Fréttablaðið - 08.09.2012, Page 32

Fréttablaðið - 08.09.2012, Page 32
8. september 2012 LAUGARDAGUR32 STÖÐUPRÓF Stöðupróf á vegum mennta- og menningarmálaráðu- neytisins verða haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð 13. september kl. 16:00 í eftirfarandi tungumálum: Albönsku, bosnísku, eistnesku, filippísku (tagalog og cebuano), finnsku, grísku, hollensku, japönsku, kínversku, króatísku, litháísku, portúgölsku, pólsku, rússnesku, ser- bnesku, slóvensku, taílensku, tékknesku, tyrknesku, Twi, ungversku, úkraínsku og víetnömsku. Rafræn skráning í stöðupróf fer fram á heimasíðu skólans http://www.mh.is/skolinn/exam/. Frekari upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 595-5200. Sýna þarf persónuskil- ríki með mynd í prófinu. Prófgjald, kr. 8000 fyrir hvert próf, ber að greiða inn á reikning Menntaskólans við Hamrahlíð í banka 323 hb 26 nr 106, kt. 460269-3509. Greiðslufrestur er til hádegis á prófdegi, nauðsynlegt er að fram komi nafn og kennitala próftaka. Réttur til próftöku byggist á að prófgjald hafi verið greitt. PLACEMENT TESTS Placement tests (for Secondary School credit) will be held at Menntaskólinn við Hamrahlíð on September 13th at 4 pm in the following languages: Albanian, Bosnian, Chinese, Croatian, Czech, Dutch, Estonian, Filipino (tagalog and cebuano), Finnish, Greek, Hungarian, Japanese, Lithuanian, Portugese, Polish, Russian, Serbian, Slovenian, Thai, Turkish, Twi, Ukranian and Vietnamese. On-line registration takes place on the school website http://www.mh.is/skolinn/exam/. For more information call the school office tel. 595-5200. Everyone sitting the test must show an ID with a picture. The fee, kr. 8000 per test, should be paid to the account of the Menntaskólinn við Hamrahlíð bank 323 – 26 – account no. 106, id. 460269-3509 before noon on the 13th. Please provide the name and identification number of the examinee when paying. Only those that have paid can sit the exam. Rektor. því við að gera þann sem þurfti á stoðtækjunum að halda eins sjálf- stæðan og mögulegt var. Ég man eftir því þegar við vorum að þróa hugmynd að tæki sem hjálpaði fólki að festa gervifót á sig sjálft. Samstarfsfólk okkar í Svíþjóð leit ekki á það sem sérstakt vandamál því þar kom aðstoðar- fólk heim til fólks á hverjum degi og aðstoðaði það við að koma fæt- inum á. Það gekk ekki á Íslandi; hönnunin þurfti að miðast við að sá sem notaði gervifótinn gæti ekki aðeins sett hann sjálfur á sig, held- ur þurfti hann líka að vera nógu sterkur og liðlegur til að viðkom- andi gæti stundað vinnu áfram. Þetta gerði það að verkum að við vorum að oft að þróa vörur fyrir „super users“ og því ekki að undra að niðurstaðan yrði góð. Fyrirtæk- ið er því í draumastöðu í dag þar sem núna er þetta orðin almennur hugsunarháttur í endurhæfingu að gera fólk eins sjálfstætt og mögu- legt er og gera því kleift að lifa líf- inu með reisn.“ Þriðji þátturinn sem skipti sköp- um fyrir velgengni Össurar á upp- hafsárum fyrirtækisins var að efnahagslífið á Íslandi var að losna úr læðingi og hleypa nýjum krafti í atvinnulífið. „Atvinnulífið á Íslandi hafði verið fábreytt, eins og þekkt er, eina raunverulega fyrirtækið með hurðum og gluggum eins og þau þekkjast á alþjóðavísu var Eimskipafélagið. 10. áratugurinn var að þessu leyti uppgangstími „íslenska fyrirtækisins“; einstak- lingsframtakið, sem fékk að njóta sín, aukið fjármagn og alþjóðavæð- ing gerðu nýsköpunarfyrirtækjum á borð við Össur kleift að þrífast og þróast.“ Að búa til verðmæti úr þekkingu Þegar hann gekk til liðs við Össur ímyndaði Hilmar Bragi sér ekki að hann ætti eftir að vera þar næstu tuttugu árin. Hugur hans hafði þó alltaf staðið til rannsóknarstarfa og hann ákvað að söðla um áður en það yrði of seint. „Það var komið að þeim tíma- punkti að það var orðið spurning um að hrökkva eða stökkva ef ég vildi eiga einhvern frama að ráði innan akademíunnar,“ segir hann. Markmiðið sem forseti VON segir hann vera að halda áfram að gera Háskóla Íslands að öflugum rann- sóknarháskóla og búa til verðmæti úr þeirri þekkingu sem verður til. „Það þarf að búa til kúltúr nýsköp- unar þar sem rannsóknirnar eru hagnýttar til að búa til verðmæti.“ Hilmar Bragi segir þetta ekki kalla á nánari tengsl við atvinnu- lífið heldur hreinlega samruna. „Víðast hvar er þessi gamli grein- armunur ekki gerður á háskóla og atvinnulífi; háskólinn er hluti af atvinnulífinu. Til að setja þetta í samhengi má nefna að innan VON eru flestir doktorsnemar á Íslandi sem skilar sér í 300 ársverkum í rannsóknartengdu námi. Þetta er vinna sem var ekki til á Íslandi fyrir nokkrum árum og felur í sér fjölda tækifæra. Mitt starf er að koma þeim í verð. Við eigum auð- vitað ekkert að slaka á rannsóknar- starfinu en það þarf líka að huga að hagnýtingunni þannig að þekk- ingin skili sér hratt og örugglega.“ Hilmar Bragi segir ótvírætt að þekkingargeirinn hafi fest sig í sessi sem ein af grunnstoðum samfélagsins og standi traustum fótum. „Já, biddu fyrir þér. Fyrir ekki svo löngu gátum við ekki mannað yfirmannastöður í stærri fyrir- tækjum. Nú eru forstjórar á borð við Tómas Sigurðsson farnir að færast upp á við í sínum fyrirtækj- um og stýra þeim á alþjóðavísu. Við erum líka með fjölda nýsköpunar- fyrirtækja sem hafa unnið merki- legt starf, Nox medical, Ment- is cura, Stjörnuoddi, svo einhver séu nefnd. Áhrifanna gætir líka svo víða annars staðar. Umgengni um auðlindir og stjórnun og skipu- lagning nýtingar er allt önnur en hún var og allt önnur viðmið höfð að leiðarljósi, sem ég held að sé einfaldlega afrakstur þekkingar- geirans enda hafa margir sem þar stjórna fengið uppeldi og leiðsögn í nýsköpunarfyrirtækjum.“ Litlu fyrirtækin þurfa hvatningu Það eru engin merki um það að þessi þróun eigi eftir að ganga til baka að mati Hilmars, því lífs- gæði samfélagsins krefjist mun verðmætari afurða en áður. Á samdráttartímum sé „súpukjöts- hagkerfið“ hins vegar aldrei langt undan. „Þá eru gerðar kröfur um fleiri virkjanir, hærri aflaheimildir og fiskeldi í hvern fjörð og svo fram- vegis. Ég skil svo sem þessa þrá og viljann til að reyna að kippa hlut- unum í lag í einu vetfangi en þetta eru ekki raunsæ langtímamark- mið.“ Spurður út í hlut stjórnvalda í þróun hátæknigeirans kveðst Hilmar ætla að tala varlega því hann sitji nú í skjóli hins opinbera. „Almennt er ég á því að þetta sé fyrst og fremst spurning um frumkvæði, hver á að hafa það? Ég trúi að frumkvæði einstaklinga og einkaaðila ýti okkur fram á við, ekki frumkvæði ríkisins. Hið opin- bera blandar sér yfirleitt í leikinn þegar hugmyndirnar hafa sann- að sig og eru farnar að lofa góðu. Kannski er ágætt að hið opinbera ríði ekki á vaðið út í óvissuna held- ur bíði átekta. Hitt er svo annað mál að stundum verður maður jafn- vel var við að menn reyni að eigna sér frumkvæðið af einhverju sem þeir tóku í rauninni ekki þátt í.“ Hilmar Bragi vill að stjórnvöld marki sér skýrari stefnu gagn- vart nýsköpunargeiranum og fylgi henni eftir af festu. „Nú þegar geiranum hefur vaxið fiskur um hrygg beinist athyglin kannski einum um of að fyrirtækj- um sem hafa þegar sannað sig en minna hugað að sprotafyrirtækj- unum. Velgengni fyrirtækja á borð við Össur ætti að beina athygli stjórnvalda að litlu fyrirtækjun- um – það eru þau sem þurfa á upp- byggilegu umhverfi að halda.“ ESB ekki endilega fýsilegur kostur Hilmar Bragi segir að með aðild Íslands að EES-samningunum og innleiðingu tilskipana tengdum honum hafi komið tryggt ákveðið athafnafrelsi. Stjórnvöld verði hins vegar að marka skynsama stefnu til framtíðar og forðast að taka upp íþyngjandi og óskilvirkt regluverk, sem þjóni „engum tilgangi nema til að sýnast“. Spurður út í mögulega inngöngu Íslands í ESB segist hann gera fyrirvara. „ESB kemur mér fyrir sjónir sem þunglamalegt, óskilvirkt og ósveigjanlegt bákn, fjarri þörfum einstaklinga og þar með nýsköp- unargeirans. Rannsóknaáætlanir og samstarf innan Evrópusvæðis- ins hefur hins vegar getið af sér mjög athyglisverðar rannsóknir og möguleika fyrir Íslendinga til að byggja upp færni á ólíklegustu sviðum. Ég hef í sjálfu sér ekki skoðun á inngöngu Íslands í ESB, því mér finnst spurningin í rauninni ekki aðkallandi. Ég skil vel röksemd- irnar fyrir inngöngu; að fá stöð- ugri gjaldmiðil, utanaðkomandi aðhald og þar fram eftir götunum. Staðreyndin er hins vegar sú að áður en til þess kemur þurfum við að taka rækilega til í eigin ranni; í fjármálakerfinu, „etíkinni“, ríkis- rekstrinum og svo framvegis. Það er ekki fyrr en að þeirri tiltekt lokinni sem það verður aðkallandi spurning hvert skuli halda þaðan og þá er ekkert víst að innganga í Evrópusambandið verði jafn fýsi- legur kostur, auk þess sem samn- ingsstaða okkar væri þá hugsan- lega mun betri.“ Sækjum það besta úr báðum áttum Sjálfum finnst Hilmari Braga það fara Íslendingum vel að vera á flekaskilum. Sjálfur starfar hann enda á flekamótum vísinda og verkfræði, hagnýtingar og grunn- rannsókna. Hann bjó lengi í Kali- forníu þar sem Össur er með stóra starfsstöð og segir margt í Banda- ríkjunum sem Íslendingar gætu tekið til fyrirmyndar. „Umræðan um bandarískt sam- félag er ansi einsleit hér á landi og í Evrópu og gefur dálítið vill- andi mynd. Það er margt að sækja til Bandaríkjanna, ekki síst fjöl- menninguna sem þrífst þar og ein- staklingsframtakið sem er verð- launað; fjármálakerfið er öflugt og umræðan afskaplega opin og frjáls – þótt stjórnmálaumræðan sem birtist í okkar fjölmiðlum sé ekki endilega til marks um það. Við höfum og getum lært margt af Bandaríkjamönnum, án þess að þurfa að að tileinka okkur allt í þeirra fari. Það hefur sína kosti að vera mitt á milli Bandaríkjanna og Evrópu, bæði í landfræðilegum og menningarlegum skilningi. Okkur gæti farnast býsna vel að sækja það besta úr báðum áttum.“ ÖSSUR Sem framkvæmdastjóri rannsókna- og vöruþróunarsviðs hjá Stoðtækjaframleiðandanum Össuri, átti Hilmar Bragi þátt í að gera fyrirtækið að einu framsæknasta fyrirtæki heims á sínu sviði. Fleira en hugvit átti þátt í því að koma Össuri í fremstu röð, þar áttu einnig félagslegir, pólitískir og efnahagslegir þættir hlut að máli.” MYND/ÖSSUR Nú þegar geiranum hefur vaxið fiskur um hrygg beinist athyglin kannski einum um of að fyrirtækjum sem hafa þegar sannað sig en minna hugað að sprotafyrirtækjun- um. Velgengni fyrirtækja á borð við Össur ætti að beina athygli stjórn- valda að litlu fyrirtækjunum – það eru þau sem þurfa á uppbyggilegu umhverfi að halda.“ FRAMHALD AF SÍÐU 28
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.