Fréttablaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 2
13. ágúst 2012 MÁNUDAGUR2
Ætlar þú að breyta
um lífsstíl?
Heilsulausnir henta einstaklingum
sem glíma við offitu, hjartasjúk-
dóma og/eða sykursýki.
Hefst 27. ágúst
Kynningarfundur
Fimmtud. 16. ágúst kl. 17:30
Allir velkomnir
MANNLÍF Sunnlendingar og Hún-
vetningar hafa nú hafist handa við
að koma höfuðritum sínum á refla
að hætti evrópskra miðaldamanna.
Húnvetningar eru þó lengra á veg
komnir með sinn Vatnsdælurefil
en ekki er enn búið að stinga nál
í Njálurefil þeirra Sunnlendinga.
Húnvetningarnir tóku hins
vegar fyrsta sporið þann 16. júlí í
fyrra og miðar refilsaumnum vel
að sögn Jóhönnu E. Pálmadóttur
á Akri en hún hefur forgöngu um
þetta umfangsmikla verk.
„Fullsaumaður verður hann 46
metrar en nú eru búnir 3,3 metr-
ar,“ segir Jóhanna. „Okkur ligg-
ur ekkert á, aðalatriðið er að hafa
gaman meðan við komum saman
og saumum.“
Hún áætlar að verkið taki um
áratug og á meðan gefst tími til að
huga að því hvar hýsa skuli refil-
inn. „Ég hef nú sagt í gríni að það
ætti bara að byggja hús utan um
hann. Það hefur nú oft verið byggt
hús á Íslandi en aldrei verið saum-
aður refill nema þá kannski eitt-
hvað á landnámstíð.“
Hún hefur aldeilis notið full-
tingis síns heimafólks sem er dug-
legt við að koma við í Textílsetr-
inu í Kvennaskólanum á Blönduósi.
„Ég var að taka þetta saman en við
erum búin að fá 535 heimsóknir og
á bak við þessa 3,3 metra liggur
947 klukkustunda saumaskapur.“
Jóhanna segir sér renna blóðið
til skyldunnar en hún er komin af
Ingimundi gamla, landnámsmanni
þeirra Húnvetninga, í 37. lið.
Þessi myndarskapur hreyfði við
Sunnlendingum svo þær Gunnhild-
ur E. Kristjánsdóttir og Christina
Bengtsson tóku sig til og fengu
Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur til
að teikna upp refilinn en hún var
einmitt Húnvetningunum innan
handar með sama hætti. Hann mun
verða á bilinu 80 til 100 metrar og
þar á bæ gefa menn sér rúman ára-
tug til verksins. „Það fer allt eftir
því hvað fólk verður duglegt að
taka þátt í þessu,“ segir Christina.
Saumaskapurinn mun fara
fram í Sögusetrinu á Hvolsvelli
og verður fyrsta sporið tekið þann
2. febrúar næstkomandi. Sigurður
Hróarsson, forstöðumaður Sögu-
setursins, fagnar þessu framtaki
en neitar því þó ekki að stundum
kæmi það sér ágætlega að búa á
Kjalarnesi en ekki á Njáluslóð-
um en Kjalnesingasaga er stutt í
annan endann.
Bæði Jóhanna og Christina segj-
ast vona að framtak þeirra verði
til þess að fólk taki við sér víða
um land. „Það væri svo gaman
ef heimamenn myndu refilsauma
sitt höfuðrit svo allar Íslendinga-
sögurnar verði til í þessu formi,“
segir Christina sem er frá Svíþjóð
en segist bera Njálu í blóðinu eftir
þrjátíu ára Íslandsdvöl.
jse@frettabladid.is
Njála sem mun ná
tæpa hundrað metra
Á Blönduósi og Hvolsvelli vinna heimamenn nú að því að sauma sín höfuðrit á
refla. Njála verður tæplega hundrað metra löng og Vatnsdæla einir 46 metrar.
Bæði Húnvetningar og Sunnlendingar taka sér áratug til að klára verkið.
MYND KOMIN Á NJÁLUREFILINN Hér eru þær Kristín Ragna Gunnarsdóttir teiknari,
Gunnhildur E. Kristjánsdóttir og Christina Bengtsson með refilinn sem á aldeilis eftir
að teygjast í annan endann.
FJÖLMIÐLAR Í Fréttablaðinu á
laugardag birtist auglýsing undir
yfirskriftinni „Ef kristið fólk
þegir þá talar Biblían …“ Þar var
birt tilvitnun í fyrra Korintubréf
Biblíunnar. Þau mistök voru gerð
við birtingu auglýsingarinnar að
krefjast þess ekki að auglýsandinn
nafngreindi sig. Kaupandi auglýs-
ingarinnar er Söfnuður Moskvu-
Patríarkatsins á Íslandi, öðru
nafni Rússneska rétttrúnaðar-
kirkjan. Beðist er afsökunar á mis-
tökunum. - bj
Auglýsing með biblíutilvitnun:
Rétttrúnaðar-
kirkjan keypti
auglýsinguna
BANDARÍKIN, AP Paul Ryan verð-
ur varaforsetaefni repúblikan-
ans Mitts Romney í forsetakjöri
í Bandaríkjunum í nóvember.
Þetta tilkynnti Romney um borð
í herskipi í Virginíuríki á laugar-
dag. Ryan hefur verið þingmað-
ur Wisconsin í neðri deild banda-
ríska þingsins síðan árið 1999 en
hann er aðeins 42 ára gamall.
Mikil leynd ríkti um val Rom-
ney á varaforsetaefni sínu en
með Ryan innanborðs mun fram-
boðið bjóða upp á skýran valkost
á öndverðum meiði við framboð
demókratanna Baracks Obama
og Joes Biden. Ryan þykir höfða
meira til fólks yst á hægri væng
stjórnmálanna en hann hefur
meðal annars lagt til að velferð-
arkerfið í Bandaríkjunum verði
einkavætt.
Ryan er frjálshyggjumaður
og hefur lengi haldið því fram
að stefna ríkisstjórnar Obama í
efnahagsmálum sé röng. Hann er
jafnframt helsti höfundur að til-
lögu repúblikana til fjárlaga og
andstæðingur umbóta Obama á
heilbrigðiskerfi alríkisins.
Framboðsstjóri Obama svaraði
útspili Romney með yfirlýsingu
þar sem hann sagði hugmyndir
Romney og Ryan í efnahagsmál-
um byggja á gallaðri kenningu.
Þar væri reynt að efla ríkissjóð
með skattalækkunum á þá ríkari
og skattahækkunum á millistéttina
og eldri borgara. Formaður lands-
nefndar demókrata sagði að Rom-
ney og Ryan myndu endurtaka mis-
tök George W. Bush, forvera Obama
í embætti forseta. - bþh
Mitt Romney, forsetaframbjóðandi repúblikana, höfðar til kjósenda yst á hægri væng stjórnmálanna:
Paul Ryan valinn varaforsetaefni Romney
Á FRAMBOÐSFUNDI Mitt Romney og
Paul Ryan leiða framboð repúblikana
til forseta Bandaríkjanna gegn Barack
Obama, sitjandi forseta. NORDICPHOTOS/AFP
HORFIN Einu vísbendingarnar sem lög-
reglan hefur um hvarf Sigrid eru sokkur,
strigaskór og farsími.
NOREGUR Vika var í gær liðin
síðan hin 16 ára Sigrud Giskegj-
erde Schetnes hvarf á leið heim
til sín i Østensjø-hverfinu í Ósló.
Norska lögreglan virðist engu nær
um hvarf stúlkunnar en alls hafa
borist um 1.500 ábendingar frá
almenningi. Einu vísbendingar
lögreglunnar eru sokkur, striga-
skór og farsími sem fundust á leik-
velli í nágrenni heimilis Sigrid.
Lýst hefur verið eftir tveimur
bílum í tengslum við hvarfið en
þeir sáust í nágrenni leikskólans
þar sem talið er að Sigrid hafi
horfið, um kortér eftir miðnætti
aðfaranótt sunnudagsins 5. ágúst.
Lögreglan telur ekki alla von úti
um að finna Sigrid á lífi. - áp
Um 1.500 ábendingar borist:
Leitin að Sigrid
heldur áfram
ÍRAN, AP Tveir öflugir jarðskjálftar riðu yfir norðvest-
urhluta Írans á laugardag og urðu minnst 250 manns
að bana. Ríkissjónvarpið í Íran sagði þúsundir til við-
bótar vera særðar. Um 16.000 manns eru heimilislaus
eftir skjálftana og búa nú í 5.000 neyðartjöldum.
Fyrsti jarðskjálftinn, sem varð rétt fyrir klukkan
fimm að staðartíma, mældist 6,4 stig. Hann var á
tíu kílómetra dýpi norður af borginni Tabriz. Seinni
skjálftinn reið yfir ellefu mínútum síðar og mældist
hann 6,3 stig og á svipuðum stað og dýpi. Skjálft-
arnir fundust víða við suðvesturströnd Kaspíahafs
og ollu skelfingu meðal þeirra sem þá fundu. Um 36
eftirskjálftar fylgdu skjálftunum stóru.
Að minnsta kosti tuttugu þorp jöfnuðust við jörðu
í skjálftunum og 130 þorp til viðbótar eru mjög
illa farin. Fólki á skjálftasvæðinu var gert að eyða
aðfaranótt sunnudagsins utandyra ef fleiri skjálft-
ar myndu ríða yfir.
Yfirvöld í Íran óttuðust að fjöldi látinna myndi
aukast því björgunarsveitir voru enn að grafa fólk
úr rústunum þegar skyggja tók á laugardag. Leit
var hætt í gær og athyglinni beint að heimilislaus-
um. - bþh
Tveir stórir jarðskjálftar riðu yfir Íran á laugardag og jöfnuðu hús við jörðu:
Yfir 250 látnir og þúsundir slasaðar
RÚSTIR EINAR Heilu þorpin jöfnuðust við jörðu í Íran á
laugardag. Fólki var gert að gista undir berum himni aðfaranótt
sunnudags vegna hættu á fleiri skjálftum. NORDICPHOTOS/AFP
LONDON, AP Tvö hundruð slökkvi-
liðsmenn voru kallaðir út er eldur
braust út í endurvinnslustöð í
Austur-London um hádegi í gær.
Endurvinnslustöðin er um ell-
efu kílómetra frá ólympíuþorpinu
en slökkviliðið réði niðurlögum
eldsins í tæka tíð fyrir lokahátíð
Ólympíuleikanna sem fór fram
í gærkvöldi. Eldurinn hafði því
engin áhrif á Ólympíuleikana en
á einum tímapunkti sást reykjar-
strókur í loftinu yfir London.
Engin slys urðu á fólki og er
orsök brunans ekki kunn. - áp
Endurvinnsla brann í London:
Slökktu eldinn
fyrir lokaathöfn
BANDARÍKIN Verslunarkeðjan
Safeway í Bandaríkjunum hefur
tekið í notkun persónubundið
afsláttarkerfi sem byggir á upplýs-
ingum sem fást í gegnum notkun
viðskiptavina á hollustukortum
fyrirtækisins. New York Times
greinir frá þessu.
Í persónubundna afsláttar-
kerfinu getur munað þó nokkru á
verði vöru milli einstaklinga sem
nota hollustukortin, allt eftir því
hvort viðskiptavinirnir eru taldir
líklegir til að fjárfesta í vörunni
eður ei. Kaupvenjur notendanna er
hægt að greina í gegnum hollustu-
kortin. - kg
Safeway í Bandaríkjunum:
Ólík verð fyrir
viðskiptavini
LOKAHÁTÍÐ Bruninn hafði ekki áhrif á
lokahátíð Ólympíuleikanna sem fram fór
í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SPURNING DAGSINS
Ragnhildur, skálaðirðu í
einum ísköldum Duff þegar þú
fékkst fréttirnar?
„Nei, ég er frekar vonlaus í áfengis-
drykkju og fékk mér límonaði í
staðinn.“
Framleiðandinn Ragnhildur Thordarson
hefur verið ráðin ráðgjafi hjá teikni-
myndaseríunni The Simpsons.
Ég hef nú sagt í gríni
að það ætti bara að
byggja hús utan um hann.
JÓHANNA E. PÁLMADÓTTIR
FORGÖNGUKONA UM VATNSDÆLAREFIL