Fréttablaðið - 15.09.2012, Síða 8

Fréttablaðið - 15.09.2012, Síða 8
15. september 2012 LAUGARDAGUR8 Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 DAGUR ÍSLENSKRAR NÁTTÚRU P O K A H O R N IÐ Kæru landsmenn! Til hamingju með Dag íslenskrar náttúru sunnudaginn 16. september. Í aldanna rás hefur íslensk náttúra gefið kraft og veitt innblástur um leið og hún hefur gert okkur kleift að lifa af í harðbýlu landi. Í náttúru landsins er falinn fjársjóður sem mikilvægt er að varðveita fyrir komandi kynslóðir. Njótum gjafa náttúrunnar og fögnum Degi íslenskrar náttúru sunnudaginn 16. september. Upplýsingar um dagskrá er að finna á www.umhverfisraduneyti.is. 1. Hverjir vilja bílaklukkur í stað gjaldmæla í Reykjavík? 2. Hver hlaut Sjónlistaverðlaunin 2012? 3. Hvaða leikari úr sjónvarps- seríunni The Wire kynnti ráðstefnu- dagskrá ásamt Jóni Gnarr? SVÖRIN 1. Samtök kaupmanna og fasteignaeig- enda við Laugaveg og Miðborgin okkar. 2. Ragnar Kjartansson. 3. Clarke Peters. STÖÐUGT NÝJAR FRÉTTIR FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag ORKUMÁL Ef ráðist yrði í allar fyr- irliggjandi virkjanaframkvæmdir á Íslandi myndi orkuframleiðsla Íslendinga aukast um rúm 42 pró- sent. Yrðu þær allar að veruleika gætu skapast um fjögur til fimm þúsund bein störf. Fjárfestingaþörf vegna þessara verkefna er yfir 300 milljarðar króna fyrir utan nauð- synlegar breytingar á orkuflutn- ingskerfinu. Þetta kemur fram í skýrslu Íslandsbanka um orku- markaðinn sem kynnt var í gær- morgun. Í skýrslunni kemur fram að Ísland sé í þrettánda sæti á meðal Evrópuþjóða þegar kemur að raf- orkuframleiðslu úr endurnýjan- legum auðlindum. Ísland er hins vegar með langmestu endurnýjan- legu raforkuframleiðsluna í heim- inum miðað við höfðatölu. Alls eru fjórtán virkjanafram- kvæmdir í bið eða til skoðunar hjá Landsvirkjun, Orkuveitu Reykja- víkur (OR) og HS Orku. Bygging einnar þeirra, Búðarhálsvirkjun- ar, hófst haustið 2010 og á að ljúka í lok næsta árs. Orkan úr henni mun fara til álversins í Straums- vík. Áætlanir gera ráð fyrir að framkvæmdir við byggingu hinna þrettán hefjist á árunum 2012 til 2015. Sex þeirra eru enn ekki komnar með tilgreind orkukaup en sjö eiga að sjá álverinu í Helguvík fyrir orku, náist samkomulag við eiganda þess, Norðurál, um verð. Samanlagt uppsett afl þessara fjórtán virkjanakosta er 995 mega- vött. Því er um að ræða aukningu upp á rúm 42 prósent frá því sem nú er framleitt af orku hérlendis. Í skýrslunni segir að „flestar þessar virkjanir eru á útboðshönn- unarstigi, þ.e. allri verkhönnun er lokið og hægt er að ráðast í verk- efnin með stuttum fyrirvara svo fremi sem kaupandi að orkunni er til staðar […] Ef allar ofangreindar fyrirhugaðar virkjanir fara í fram- kvæmd gætu skapast um 4.000- 5.000 bein störf hér á landi“. Íslandsbanki áætlar gróflega að fjárfestingaþörfin til að hrinda þessum verkefnum í gagnið sé yfir 300 milljarðar króna. Til viðbótar þyrfti Landsnet að fjárfesta fyrir um 75 milljarða króna fram til árs- ins 2020 vegna nýrra virkjana og þróunar á flutningakerfi fyrir raf- orku. „Fari framkvæmdir af stað munu þær hafa gríðarleg áhrif á íslenskt efnahagslíf.“ Íslandsbanki telur vel mögulegt að fjármagna verkefnin, til dæmis með verkefna- fjármögnun sem felur í sér stofnun félags í kringum ákveðið verkefni. Í skýrslunni segir að helstu hindranir sem orkufyrirtæk- in standi frammi fyrir í dag séu óvissa á alþjóðlegum markaði sem dregur úr eftirspurn eftir íslenskri orku, mikil skuldsetning orkufyr- irtækjanna og breyttar áherslur í rekstri sem valda því að fram- kvæmdir eru settar í bið og óvissa skapast um fjármögnun þeirra. Þá sé það vandamál að rammaáætlun liggi enn ekki fyrir og ljóst sé að pólitísk áhætta vegna breytinga á reglum eftir að „leikur er hafinn“ hafi fælandi áhrif á erlenda fjár- festa. thordur@frettabladid.is Gætu skapað 5.000 ný störf Fyrirliggjandi virkjanakostir myndu hafa „gríðarleg áhrif á íslenskt efnahagslíf“ samkvæmt skýrslu Íslandsbanka. Kosta yfir 300 milljarða króna. Orku- framleiðsla myndi aukast um 42 prósent. ORKA Skýrsla Íslandsbanka um orkumarkaðinn var kynnt á Nauthóli í gærmorgun. Þar kom meðal annars fram að íslensk sérþekking í geiranum væri í útrás. Skýrslan fjallar einnig um þann stóra geira sem þrífst á að þjónusta orkugeirann. Alls starfa rúmlega 1.260 manns hjá átta verkfræði- og þjónustufyrirtækjum innan hans. Fyrirtækin eru EFLA, ÍSOR, Jarðboranir, Mannvit, Orkustofnun, Reykjavík Geothermal, Verkís og VSÓ. Starfsmönnum þessara fyrirtækja hefur fækkað um 100 frá árinu 2008 en fjöldi þeirra sem starfa við orkutengd verkefni hefur þó aukist á sama tíma. Sú aukning er að nánast öllu leyti vegna aukinna umsvifa þeirra erlendis þar sem sjö af þessum átta fyrirtækjum eru með starfsemi. Hlutfall erlendrar veltu verkfræðifyrirtækjanna af heildarveltu þeirra er mis- jafnt en nær öll erlend verkefni þeirra eru orkutengd verkefni. Í skýrslunni segir að fjárhagsstaða íslensku orkufyrirtækjanna og ákvörðun þeirra um að fresta stærri verkefnum hafi keðjuverkandi áhrif á verkfræði- og þjónustufyrirtækin. Umfangsmikill hliðargeiri í útrás EFNAHAGSMÁL Framsóknarflokkur- inn vill að skattkerfið verði nýtt til að grynnka á skuldum heimil- anna. Þetta kemur fram í nýrri tillögu flokksins sem Sigmund- ur Davíð Gunnlaugsson, formað- ur flokksins, kynnti á fundi á fimmtudag. Samkvæmt tillögunni munu afborganir fasteignalána vera frádráttarbærar frá tekjuskatti. Skattaafslátturinn yrði lagður beint inn á höfuðstól viðkomandi fasteignaláns og fasteignalánin færð niður í 100 prósent af fast- eignamati. Með þessu yrði fólk hvatt til að greiða niður fasteigna- lán sín. Tillaga framsóknarmanna verður lögð fram sem þingsálykt- unartillaga á Alþingi og verður kynnt nánar þegar þar að kemur. Sigmundur Davíð kynnti grunn- atriðin fyrir gestum á fundi á Grand hóteli og var verðtrygg- ingin ofarlega í huga fundargesta. Sigmundur ræddi einnig um til- lögur flokksins um fjögurra pró- senta þak á verðtryggingu, en sú tillaga var lögð fram á síðasta þingi. Hann ræddi einnig um til- komu nefndar um afnám verð- tryggingarinnar. - þeb Framsóknarmenn kynntu nýja tillögu á fundi: Vilja grynnka á skuldum VEISTU SVARIÐ?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.