Fréttablaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 50
13. ágúst 2012 MÁNUDAGUR26 BURSTAR í vél- sópa á lager Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0000 · www.aflvelar.is - flestar stærðir 0-1 Víðir Þorvarðarson (1.), 0-2 Þórarinn Ingi Valdimarsson, víti (9.), 0-3 sjálfsmark (23.), 0-4 Christian Steen Olsen (38.) Skot (á mark): 10-11 (5-4) Varin skot: Bjarni Þórður 1 - Abel 5 FYLKIR (4-4-2): Bjarni Þórður Halldórsson 4 - Elís Rafn Björnsson 3, Andri Þór Jónsson 3, David Elebert 3, Kjartan Ágúst Breiðdal 3(72. Ásgeir Eyþórsson -) - Ingimundur Níels Óskarsson 5, Ásgeir Börkur Ásgeirsson 5, Davíð Þór Ásbjörnsson 4, Magnús Þórir Matthíasson 3 (45. Rúrik Andri Þorfi nnsson 5) - Björgólfur Hideaki Takefusa 4 Jóhann Þórhallsson 3(59. Árni Freyr Guðnason 4) ÍBV (4-3-3): Abel Dhaira 6 - Arnór Eyvar Ólafsson 6, Brynjar Gauti Guðjónsson 6, Rasmus Christiansen 6, Matt Garner 7 - George Baldock 7 (65. Andri Ólafsson 5), Tonny Mawejje 7, Guðmundur Þórarinsson 7 - *Víðir Þorvarðarson 8, Þórarinn Ingi Valdimarsson 8 (74. Ian Jeffs -), Christian Steen Olsen 8 (81. Ragnar Leósson -) * MAÐUR LEIKSINS Fylkisvöllur, áhorf.: 893 Guðmundur Ársæll (7) 0-4 1-0 Jón Daði Böðvarsson (36.), 2-0 Viðar Örn Kjartansson (40.), 3-0 Jon Andre Royrane (41.), 4-0 Jón Daði Böðvarsson (71.), 4-1 Almarr Ormarsson (77.), 4-2 Almarr Ormarsson (90.) Skot (á mark): 15-17 (7-12) Varin skot: Duracak 10 - Ögmundur 1 SELFOSS (4-2-3-1): Ismet Duracak 7 - Endre Ove Brenne 7 (88., Ivar Skjerve), Stefán Ragnar Guðlaugsson 7, Bernard Petrus Bronz 7, Robert Sandnes 7 - Babacar Sarr 7, Egill Jónsson 7, Tómas Leifsson 7, Jon Andre Royrane 8 (81., Dofri Snorrason), *Jón Daði Böðvarsson 8, - Viðar Örn Kjartansson 7 (80., Ólafur Karl Finsen -) FRAM (4-4-2): Ögmundur Kristinsson 5 - Almarr Ormarsson 7, Kristján Hauksson 5, Alan Lowing 5, Samuel Lee Tillen 5 - Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 5 (62., Hlynur Atli Magnússon 6), Jón Gunnar Eysteinsson 5 (46., Daði Guðmundsson 5), Halldór Hermann Jónsson 6, Samuel Hewson 5 - Kristinn Ingi Halldórsson 5 (72., Hólmbert Aron Friðjónsson -), Sveinbjörn Jónasson 5. Selfossvöllur, áhorf.: 559 Vilhjálmur Alvar (7) 4-2 0-1 Kolbeinn Kárason (30.), 0-2 Haukur Páll Sigurðsson (42.), 1-2 Gary Martin, víti (45.+2), 2-2 Gary Martin (52.), 2-3 Kristinn Freyr Sigurðsson (60.). Skot (á mark): 22-16 (10-8) Varin skot: Fjalar 4 - Sindri Snær 6. KR (4-3-3): Fjalar Þorgeirsson 6 - Magnús Már Lúðvíksson 4 (85., Haukur Heiðar Hauksson -), Rhys Weston 4, Aron Bjarki Jósepsson 4, Guðmundur Reynir Gunnarsson 4 - Bjarni Guðjónsson 5, Jónas Guðni Sævarsson 6 (67., Björn Jónsson 6), Baldur Sigurðsson 5 - Viktor Bjarki Arnarsson 3 (61., Þorsteinn Már Ragnarsson 6), Óskar Örn Hauksson 6, Gary Martin 6 VALUR (4-3-3): Sindri Snær Jensson 5 - Jónas Tór Næs 6, Atli Sveinn Þórarinsson 5, Halldór Kristinn Halldórsson 6, Matarr Jobe 6 - Guðjón Pétur Lýðsson 5, Haukur Páll Sigurðsson 6, Rúnar Már Sigurjónsson 7 - Matthías Guðmundsson 4 (58., Ásgeir Þór Ingólfsson 3), *Kristinn Freyr Sigurðsson 7, Kolbeinn Kárason 7. * MAÐUR LEIKSINS KR-völlur, áhorf.: 1421 Þorvaldur Árnason (6) 2-3 0-1 Dean Edward Martin (5.), 0-2 Einar Logi Einarsson (23.), 1-2 Jóhann Birnir Guðmundsson (37.), 1-3 Jóhannes Karl Guðjónsson, víti (64.), 2-3 Jóhann Birnir Guðmundsson (90.+3). Skot (á mark): 11-11 (5-5). Varin skot: Ómar 2 - Árni Snær 3 KEFLAVÍK (4-3-3): Ómar Jóhannsson 6 - Hilmar Geir Eiðsson 4(72., Grétar Atli Grétarsson 6), Haraldur Freyr Guðmundsson 5, Magnús Þór Magnússon 4, Jóhann Ragnar Benediktsson 5 - Magnús Sverrir Þorsteinsson 6(67., Hörður Sveinsson 6), Franz Elvarsson 6, Denis Selimovic 6, Arnór Ingvi Traustason 6(67., Bojan Stafán Ljubicic 7), Jóhann Birnir Guðmundsson 6 - Guðmundur Steinarsson 6. ÍA (4-5-1): Árni Snær Ólafsson 6 - Theodore Eugene Furness 6, Ármann Smári Björnsson 6, Kári Ársælsson 6, Guðjón Heiðar Sveinsson 6 - Dean Edward Martin 6(70., Hallur Flosason 6), Einar Logi Einarsson 7, *Jóhannes Karl Guðjónsson 7, Arnar Már Guðjónsson 6(32., Ólafur Valur Valdimarsson 6), Andri Adolfsson 7 - Garðar Bergmann Gunnlaugsson 6(83., Fjalar Örn Sigurðsson -). * MAÐUR LEIKSINS Keflavíkurv., áhorf.: óuppg. Garðar Örn Hinriksson (8) 2-3 1-0 Garðar Jóhannsson (10.), 2-0 Mark Doninger (46.), 2-1 Iain James Williamson (51.), 2-2 Sjálfsmark (59), 2-3 Pape Mamadou Faye (77.), 2-4 Tomi Ameobi (82.). 3-4 Halldór Orri Björnsson (86.) Skot (á mark): 9-7 (3-4) Varin skot: Ingvar 1 - Óskar 0 STJARNAN (4-3-3): Ingvar Jónsson 5 - Jóhann Laxdal 5, Daníel Laxdal 6, Tryggvi Sveinn Bjarnason 4, Kennie Knak Chopart 4 - Baldvin Sturluson 5, Mark Doninger 7, Atli Jóhannsson 5 - Halldór Orri Björnsson 4, Ellert Hreinsson 5, Garðar Jóhannsson 6 (78. Gunnar Örn Jónsson -). GRINDAVÍK (4-4-2): Óskar Pétursson 6 - Alexander Magnússon 6, Mikael Eklund 6, Björn Berg Pryde 5 (69. Loic Mbang Ondo 5), Matthías Örn Friðriksson 7 - Ray Anthony Jónsson 6 (83. Magnús Björgvinsson -), Iain James Williamson 7, Marko Valdimar Stefánsson 6, Hafþór Ægir Vilhjálmsson 6 (75. Alex Freyr Hilmarsson 7) - Tomi Ameobi 7, *Pape Mamadou Faye 8. * MAÐUR LEIKSINS Stjörnuvöllur, áhorf.: Óuppg. Örvar Sær Gíslason (6) 3-4 0-1 Albert Brynjar Ingason (2.) Skot (á mark): 10-9 (3-7) Varin skot: Sigmar Ingi 6 - Gunnleifur 3 BREIÐABLIK (4-2-3-1): Sigmar Ingi Sigurðarson 7 – Gísli Páll Helgason 6, Renee Gerard Troost 6 (84. Haukur Baldvinsson), Þórður Steinar Hreiðarsson 5, Kristinn Jónsson 7 – Sverrir Ingi Ingason 7 , Finnur Orri Margeirsson 6, Ben Everson 5, Andri Rafn Yeoman 5(90.,Elfar Árni Aðalsteinsson), Tómas Óli Garðarsson 6(64.,Olgeir Sigurgeirsson 5) – Nichlas Rohde 4. FH (4-2-3-1): Gunnleifur Vignir Gunnleifsson 6 – Guðjón Árni Antoníusson 6, Guðmann Þórisson7, Freyr Bjarnason 6, Danny Justin Thomas 5 – Pétur Viðarsson 7, *Bjarki Bergmann Gunnlaugsson 8, Hólmar Örn Rúnarsson 5(80.Emil Pálsson), Björn Daníel Sverrisson 5, Atli Guðnason 7 – Albert Brynjar Ingason 7(83.Kristján Gauti Emilsson). * MAÐUR LEIKSINS Kópavogsvöllur, áhorf.: 1165 Þóroddur Hjaltalín (7) 0-1 Allt um leiki gærkvöldsins er að fi nna á FH 14 10 2 2 36-14 32 ------------------------------------------------------- KR 15 8 3 4 28-20 27 ÍBV 14 8 2 4 27-12 26 ÍA 15 7 3 5 24-28 24 Stjarnan 15 5 7 3 32-29 22 Breiðablik 15 6 4 5 15-18 22 Keflavík 15 6 3 6 26-23 21 Valur 15 7 0 8 23-23 21 Fylkir 15 5 5 5 20-28 20 Fram 15 4 1 10 19-26 13 ------------------------------------------------------------- Selfoss 15 3 2 10 19-33 11 Grindavík 15 2 4 9 22-37 10 NÆSTU LEIKIR 16.UMFERÐ Grindavík - Selfoss mán. 20. ág. Kl.18.00 Valur - Fylkir mán. 20. ág. Kl.18.00 ÍBV - Keflavík mán. 20. ág. Kl.18.00 Fram - Breiðablik mán 20. ág. Kl.19.15 FH - KR fim. 23. ág. Kl.18.00 ÍA - Stjarnan fim. 23. ág. Kl.18.00 17.UMFERÐ ÍA - Grindavík sun. 26. ág. Kl.18.00 Breiðablik - Selfoss sun. 26. ág. Kl.18.00 Stjarnan - ÍBV sun. 26. ág. Kl.18.00 KR - Fram mán. 27. ág. Kl.18.00 Fylkir - FH mán. 27. ág. Kl.18.00 Keflavík - Valur mán. 27. ág. Kl.18.00 FH - ÍBV fim. 30. ág. Kl.18.00 PEPSI DEILD KARLA ÓL 2012 Norska kvennalandsliðið í handbolta er nú ríkjandi heims-, Evrópu- og ólympíumeistari eftir sigur liðsins á Svartfjallalandi, 26-23, í úrslitaleik handbolta- keppninnar á leikunum í London um helgina. Selfyssingurinn Þórir Hergeirs- son er þjálfari liðsins en þrátt fyrir að liðið hafi átt ótrúlegri vel- gengni að fagna á síðustu áratug- um (21 verðlaun á stórmótum, þar af níu gull) er þetta í fyrsta sinn sem liðið er handhafi allra titlanna samtímis. Þórir var áður aðstoðarþjálf- ari Marit Breivik í átta ár áður en hann tók við liðinu árið 2009. Misstum aldrei trúna „Það er gott að spila fyrir Þóri enda er hann góður þjálfari,“ sagði hornamaðurinn Camilla Herrem við Fréttablaðið eftir leikinn, með gullið um hálsinn. „Hann fékk mikla gagnrýni á sig á meðan mótinu stóð en hann sýndi núna öllum Norðmönnum að hann er sá besti í faginu.“ Norska liðinu gekk illa í upphafi mótsins og endaði í fjórða sæti síns riðils. En eftir sigur á Brasilíu í fjórðungsúrslitum hefur liðið sýnt allar sínar bestu hliðar. „Við misstum aldrei trúna, allra síst Þórir. Við höfum alltaf stutt hann – sama hvað aðrir hafa sagt,“ bætti Herrem við. Sjálfur var Þórir yfirvegunin uppmáluð á meðan úrslitaleiknum stóð, sem og eftir hann þegar sig- urinn var í höfn. „Þórir er alltaf mjög rólegur í leikjunum og það hentar okkur fullkomnlega. Við gætum aldrei verið með rússneskan þjálfara,“ sagði Herrem og hló. Lítil auðmýkt og miklar kröfur Þórir sagði sjálfur að leiðin að gullinu hafi verið erfið og að hann sé afar stoltur af leikmönnum og sínu samstarfsfólki. „Við vorum lengi að koma lykil- mönnum í gang og þess fyrir utan eru geysilega miklar væntingar gerðar til liðsins. Það er lítið um auðmýkt í kringum okkur en mikið um kröfur,“ sagði Þórir. „En það er góður andi í liðinu og starfsteyminu. Það gerði það að verkum að við náðum að finna okkar gildi og aðferðir sem við viljum nota í móti sem þessu.“ Áskoranir hvetja mig áfram Þórir er nýbúinn að skrifa undir nýjan fjögurra ára samning við norska handboltasambandið og fer því fljótlega að huga að því að byggja upp nýtt lið til framtíðar. „Auðvitað er maður algjör vit- leysingur að skrifa undir svona lagað eftir þennan árangur,“ sagði hann í léttum dúr. „En ég hef mjög gaman af starfinu, bæði að vinna með þessum leikmönnum og sam- bandi sem hefur mikinn metnað og setur liðinu stór markmið. Það hvetur mann áfram enda er ég þannig gerður að ég nýt mín best þegar ég þarf að takast á við mikl- ar áskoranir.“ ENGINN BETRI EN ÞÓRIR Þórir Hergeirsson náði sögulegum árangri með norska kvennalandsliðið í handbolta um helgina. Liðið fullkomnaði gullnu þrennuna með því að bæta ólympíumeistaratitlinum við bæði heims- og Evrópumeistaratitla sína. ÞRIÐJA GULLIÐ Í RÖÐ Þórir Hergeirsson fagnar í leikslok eftir að stelpurnar hans í norska kvennalandsliðinu í handbolta voru orðnar ólympíumeistarar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Valgarður Gíslason fjalla um ÓL 2012 eirikur@frettabladid.is - valli@frettabladid.is FÓTBOLTI FH-ingar eru komnir með fimm stiga forskot á toppi Pepsi-deildar karla eftir leiki 15. umferðarinnar í gær. FH-ingar unnu Blika í Kópavogi á sama tíma og bikarúrslitalið KR og Stjörnunnar, næstu lið í töflunni, töpuðu í dramatískum markaleikj- um. Eyjamenn eru áfram á flugi eftir stórsigur í Árbænum. Selfoss og Grindavík unnu sína leiki og fallbaráttan lítur fyrir vikið allt öðruvísi út. „Við byrjuðum frábærlega, skorum á fyrstu mínútunni og héldum þetta svo örugglega út. Við hefðum getað skorað annað mark og haft þetta auðveldara en við gerðum okkur erfitt fyrir,“ sagði Bjarki Gunnlaugsson, leik- maður FH eftir 1-0 sigur FH á Blikum í Kópavogi. Albert Brynj- ar Ingason skoraði sigurmarkið eftir 57 sekúndur og FH vann sinn þriðja 1-0 sigur í síðustu fjórum leikjum. Kristinn Freyr Sigurðsson skor- aði sigurmark Valsmanna í 3-2 sigri á KR í Vesturbænum í gær. Möguleikar KR á Íslandsmótinu minnkuðu til muna með tapinu en Valsmenn svöruðu fyrir skömm- ustulegt tap fyrir tíu Blikum í síð- ustu umferð. „Við unnum allir hver fyrir annan. Það var það sem skóp sig- urinn í dag,“ sagði Kristinn Freyr, hetja Valsmanna. Þetta var fyrsta tap KR á KR-vellinum síðan í september 2010. Stjörnumenn komust í 2-0 á móti Grindavík en Grindvíking- ar gáfust ekki upp, skoruðu fjög- ur mörk í seinni hálfleik og unnu 4-3 sigur. Stjarnan hefur þar með tapað bv áðum leikjum sínum síðan liðið komst í bikarúrslitin. „Þetta var frábær sigur og allir börðust eins og ljón allan tímann,“ sagði Pape Mamadou Faye, leik- maður Grindavíkur, eftir sigur- inn í gær. „Við gáfumst aldrei upp og héldum alltaf áfram að berjast. Það var slæmt að lenda tveimur mörkum undir en liðið sýndi mik- inn karakter og við lékum vel í síð- ari hálfleiknum.“ Selfyssingar komu með mikla spennu inn í fallbaráttuna með því að vinna Framara, 4-2, á Sel- fossi. Selfyssingar voru ekki búnir að vinna leik síðan í maí eða síðan þeir spiluðu síðast við Framliðið. Skagamenn unnu sinn annan sigur í röð í Pepsi-deild karla í kvöld þegar þeir sóttu þrjú stig til Keflavíkur í 15. umferð deild- arinnar. Skagamenn voru jafn- framt að vinna sinn fyrsta úti- sigur í deildinni síðan þeir unnu Fylkismenn um miðjan maí. ÍBV vann auðveldan 4-0 sigur á hörmulegu Fylkisliði í fimm- tándu umferð Pepsi-deildarinnar í gærkvöld. Eyjamenn komust yfir strax á fyrstu mínútu og litu þeir aldrei til baka eftir það, en þeir hreinlega völtuðu yfir heimamenn í leiknum. Með sigrinum eru Eyjamenn að blanda sér af fullri alvöru í topp- baráttu deildarinnar og sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, að stefnan væri sett á toppinn. „Að sjálfsögðu stefnum við þang- að. Við erum búnir að vera á góðu róli að undanförnu og þetta lítur bara vel hjá okkur,“ sagði Magnús í leikslok. - kpt, - ktd, - sáp, - shf, - óój FH náði 5 stiga forystu og bæði neðstu liðin unnu sína leiki í Pepsi-deild karla: Valsmenn unnu í Vesturbænum FRÁBÆR SIGUR Valsarar fagna einu af mörkum sínum á KR-vellinum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.