Fréttablaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 54
13. ágúst 2012 MÁNUDAGUR30 MORGUNMATURINN „Ég fæ mér alltaf graut úr chiafræjum sem er ekki aleld- aður heldur helli ég heitu vatni yfir fræin, stappa banana út í og borða með kókosmjólk eða rjóma. Svo fæ ég mér súper- sjeik með sem er með alls konar súper-næringarríku stöffi.“ Rakel Húnfjörð, eigandi lífrænu verslunarinnar Radísu í Hafnarfirði. „Það hefur staðið lengi til að bjóða upp á meistaranám í myndlist við Listaháskólann og það verið í und- irbúningi í fleiri, fleiri ár,“ segir Hulda Stefánsdóttir, prófessor við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Hún hefur haft umsjón með þróun MA náms við skólann, en í haust verður í fyrsta sinn boðið upp á meistaranám í hönnun og myndlist hér á landi. Átta nemendur fengu inngöngu í námið sem hefst í ágústlok og eru þrír þeirra af erlendu bergi brotnir. Að sögn Huldu hafa erlendir nem- endur sýnt náminu mikinn áhuga og gildir það sama um BA námið við skólann. „Þetta er ótvíræð góð viðbót við myndlistarnám hér á landi og kemur sér vel fyrir þá nemendur sem eiga þess ekki kost að fara út í fram- haldsnám. Við finnum þó ekki síst fyrir miklum áhuga erlendis frá og það kemur manni á óvart því við vissum ekki við hverju mætti búast þegar hafist var handa við þróun námsins.“ Hulda vonar að þessi viðbót við námið muni setja sinn svip á lista- senuna á Íslandi og segir skólann nú betur nýta tækifærin sem hér eru í boði. „Ísland þykir spennandi staður að heimsækja og við höfum því átt auðvelt með að fá til okkar flott fag- fólk að utan og getum nú nýtt þeirra þekkingu betur. Námið felur einnig í sér þátttöku á starfsvettvangi lista og nemendum býðst þannig tæki- færi til sérhæfingar í tengslum við ýmis svið samfélagsins sem og verk- efni,“ segir hún að lokum. - sm Erlendir nemendur spenntir fyrir MA námi í myndlist SPENNANDI NÁM Hulda Stefánsdóttir er prófessor við myndlistardeild LHÍ. Í fyrsta sinn er nú hægt að stunda meistaranám við myndlist á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Skráning stendur enn yfir í íslenska útgáfu sjónvarpsþáttar- ins MasterChef og að sögn Þórs Freyssonar, framleiðanda hjá Sagafilm, hafa nokkur hundruð skráningar þegar borist. Lokað verður fyrir skráningar síðar í ágúst en tökur hefjast í byrjun næsta mánaðar. „Við veljum ákveðinn fjölda úr hópnum sem fer í „áheyrnarpruf- ur“ og kokkar fyrir dómnefndina. Við reiknum með að um 50 til 70 manns verði fyrir valinu. Við vilj- um auðvitað taka inn sem flesta.“ Starfsfólk Sagafilm hefur þegar hafist handa við að velja úr hópi umsækjenda og að sögn Þórs er farið eftir hæfni umsækjenda í matreiðslu sem og persónuleg- um upplýsingum. „Við munum svo kalla þá umsækjendur í við- tal sem við höfum áhuga á að taka inn og ganga úr skugga um að það sé spennandi á skjánum. Við erum orðin nokkuð sjóuð í þessu eftir að hafa valið keppendur í fjórar þáttaraðir af Idolinu og þáttaröð af X-Factor og Bandinu hans Bubba.“ Þeir keppendur sem komast í gegnum áheyrnarprufurnar fara áfram í svokallaðar vinnubúðir þar sem þeir þurfa að leysa ákveð- in verkefni af hendi. Átta keppend- ur komast áfram í MasterChef-eld- húsið og þar hefst æsispennandi útsláttarkeppni þar til einn stend- ur uppi sem sigurvegari. - sm Fleiri hundruð umsækj- endur í MasterChef VANUR MAÐUR Þór Freysson framleiðandi velur úr hópi umsækjenda í sjónvarps- þáttinn MasterChef. Tökur á þættinum hefjast í næsta mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL „Við sigtum aðeins úr umsækjend- um og svo eru einhver úrföll en ég býst við að það verði að minnsta kosti 60 þátttakendur í ár,“ segir Marteinn Þórsson umsjónarmað- ur fjögurra daga kvikmyndasmiðj- unnar Talent Lab á Reykjavík International Film Festival, RIFF. Um 90 manns sóttu um að kom- ast að í ár, sem er rúmlega tvisvar sinnum fleiri en í fyrra þegar 38 manns sóttu smiðjuna. „Ég hef svo sem enga skýringu á þessari gríð- arlegu aukningu en það voru allir rosalega ánægðir í fyrra og ætli það hafi ekki bara spurst út,“ segir Marteinn. Umsækjendur þurftu ekki að uppfylla neinar kröfur um kunnáttu eða reynslu heldur segir Marteinn áhugann vera fyrir öllu. Heiðursgestir hátíðarinnar verða á meðal kennara og fá þátttakend- ur til dæmis færi á að kynna hug- myndir sínar fyrir framleiðend- um. „Svona smiðjur eru frábær vettvangur fyrir fólk til að koma upp samböndum og kynnast því hvernig kvikmyndahátíðir ganga fyrir sig, en slíkar hátíðir skipta öllu máli til að lifa af í kvikmynda- bransanum,“ segir hann. Athygli vekur að aðeins fjórir umsækjendanna eru Íslending- ar en aðrir koma hvaðanæva að úr heiminum. „Í fyrra voru engir Íslendingar svo þetta er gríðarleg prósentuaukning síðan þá,“ segir Marteinn og hlær. „Manni finnst auðvitað skrítið hversu fáir sækja um héðan en það er eins og Íslend- ingarnir fatti ekki hvað þetta er æðislegt tækifæri. Svo er það nú oft þannig að maður sér ekki það sem er næst manni, ætli það sé ekki tilfellið hér,“ bætir hann við. - trs Kvikmyndasmiðja RIFF vinsæl 38 MANNS Í fyrra tóku 38 manns þátt í smiðjunni og aukningin á milli ára því gríðarleg. MYND/EINKAEIGN „Margir eru að bjóða í vöfflur en við ætlum að bjóða upp á tón- list,“ segir Steindór Grétar Jóns- son sem ásamt kærustu sinni Kristjönu Björgu Reynisdóttur býður gestum og gangandi á raf- tónleika heima í stofu á menning- arnótt. „Við sambýlisfólkið erum miklir aðdáendur danstónlist- ar og erum að leigja þessa rúm- góðu íbúð á Laugarveginum svo við ákváðum að hóa saman öllum þeim sem við þekkjum og slá upp tónlistarveislu.“ Stofutónleikarnir hefjast klukkan tólf að hádegi og mun gleðin vara fram á kvöld. Að sögn parsins voru íbúar miðbæjarins hvattir sérstaklega til að bjóða heim til sín en þemað er Gakktu í bæinn á menningarnótt. „Við hugsum dagskrána þann- ig að fjölskyldufólk geti komið framan af. Það verður ekki kveikt á strobe-ljósum og reyk- vél sett í gang heldur er óhætt fyrir fjölskyldufólk að koma. Það er líka gaman að líta við og koma inn á heimili þar sem búið er að setja upp hljóðkerfi,“ segir hann en veglegt hljóðkerfi frá Óla Ofur verður á staðnum. Steindór er plötusnúður og einn skipuleggjenda Kanilkvölda á Faktorý. „Ég er einn stofnenda Color Me Records, sem er lítið útgáfufyrirtæki í raftónlist, og allir meðlimir þess spila en ann- ars eru þetta bara þessir sem landsmenn kannast við; DJ Mar- geir, President Bongo úr GusGus og Logi Pedro úr Retro Stefson og fleiri sem eru að gera áhuga- verða hluti,“ segir hann en frum- samin tónlist verður flutt í bland við skífuþeytingar plötusnúða. Kristjana hlustaði ekki á raftón- list fyrir kynni þeirra en eftir þau hefur orðið breyting á. „Ég var heilaþvegin strax og hlusta ekki á annað núna,“ segir hún spennt fyrir næstkomandi laug- ardegi. „Þetta er bara eins og að fara á Hróarskeldu því maður hlustar á tónlist allan tímann í næstum því hálfan sólarhring,“ segir hún. Þau nýta tækifærið til að kynna fjölskyldur sínar fyrir raftónlist. „Við ætlum ekkert að hafa eitt- hvað hart teknó yfir daginn. Þá nennir mamma ekkert að mæta. Við viljum kynna fjölskylduna fyrir þessu því þau skilja oft ekki hvað þessi raftónlist er sem við höldum svo mikið upp á.“ Parið lofar góðu stuði og hellir upp á kaffi og grillar ef vel viðr- ar á heimili þeirra í bakhúsi að Laugavegi 32. hallfridur@frettabladid.is KRISTJANA BJÖRG REYNISDÓTTIR: EINS OG AÐ FARA Á HRÓARSKELDU Bjóða heim í raftónlist og kaffi á menningarnótt BJÓÐA HEIM Steindór Grétar og Kristjana Björg bjóða gestum og gangandi á raf- tónleika heim til sín á menningarnótt en meðal tónlistarmanna eru Steindór sjálfur, DJ Margeir, President Bongo, Logi Pedro og Captain Fufanu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Við ætlum ekkert að hafa eitthvað hart teknó yfir daginn. Þá nennir mamma ekki að mæta. KRISTJANA BJÖRG REYNISDÓTTIR SKIPULEGGJANDI STOFUTÓNLEIKA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.