Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.09.2012, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 15.09.2012, Qupperneq 10
15. september 2012 LAUGARDAGUR10 Gullsmiðurinn í Mjódd, 109 Reykjavík G.Þ. skartgripir & úr Bankastræti 12, 101 Reykjavík Úr & Gull Firði, 220 Hafnarf irði Georg V. Hannah úrsmiður Hafnargötu 49, 230 Keflavík Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi, 600 Akureyri Fréttaskýring: Réttarhöld í Icesave-málinu Stígur Helgason stigur@frettabladid.is Icesave-mál Eftirlitsstofn- unar EFTA gegn Íslandi verður flutt fyrir EFTA- dómstólnum á morgun. Átta manna málflutningsteymi Íslands hélt til Lúxemborgar um helgina. Ekki er búist við dómi fyrr en undir lok árs. Átta manna teymi íslenskra lög- spekinga heldur á morgun til Lúx- emborgar, þar sem á þriðjudag fer fram málflutningur í Icesave-mál- inu gegn Íslandi fyrir EFTA-dóm- stólnum. Gert er ráð fyrir að málflutning- urinn taki fjóra til fimm tíma – þótt sumum þyki sú áætlun heldur bjart- sýn – en að málflutningi loknum er dómurinn hins vegar ekki bundinn neinum tímatakmörkunum og því er ekki gert ráð fyrir að niðurstöðu sé að vænta fyrr en undir áramót. Búist er við að málið veki mikla athygli og eftirtekt, og vegna þess var ákveðið að málflutningur- inn færi ekki fram í húsakynnum EFTA-dómstólsins, heldur í rýmri sal sem var tiltækur hjá viðskipta- ráði Lúxemborgar. Um hvað er deilt? Í málinu krefst Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) viðurkenningar á því að Ísland hafi brotið gegn EES- samningnum með því að tryggja ekki að þeir sem áttu fé á Icesave- reikningum Landsbankans í Bret- landi og Hollandi gætu gengið að 20.000 króna lágmarkstryggingu sinni eftir hrun bankans. Krafan er annars vegar reist á því sjónarmiði að aðildarríkj- um EES-samningsins beri, sam- kvæmt tilskipun þar um, skylda til að vera með innistæðutrygging- arkerfi sem virkar þegar á reynir – og ræður þar með við að dekka lágmarksinnistæður á öllum reikn- ingum sem undir kerfið heyra. Einnig kemur til skoðunar sjón- armið um mismunum innistæðu- eigenda eftir ríkisfangi – enda hafi þeir sem áttu peninga í íslenskum bönkum fengið allt greitt en þeir í Bretlandi og Hollandi ekkert. Hvað ef við töpum? Rétt er að árétta að dómurinn mun enga afstöðu taka til fjárhagslegra krafna, heldur einungis hvort um brot er að ræða. Tapi Ísland málinu mun það þannig ekki leiða til beinn- ar greiðsluskyldu fyrir íslenska ríkið, en hins vegar er hugsanlegt að þeir sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni höfði í kjölfarið skaða- bótamál á hendur íslenska ríkinu. Ef Ísland vinnur málið er því lokið. Ef Ísland tapar því verður því hins vegar sennilega beint til ríkis- ins að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að nokkuð af þessu tagi endurtaki sig. Hverjir eru aðilar málsins? ESA er stefnandinn í málinu en auk þess hefur Evrópusambandið (ESB) stefnt sér til svokallaðrar meðalgöngu og tekið undir kröfur og röksemdir ESA. Þar sem ESB er orðið aðili að málinu gefst öllum aðildarríkjum EFTA og jafnframt ESB tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri fyrir dómnum. Fjögur ríki hafa nýtt sér þennan möguleika: Noregur og Liechten- stein, hin ríkin sem aðild eiga að EES-samningnum, hafa tekið undir með Íslandi og mótmælt því að rík- isábyrgð sé á innistæðutrygginga- kerfinu, en Bretland og Holland lýsa yfir stuðningi við kröfur ESA. Fulltrúar allra fjögurra ríkjanna hafa boðað komu sína í réttarhöldin á þriðjudag og munu þar fá stutt- an tíma til að lýsa sjónarmiðum sínum. Athygli vekur hins vegar að ekk- ert ríkjanna fjögurra hefur í grein- argerðum sínum vegna málsins tæpt nokkuð á mismununarþætt- inum – á honum virðast þau ekki hafa skoðun, eða þora ekki að viðra hana, hvorki Norðmenn og Liech- tensteinar, né Bretar og Hollend- ingar. Niðurstaða undir áramót SALURINN Málið gegn Íslandi verður ekki flutt í húsakynnum EFTA-dómstólsins í Lúxemborg, heldur hér, í þessum sal Viðskiptaráðs Lúxemborgar. MYND/EFTA-DÓMSTÓLLINN Fulltrúi Noregs í EFTA-dómstólnum, Per Christiansen, lýsti sig vanhæfan til að dæma í málinu og vék sæti. Ástæða var ekki gefin upp formlega en talið er næsta víst að vanhæfið helgist af grein sem hann skrifaði á sínum tíma í norska blaðið Aftenposten og fjallaði um Icesave-málið. Sæti Christansens tekur varamaður hans, Ola Melstad, sem er prófessor við Evrópuréttardeild Óslóarháskóla. Páll Hreinsson, fulltrúi Íslands í dómnum, víkur hins vegar ekki sæti, jafn- vel þótt hann hafi verið formaður Rannsóknarnefndar Alþingis, en í skýrslu hennar er ítarlega fjallað um Icesave-málið og Tryggingasjóð innstæðu- eigenda. Í skýrslunni er þó ekki tekin afstaða til álitaefnisins sem liggur fyrir EFTA-dómstólnum, og þar sem dómararnir þurfa oftsinnis að dæma í málum heimalanda sinna víkur hann ekki sæti. Þriðji dómarinn, og forseti dómsins, er Carl Baudenbacher, Svisslendingur sem dæmir fyrir hönd Liechtenstein. Norski dómarinn vék vegna vanhæfis
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.