Fréttablaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 6
15. september 2012 LAUGARDAGUR6 SJÁVARÚTVEGUR Fulltrúar stjórnar- andstöðunnar í trúnaðarmanna- hópi fulltrúa stjórnmálaflokkanna um stjórn fiskveiða eru sammála um að formenn stjórnarflokkanna hafi skuldbundið sig til að leggja fram breytt frumvarp með þeim breytingum sem hópurinn yrði ásáttur um. Stjórnarþingmenn sjá málið í öðru ljósi. Landssamband íslenskra útgerðarmanna telur plaggið ekki skipta nokkru máli og heildarendurskoðun á öllu mál- inu þurfi að eiga sér stað. Það eigi bæði við um nýsett lög um veiði- gjöld og frumvarpið sem nú er til umfjöllunar og verður lagt fyrir þingið á næstu vikum. Einar K. Guðfinnsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í hópnum, segir fyrirliggjandi yfirlýsingu formanna stjórnarflokkanna, Jóhönnu Sigurðardóttur og Stein- gríms J. Sigfússonar, um að þau atriði sem hópurinn næði sam- komulagi um yrðu lögð til grund- vallar vinnu ríkisstjórnarinnar við frumvarp um stjórn fiskveiða. „Við náðum saman um mörg stór veigamikil atriði sem þar með hlýtur að sjá stað í frumvarpinu sem lagt verður fram á haustþingi. Um önnur atriði, sem við náðum ekki saman um, hefur ríkisstjórn- in óbundnar hendur. Yfirlýsing stjórnarforystunnar frá því í vor var eins skýr og hún gat verið.“ Einar telur ljóst að hópurinn hefði aldrei sest niður ef þetta atriði hefði ekki legið fyrir; að vinnan hefði vigt. Sigurður Ingi Jóhannsson, fulltrúi Framsóknar í hópnum, segist hafa nákvæmlega sama skilning og Einar á meðferð nið- urstaðna trúnaðarmannahópsins. „Við munum túlka það sem full- komin svik ef þetta stendur ekki. Ég trúi því ekki að oddvitar ætli ekki að standa við það sem þeir skrifuðu upp á.“ Björn Valur Gíslason, þingmað- ur Vinstri grænna, sagði í viðtali við Smuguna í gær að engin skuld- binding fælist í niðurstöðum hóps- ins. Ráðherra væri frjálst að fara með tillögurnar eins og honum þætti rétt. Ólína Þorvarðardóttir, þing- maður Samfylkingar, lagði fram bókun á fundi atvinnuveganefnd- ar þar sem tildrög hópsins, vinnu- aðferðir og efnisatriði voru gagn- rýnd. Í bókun Ólínu segir að fjórmenningarnir hafi ekki hlotið umboð atvinnuveganefndar eða þingflokka stjórnarflokkanna til sinna starfa. „Hópurinn er sjálf- skipaður hluti nefndarmanna í atvinnuveganefnd sem fengið hefur samþykki forystumanna ríkisstjórnarinnar til þess að leita niðurstöðu sín á milli um fisk- veiðistjórnunarfrumvarp atvinnu- vegaráðherra sem sátt geti náðst um,“ bókaði Ólína. svavar@frettabladid.is Ósammála um vægi trúnaðarmannahóps Fulltrúar stjórnarandstöðu segja ríkisstjórn bundna af niðurstöðum trúnaðar- mannahóps um endurskoðun frumvarps um stjórn fiskveiða. Stjórnarliðar undrast þá afstöðu eða hafna því að vinnan hafi vægi við frumvarpsgerðina. Á DEKKI Hópurinn samþykkti að fella út 60/40 regluna og 3% klípuna svokölluðu, en það eru veigamikil atriði í málinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR „Mér sýnist augljóst að þau atriði sem fjórmenningarnir hafa komið sér saman um í greinargerð sinni geti aldrei orðið grunnur að neins konar „sátt“ um þetta mál, að minnsta kosti ekki innan stjórnarflokkanna,“ skrifar Ólína Þorvarðardóttir við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Ég trúi því seint að Samfylkingin muni víkja frá jafn- ræðis- og atvinnufrelsiskröfunni sem stefna okkar í sjávarútvegs- málum byggir á og stjórnarsáttmálinn staðfestir. Krafan um vaxandi og öflugan, opinn leigumarkað með afla- heimildir er í mínum huga ófrávíkjanleg. Ég mun heldur aldrei sætta mig við að komið verði á sams konar gjafakvótakerfi í uppsjávar- og úthafsveiðum og því sem nú er við lýði í botnfiskveiðum, eins og mér sýnast tillögur hópsins gera ráð fyrir,“ segir Ólína. „Aldrei grunnur að neins konar sátt“ „Það þarf að endurskoða þetta allt saman. Frumvarpið og lögin um veiðigjöld verða ekkert slitin í sundur. Það er verið að leggja ofurskatt á útgerðina sem er í sumum tilfellum meiri en allur hagnaður einstakra fyrirtækja,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmda- stjóri LÍÚ, spurður hvaða þýðingu niðurstöður trúnaðar- mannahóps stjórnmálaflokkana hafi. „Það er auðvitað fjölmargt annað sem þarf að gæta að til við- bótar við þau atriði sem hópurinn fjallar um. Við leggjum áherslu á að allt málið verði skoðað frá grunni. Það verður að taka upp lögin um veiðigjöldin á sama tíma og endurskoðun laga um stjórn fiskveiða fer fram. Við eigum að vinna að samráði atvinnugreinarinnar og stjórn- málaflokkanna með það að leiðarljósi að bæta hag greinarinnar og það sem við höfum út úr því sem þjóð að nýta auðlindina,“ segir Friðrik. „Það verður að taka málið allt upp aftur“ www.baendaferdir.is s: 570 2790 A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Skíðaferðirnar okkar 2013 eru komnar í sölu! Nánari upplýsingar á www.baendaferdir.is Spennandi ferðir í beinu flugi til München á útvalda staði í Austurríki HOLLAND, AP Frjálslyndi flokkurinn og Verkamannaflokkurinn munu á næstu dögum hefja stjórnarmynd- unarviðræður eftir góða útkomu í þingkosningunum í Hollandi í vik- unni. Flokkarnir hlutu samtals 79 þingsæti af 150, en þó gæti farið svo að þeir tækju þriðja flokkinn inn í viðræðurnar til að styrkja meirihlutann, en flokkarnir tveir eru ekki með meirihluta í öldunga- deild þingsins. Úrslit þingkosninganna þykja vera sigur fyrir ESB-sinna þar í landi þar sem flokkarnir tveir sem bættu við sig mestu fylgi höfðu lýst sig fylgjandi björgunaraðgerð- um fyrir evrusvæðið. Árangur frjálslyndra vakti sér- staka athygli, en þeir bæta við sig tíu þingsætum frá síðustu kosn- ingum þrátt fyrir að hafa síðustu misseri farið fyrir ríkisstjórn sem hefur þurft að grípa til óvinsælla aðhaldsaðgerða. Þá tapaði Frelsisflokkur hins umdeilda Geert Wilders níu sætum og verður nú með 15 sæti. Wilders hafði talað fyrir því að Holland segði sig úr myntbanda- laginu, en það virðist ekki hafa átt hljómgrunn meðal kjósenda. „Þeir fagna þessu í Brussel,“ sagði Wilders þegar ljóst var í hvað stefndi. Þó viðræður stóru flokkanna hafi verið boðaðar eiga þeir tals- vert óuppgert þar sem Verka- mannaflokkurinn er hallur undir að ýta undir hagvöxt með opin- berum verkefnum á meðan frjáls- lyndir vilja halda áfram aðhalds- stefnu sinni, sem hafi gengið ágætlega hingað til. - þj Óvæntur sigur Frjálslynda flokksins í hollensku þingkosningunum: ESB-flokkar í stjórnarmyndunarviðræður SIGURREIFUR Mark Rutte forsætis- ráðherra og Frjálslyndi flokkurinn unnu óvæntan sigur í þingkosningunum í Hollandi. Hann mun að öllum líkindum reyna að mynda stjórn með Verka- mannaflokknum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Fylgdist þú með eldhúsdagsum- ræðum á Alþingi? JÁ 22,9% NEI 77,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú keypt þér rafbók? Segðu þína skoðun á Vísir.is. KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.