Fréttablaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 17
GAMALDAGS KVEÐJA
Á vef Þjóðminjasafnsins, thjodminjasafn.is, er
hægt að senda vinum og ættingjum rafræna heilla-
ósk með gamaldags korti, hvort sem senda á af-
mælis-, sumar- eða jólakveðju. Öðruvísi kort sem
auðvelt er að senda um allan heim í gegnum netið.
Nanna Elísa Snædal er 22 ára lög-fræðinemi sem nýverið flutti að heiman í fyrsta sinn í eigin íbúð.
Með henni býr vinkona hennar, Sigurlaug
Sara Gunnarsdóttir. „Sambúðin gengur
rosalega vel. Það er alltaf verið að spyrja
okkur svo það er ágætt að það komi
fram,“ segir hún og hlær. „Það vantar
reyndar enn þá hurð á herbergið hennar
Söru en það er allt í lagi.“
HEIMANMUNDUR FRÁ LANGÖMMU
Eftirlætishlutur Nönnu er plötuspilari af
tegundinni Sonora, en hann vann til gull-
verðlauna árið 1915 á heimssýningunni
í San Fransisco. Spilarann fékk Nanna
sem heimanmund frá móður sinni. „Hann
kom í fjölskylduna árið 1920. Langamma
mín og langafi áttu hann og hann var í
stöðugri notkun fram á sjötta áratuginn,“
segir Nanna og bætir við: „Hljómurinn er
óaðfinnanlegur.“ Auk þess er hann stór-
glæsilegur.
„Mamma hlustaði gjarnan á Ó, Jesús
bróðir besti hjá ömmu sinni í spilaranum
í æsku og erfði hann frá henni síðar,“
segir Nanna sem þykir vænt um hann.
„Ég heyrði Bítlana í fyrsta skipti hljóma í
þessum spilara,“ segir hún og hlær.
Spilarinn er raunar ekki í mikilli notkun
á heimili þeirra vinkvenna en ástæðan er
einföld: „Hann spilar bara 78 snúninga
plötur en við eigum bara 45 snúninga,“ út-
skýrir Nanna en segir þær ætla að reyna
að bæta úr því sem allra fyrst.
PÍANETTAN OG KVÖLDSÖNGUR
Eftirlætishlutur Söru á heimilinu er einnig
tónlistartengdur. „Hann er reyndar í
minni eigu,“ segir Nanna og hlær. „Það er
píanettan mín. Ég ætlaði að selja henni
hana fyrir löngu síðan en það dróst og
svo fluttum við inn saman og hún slapp
við að borga!“ Þær stöllur njóta báðar
góðs af píanettunni og sitja gjarnan og
syngja saman á kvöldin. ■ halla@365.is
HLJÓMFAGUR GRIPUR
ERFÐAGÓSS Nanna Elísa Snædal flutti nýverið inn með vinkonu sinni, Sigur-
laugu Söru Gunnarsdóttur, í eigin íbúð í fyrsta sinn. Heimanmundurinn frá
móður hennar var forláta plötuspilari sem hún erfði frá ömmu sinni.
SAMSÖNGUR
Nanna og Sara eiga oftar
en ekki góðar stundir
saman við píanettuna.
ERFÐAGRIPUR
Nönnu þykir afar vænt
um plötuspilarann sem
hún fékk frá mömmu
sinni þegar hún kvaddi
heimahúsin.
SUMAR ÚTSALA
Gerið gæða- og verðsamanburð
SAGA/FREYJA OG ÞÓR
Hágæða heilsudýnur
Queen rúm nú aðeins kr. 179.900
20-50%
AFSLÁTTUR
Lök, sængurverasett,
heilsukoddar,
viðhaldskoddar,
gaflar, náttborð,
teppasett og fleira.
ÚRVAL STILLANLEGRA
HEILSURÚMA
12 mánaða
vaxtalausar
greiðslur*
SAGA/FREYJA
Queen rúm, nú aðeins 129.900
ÞÓR Queen rúm, nú aðeins 149.900
PROFLEX
2x80x200
339.900 með okkar bestu
IQ-CARE heilsudýnum
SÉRFRÆÐINGAR Í RAFGEYMUM