Fréttablaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 42
13. ágúst 2012 MÁNUDAGUR18 timamot@frettabladid.is ALAN SHEARER, fyrrum framherji enska landsliðsins í fótbolta, á afmæli í dag. „Fótbolti snýst ekki eingöngu um að skora mörk, heldur líka að vinna.“42 Það var fyrir átta árum sléttum sem söng- konan Björk Guðmundsdóttir flutti lag sitt Oceania við setningarathöfn Ólympíuleik- anna í Aþenu. Lagið, sem kom út skömmu síðar á Medúllu, sjöttu hljóðversskífu Bjark- ar, var samið sérstaklega fyrir setningarat- höfnina og var góður rómur gerður að flutn- ingnum. Ólympíuleikarnir í Aþenu voru þeir 28. í röðinni og alls tóku um tíu þúsund íþrótta- menn frá 202 löndum þátt í leikunum. Rit- höfundurinn Sjón samdi texta lagsins sem Björk flutti í fyrsta sinn á setningarathöfninni þegar íþróttafólkið hafði lokið inngöngu sinni á Ólympíuleikvanginn. Í Aþenu klæddist söng- konan gríðarstórum kjól sem stækkaði eftir því sem á leið lagið og huldi að lokum allan leikvanginn og íþróttafólkið sem á honum var. Í blálokin var heimskorti varpað á kjólinn. Margt var um frægðarfólk á setningarat- höfninni fyrir utan Björk og íþróttahetjurnar, meðal annarra þau Julia Roberts, Jack Nic- holson, Britney Spears og David og Victoria Beckham. ÞETTA GERÐIST: 13. ÁGÚST 2004 Björk syngur á Ólympíuleikum Merkisatburðir 1900 Minnisvarði um Otto Wathne afhjúpaður á Seyðisfirði. 1908 Þýskur jarðfræðingur, Hans Reck, og Sigurður Sumarliða- son bóndi ganga á Herðubreið á Mývatnsöræfum en hún var talin ókleif. 1928 Þýska sjóflugvélin Súlan er við landhelgisgæslu og síldar- leit fyrir norðan á vegum Flugfélags Íslands. 1935 Franska hafrannsóknarskipið Pourquoi pas? heldur frá Akureyri til Grænlands. 1950 Minningarhátíð um Jón biskup Arason haldin á Hólum í Hjaltadal. „Ég læt nú ekki rigninguna aftra mér í að hóa saman vinum, vandamönn- um og nokkrum samstarfsmönnum í garðinn heima hjá mér á Bjarkargöt- unni á afmælinu. Þetta verður „garden party“, bara eins og hjá Mezzoforte,“ segir Sigríður Dúna Kristmundsdóttir háskólaprófessor, en hún heldur upp á sextugsafmæli sitt í dag. „Ég var orðin svo vongóð um að þetta góða veður og mikla sólskin í sumar myndi haldast. Núna ligg ég hins vegar yfir spánni hjá norsku veðurspánni og þeirri íslensku og lítur allt út fyrir smá rigningu, en ef svo verður þá tjöldum við bara yfir garðinn. Þegar maður býr á Íslandi er ekki annað hægt en að taka allar tegundir af veðri með í reikninginn,“ bætir hún við. Sigríður Dúna, sem var þingmaður Kvennalistans á níunda áratugnum, starfar um þessar mundir sem prófess- or í mannfræði við Háskóla Íslands, en til háskólans sneri hún aftur á síðasta ári eftir að hafa gegnt stöðu sendiherra Íslands í Suður-Afríku og Noregi. „Ég er í leyfi frá utanríkisþjónustunni eins og er, en gekk til liðs við utanríkisþjón- ustuna með leyfi frá Háskóla Íslands svo það áttu sér stað hálfgerð skipti. Nú er ég í mínu gamla prófessorsembætti og þykir það óskaplega gaman. Þegar ég gerðist sendiherra hafði ég kennt í 25 ár við Háskólann og það getur verið svolítið lýjandi að kenna lengi í strik- lotu. Nú finnst mér ég koma aftur end- urnýjuð. Ég hef fyllt á tankinn með nýrri reynslu og þekkingu og þykir afskaplega gaman að kenna og skrifa, því helmingurinn af starfi háskólapró- fessors felst í rannsóknum og ritun. Undanfarið hef ég verið að birta fræði- legar greinar og sótt ráðstefnur erlend- is og þykir mikil gæfa að hafa tækifæri til að skipta tímabundið um starfsvett- vang. Það var mér mikils virði að geta notað þekkingu mína og reynslu í þágu utanríkisþjónustu Íslands, ekki síst í Afríku, en utanríkisþjónustan getur svo auðvitað kallað mig inn aftur ef hún vill,“ útskýrir Sigríður Dúna. Þetta er í fyrsta sinn sem prófess- orinn heldur upp á stórafmæli, en aðspurð segist hún ekki hafa talið til- efni til hátíðahalda fyrr en hún næði þessum fína aldri. „Ég hef fengið að takast á við mörg verkefni á þessum áratugum. Ég hef farið víða og safnað reynslu í sarpinn, reynslu sem hæfir virðulegum aldri og nýtist mér í þeim verkefnum sem fram undan eru.“ En skyldi Sigríður Dúna óska sér ein- hvers í afmælisgjöf fremur en annars? „Hlýja og gleðibros á vör eru langbestu gjafirnar,“ segir hún. kjartan@frettabladid.is SIGRÍÐUR DÚNA KRISTMUNDSDÓTTIR HÁSKÓLAPRÓFESSOR: ER SEXTUG Í DAG Hef safnað reynslu í sarpinn SEXTUG Sigríður Dúna býður vinum og vandamönnum í garðveislu á heimili sínu á Bjarkargötu í tilefni dagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kúmentínsla í Viðey verður á morgun, 14. ágúst, og færist fram miðað við síð- ustu ár vegna mikillar blíðu í sumar. Þá flykkist fólk í eyjuna með plastpoka og skæri og sækir sér kúmen fyrir vet- urinn. „Viðeyjarkúmenið er þekkt fyrir einstök gæði, það er fíngerðara en búð- arkúmenið, bragðmeira og sætara. Ein- staklega gott í baksturinn, að ekki sé minnst á kaffið!“ segir í fréttatilkynn- ingu. Engin formleg leiðsögn er um Viðey þetta kvöld en aðstoð veitt og aðferð- in sýnd þeim sem ekki hafa áður tínt kúmen. Aukaferðir eru á þriðjudagskvöld- um frá Skarfabakka klukkan 18.15 og 19.15. Kaffihúsið í Viðeyjarstofu er opið þessi kvöld og upplagt að njóta kvöldverðar í eyjunni áður en hafist er handa við tínsluna. Síðasta ferjan fer úr Viðey klukkan 22. Gjald í hana fram og til baka er 1000 krónur fyrir fullorðna og 500 fyrir börn, sjö til fimmtán ára, í fylgd fullorðinna en frítt er fyrir sex ára og yngri. - gun Bragðmikið og sætt KÚMEN Einstaklega gott í baksturinn að ekki sé minnst á kaffið. Á menningarnótt, þann 18. ágúst, eru börn á aldrinum 3 til 14 ára hvött til að taka þátt í teiknismiðju sem haldin verður í Borgarbókasafninu. Myndirnar sem hinir upp- rennandi listamenn munu töfra fram úr ermum sínum verða sendar í alþjóðlegu teiknisamkeppnina Colorful Rights sem er á vegum ítölsku samtakanna Fondazione Malagutti onlus. Samtökin hafa staðið fyrir þessari alþjóðlegu teiknisamkeppni frá árinu 2001 og er tilgang- urinn að vekja athygli á Barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna og réttindum barna almennt. Í ár verður sérstök áhersla lögð á 19. og 20. grein sáttmál- ans en þær fjalla um vernd gegn ofbeldi og vanrækslu og umönnun barna utan fjölskyldu. Þrátt fyrir þessar áherslur er þátt- takendum frjálst að teikna það sem hugur þeirra stendur til. Leiðbein- endur í smiðjunni verða listamenn- irnir Erna G. Ólafsdóttir og Kristín Arngrímsdóttir. Borgarbókasafn sér um að senda myndirnar til Fondazione Malagutti onlus. Tilkynnt verð- ur um vinningshafa 25. nóvember í Mantova á Ítalíu og hlýtur hinn heppni vikudvöl fyrir þrjá í Evrópu. Borgarbókasafn mun einnig veita þremur þátt- takendum viðurkenn- ingu fyrir þátttöku sína og verða nöfn þeirra tilkynnt í byrjun nóvember. - hhs Blása til teikni- smiðju fyrir börn á menningarnótt Elskuleg dóttir okkar, systir, mágkona og frænka, ELÍN REYNISDÓTTIR Sambýlinu Mururima 4, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi miðvikudaginn 8. ágúst. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. ágúst kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast bent á Ás Styrktarfélag s. 414-0500. Reynir Kjartansson María Ólafson Þuríður Reynisdóttir Ágúst Guðmundsson Viðar Reynisson Anna Lilja Másdóttir María Ágústsdóttir Guðrún Viðarsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SESSELJA ÞÓRÐARDÓTTIR húsmóðir, frá Sléttubóli í Austur-Landeyjum, síðast til heimilis Álfheimum 54, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, þriðjudaginn 7. ágúst sl. Útför hennar verður frá Fossvogskirkju, föstudaginn 17. ágúst kl. 13.00. Guðrún Erlendsdóttir Davíð Janis Valgerður Erlendsdóttir Stephen J. Carter Ólafur Þór Erlendsson Hildur Kristjánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.