Fréttablaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 46
22 13. ágúst 2012 MÁNUDAGUR Hanna Guðrún Halldórs- dóttir leikkona stundar iðn sína í Los Angeles og fer með lítið hlutverk í sjónvarpsþáttunum The Newsroom sem sýndir verða á Stöð 2 í haust. Hanna Guðrún flutti til Banda- ríkjanna árið 2007 og útskrifað- ist með BA gráðu í leiklist og fjöl- miðlafræði í desember. Hún segist hafa upplifað margt skemmtilegt eftir flutningana til Los Angeles og fengið að spreyta sig á ólíkum hlutverkum í kvikmyndum sem og sjónvarpi. Fyrsta hlutverk henn- ar var í kennslumyndbandi um hvernig bregðast ætti við nátt- úruhamförum en hlutverkin hafa orðið kræsilegri með árunum og fer Hanna Guðrún til dæmis með lítið hlutverk í sjónvarpsþáttunum The Newsroom sem sýndir verða á Stöð 2 í haust. Hanna Guðrún gerðist einnig nýverið félagi í hinu nýstofnaða SAG-AFTRA, en það er stéttar- félag sem stofnað var í mars þegar hin sögufrægu félög Screen Actors Guild og American Federation of Television and Radio Artists sam- einuðust í eitt. Félögin voru bæði stofnuð á fjórða áratug síðustu aldar og var ætlað að standa vörð um hagsmuni leikara og annarra sem störfuðu innan kvikmynda- og fjölmiðlageirans á kreppuárunum. „Ég gerðist meðlimur AFTRA fyrir tveimur árum síðan, en varð meðlimur að SAG rétt áður en félögin sameinuðust. Hið nýja SAG- AFTRA er lokað félag og meðlimir þess mega ekki vinna í verkefnum þeirra sem ekki eru með samning við SAG eða AFTRA, eins og aug- lýsingum. Laun félagsmanna eru betri en um leið ertu að keppa um hlutverk við marga reyndari leik- ara,“ útskýrir hún. Þegar hún er að lokum innt eftir því hvort hún rekist oft á þekkt andlit í tengslum við vinnu sína svarar Hanna Guðrún játandi. „Auðvitað sér maður oft frægt fólk hérna. En oftast er maður bara að sinna sínu starfi og ekki að pæla mikið í því. Ég viðurkenni samt að ég hef alveg orðið smá „star- struck“ stundum. Hjartað sló til dæmis aðeins örar þegar sjálfur McDreamy heilsaði mér hjá vatns- kælinum á tökustað eitt sinn,“ segir hún að lokum. sara@frettabladid.is LAUNAHÆRRI HJÁ SAG ÁNÆGÐ Í LOS ANGELES Hanna Guðrún Halldórsdóttir, leikkona í Los Angeles, fer með hlutverk í sjónvarpsþáttunum The Newsroom sem sýndir verða á Stöð 2. Extreme Chill: Margt leynist í mixinu Beatmakin Troopa er listamannsnafn Pans Thorarensen sem hefur verið áberandi í íslensku raftónlistarsenunni undanfarin ár. If You Fall You Fly er fimmta platan hans undir því nafni, en að auki er Pan annar helmingur dúósins Stereo Hypnosis og einn af forsvarsmönnum Extreme Chill-hópsins sem hefur verið duglegur við tónleikahald í borginni, auk þess að halda samnefnda tónlistarhátíð á ári hverju á Hellis- sandi. If You Fall You Fly er jafnframt fyrsta platan sem Extreme Chill gefur út. Tónlist Beatmakin Troopa er hæggeng og stemningar- full instrúmental-tónlist. Aðaláherslan er á að búa til góðan grunn og hlaða svo ofan á hann flottum hljóðum, hljóðheimurinn skiptir ekki síður máli en lagasmíðarnar sjálfar. Troopa hefur lengi verið mjög fær í þessari iðju og sýnir það enn og aftur á nýju plötunni sem hann vann í samstarfi við Þor- kel Atlason poppara, tónskáld og tilraunatónlistarmann. Það eru fimm lög á If You Fall You Fly og maður heyrir vel að þeir félagar Troopa og Þorkell hafa legið yfir hverju hljóði. Þetta er býsna góð plata. Hún er ekki beint frumleg eða framsækin, en stendur samt vel fyrir sínu. Hljómburður- inn er líka mjög góður og það leynast mörg flott hljóð í mixinu þegar vel er hlustað. Á heildina litið enn ein fín plata frá Beatmakin Troopa. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Fimmta plata Beatmakin Troopa er í anda fyrri verka. Tónlist ★★★ ★★ If You Fall You Fly Beatmakin Troopa Enn af máli málanna í Hollywood; Kristen Stewart og Robert Pattin- son. Á meðan Rob undirbýr sig fyrir viðtal í sjónvarpsþættinum Good Morning America á miðviku- dagsmorgun þar sem, ef marka má heimildir, þáttastjórnendum verður leyfilegt að spyrja hann að hverju sem er, virðist Krist- en vera að reyna að skríða í felur. Ekki nóg með að hún sé búin að boða forföll á frumsýningu nýj- ustu myndar sinnar, On The Road, í næstu viku heldur segir sagan að hún hafi líka dregið til baka ákvörðun sína um að taka að sér aðalhlutverkið í myndinni Cali. Hún hafði einnig ætlað að fram- leiða þá mynd, ásamt Nick Cas- savetes, svo það eru allar líkur að hún ákveði að halda sig eingöngu hinum megin við myndatökuvél- arnar að þessu sinni. Twilight-aðstandendur reyna nú allt sem þeir geta til að beina sjónum aðdáenda myndanna að öðru en framhjáhaldinu og hafa gefið út að endirinn á síðustu myndinni, sem er væntanleg í nóvember, verði allt öðruvísi en í bókinni. Allt óljóst í Twilight-heimi FERILLINN BÚINN? Framhjáhald Kristen Stewart virðist ætla að eyðileggja fleira en ástarlífið fyrir henni. NORDICPHOTOS/GETTY MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS Miðasala: 412 7711 www.bioparadis.is / midi.is Hluti af Europa Cinemas MÁNUDAGUR: TÍU TÍMAR TIL PARADÍSAR (TEDDY BEAR) 18:00, 20:00, 22:00 HRAFNHILDUR 18:00, 20:00 STARS ABOVE 18:00 RED LIGHTS 22:10 BERNIE 20:00 COOL CUTS: LEGENDS OF VALHALLA-THOR 18:00 COOL CUTS: JAR CITY 20:00 COOL CUTS: LAST DAYS OF THE ARCTIC 22:00 BLACK’S GAME (ENGLISH SUBS) 22:00 SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! SAMI AFSLÁTTUR FYRIR ÖRYRKJA OG ELDRI BORGARA. HRAFNHILDUR KVIKMYND EFTIR RAGNHILDI STEINUNNI JÓNSDÓTTURTÍU TÍMAR TIL PARADÍSAR HVERSU LANGT MYNDIR ÞÚ FARA TIL AÐ FINNA ÁSTINA? TEDDY BEAR HEIMILDAMYND UM KYNLEIÐRÉTTINGU 15. ÁGÚST: ELLES (ÞEIR) með Juliette Binoche! MEÐ ÍSLENSKU TALI TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS TOTAL RECALL KL. 8 - 10.15 12 TO ROME WITH LOVE KL. 5.50 - 8 L KILLER JOE KL. 10.15 16 INTOUCHABLES KL. 5.50 12 TO ROME WITH LOVE KL. 5.30 - 8 - 10.30 L TOTAL RECALL KL. 6 - 9 12 KILLER JOE KL. 8 - 10.20 16 ÍSÖLD 4 2D ÍSL.TAL KL.5.50 L INTOUCHABLES KL. 5.30 - 8 - 10.30 L BRAVE:HIN HUGRAKKA 2D KL. 3.30 - 5.45 L BRAVE:HIN HUGRAKKA 3D KL. 3.30 - 5.45 L TOTAL RECALL KL. 6 - 8 - 9 - 10.35 12 TOTAL RECALL LÚXUS KL. 5.20 - 8 - 10.35 12 ÍSÖLD 4 3D ÍSL.TAL KL.3.40 - 5.50 L ÍSÖLD 4 2D ÍSL.TAL KL. 3.40 L TED KL. 8 - 10.20 12 SPIDER-MAN 3D KL. 8 - 10.50 10 - V.J.V., SVARTHÖFÐI.IS - H.S.S., MBLBREYTTU ÖRLÖGUM ÞÍNUM! EGILSHÖLL V I P 12 12 12 L L L L L L L L L L ÁLFABAKKA 12 12 12 12 12 AKUREYRI  KVIKMYNDIR.IS  HOLLYWOOD REPORTER  SÉÐ OG HEYRT  MBL BRAVE ísl. Tali kl. 3:40 - 5:50 3D BRAVE ísl. Tali kl. 3:40 - 5:50 2D BRAVE ensku. Tali kl. 8 2D SEEKING A FRIEND... kl. 5:50 - 8 - 10:20 2D DARK KNIGHT RISES kl. 3 - 6:30 - 8 - 10 - 10:20 2D DARK KNIGHT RISES VIP kl. 3 - 6:30 - 10 2D MAGIC MIKE kl. 8 - 10:20 2D MADAGASCAR 3 ísl. Tali kl. 3:40 - 5:50 2D UNDRALAND IBBA ísl. Tali kl. 3:40 2D KRINGLUNNI L L 12 12 BRAVE ísl. Tali kl. 5:50 3D BRAVE ísl. Tali kl. 5 2D SEEKING A FRIEND... kl. 5:50 - 8 - 10:20 2D DARK KNIGHT RISES kl. 7 - 8 - 10:30 2D DARK KNIGHT RISES kl. 3 - 6:10 - 8 - 9:20 - 10 - 11:10 2D TOTAL RECALL kl. 5:20 - 8 - 10:30 2D TED kl. 7:30 2D BRAVE ísl. Tali kl. 3 3D BRAVE ísl. Tali kl. 3:20 - 5:40 2D ÍSÖLD 4 ísl. Tali kl. 3 2D MADAGASCAR 3 ísl. Tali kl. 5 2D SEEKING A FRIEND.. kl. 6 - 8 - 10:10 2D BRAVE ísl. Tali kl. 6 3D DARK KNIGHT RISES kl. 8 2D Sýnd með íslensku og ensku tali – sýnd í 2D og 3D Frá Framleiðendum Toy Story 3, Finding Nemo og Up.  - Miami Herald - Rolling Stone - Guardian - Time Entertainment 53.000 GESTIR STÆRSTA MYND ÁRSINS b.o. magazine e.t. weekly STEVE CARELL KEIRA KNIGHTLEY KEFLAVÍK L 12TOTAL RECALL kl. 8 2D THE DARK KNIGHT RISES kl. 10:30 2D DREAMHOUSE kl. 8 - 10 2D 16 KYNNTU ÞÉR VILDARKERFI SAMBÍÓA BRAVE: HIN HUGRAKKA 3D 4, 6 - ISL TAL TOTAL RECALL 8, 10.20 KILLER JOE 8, 10.20 INTOUCHABLES - ISL TEXTI 3.50, 6, 8, 10.20 ÍSÖLD 4: HEIMSÁLFUHOPP 3D 4, 6 - ISL TAL LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar 42.000 MANNS!Stórkostleg teiknimynd fyrir alla fjölskylduna! www.laugarasbio.is -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar 5%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.