Fréttablaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 18
FÓLK|HEIMILI ALLIR Í BERJAMÓ Ber eru holl og góð Nú er tími berjatínslu að renna upp og margir farnir að huga að því að koma sér í berjamó. Ferð í berjamó er tilvalin fyrir fjölskyldur að fara í saman því stórir sem smáir geta lagt hönd á plóg við tínsluna, hvort sem tínt er beint upp í munn eða í fötu til að fara með heim. Hollusta berja er ótvíræð og hafa bláber meðal annars verið kölluð ofurfæða. Þau eru rík af vítamínum, steinefnum og andoxunarefnum. Krækiber og aðalbláber eru einnig trefjarík en trefjaefni eru nauðsynleg fyrir eðlilega meltingu. Ber geymast vel í frysti og gott er að eiga poka með berjum til að grípa í þegar blanda á þeyt- inga, setja út á jógúrt eða nota í bakstur. Að sjálfsögðu er líka upplagt að sulta úr berjunum. Ryðfríir neysluvatnshitarar, hitöld (element), hitastillar, hitastýringar, rafhitarar til húshitunar og flest annað til rafhitunar. Við hjá Rafhitun erum sérfræðingar í öllu sem við kemur rafhitun. Við bjóðum einungis úrvals tæki sem hafa sannað sig með áralangri reynslu. íslensk framleiðsla í 20 ár Rafhitarar fyrir heita potta BESTU BROTIN ÚR ÞÁTTUM BYLGJUNNAR FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag KOMDU FRAM VIÐ AÐRA Á NETINU EINS OG ÞÚ VILT LÁTA KOMA FRAM VIÐ ÞIG www.saft.is FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir ■ Ný bók, Múffur í öll mál, kemur út á næstu dögum eftir matgæðinginn Nönnu Rögnvaldardóttur. „Þetta er lítil bók um múffur af ýmsu tagi, hollar morgunmúffur, nestismúffur, múffur með kaffinu, múffur til að hafa í kvöld- matinn og meira að segja múffur fyrir hunda og ketti,“ segir Nanna sem fékk það hlutverk að svara nokkrum spurn- ingum um eigið heimili. Stendur þú í einhverjum framkvæmd- um þessa dagana á heimilinu eða hefur nýlokið við? Ekki þessa stundina, nei (nema ég réðist á þvottafjallið um daginn og straujaði heil ósköp. Það eru framkvæmdir á minn mælikvarða en kannski ekki annarra). Eitthvað slíkt á dagskránni? Já, það er farið að bráðliggja á að skipta um eld- húsinnréttingu, hún er að detta í sundur. Ertu dugleg að breyta og bæta heima við? Ég er dugleg að bæta við (dóti). En breyta og bæta heima við … nei. Er einhver hlutur sem þig langar sér- staklega mikið í þessa dagana? Nýtt rúm. En þegar ég loksins kem mér í eld- húsframkvæmdirnar langar mig ógur- lega mikið í nýjan stóran ísskáp. Hver er uppáhaldshluturinn þinn í eld- húsinu? Steypujárnspannan mín, held ég. Eða -pönnurnar, ég á nokkur stykki. Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á heimilinu? Borðstofan, því þar skemmti ég mér með gestum og þar er líka meirihlutinn af mat- reiðslubókasafninu. HEIMA VIÐ | NANNA RÖGNVALDARDÓTTIR MATGÆÐINGUR SKEMMTI MÉR BEST Í BORÐSTOFUNNI MATARKONA Nanna Rögnvald- ardóttir. Jakob Lárusson stálsmiður hefur sameinað áhugamál sín, stálsmíði, hönnun og hestamennsku, með því að smíða hringamél úr ryðfríu stáli upp í hesta. Hringamélin eru skreytt í anda goðafræðinnar. „Goðafræðin og Háva- mál hafa alltaf heillað mig og er Hávamál grafið í hringina, en hinn hái er Óðinn og er kvæðið lífsspeki hans,“ segir Jakob. Árið 2002 útskrifaðist Jakob sem tamn- ingamaður frá Hólaskóla. Hann segir að eitthvað hafi smollið saman hjá sér þegar Eyjólfur Ísólfsson yfirreiðkennari sýndi bekknum margar gerðir af beislisstöng- um og mélum og hálfkláraðar stangir sem hann var að hanna. „Þarna hugsaði ég að ég sem stálsmiður og hestamaður ætti að geta hannað og smíðað hringamél og stangir. Síðan þá hef ég verið með hugann við þetta.“ Jakob smíðaði mélin eftir uppáhalds mélunum hans Antons P. Níelssonar, kennara á Hólum. „Þessi mél reyndust svo vel að slegist var um þau við tamn- ingar. Þegar þau slitnuðu spurði Anton hvort ég gæti ekki smíðað eins mél og þau gömlu, helst tvö. Það gerði ég en í leiðinni skreytti ég mélin í anda goða- fræðinnar. Í dag eru öll hringamél og stangir flutt inn til landsins. Allt látlaust í útliti og smíðin misjöfn. Mér finnst að hringamél, þó aðallega beislisstangir, ættu að sameina vandað handverk og gott notagildi,“ segir hann. Í vetur ætlar Jakob að smíða beislis- stangir sem hann hefur verið að hanna undanfarin þrjú ár. Þær verða tileinkaðar Sleipni, hesti Óðins. „Núna er ég að smíða tvískipt mél sem verða skreytt með rúna- letri og hamrinum hans Þórs, Mjölni.“ Jakob hefur smíðað mél eftir pöntun- um en hann segist ekki geta annað mikilli eftirspurn. „Ég merki það sem ég smíða með fangamarkinu mínu, ártali og merki það líka eigandanum, þannig að hver hlutur er sérstakur.“ ■ lilja.bjork@365.is STÁLSMÍÐI OG HESTA- MENNSKA SAMEINUÐ HAGLEIKSSMIÐUR Jakob Lárusson hefur um nokkurn tíma smíðað hringa- mél upp í hesta og skreytt þau í anda goðafræðinnar. HRINGAMÉL Einbrotin mél með höggormum og texta úr Hávamálum sem Jakob smíðaði. Honum finnst að hringamél eigi að sameina vandað hand- verk og gott notagildi. HESTAMAÐUR Jakob er hér með stóðhestinn Grunn frá Grund sem Örn Stefánsson á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.