre-flokkurinn á rót sína í baráttunni fyrir borgara- legum réttindum á tímum þegar Danmörku var stýrt með bráða- birgðalögum af harðstjóranum Estrúp í nánu samráði við einn af þessum kóngum sem Íslend- ingar tignuðu af óskiljanlegum ástæðum, Kristján níunda, sem enn stendur við Stjórnarráðið okkar eins og illa gerður hlutur enda gaf hann okkur ekki frelsið frekar en Friedman og Hayek fundu það upp. Enn er það raunar svo að orðið „líberal“ – frjálshyggjumaður – er haft um það fólk í Bandaríkj- unum sem aðhyllist hugmyndir og hugsjónir sem fremur er venja að kenna til vinstri en hægri. Fátt þykir verra á sjónvarpsstöðinni sem kennir sig við refskapinn, Fox, en að vera talinn frjálslynd- ur. Repúblíkanaarmur Sjálfstæð- isflokksins er þá væntanlega líka andvígur frjálsyndi og aðhyll- ist stjórnlyndi í hugarfarsefn- um og réttindum einstaklinga til ákvarðana um eigið líf og líkama. „Kann fríþenkjarinn segjast sæll …“ Hugmyndaleg átök á Íslandi sner- ust lengi vel um trúmál fremur en borgaraleg réttindi, rétt eins og umræðan um Evrópusam- bandið snýst fremur um óljósar sjálfstæðiskenndir en raunveru- leg lífskjör almennings utan eða innan sambandsins. Lengi vel var orðið „frjálshyggjumaður“ eink- um haft um frjálslynt fólk í trúar- efnum, á tímum þegar fólk var beinlínis ofsótt fyrir að aðhyll- ast önnur trúarbrögð en lögboðna þjóðkirkju. Einkum var talað um „fríþenkjara“ í þessu sambandi: „Kann fríþenkjarinn segjast sæll / … en er síbundinn sansaþræll“ orti séra Jón á Bægisá snemma á 19. öld og átti við að sá sem þykist frjáls sé í raun ofurseldur sínum hvötum. Hann skildi ekki frelsis- þrána; enda sú hugmynd býsna fjarri íslenskum þankagangi hins hefðbundna sveitasamfélags þar sem í reynd ríkti ánauð fátæks fólks sem fjötrað var í vistarband og ofurselt duttlungum hinna ríku og sterku. Saga 20. aldar- innar er ekki síst sagan um það hvernig tókst með samtakamætti launafólks að brjótast úr fjötr- um fátæktar og fáfræði og sækja með harðfylgi þau réttindi sem við búum við á okkar dögum. Af þeim réttindum er frelsið dýr- mætast. Frelsið á að nefna með sömu lotningu og Martin Luther King gerði, hin eina sanna frelsishetja Bandaríkjamanna á síðustu öld, og Paul Eluard, sem orti eitt- hvert áhrifamesta ljóð seinni heimstyrjaldarinnar til Frelsis- ins á þeim tímum þegar Frakkar bjuggu við ófrelsi nasismans. Frelsið á ekki heima þarna úti á ysta hægri kanti þar sem það hefur mátt dúsa undanfarin ár svo maður sér jafnvel mætasta fólk tala um það með forakt. Við þurfum að endurheimta Frelsið úr klóm þeirra sem stálu orðinu og gerðu að samheiti við Markaðstrú og nauðhyggju um óskeikulleika „Markaðarins“. Auðvitað er mikill munur á hegðun, útliti og skynsemi sjö og sautján ára barna … Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Í DAG E N N E M M / S ÍA / N M 5 3 7 0 8 KLETTHÁLSI 11 og BREIÐHÖFÐA (Bílakjarninn) VIÐ ERUM Á TVEIMUR STÖÐUM: NISSAN Navara 4wd Double Cab se. Árgerð 2007, ekinn 75 þús. Dísil, sjálfskiptur. Verð áður: 3.190 þús. kr. Rnr. 140059 VW Transporter Double Cab pickup langur metan Árgerð 2009, ekinn 17 þús. Bensín, 5 gírar. Verð áður: 3.350 þús. kr. Rnr. 140984 ISUZU D-Max Árgerð 2007, ekinn 147 þús. Dísil, sjálfskiptur. Verð áður: 2.690 þús. kr. Rnr. 150600 HYUNDAI Santa Fe 4x4 dísil Árgerð 2006, ekinn 117 þús. Dísil, sjálfskiptur. Verð áður: 2.350 þús. kr. Rnr. 100126 TILBOÐSVERÐ 2.490 þús. kr. TILBOÐSVERÐ 2.330 þús. kr. TILBOÐSVERÐ 1.990 þús. kr. TILBOÐSVERÐ 1.690 þús. kr. 525 8000 - www.bilaland.is GERÐU FRÁBÆR KAUP! GERÐU FRÁBÆR KAUP! GERÐU FRÁBÆR KAUP! GERÐU FRÁBÆR KAUP! GERÐU FRÁBÆR KAUP! GERÐU FRÁBÆR KAUP! GERÐU FRÁBÆR KAUP! GERÐU FRÁBÆR KAUP! NISSAN Patrol Elegance Árgerð 2007, ekinn 89 þús. Dísil, sjálfskiptur. Verð áður: 4.690 þús. kr. Rnr. 140909 HYUNDAI Getz GLS Árgerð 2007, ekinn 60 þús. Bensín, sjálfskiptur. Verð áður: 1.490 þús. kr. Rnr. 101652 RENAULT Master millilangur Árgerð 2007, ekinn 89 þús. Dísil, sjálfskiptur. Verð áður: 2.780 þús. kr. Rnr. 140543 NISSAN Almera acenta Árgerð 2004, ekinn 128 þús. Bensín, 5 gírar. Verð áður: 790 þús. kr. Rnr. 150892 TILBOÐSVERÐ 3.750 þús. kr. TILBOÐSVERÐ 990 þús. kr. TILBOÐSVERÐ 2.090 þús. kr. TILBOÐSVERÐ 650 þús. kr. Hér sjáum við aðeins brot af þeim bílum sem við erum með á tilboði í ágúst. Endilega kynntu þér tilboðsbílana á www.bilaland.is Frelsið Er ég pirrandi? Samfélagsmál Unnur Helgadóttir unglingur Frelsið var ekki fundið upp af Friedman eða Hayek. Það var ekki einu sinni fundið upp af John Stuart Mill …
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.