Fréttablaðið - 15.09.2012, Page 12

Fréttablaðið - 15.09.2012, Page 12
12 15. september 2012 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Stefnuræða forsætisráð-herra í vikunni og umræð-ur um hana skýrðu býsna vel málefnalínurnar í pólitíkinni. Hitt verður að draga í efa að umræðan hafi skilið eftir hjá mörgum skýra framtíðar- mynd um endurreisnina og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Það var engin útideyfa í þeim boðskap forsætisráðherra að mestu máli skipti að samþykkja óbreyttar tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Ofurþung- inn á þetta mál sagði á hinn bóg- inn æði margt um skilningsleysi á þeim efnahagslegu viðfangsefn- um sem við blasa. Framtíðarhagsmunir þjóðar- innar kalla á nýja stefnumörk- un í peninga- málunum. Þar hefur stjórnar- flokkana greint á . Forsætis- ráðherra gekk mjög langt í því að jafna þann ágrein- ing. Svo virðist sem stefna VG um að byggja á krónunni og nýjum haftareglum sé að verða ofan á þó að forsætis- ráðherra tæki fram í einni auka- setningu að skoða mætti hugsan- lega aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru. Þessi skilaboð og þögn forsæt- isráðherra um viðræðurnar við Evrópusambandið voru mestu tíð- indi stefnuumræðunnar. Hér er skýr vísbending um breytta mál- efnastöðu á taflborði valdanna. Augljóst er að formaður Samfylk- ingarinnar ætlar ekki að gefa VG ástæðu til að nálgast Sjálfstæðis- flokkinn vegna Evrópumálanna. Leiðtogar Sjálfstæðisflokks- ins kröfðust tafarlausra slita á aðildarviðræðunum þvert á sam- þykktir landsfundar flokksins sem gerðar voru með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða. Þeir telja klókara að höfða fremur til flóttafylgis VG en frjálslyndari vængsins í eigin flokki. Um leið virkar þetta eins og vandræða- legt ákall til VG um björgun frá einangrun. Málefnalínurnar skýrast ÞORSTEINN PÁLSSON Íhaldsaðgerðirnar í efnahags-áætlun Alþjóðagjaldeyris-sjóðsins skiluðu framan af verulegum árangri í ríkisfjár- málum. Veikleiki ríkisstjórnarinn- ar kom síðan í ljós þegar sjóðurinn sleppti tökunum: Annars vegar með því að fresta markmiðinu um halla- laus fjárlög. Hins vegar í svoköll- uðum grískum lausnum sem halda útgjöldum utan við ríkisbókhaldið. Skarpasti hugmyndafræðilegi ágreiningurinn í umræðunni kom fram í rökfastri og málefnalegri gagnrýni formanns Sjálfstæðis- flokksins á ríkisfjármálastefnuna. Það þarf ekki sérfræðinga til að sjá hversu ábyrgðarlaust það er að hefja útþenslu á ný áður en jöfn- uði er náð. Á sama hátt er glóru- laust að ráðstafa söluandvirði rík- iseigna í annað en niðurgreiðslu skulda. Þessi hugmyndafræðilegi ágreiningur var helsta merkið um pólitíska ábyrgð sem fram kom í umræðunum. Formaður Framsóknarflokksins markaði flokki sínum aftur á móti stöðu til vinstri við ríkisstjórn- ina í ríkisfjármálum. Hann gagn- rýndi hana bæði fyrir niðurskurð og viljaleysi til að auka útgjöld í stórum stíl. Sennilega þarf að fara aftur til þess tíma að Jóhanna Sig- urðardóttir var í stjórnarandstöðu til að finna samanburð um jafn óábyrg viðhorf til ríkisfjármála. Rödd frjálslyndari arms Sam- fylkingarinnar heyrðist ekki. Hugmyndafræðilegur ágreiningur Eðlilega hljóta margir að velta því fyrir sér hvaða vísbendingar stefnuum-ræðan gefur um mögu- leika flokka til þess að byggja málefnalegar brýr á milli sín. Með öðrum orðum: Hvaða flokk- ar eiga auðveldast með að mynda ríkisstjórn? Eftir kosningar mun ný skipting þingsæta hafa áhrif á svarið. Persónuleg tengsl og pers- ónuleg óbeit ráða líka nokkru. En sé einungis horft á málefnastöðuna eins og hún birtist í stefnuumræð- unni blasir þetta við: Dýpsta hugmyndafræðilega gjáin er á milli Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknarflokksins í rík- isfjármálum. Ganga verður út frá því að formennirnir hafi meint það sem þeir sögðu um þessi efni. Það þýðir að ekki er unnt að brúa það bil eigi báðir að halda höfði. Formaður VG birtist sem póli- tískur leiðtogi stjórnarsamstarfs- ins. Hann lýsti einarðlega því við- horfi að stjórnarflokkarnir ættu að sameinast með Framsóknar- flokknum um að halda Sjálfstæð- isflokknum í stjórnarandstöðu. Það gat hann gert vegna þeirrar tilslökunar í Evrópumálum sem fram kom hjá formanni Samfylk- ingarinnar. Sú málefnalega sveigja ræðst alfarið af því að vinstri arm- urinn hefur nú bæði tögl og hagld- ir í flokknum. Þetta þýðir að í Samfylkingunni er verið að ýta þeim til hliðar sem vilja að heildarefnahagsstefnan ráðist af markmiðinu um upp- töku evru. Í Sjálfstæðisflokknum er svo verið að ýta þeim til hlið- ar sem vilja ljúka aðildarviðræð- unum. Það er búið í Framsóknar- flokknum. Spurningin er: Gæti fólk úr þessum röðum náð saman um heilsteyptari efnahagsstefnu ef það fengi stórlega aukin áhrif á framboðslistum flokka sinna og á Alþingi? Eða er það borin von? Hvaða bil má brúa? www.baendaferdir.is s: 570 2790 A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Skíðaferðirnar okkar 2013 eru komnar í sölu! Nánari upplýsingar á www.baendaferdir.is Spennandi ferðir í beinu flugi til München á útvalda staði í Austurríki H ópur flóttafólks er nú væntanlegur til Íslands en fjögur ár eru síðan síðast kom skipulagður hópur flóttafólks til landsins. Þá komu hingað átta palestínskar konur ásamt börnum sínum og settust að á Akranesi. Eins og þá er hópurinn skipaður mæðrum með börn sín. Þær eru þrjár að þessu sinni og koma frá Írak eins og palestínsku konurnar árið 2008. Konurnar sem koma nú eru af afgönskum upp- runa. Þær hafa aldrei komið til Afganistan en þær hafa þó hvorki íranskan ríkisborgararétt né vegabréf frekar en aðrir afganskir flóttamenn þar í landi en talið er að um milljón afganskra flótta- manna sé í Íran. Fjölskyldurnar þrjár munu setj- ast að í Reykjavík og þeim er afar mikilvægt að eignast sem fyrst stuðningsnet sem bætir að ein- hverju leyti upp fjarveru stórfjöl- skyldu og vina – þeirra sem alla jafna mynda stuðningsnet utan um fjölskyldur. Hlutverk þessara stuðningsaðila eða stuðningsfjölskyldna er vítt. Þeim er ætlað að mynda vinatengsl við nýkomnu fjölskyldurnar og vera þeim tengiliður inn í samfélagið, auk þess sem margháttar liðsinni sem blasir við að veita þarf fólki sem komið er til lands sem það þekkir ekki neitt kemur í hlut stuðn- ingsfjölskyldunnar. Að gerast stuðningsfjölskylda við fólk frá fjarlægu landi er tæki- færi til þess að kynnast fjarlægri menningu með beinum hætti um leið og maður lætur gott af sér leiða. Ingibjörg Óskarsdóttir sem gerðist stuðningsaðili einnar af palestínsku konunum sem komu fyrir fjórum árum segir einmitt í viðtali hér í blaðinu í dag að sér hafi fundist „spennandi að kynnast fólki sem hefur alist upp við annað en við og hefur kannski aðrar skoðanir.“ Hún viðurkennir fúslega að hlutverkið hafi ekki verið auðvelt í byrjun meðan þær áttu til dæmis litla möguleika á að skilja hvor aðra öðruvísi en að tala í gegnum túlk. Stuðningurinn þróaðist hins vegar út í vináttu eftir að honum lauk formlega ári eftir að flóttakonurnar komu til landsins, vináttu sem stendur enn og er báðum mikilvæg. Rauði krossinn hefur sem fyrr veg og vanda að því að afla stuðn- ingsfjölskyldna við fjölskyldurnar sem eru á leiðinni og undirbúa stuðningsfjölskyldurnar undir hlutverk sitt. Leitað er að áhuga- sömum fjölskyldum sem langar að leggja flóttafjölskyldunum lið meðan þær stíga sín fyrstu skref í íslensku samfélagi en hver flótta- fjölskylda þarf að eiga nokkrar stuðningsfjölskyldur. Þannig gefst nokkrum fjölskyldum á höfuðborgarsvæðinu tækifæri til að taka þátt í lífi þeirra kvenna og barna sem væntanleg eru, láta gott af sér leiða og kynnast um leið framandi menningu. Það er mikilsvert framlag að taka á móti fjölskyldum sem ekki eru bara án heimilis heldur einnig án heimalands. Reynslan sýnir að eftir því sem flóttafólki sem hingað kemur gengur betur að aðlagast samfélaginu og læra tungumálið þeim mun líklegra er að það festi hér rætur og nái að byggja upp tilveru í nýju heimalandi. Gott stuðn- ingsnet í kringum nýkomnar fjölskyldur getur því skipt þær sköpum. Þrjár flóttafjölskyldur koma til Íslands um næstu mánaðamót: Gagnkvæmur ávinningur Steinnunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is SKOÐUN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.