Fréttablaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 48
13. ágúst 2012 MÁNUDAGUR24
sport@frettabladid.is
Íslenskir landsliðsmenn voru á skotskónum um helgina í síðusta leikjum sínum fyrir landsleikinn við
Færeyjar á Laugardalsvellinum á miðvikudaginn. Aron Einar Gunnarsson skoraði tvö mörk í 4-1 sigri Cardiff City á Newcastle
í æfingaleik, Alfreð Finnbogason skoraði tvö og lagði upp eitt í 7-2 sigri Helsingborg á Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni og
Kolbeinn Sigþórsson tryggði Ajax 2-2 jafntefli á móti AZ Alkmaar í fyrstu umferð hollensku deildarinnar.
HANDbolti Aron Pálmarsson var
valinn í úrvalslið handboltakeppni
karla á Ólympíuleikunum í London
en valið var tilkynnt fyrir úrslita
leik Svía og Frakka í gær. Aron
spilaði frábærlega með íslenska
landsliðinu á mótinu og var alls
með 37 mörk og 24 stoðsendingar
í 6 leikjum. Aron, sem er aðeins 22
ára gamall, þótti líka vera besta
vinstri skyttan að mati sérstakrar
valnefndar hjá IHF.
Þetta er fimmta stórmót
íslenska landsliðsins í röð þar sem
Ísland á fulltrúa í úrvalsliði og alls
hafa íslenskir handboltamenn átt
sjö sæti í þessum fimm úrvals
liðum. Guðjón Valur Sigurðsson
og Ólafur Stefánsson hafa komist
tvisvar í úrvalslið stórmóta frá og
með Ólympíuleikunum í Peking en
Aron er fimmti íslenski leikmað
urinn sem fær svona mikla viður
kenningu fyrir frammistöðu sína
á stóra sviðinu.
Íslenskir leikmenn hafa því
verið í sérflokki á síðustu stór
mótum ef marka má valið á úrvals
liðum mótanna. Hér er undanskilið
heimsmeistarmótið í Króatíu 2009
en íslenska liðið var ekki með á því
móti. - óój
Aron Pálmarsson er fimmti Íslendingurinn sem kemst í úrvalslið stórmóta frá og með ÓL í Peking 2008:
Aron besta vinstri skyttan á leikunum í London
aron Pálmarsson Kom að meira en
tíu mörkum í leik á leikunum í London.
FréttabLaðið/vaLLi
Ól 2012 Kári Steinn Karlsson sá til
þess að Ólympíuleikarnir enduðu
á jákvæðum nótum fyrir íslenska
keppnisliðið en hann varð í 42.
sæti í maraþonhlaupi karla sem
fór fram í hjarta Lundúna í gær.
Hann hljóp á 2.18:47 klst. sem
er um einni og hálfri mínútu frá
Íslandsmeti hans. Engu að síður
er árangurinn sérlega góður því
brautin var hæg og margir hlaup
arar sem áttu betri tíma en Kári
Steinn komu á eftir honum í mark
eða féllu einfaldlega úr leik.
„Þetta snerist frekar um að taka
fram úr heldur en að keppa við
tímann,“ sagði hann við Frétta
blaðið eftir hlaupið í gær. „Á stór
mótum eins og Ólympíuleikum
skiptir tíminn engu máli – það
eina sem fólk vill vita er í hvaða
sæti maður lenti.“
98 af keppendunum 105 höfðu
hlaupið hraðar en Kári Steinn átti
best á sínum ferli en hann var að
þreyta aðeins sitt þriðja maraþon
frá upphafi í gær. Árangurinn er í
því ljósi sérlega góður.
Þungt stórborgarloft
Kári Steinn segir að aðstæður
hefðu verið nokkuð erfiðar – en
þó ekki alslæmar. „Það hefði getað
verið 30 stiga hiti og sól allan tím
ann,“ sagði hann en sólin skein
þó lengst af í keppninni þó svo að
hitastigið hafi ekki farið yfir 25
gráður.
„Það var því nokkuð þungt loft
hér í miðri stórborginni og maður
fann fyrir því. Ég svitnaði mikið
og passaði mig vel upp á að drekka
mikið á leiðinni. Það borgaði sig
því menn hrundu niður eins og
dauðar flugur síðustu kílómetr
ana, væntanlega vegna vökva
skorts.“
Kári Steinn vann sig úr 94. sæti
eftir fyrstu fimm kílómetrana og
upp í 42. sæti. Hann vann sig upp
um sæti hvert skipti sem millitími
var tekinn, alveg fram á síðustu
metrana.
„Mér finnst ég hafa gefið allt í
þetta. Maður nær aldrei 100 pró
sent úr sér og mikil kúnst að halda
einbeitingu allan tímann. Vissu
lega komu kaflar þar sem ég hefði
getað gert betur en ég tók samt vel
á því og kláraði mig svo alveg á
síðustu metrunum.“
Heyrði reglulega í Íslendingum
Ótrúlegur fjöldi áhorfenda kom
sér fyrir við hlaupaleiðina sem
lá frá Buckinghamhöll í vestri og
Lundúnaturni í austri.
„Þetta var mjög flott leið og
margar flottar byggingar á leið
inni. Stundum leið manni eins og
bíl í Formúlu 1 eftir að hafa farið
í gegnum allar þessar beygjur. En
það gerði þetta bara enn skemmti
legra,“ sagði hann.
„Það var samt hálfgert sjokk að
fara af stað og fá þennan mann
fjölda til að taka á móti manni.
Maður sá að þetta voru ekki bara
23 raðir af áhorfendum heldur
algjört mannhaf. Þetta var eins
og í skrúðgöngu og lætin voru því
lík,“ segir hann.
„Það var erfitt að halda ró sinni
í upphafi og lá við að það væri
þægilegra að hlaupa þá spotta þar
sem áhorfendur máttu ekki vera.
En þegar þreytan tók yfir hætti
maður að taka eftir þessu.“
Hann segist þó hafa heyrt
kallað á sig með reglulegu milli
bili. „Ég heyrði alltaf reglulega í
Íslendingum og var mjög gott að
finna fyrir stuðningnum.“
á nóg eftir
Hann segist vera sáttur við niður
stöðuna og 42. sætið. Það gefi góð
fyrirheit fyrir framhaldið.
„Þetta voru mínir fyrstu Ólymp
íuleikar og innan við ár frá því ég
hljóp maraþon í fyrsta skipti. Ég á
því nóg eftir og stefni enn hærra á
næstu mótum og næstu Ólympíu
leikum.“
Gaf allt sem ég átti í síðustu metrana
Kári Steinn Karlsson náði frábærum árangri í maraþonhlaupi á lokadegi ÓL í London í gær. Hann var um
einni og hálfri mínútu frá Íslandsmetinu sínu en skilaði sér engu að síður í 42. sæti af 105 keppendum.
kominn Í mark Kári Steinn Karlsson kemur hér í mark í maraþoninu í gær fyrstur
Íslendinga á Ólympíuleikum. FréttabLaðið/vaLLi
eiríkur stefán
ásgeirsson
og Valgarður
Gíslason
fjalla um ÓL 2012
eirikur@frettabladid.is - valli@frettabladid.is
HANDbolti Frakkar urðu í gær
ólympíumeistarar í handbolta
karla eftir 22-21 sigur á Svíum
í úrslitaleik. Frakkar vörðu þar
með titil sinn frá því fyrir fjórum
árum þegar þeir unnu Íslendinga
í úrslitaleik.
Frakkar töpuðu bara einum
leik á mótinu og það var á móti
Íslendingum. Þeir hafa nú unnið
sex stórmótagull á síðustu sex
árum eða á öllum stóru mótun-
um, ÓL (2008, 2012), HM (2009,
2011) og EM (2006, 2010), tvisvar
sinnum. Krótar fengu brons-
ið eftir léttan sjö marka sigur
á Ungverjum, 33-26. Íslenska
landsliðið endaði í 5. sæti sem er
þriðji besti árangur Íslands. - óój
Frakkar ólympíumeistarar:
Sex stórmóta-
gull á sex árum
THierry omeyer Er búinn að vinna 32
stóra titla á ferlinum. nordicphotoS/aFp
Golf GKG og GR tryggðu sér
sigur í Sveitakeppni GSÍ í
gær. Golfklúbbur Kópavogs og
Garðabæjar varð Íslandsmeistari
í karlaflokki eftir 41 sigur á
Golfklúbbi Setbergs í úrslitaleik.
Golfklúbbur
Reykjavíkur
var búinn að
vinna sveita
keppni karla
undanfarin tvö
ár en endaði nú
í þriðja sætinu
eftir að hafa
unnið Keili í
leiknum um
þriðja sætið.
Konurnar
í GR héldu aftur á móti sigur
göngu sinni áfram með því að
vinna Keili 32 í úrslitaleiknum
og vinna Sveitakeppnina þriðja
árið í röð. GKG tók bronsið eftir
sigur á NK.
Systkinin Alfreð Brynjar
Kristinsson hjá GKG og Ólafía
Þórunn Kristinsdóttir hjá GR
unnu bæði sína leiki í úrslitunum
en þetta var eftirminnileg helgi
hjá fjölskyldunni því Alfreð gifti
sig á laugardagskvöldið. - óój
Sveitakeppni GSÍ um helgina:
Alvöru helgi hjá
fjölskyldunni
alfreð brynjar
krisTinsson
Ól í Peking 2008
Snorri Steinn Guðjónsson 6,0 mörk í leik
Guðjón valur Sigurðsson 5,4
Ólafur Stefánsson 3,6
em í austurríki 2010
Ólafur Stefánsson 4,0
Hm í svíþjóð 2011
alexander petersson 5,9
em í serbíu 2012
Guðjón valur Sigurðsson 6,8
Ól í london 2012
aron pálmarsson 6,2
Íslendingar í úrvalsliðum: