Fréttablaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 6
13. ágúst 2012 MÁNUDAGUR6
tvær nýjar bragðtegundir!
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
46
40
7
E
N
N
E
M
NÝ
BRAGÐTEGUND- SÍTRÓNA OG KARRÍ
NÝ
BRAGÐTEGUND- BÉARNAISE
STJÓRNSÝSLA Súðavíkurhreppur
ber allan kostnað af slökkvistarfi
í Laugadal í Ísafjarðardjúpi. Þar
hafa logað eldar síðan fimmtudag-
inn 2. ágúst og eru um tíu hektarar
lands brunnir og auðnin ein. Hátt í
sextíu menn hafa barist við eldana
síðan þeirra varð vart.
„Það er allt brunnið,“ segir Ómar
Már Jónsson, sveitarstjóri í Súðar-
víkurhreppi. „Þarna brennur næst-
um allt sem getur brunnið. Undir
eru klappir og á miklu svæði er
allur eldsmatur búinn. Eftir stend-
ur hrjóstrugt svæði.“
Ómar gerir ráð fyrir að nú sé
hægt að slökkva eldana endanlega
því rignt hefur um helgina og vind
hefur lægt. „Nú teljum við að við
séum á lokasprettinum og vorum
við til dæmis ekki með vakt í fyrri-
nótt. Það skiptir sköpum að það
hafi lyngt.“
Hann segir næstu skref vera að
kanna hvað gerðist og fara yfir
kostnaðinn við slökkvistarfið. Þá
verður kannað hvort eitthvað fáist
úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga upp
í þennan kostnað.
„Í fyrsta lagi viljum við komast
að því hvað gerðist þarna og hvern-
ig það vildi til, gáleysi eða annað.
Ég tel að við förum í það í næstu
viku að elta það uppi. Það eru vitni
sem hittu þá sem við teljum að
hafi kveikt þennan eld. Við teljum
mikla ástæðu fyrir því að kom-
ast að upprunanum. Ég tel að við
séum komin með kostnað upp á sjö
milljónir. Það er auðvitað verulega
íþyngjandi fyrir lítið sveitarfélag
með skatttekjur upp á 70 milljónir.“
Því muni Súðavíkurhreppur
láta reyna á 11. grein reglugerð-
ar um jöfnunarsjóð. Þar er heim-
Súðavík þarf að bera
kostnað af eldunum
Sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi telur kostnað vegna gróður- og jarðvegselda vera
kominn upp í 7 milljónir. Það jafngildir 10% af heildarskatttekjum sveitarfélags-
ins. Tíu hektarar eru brunnir en rigningar um helgina auðvelduðu slökkvistarf.
SLÖKKT Slökkviliðsmenn hafa barist við eldana í meira en viku. Rigningar og logn
hjálpuðu mikið við slökkvistarf um helgina. MYND/HAFÞÓR GUNNARSSON
„Slökkviliðin hafa farið í gegnum gríðarlegt lærdómsferli
en engin viðbragðsáætlun var til staðar sem hægt var að
vinna eftir. Eftir situr mikill lærdómur um það hvernig á að
takast á við jarðvegselda.“
Meðal annars var notast við haugsugur, þyrla Land-
helgisgæslunnar tók þátt og grafinn var skurður til að
hamla útbreiðslu eldsins.
Ómar segir að gerð verði skýrsla um hvernig slökkvi-
starfið gekk. „Eftir eigum við að sitja með lærdómsrit sem
mun nýtast okkur og öðrum sem geta átt á hættu að
þurfa að bregast við sambærilega elda.“
Engin viðbragðsáætlun til staðar
ÓMAR MÁR
JÓNSSON
MENNTUN „Héðan í frá munum við
krefjast þess að sjá prófskírteini
hjá öllum stundakennurum sem
verða ráðnir eins og líka þeim sem
hingað til hafa kennt hjá okkur.
Við verðum greinilega að gera það
til að tryggja algjörlega að þetta
endurtaki sig ekki,“ segir Ástráð-
ur Eysteinsson, forseti hugvísinda-
sviðs Háskóla Íslands, en stunda-
kennara við guðfræðideild skólans
hefur verið gert að hætta.
Stundakennarinn, sem hafði
kennt við deildina, hélt því fram
að hann væri með doktorspróf
en í ljós kom að hann hafði aldrei
l o k i ð s l í k u
námi. Kennar-
inn mun eftir-
leiðis ekki starfa
við Háskólann.
Hann hefur boð-
ist til að endur-
greiða ofgreidd
l au n ve g n a
prófsins sem
hann hafði ekki
og verður því
ekki kærður.
Ástráður segir um 2.000 manns
koma að stundakennslu við Háskól-
ann á ári hverju, því sé það ákvörð-
un hvers sviðs fyrir sig hversu
langt sé seilst í að krefjast stað-
festingar á menntun.
„Sumir kenna einungis örfáa
tíma á ári en aðrir bera ábyrgð á
heilum námskeiðum eða stórum
hluta þeirra. Hér á hugvísinda-
sviði eru þetta um áttatíu til níu-
tíu manns á ári og því viðráðanlegt
verkefni, en sviðsforsetarnir eiga
eftir að ræða þetta mál sameigin-
lega þegar skólastarfið fer í gang.
Ég heyri það á rektor að hún telur
nauðsynlegt að setja stífar reglur
í ljósi þess sem hefur gerst,“ segir
Ástráður Eysteinsson. - kg
Stundakennari við guðfræðideild Háskóla Íslands laug til um doktorsprófið:
Prófskírteinis krafist hjá öllum
ÁSTRÁÐUR
EYSTEINSSON
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Dal-
vík handtók mann með 20 töflur
af alsælu og nokkur grömm af
kókaíni aðfaranótt sunnudags.
Þá lagði lögreglan einnig hald á
um þrjátíu pakkningar af efnum,
meðal annars marijúana og
amfetamíni, aðfaranótt laugar-
dags en efnin voru ætluð til sölu.
Alls komu sjö fíkniefnamál upp
á Dalvík yfir helgina. Nokkuð
fjölmenni var þar vegna Fiski-
dagsins mikla. Að öðru leyti fór
skemmtanahalda vel fram og
engar líkamsárásir kærðar. - kg
Sjö fíkniefnamál á Dalvík:
Alsæla fannst á
Fiskideginum
SKARFAR Varpútbreiðsla skarfs hefur
dregist saman en þeir hafa helgað sér
land á Vestfjörðum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
NÁTTÚRA Dílaskarfur hefur náð
góðri fótfestu í Strandabyggð og
blómleg byggð þessa tígulega
fugls fer nú stækkandi. Fréttavef-
urinn strandir.is segir frá.
Aðalvarpstaðir dílaskarfs eru
í Breiðafirði og Faxaflóa og lítið
sem ekkert utan þeirra svæða en
ekki er vitað um annað dílaskarfs-
varp á Ströndum.
Í sumar eru þarna á sjötta tug
hreiðra en talið var að um 25
hreiður hefðu verið þar í fyrra.
Þetta er líka merkilegt í því
ljósi að varpútbreiðslan hefur
dregist saman og fuglinn er nú
horfinn af Norðurlandi og öðrum
eldri varpstöðvum. Dílaskarfur er
algengur varpfugl víða um heim,
bæði á norður- og suðurhveli jarð-
ar, segir á vef Fuglaverndar. - shá
Um 60 hreiður á Ströndum:
Dílaskarfi vex
ásmegin vestra
DÝRALÍF Ásmundur Einar Daða-
son alþingismaður segist vilja
að refaveiðibann verði afnumið
á öllum landsvæðum og að einu
sameiginlegu
kerfi verði
komið á varð-
andi veiðarnar
sem ríkið færi
með. Nú hefur
hvert og eitt
sveitarfélag
frjálsar hendur
varðandi það
hversu mikið
það greiðir
fyrir veiðarnar.
Ásmundur segist vonast eftir
stuðningsmönnum úr öllum
flokkum við þingsályktunartil-
lögu sína sem er þessa efnis.
Fréttablaðið hefur nýlega sagt
frá tófuskyttum í Skagafirði,
Hrútafirði og Borgarfirði sem
bar öllum saman um að tófunni
fjölgaði og að hún væri farin að
færa sig nær mannabyggð. - jse
Segir dýrbitnu fé fjölga:
Vill afnema
refaveiðibann
ÁSMUNDUR EINAR
DAÐASON
VÍSINDI Niðurstöður nýrrar rann-
sóknar sýna að flestir gæsahópar
sveigja fram hjá svæðum þar
sem mikill fjöldi vindmylla hefur
verið reistur.
Þetta gæti slegið á áhyggjur af
áhrifum vindmylla á fuglalíf að
mati þeirra sem stóðu að rann-
sókninni, sem BBC ræðir við.
Fjölmargar vindmyllur hafa
risið úti fyrir ströndum Bret-
lands. Á síðustu fjórum árum hafa
vísindamenn sem fylgst hafa með
gæsum séð miklar breytingar á
flugleiðum fuglanna. Stærstur
hluti fuglanna sveigir frá svæð-
inu, en þeir sem á annað borð fara
yfir hækka flugið til að forðast
spaða vindmyllana. - bj
Áhyggjur af fuglum ofmetnar:
Gæsir sveigja
frá vindmyllum
SAMFÉLAGSMÁL Leik- og framhaldsskólum býðst nú
að skrá sig í Olweusaráætlunina en hingað til hefur
aðeikns grunnskólum boðist slík þátttaka. Búið er að
prófa áætlunina í Fjölbrautarskóla Suðurlands og leik-
skólanum Eyrarskjóli á Ísafirði og
hefur starfið gengið vel.
„Reynslan að fara með þetta
niður í leikskóla er mjög góð.
Krakkarnir læra að tileinka sér
samskipti sem leiða ekki til ein-
eltis og varna því að þau verði sjálf
fórnarlömb. Þau læra að sýna þolin-
mæði og skilning,“ segir Þorlákur
H. Helgason, framkvæmdastjóri
Olweusaráætlunarinnar.
Vandamálin sem börnin glíma við
eru einnig auðveldari þegar þau er svona lítil og þess
vegna er betra að byrja snemma. „Þeim mun yngri
sem þau fara af stað, þeim mun auðveldara er fyrir
þau að tileinka sér þessi samskipti“, segir Þorlákur.
Hann segir einnig mikilvægt að framhaldsskólar
fylgi Olweusaráætluninni. „Margir nemendur í fram-
haldsskólum eru vanir Olweusaráætluninni og vilja
halda áfram að fá þann stuðning“. - ktg
Leik- og framhaldsskólar geta nú tekið þátt í Olweusarverkefninu:
Olweusarverkefnið breiðist út
ÞORLÁKUR H.
HELGASON
FRAMHALDSSKÓLI Margir nemendur eru vanir því að Olweus-
arverkefni sé starfrækt í skólanum. Það veitir þeim ákveðið
skjól, sem ekki er til staðar þegar þau fara í framhaldsskóla.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
ild til innanríkisráðuneytisins til
að veita sveitarfélögum aukafjár-
magn þurfi þau að bera mikinn
kostnað vegna óvæntra en lögboð-
inna verkefna.
„Við teljum allar forsendur fyrir
því að þessi 11. grein verði virkjuð
í okkar tilfelli. Okkur er ekki kunn-
ugt um að þessi grein hafi áður
verið nýtt,“ segir Ómar.
Beiðni hefur ekki verið lögð inn
formlega en málið er nú þegar
komið óformlega inn á borð ráð-
herra. birgirh@frettabladid.is
Metur ástand vegna kóleru
Kristjón Þorkelsson, sérfræðingur í
vatns- og hreinlætismálum, hélt til
Síerra Leóne í gær á vegum Rauða
krossins til að meta alvarlegt ástand
vegna kólerufaraldurs í landinu og
finna leiðir til úrbóta.
HJÁLPARSTARF
Órói við Mýrdalsjökul
Nokkur skjálftavirkni var í og við
Mýrdalsjökul í gær. Jarðskjálfti upp
á 2,7 stig var norður af Goðabungu í
gærmorgun. Lítill órói var í Mýrdals-
jökli í kjölfarið en ekki er vitað til þess
að leiðni í ám hafi aukist.
JARÐHRÆRINGAR
KJÖRKASSINN
Finnst þér verð á lambakjöti
sanngjarnt?
JÁ 25,7%
NEI 74,3%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Tínir þú sveppi eða ferð í
berjamó á haustin?
Segðu skoðun þína á visir.is