Fréttablaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 8
13. ágúst 2012 MÁNUDAGUR8 Hópur netaveiðibænda í Ölf- usá og Hvítá mælist til þess að allir netabændur á svæð- inu taki net sín upp það sem eftir lifir sumars eða dragi úr sókn. „Virðingarvert“, segir Veiðimálastofnun á meðan Árni Baldursson, for- stjóri veiðifélagsins Lax- ár, gefur lítið fyrir rök og ákvörðun netabænda. Síðastliðinn miðvikudag fundaði hópur netaveiðirétthafa í Ölfusá og Hvítá með Magnúsi Jóhannssyni, sviðsstjóra hjá Veiðimálastofnun. Þar var ástand fiskistofna á svæð- inu rætt í ljósi sárlega lítillar veiði, bæði í net í Ölfusá og Hvítá og á stöng í hliðaránum ofar í vatnakerf- inu. Ákvað fundurinn samhljóða að láta laxastofna á svæðinu njóta vaf- ans og stuðla að því að fleiri laxar nái að hrygna með því að mælast til þess að net yrðu tekin upp eða veru- lega dregið úr sókn. Haraldur Þórarinsson, netaveiði- bóndi á Laugardælum, segir að hóp- urinn telji það skyldu sína að varð- veita árnar og gæta þess að þær nýtist til stangveiði eins og hún nýt- ist til netaveiði. „Við veiðum stóran fisk í bland við smálax framan af sumri. Núna, í lok júlí, virðist hins vegar smálaxinn ekkert vera að láta sjá sig. Svo virðist sem vanti 70 til 80% af ársgamla fiskinum í árnar og því bregðumst við svona við.“ Snemmsumarsveiði í net á vatna- svæðinu hefur verið gagnrýnd harðlega með þeim rökum að nauð- synlegt sé að hleypa stærsta fisk- inum upp á hrygningarsvæðin og fresta því netaveiðum um tvær til þrjár vikur. Stjórn Veiðifélags Árnesinga hefur í þrígang fellt tillögur þess efnis að neitaveiði í Hvítá og Ölfusá verði seinkað um tvær vikur. Stjórn veiðifélagsins hefur síðustu ár verið harðlega gagnrýnd fyrir netaveið- arnar en hún samþykkti einróma á síðasta aðalfundi að heimila þær. Það skal þó tekið fram að ákvörðun netaveiðibænda núna tengist ekki veiðifélaginu með beinum hætti en það samanstendur af eigendum og ábúendum jarða og eigenda landar- eigna sem veiðirétt hafa í fimmtán ám; Ölfusá, Soginu, Ásgarðslæk, Höskuldslæk, Hvíta, Fossá, Dalá, Brúará, Hagaósi, Hólaá, Tungu- fljóti neðan Faxa, Fullsælum, Anda- læk, Litlu-Laxá og Stóru-Laxá. Árni Baldursson, hjá Lax-á, hefur verið fremstur í flokki þeirra sem gagnrýna netaveiðarnar, en Lax-á er bæði leigutaki Stóru-Laxár í Hreppum, Tungufljóts og veiði- svæða í Soginu. „Ákvörðunin snýst um að draga úr veiðisókn; þetta er ekki ákvörðun um að taka netin upp heldur aðeins að þeir geri það sem vilja. Aðrir geta eftir sem áður stundað veiðar af krafti. Ánum er að blæða út á þessu svæði; svo stóran toll hafa kvótalausar neta- veiðar tekið af hrygningarstofn- um í uppám Árnessýslu. Það mun taka áratug að byggja þetta svæði upp. Það er ekki seinna vænna en að byrja strax, taka upp öll net og hefjast handa,“ segir Árni í viðtali við Fréttablaðið. Spurður um hvort þessi gagnrýni sé ekki réttmæt í ljósi ákvörðunar netabænda í vikunni svarar Harald- ur því til að netaveiðin hefjist ekki fyrr en bróðurparturinn af stóra laxinum sé þegar genginn. „Það er svolítið lamið á okkur netaveiði- mönnum, en þegar öllu er haldið til haga þá verður netum ekki kennt um laxaþurrðina núna. Þetta ástand er í ám um allt land, þar sem ekki er veitt í net. Án þess að vilja deila við stangveiðimenn má samt spyrja á móti hvort ráðlegt sé að lemja stanslaust á fiskinum þegar hann er lagstur á hrygningarsvæðin, öfugt við það að við tökum fiskinn þegar hann er að hlaupa á milli svæða. Á ekki að hætta fyrr að veiða á stöng í ánum?“ Haraldur segir að ekkert hafi verið rætt um komandi sumar í samhengi við áskor- unina um að hætta, eða draga úr, neta- veiðinni í sumar. Hann segir að mikil ásókn sé í villtan lax og hagsmunir netaveiðibænda séu miklir, ekkert síður en stangveiðimanna og því vilji þeir taka þetta skref núna. Árni bendir á að netaveiðar Veiði- félags Árnesinga séu einu kvótalausu veið- ar á fiski á Íslandi; menn mega taka eins mikið og þeim er unnt að draga að landi, samkvæmt verklagsreglum stjórnar veiðifélagsins. „Þetta er algerlega fáheyrt. Laxinum er hreinlega slátrað, útrýmt vil ég segja, af 20 til 30 landeigendum af þeim 260 sem eru aðilar að veiði- félaginu og eiga hagsmuna að gæta. Þessi litli hópur tekur helming alls afla á vatnasvæðinu og skilja helm- inginn eftir til skiptanna fyrir alla hina. Laxinn á engu að síður heim- kynni sín í uppám Árnessýslu en er drepinn á leið sinni þangað þar sem hann á sér það eina markmið að við- halda stofnstærð sinni. Stjórn Veiði- félags Árnesinga hefur að engu haft ákvörðun Veiðimálastofnunar um að ekki skuli drepa tveggja ára laxinn.“ Árni segir að endurheimtur á merkjum á laxi úr Brúará og Sogi sýni að um 70 prósent af göngunni sem þá var á ferðinni í ánum lentu í netum niðri í Ölfusá eða Hvítá. „Þetta gefur vísbendingu um blóð- tökuna; hún er óheyrilega mikil,“ segir Árni. Magnús Jóhannsson, sviðsstjóri hjá Veiðimálastofnun, segir að ákvörðun netabænda að bregðast við lítilli veiði sé virðingarverð. „Það kemur á óvart hversu veiðin er slök, sérstaklega í netin. Það bendir til þess að fiskgengdin sé lítil þó það sé ekki bund- ið við þetta svæði,“ segir Magnús. Um gagnrýni á snemmsumarsveiði tekur Magnús undir það að stóri laxinn sé betri hrygningarfisk- ur og því mæli Veiði- málastofnun með því að honum sé hlíft. Um seiðabúskap Ölf- usár/Hvítársvæð- isins segir Magn- ús hann hafa verið frekar slakan. „Þó hefur hann farið upp á við síðustu ár og tengst því að meira af laxi hefur hrygnt. Ég átti von á því að veiðin yrði betri miðað við þann seiðabúskap sem átti að standa undir veiðinni í sumar. Hafið virðist vera að bregð- ast okkur, sýnist mér. Svo kann að spila inn í hversu kalt vorið var í fyrra. Það hefur áhrif á þroska seiðanna og ekki loku fyrir það skotið að hluti seiðanna hafi ákveð- ið að bíða eitt ár. Það er von okkar en það getur líka verið hættulegt því mikil afföll geta orðið árið sem bætist við í ánum.“ FRÉTTASKÝRING: Netaveiði á laxi í Ölfusá og Hvítá Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is Laxaþurrð kastar ljósi á netaveiði ■ Engar netaveiðar á laxi eru heimilaðar í sjó hér við land og því er öll lax- veiði í fersku vatni. Fjöldi neta er takmarkaður og netaveiði á göngufiski má ekki stunda frá föstudagskvöldi kl. 22 til þriðjudagsmorguns kl. 10. ■ Sumarið 2011 veiddust á Suðurlandi 8.499 laxar í net. Flestir þeirra veidd- ust í Þjórsá, 4.945 laxar, 2.252 í Hvítá í Árnessýslu og 1.263 í Ölfusá. ■ Meðaltal netaveiddra laxa á Íslandi frá 1974-2011 eru 12.131 lax. Í dag er sú veiði nær eingöngu í Hvítá/Ölfusá auk Þjórsár, þar sem veiðin hefur verið mest undanfarin ár. Engin laxveiði er stunduð á Þjórsársvæðinu að kalla. ■ „Ekki hefur verið gripið til markvissra aðgerða til að minnka veiði á stórlaxi í netaveiði. Þar er augljóslega erfitt um vik við að sleppa laxi og vænlegast að draga úr veiðiálagi á þeim með því að byrja veiði seinna sumars en nú er gert en þekkt er að stórlaxar eru að ganga fyrr á sumrinu en smálaxar.“ HEIMILD: LAX- OG SILUNGSVEIÐIN 2011, VEIÐIMÁLASTOFNUN. 3.515 laxar veiddir í net sumarið 2011 LAX Stangveiddur lax er mun verðmætari en sá netaveiddi. Hins vegar eru hagsmunir netabænda miklir þar sem villtur lax er eftirsóttur og í háu verði. FRÉTTABLAÐIÐ/SVAVAR Ánum er að blæða út á þessu svæði; svo stóran toll hafa kvóta- lausar netaveiðar tekið af hrygningarstofnum í uppám Árnessýslu. Það mun taka áratug að byggja þetta svæði upp. Það er ekki seinna vænna en að byrja strax, taka upp öll net og hefjast handa. ÁRNI BALDURSSON FORSTJÓRI LAX-ÁR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.