Fréttablaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 16
16 13. ágúst 2012 MÁNUDAGUR
Ég þakka forsvarsmanni Sam-taka sunnlenskra sveitarfé-
laga, Þorvarði Hjaltasyni, hlý orð
í minn garð í frétt RÚV 1. ágúst.
Þó svo ég sinni starfi mínu hjá
Bílum og fólki ehf. eftir bestu
getu þá get ég ekki tekið heið-
urinn af því að rekstur sveitar-
félaganna á áætlunarbílum eftir
þjóðvegum landsins gangi ekki
sem skyldi. Vissulega
stöndum við í markaðs-
setningu, en kostnaður
fyrirtækisins við hana
er ekki mikið meiri en
dagsvelta Strætó bs.
(samkvæmt fundar-
gerð Borgarráðs). Ekki
er okkar markaðssetn-
ing heldur miðuð að
því að tæla almenning
úr bílum Strætó yfir í
okkar eigin. Við stund-
um ferðaþjónustu og
okkar helsta vara eru
svokallaðir hringmið-
ar. Við förum til dæmis
með hringmiðafarþega
inn á atvinnusvæði
útsvarsgreiðenda á Suð-
urlandi.
Sem dæmi um hring-
miða má nefna Full Circle Pas-
sport, en með honum geta ferða-
menn farið í langferðabíla Sterna
(og samstarfsaðila) hringinn í
kringum landið, eftir þjóðvegi
eitt, með eins mörgum eða fáum
stoppum og neytandinn vill. Olíu-
gjaldið sem við greiðum gengur
upp í háan kostnað sem hlýst af
viðhaldi vegakerfisins en stór-
ir bílar, svo sem strætisvagnar
Strætó bs. slíta yfirborði veganna
hraðar en venjulegir fólksbílar.
Fyrirtækið er, auk þess að greiða
olíugjald, ólíkt Strætó bs., með
hópferðaleyfi. Sé það ekki nóg þá
erum við einnig með ferðaskipu-
leggjendaleyfi. Við erum sem sagt
í fullum rétti í okkar markaðssetn-
ingu og höfum öll tilskilin leyfi til
okkar aksturs, auk þess sem við
leggjum sérstaklega til í sam-
neysluna með olíugjaldinu.
Hvers vegna hafa áætlanir
Strætó í farþegaflutningum ekki
gengið eftir? Kannski voru þetta
ekki nægilega góðar áætlanir.
Á hvaða reynslu byggði Strætó?
Sennilega hefðu ráðleggingar frá
Bílum og fólki ehf. verið auðsóttar
enda höfum við ávallt verið miklir
áhugamenn um almenningssam-
göngur og fyrirtækið stendur í og
hefur staðið í áætlunarakstri um
árabil auk þess sem innan fyrir-
tækisins starfar hópur
karla og kvenna sem
mörg hver hafa ára-
tuga reynslu af rekstri
sem þeim er Samband
sunnlenskra sveitarfé-
laga telur útsvarstekj-
um sínum best borgið í
að sinna.
Mínar ráðlegging-
ar eru fyrst og fremst
þessar; a) miðið áætl-
anir við þarfir farþeg-
anna, ekki við þarf-
ir fyrirtækisins, b)
hafið áætlanatöflur
aðgengilegar og læsi-
legar, bæði á stoppi-
stöðvum og á heimasíð-
unni, c) starfsfólk þarf
að tileinka sér þjón-
ustuviðmót og hjálpa
viðskiptavinum í hvívetna eftir
bestu getu, d) stundið samkeppni
þar sem hana er að finna en ekki
ímyndaða líkt og Strætó telur sig
verða fyrir af okkar hálfu í Land-
eyjahöfn. Við keyrum ekki þangað
nema með erlenda dagsferðafar-
þega í samstarfi við ferðaþjónustu-
aðila í Eyjum. Samkeppnin er hins
vegar við önnur samgönguform.
Rangt er einnig að við leggj-
um fyrr af stað en Strætó. Við
förum ekki á fætur fyrr en um
klukkan sjö á morgnana og miss-
um af Strætó fyrir vikið, líkt og
ég ímynda mér að sé raunin með
marga mögulega viðskiptavini.
Í fyrri greinum hef ég fjallað um þann góða árangur sem við
höfum nú náð í efnahagsmálum
og skýrt hvernig efnahagsstefna
okkar og AGS bjó í haginn fyrir
þann góða árangur. Lykilatriði
var að við nálguðumst það erfiða
verkefni að laga útgjöld að tekjum
eftir Hrun á forsendum jafnaðar-
manna: Við vildum sýna hagsýni
húsmóðurinnar. Við vildum draga
úr kostnaði eins og mögulegt væri,
en ekki þannig að mikilvæg verk-
efni yrðu sett í hættu eða þjónusta
skert umfram það sem ásættanlegt
gæti talist.
Aðhald í ríkisrekstri verður auð-
vitað áfram nauðsynlegt. Við, sem
viljum búa í réttlátu samfélagi þar
sem ríkið tryggir jöfn tækifæri og
félagslegt réttlæti, berum ábyrgð
á því að reka ríkið með eins hag-
kvæmum hætti og kostur er. Ef
við gerum það ekki, færum við
andstæðingunum mikilvæg vopn
til að grafa undan samneyslunni
og veikja velferðarþjónustuna.
Nýverið stakk einn varaþingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins upp á því
að ríkisútgjöld yrðu færð aftur til
þess sem þau voru árið 1980. Sjálf-
stæðisflokkurinn kann því enn einn
ganginn að vera að elta ranghug-
myndir breskra íhaldsmanna, rétt
eins og þegar þangað voru sóttar
fyrirmyndir að markaðsvæðingu
án samfélagslegrar ábyrgðar á
fyrri tíð.
Við sem viljum verja félagslegt
réttlæti og skynsamleg útgjöld til
velferðarmála getum því ekki talað
eins og að við höfum nú höndlað
hinn eilífa sannleik og að útgjöld til
ríkisrekstrarins og umgjörð hans
þurfi ekki framar endurmats við.
Þvert á móti þurfum við að nýta öll
tækifæri til að fara betur með og fá
meiri og betri þjónustu fyrir minna
verð. Þar eru mörg tækifæri. Sem
dæmi má nefna að notendur kalla
eftir sífellt meira frelsi í að ákveða
hvernig þjónustu þeir fá, frá hverj-
um og hvenær. Hagsmunasamtök
fatlaðra hafa gengið fram fyrir
skjöldu í þessu efni. Aldraðir munu
líka vilja ráða meiru um þá þjón-
ustu sem þeir þurfa á að halda. Í
slíkum breytingum felast ný tæki-
færi til að gera hvort tveggja í
senn: Auka vald fólks yfir eigin lífi
og draga úr kostnaði við umgjörð-
ina við þjónustuna, á sama tíma
og þjónustan er bætt. Með þessum
hætti þurfum við að að halda áfram
að endurmeta allan ríkisreksturinn,
til að tryggja að þjónustan sé ávallt
veitt með eins hagkvæmum og
skynsamlegum hætti og kostur er.
Efnahagsbatinn frá Hruni er stað-
reynd, en hann byggir á viðkvæm-
um grunni. Vöxtur okkar hvílir á
missterkum stoðum. Afgangur af
viðskiptum við útlönd frá Hruni
hefur ekki byggst á aukningu á
útflutningi okkar heldur á minni
innflutningi. Þegar hægði á hag-
kerfinu drógum við úr kaupum á
erlendri neysluvöru og við hætt-
um að kaupa erlend tæki og tól í
sama mæli og áður. Þegar hagkerf-
ið kemst á fullt skrið má búast við
aukningu á innflutningi. Þá skiptir
miklu að útflutningur okkar aukist,
ef áfram á að vera afgangur af við-
skiptum við útlönd. Helstu útflutn-
ingsvörur okkar eru sjávarafurð-
ir og ál. Magn þeirra verður ekki
aukið svo auðveldlega á einni nóttu.
Við veiðum ekki meira en ráðgjöf
vísindamanna leyfir og það tekur
langan tíma að reisa ný stóriðju-
ver og erfitt er orðið að finna orku
sem hentar til slíkrar stóruppbygg-
ingar. Ferðaþjónustan skilar miklu,
en það eru líka takmörk fyrir því
hversu hratt sú grein getur vaxið.
Því skiptir miklu að við reisum
traustari stoðir undir fjölbreyttari
útflutningsgreinar. Fleiri þurfa að
geta flutt út. Við getum ekki öll farið
að framleiða ál, en við getum flutt út
þjónustu og þekkingu. Efnahagsleg-
ur stöðugleiki, með lágum vöxtum
og stöðugu gengi, er forsenda þess
að okkur takist það verkefni.
En stöðugleika er vandasamt
að ná, þegar íslenskt efnahagslíf
er í viðjum hafta og lánsfé verður
landinu og atvinnulífi dýrt og tor-
sótt um mörg ókomin ár. Þá skiptir
mestu að reisa sjálfbæra umgjörð
um íslenskt efnahagslíf. Við getum
ekki áfram byggt allt á lánum. Við
verðum að búa okkur undir að nýta
betur landkosti og hæfileika okkar
sjálfra, auka á nýsköpun í hverri
grein og fjölga þannig tækifærum
til verðmætasköpunar.
Í þessu samhengi er mikilvægt
að horfa til þess hvernig grann-
ar okkar, Norðmenn og Finnar,
tóku á veikleikum í efnahagsþró-
un sinni eftir kreppuna í upphafi
tíunda áratugarins. Norðmenn
reistu skynsamlega umgjörð um
nýtingu náttúruauðlinda sinna og
veittu einkafyrirtækjum aðkomu
að þeirri nýtingu undir opinberu
forræði og þannig að arður af nýt-
ingu félli til samfélagsins. Ávinn-
ingurinn er ekki síst sá að draga úr
áhættu ríkisins af atvinnurekstri
og nýta betur það fé sem er bundið
í opinberu eignarhaldi en nýtist að
óbreyttu illa til verðmætasköpun-
ar. Við þurfum líka að nýta okkur
betur afl okkar ágætu lífeyris-
sjóða og finna þeim fjárfestingar-
tækifæri í arðsamri uppbyggingu
innviða. Af hverju á ríkið að flytja
eigið fé frá heilbrigðiskerfinu til að
byggja flugstöðvar eða skuldsetja
almenning til að byggja rafmagns-
línur til einkafyrirtækja? Af hverju
geta ekki lífeyrissjóðir landsmanna
fengið þessi verkefni?
Finnar nýttu sér aðgang að evr-
ópskum mörkuðum til að byggja
upp nýja útflutningsatvinnuvegi,
þar sem höfuðáhersla var lögð á
sköpunarkraft og þekkingu. Við
höfum fjárfest í þekkingu ungs
atvinnulauss fólks og þannig forð-
ast stærstu mistök Finna, sem
misstu heila kynslóð af vinnu-
markaði. En ungt fólk, með þekk-
ingu og burði, sem vill hasla sér
völl í skapandi greinum og tækni-
greinum þarf pláss. Lítil skap-
andi fyrirtæki þurfa ekki skjall
og innblásnar lofræður, heldur
pláss til að vaxa og stækka. Ríkið
getur stutt við slíka þróun með
með því að haga innkaupastefnu
sinni þannig að upplýsingatækni,
hönnun og ýmis stoðþjónusta sé
aðkeypt í vaxandi mæli. Af hverju
rekur ríkið fjölmörg mötuneyti í
miðbænum, mitt í þyrpingu helstu
matsölustaða landsins sem glíma
við þann stærsta vanda að lifa af
vetrarmánuðina? Öflugar útflutn-
ingsgreinar verða ekki til nema við
styðjum við þær hér heimafyrir. Og
þær þurfa markaðsaðgang. Þannig
eigum við ónýtt gríðarleg sóknar-
færi í landbúnaði, sem aldrei verða
að veruleika nema við fáum hindr-
unarlausan markaðsaðgang að Evr-
ópumarkaði.
Á þessu hangir margt. Fyrir-
sjáanlegt er að vaxandi útgjalda-
þrýstingur verður á næstu ára-
tugum, eftir því sem þjóðin eldist,
enda enn ekki búið að koma öllum
lífeyrisskuldbindingum ríkisins í
það horf að við eigum fyrir þeim.
Við þurfum að létta á þeim þrýst-
ingi. Ef við náum að að sýna afgang
af rekstri ríkisins um mörg ókom-
in ár dafnar atvinnulíf í landinu,
vaxtastig lækkar og dregur úr
skattbyrði. Við flýtum því líka að
gjaldeyrishöft verði afnumin. Við
drögum úr erlendri lánsfjárþörf og
þar með vaxtagreiðslum úr landi.
Aukinn kraftur í fjölbreyttari
útflutningsstarfsemi fjölgar þeim
stoðum sem hagkerfið hvílir á. Við
þurfum að koma íslensku efnahags-
lífi aftur í samband við hið alþjóð-
lega efnahagsumhverfi og nýta
aðgang að mikilvægum mörkuðum
til að fjölga tækifærum.
Það er hin sjálfbæra sóknar-
stefna nýrra tíma.
Efnahagsbatinn frá Hruni er staðreynd,
en hann byggir á viðkvæmum grunni.
Vöxtur okkar hvílir á missterkum stoðum.
Afgangur af viðskiptum við útlönd frá Hruni hefur
ekki byggst á aukningu á útflutningi okkar heldur á
minni innflutningi.
Hvers vegna
hafa áætl-
anir Strætó í
farþegaflutn-
ingum ekki
gengið eftir?
Kannski voru
þetta ekki
nægilega
góðar áætlanir.
100% HÁGÆÐA PRÓTEIN
HLEÐSLUSKYR ER HOLL NÆRING. ÞAÐ HENTAR
VEL Í BOOST-DRYKKI EÐA SEM MÁLTÍÐ OG ER
RÍKT AF MYSUPRÓTEINUM. SMAKKAÐU ÞAÐ
HREINT EÐA BRAGÐBÆTT.
NÝTT
Ríkt af
mysupróteinum
Lífið er æfing - taktu á því
ÍS
L
E
N
SK
A
S
IA
.IS
M
S
A
6
04
35
0
7/
12
Sjálfbær sóknarstefna
Efnahagsmál
Árni Páll
Árnason
alþingismaður
Allir með Strætó?
Samgöngur
Drengur Óla
Þorsteinsson
markaðsstjóri