Fréttablaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 12
12 13. ágúst 2012 MÁNUDAGUR U ppákoman með stundakennarann við Háskóla Íslands sem bætti við sig doktorsgráðu sem hann hafði þó ekki lokið er sérkennileg. Enn furðulegra er málið í ljósi þess að það kemst ekki upp fyrr en maðurinn hafði kennt í nokkur ár við skólann og hafði alltaf haldið því fram að hann væri með doktorspróf. Það er einkennileg stjórnsýsla í háskóla að ganga ekki úr skugga um að starfsmenn hafi raunverulega þær gráður sem þeir segjast hafa og raunar svo- lítið kostulegt virðingarleysi við þessar gráður sem einmitt eru veittar af háskólum. Vissulega á fyrir fram að gera ráð fyrir að fólk séð heiðarlegt í sam- skiptum og doktorsgráðan er auðvitað ekki heldur skilyrði til þess að fá að að sinna stunda- kennslu. Það er hins vegar ekki góð stjórnsýsla að staðreyna ekki grundvallarþætti sem þessa. Það ætti að vera búið að skrifa það inn í ferli fyrir löngu og vinna eftir því. Ef að er gáð er atvikið í guðfræðideildinni þó kannski í ágætu samræmi við það viðhorf sem virðist ríkja til stundakennara þar á bæ en svo virðist sem á þann hóp sé einfaldlega litið sem ódýrt vinnuafl. Þessum hópi er engu að síður treyst fyrir tæplega þriðjungi þeirrar kennslu sem fram fer við þessa virðulegustu menntastofnun landsins. Stundakennarar þurfa þó ekki, eða hafa hingað til ekki þurft, að framvísa prófskírteinum eins og ætlast er til af háskólakennurum í föstu starfi. Virðingarleysi gagnvart stundakennurum og störfum þeirra birtist líka í launakjörum þeirra. Laun stundakennara eru á bilinu frá rúmlega þúsund krónum á tímann upp í tæplega tvö- þúsund krónur. Stundakennarar með doktorspróf (eða ætlað doktorspróf – miðað við nýjustu fréttir) eru sem sagt með tíma- laun upp á innan við tvöþúsundkall sem er verulega undir þeim launum sem stundakennari í grunnskóla hefur, óháð menntun, og hafa laun grunnskólakennara þó ekki þótt vera himinhá. Stundakennarar við Háskóla Íslands njóta ekki almennra rétt- inda fólks á vinnumarkaði, svo sem stéttarfélagsaðildar og rétt- inda til orlofs. Þeir hafa ekki samningsrétt um kaup sitt og kjör heldur eru laun þeirra ákvörðuð einhliða af Háskóla Íslands. Starfsaðstæður þeirra eru einnig nokkuð tilviljanakenndar og aðstæður og kjör afar mismunandi eftir deildum. Háskólinn hefur þannig ekki samræmdar reglur um starf stundakennara. Háskóli Íslands hefur sett sér það markmið að verða í hópi hundrað bestu háskóla í heimi. Það er metnaðarfullt markmið, svo ekki sé meira sagt, af háskóla í smáríki. Það andvaraleysi sem ríkir gagnvart þeim háskólakennurum sem sinna hartnær þriðjungi kennslunnar við skólann og birtist í launakjörum sem ekki er hægt að kalla annað en fáránleg, aðstöðuleysi stunda- kennara og svo í þeirri sjúskuðu stjórnsýslu að menn komist upp með að segjast hafa lokið gráðum sem þeir hafa ekki, er þó klárlega ekki lóð á vogarskálar þess háleita markmiðs. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is SKOÐUN Íslenskir starfsmenn erlendra sendiráða á Íslandi búa við mismunun þegar kemur að réttindum í atvinnuleysi og fæðingaror- lofi. Þessi mismunun kemur til vegna þess að samkvæmt íslenskum lögum greiða erlend sendiráð ekki tryggingargjald til íslenska ríkisins. Starfsmennirnir bera sjálfir ábyrgð á að standa skil á trygg- ingargjaldi af launum sínum, ef þeir vilja á annað borð njóta þeirra réttinda sem því fylgja. Einhver erlend sendiráð hafa tekið tillit til þessa við ákvörðun launa en alls ekki öll. Sumir starfsmenn í þessum sporum fá því hærri laun sem kostnaðinum nemur en aðrir bera hann sjálfir. Til samanburðar njóta íslenskir starfs- menn hjá íslenskum sendiráðum erlend- is fullra réttinda og vinnuveitandi þeirra stendur skil á greiðslum tryggingargjalds. Erlendir starfsmenn í sendiráðum hérlend- is eru að sama skapi tryggðir í heimalandi sínu og er staða þeirra mun skýrari en Íslendinga sem vinna með þeim. Ekki er um það mörgum orðum að fara, að þetta er skýr mismunun gagnvart íslenskum þegnum, sem vegna þess eins að þeir vinna hjá erlendu sendiráði á Íslandi, taka á sig 7-10% skerðingu á launum (eftir upphæð tryggingargjaldsins á hverjum tíma) eða verða af réttindum sem á trygg- ingargjaldi byggja. Brýn þörf er á því að íslensk yfirvöld taki á þessum vanda svo komið sé í veg fyrir þessa mismunun. Athygli stjórnvalda hefur áður verið vakin á þessu máli en engar úrbætur verið gerðar. BHM krefst þess að stjórnvöld leiðrétti þessa mismun- un sem stafar af íslenskum lögum og gefi íslenskum starfsmönnum erlendra sendi- ráða möguleika á að njóta sömu kjara og annað launafólk í landinu. Mismunun starfsmanna sendiráða á Íslandi Jafnréttis- mál Guðlaug Kristjánsdóttir formaður Banda- lags háskóla- manna Þessi mismunun kemur til vegna þess að sam- kvæmt íslenskum lögum greiða erlend sendiráð ekki tryggingar- gjald til íslenska ríkisins. Furðuleg uppákoma í Háskóla Íslands: HÍ og stunda- kennararnir Hatursáróðurinn Gott er að auglýsing Rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunnar í Fréttablaðinu á laugardag hafi verið á milli tannanna á fólki, en boðskapur hennar var hinn ótótlegasti. Guðsorðamenn- irnir birtu lista yfir þá sem munu verða af því að erfa guðs ríki og á meðal þeirra voru kynvillingar, á sjálfri Gay Pride hátíðinni. Nú hefur verið upplýst að það hafi verið mistök að birta auglýsinguna án þess að auglýsandans væri getið. Eftir stendur þá boðskapur- inn, en erfitt er að agnúast mikið út í hann. Birt var til- vitnun úr Biblíunni, en hún er trúargrundvöllur íslensku ríkistrúar- bragðanna sem njóta sérverndar í stjórnarskrá. Það væri kannski ráð að skoða frekar hvaða boðskapur það er sem ríkið styrkir umfram aðra. Glitsalir himnanna Auglýsingin leiðir hins vegar hugann að kvæði Jóns Helgasonar: Ef allt þetta fólk fær í glitsölum himnanna gist / sem gerir sér mat úr að nudda sér utan í Krist. / Þá hlýtur að vakna sú spurning hvort mikils sé misst / þótt maður að síðustu lendi í annarri vist. Innanhússpólitíkin Stefán Ólafsson, prófessor í stjórn- málafræði við HÍ, skrifar pistil á heimasíðu sína um ESB-umsóknina. Þar segir hann meðal annars að ef ekki takist að ljúka samninga- viðræðum vel fyrir kosningar, ættu stjórnarflokkarnir að fresta þeim þar til staðan í Evrópu er ljósari. Þá gætu stjórnarflokkarnir notið betur ávaxta verka sinna hér heima. Hér er grímulaust haldið fram þeirri skoðun að ESB-umsóknin snúist aðeins um innanhússpólitík stjórnarflokkanna. kolbeinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.