Fréttablaðið - 15.09.2012, Síða 18

Fréttablaðið - 15.09.2012, Síða 18
15. september 2012 LAUGARDAGUR18 V erið var að hengja upp ljósmyndir af brjóstmyndum, höndum, fótum, hár- sýnum og margvís- legum gögnum þegar Fréttablaðið bar að garði á Lista- safni Íslands fyrr í vikunni. Í und- irbúningi var sýning Ólafar Nor- dal, Musée Islandique, og á daginn kom að aðdragandi sýningarinnar er langur. „Þannig var að árið 2005 heyrði ég frá einum frænda mínum að það væri til afsteypa á Kanaríeyj- um af forföður okkar, Birni Gunn- laugssyni stærðfræðingi og yfir- kennara í Lærða skólanum. Þetta vakti auðvitað forvitni mína og ég tók að grennslast fyrir um þessa afsteypu,“ segir Ólöf og rekur krókaleiðina sem hún fór til að hafa upp á afsteypunni. „Það kom á daginn að mannfræðisafn á Kan- arí hafði keypt afsteypur af Íslend- ingum sem teknar voru af frönsk- um vísindamönnum um miðja 19. öld. Einhverjir Íslendingar í Kan- aríreisu á sjöunda áratugnum fóru á safnið og ráku augun í nöfn sem gátu verið af Íslendingum og þannig fréttist af forföður mínum á safni, þar sem stytturnar af Íslendingunum voru sýningardæmi um hinn hreina norræna kynstofn. Frummyndir afsteypnanna voru hins vegar varðveittar í Musée de l’homme í París en þangað hafði Elsa E. Guðjónsson sem starfaði á Þjóðminjasafni lagt leið sína og tekið saman upplýsingar um þessar frönsku afsteypur. Þær upplýsingar voru til í Þjóðminjasafninu í lítilli möppu sem ég kynnti mér þegar ég var lögð af stað í þann leiðangur sem síðar varð að þessari sýningu.“ Afsteypur í úthverfi Parísar Ólöf fékk mikinn áhuga á því að skoða afsteypurnar og upphófust nú miklar bréfaskriftir hennar til franska safnsins og þessa á Kan- aríeyjum. „Ég fer svo til Parísar árið 2010 eftir að leyfi hafði gef- ist til þess að ljósmynda stytturn- ar. Og þar leyndust þær í geymslu í úthverfi borgarinnar, þær höfðu aldrei verið sýndar og raunar var búið að loka safninu sem á að opna í breyttri mynd síðar.“ Musée d l’homme var að sögn Ólafar komið úr tísku, fornfálegt safn þar sem ægði saman munum frá nýlendum Frakka – og munum úr leiðöngrum á borð við þann sem birtist á Íslandi árið 1856. „Sá leiðangur átti upphaf sitt í áhuga Frakka á að efla tengslin við Ísland, hér stunduðu þeir sjóinn og þeir höfðu raunar áhuga á Íslandi sem mögulegri nýlendu. Þekktastur leiðangursmanna var Jerome Napó- leon prins, bróðursonur Napóleons Bónapartes. Fjöldi annarra var með í för, meðal annars mótunar- meistari sem hafði það hlutverk að taka afsteypur af innfæddum.“ Fræði með grimmilegar afleiðingar Afsteypurnar voru gerðar í árdaga mannmælingafræða og áttu að hjálpa mönnum til að átta sig á því hvernig maðurinn er byggð- ur og á mismun kynþátta. „Þarna er verið að leggja grunn að fræð- um sem áttu eftir að hafa gríðar- legar afleiðingar, og voru notuð til þess að réttlæta kynþátta-, stétta- og kynjamismun og leiddu í sinni hörmulegastu mynd til voðaverka nasismans.“ Ólöf bendir á að Íslendingarnir sem tekin voru mót af hafi verið vandlega valdir fulltrúar ólíkra stétta. „Það er að segja karlarnir, konurnar voru allar þjónustustúlk- ur, og það fór reyndar gríðarlega fyrir brjóstið á Íslendingunum að það skyldu vera teknar afsteypur af nöktum líkömum þeirra,“ bætir hún við og við skoðum myndirnar af afsteypunum þar sem þær hanga uppi, auk brjóstmyndanna má sjá myndir af afsteypum af höndum, fótum og búkum karla og kvenna. Óhjákvæmilegt er að staldra við myndina af Birni en í bakgrunni hennar má sjá borgina Las Palmas á Kanaríeyjum. „Það vildi svo til að eina styttan sem var brotin í París var sú af Birni en ég gafst ekki upp, vildi endilega sjá afsteypuna af þessum forföður mínum. Það tók langan tíma fyrir mig að komast í samband við safnið á Kanaríeyj- um en það tókst að lokum og þessi mynd var tekin þar.“ Á slóðum líkamsmannfræðinnar Ólöf segist hafa vitað nokkuð fljót- lega eftir að hún fór að grúska í sögu afsteypanna og eftir að hún hafði upp á þeim að hér væri kom- inn efniviður að sýningu. „Það er kannski fyrst núna þegar mynd- irnar eru komnar í ramma og upp á vegg að allt þetta smellur saman. Ég er kannski ekki svo mikið að hugsa um alla þessa sögu sem liggur að baki þegar verkið er komið saman, heldur er ég frekar að velta fyrir mér almennt þessum vísindum mælinganna og fræðum sem tengjast þeim. Og þá í fram- haldinu hvernig við beitum þekk- ingu okkar og hvernig þjóðfélag sprettur upp úr þeirri hugsun sem býr til fræðin.“ Þar með berst talið að hinum hluta sýningarinnar en í honum er sjónum beint að ævistarfi lík- amsmannfræðingsins Jens Páls- sonar sem áratugum saman safn- aði gögnum um útlit Íslendinga. „Það má líka segja að þessi hluti sýningarinnar, sem ég kalla Das Experiment Island, eigi sér lang- ar rætur. Umfjöllun um rann- sóknir Jens sem sýnd var í Ríkis- sjónvarpinu á áttunda áratugnum festist í minni mér og ég hafði lengi haft áhuga á honum. Þegar ég var komin á slóðir afsteyp- anna vissi ég að leiðin hlyti að liggja líka til Jens. Eftirgrennsl- an leiddi mig á slóðir Gísla Páls- sonar mannfræðings sem var þá einmitt að skrifa grein um Jens og tók mér fagnandi,“ segir Ólöf sem hefur myndað hluta af umfangs- miklu safni Jens, sem var afrakst- ur ævistarfs hans. „Rannsóknir Jens eiga sér rætur í vísindum 19. aldar þar sem tekið var að mæla og flokka fólk eftir ytri ásýnd með nákvæmum hætti. Hann lauk sínu doktorsnámi í Þýskalandi á sjö- unda áratugnum og hafði alla tíð sterk tengsl við Þýskaland, fékk fjármagn til rannsókna þaðan en hann naut líka mikils velvilja hér á landi.“ Tilgangur og tilgangsleysi fræða Ólöf segir að þrátt fyrir allar hans rannsóknir hafi orðið fátt um nið- urstöður hjá Jens. „Hann safnaði gögnum en skrifaði lítið og birti fátt. Og hann miðlaði ekki aðferð- um sínum þannig að í dag getum við ekki lesið úr mælingum hans. Gísli Pálsson hefur bent á hvern- ig Jens einangraðist að vissu leyti vegna tengsla sinna við Þýska- land, lærimeistarar hans þar tengdust kynþáttakenningasmið- um nasismans. En það er gríðar- lega forvitnilegt að velta fyrir sér hvernig þetta safn varð til, til- ganginn og tilgangsleysið í því.“ Fann forföður sinn á safni Fyrir nokkrum árum frétti Ólöf Nordal að til væri gifsafsteypa af forföður hennar sem varðveitt væri suður á Kanaríeyjum. Henni þótti málið forvitnilegt og hóf eftirgrennslan sem voru fyrstu skref að verkum sem nú má sjá á Listasafni Íslands. Sigríður Björg Tómasdóttir hitti Ólöfu að máli og fékk að heyra hvernig grúsk í geymslum og gömlum minningum varð að listasýningu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Það er svo langt á milli ættliða í þessari fjölskyldu að það eru einungis fjórir ættliðir á milli mín og Björns Gunnlaugssonar sem fæddur var á 18. öldinni,“ segir Ólöf Nordal en á myndinni hér fyrir ofan má sjá myndina af Birni í bak- grunni. Björn Gunnlaugsson var langalangalangafi Ólafar. Dóttir hans og fyrri konu hans Ragnheiðar Bjarnadóttur, Ólöf, er langalangamma Ólafar Nordal. Ólöf var gift Jens Sigurðssyni rektor, alþingismanni og bróður Jóns Sigurðs- sonar. Sonur þeirra Jón átti meðal annars Ólöfu Nordal, ömmu listakon- unnar. Ólöf var gift Sigurði Nordal prófessor og tók nafn hans. Jón sonur þeirra var faðir Ólafar og þannig höfum við rakið okkur til 20. aldarinnar frá þeirri átjándu. BARA FJÓRUM ÆTTLIÐUM FRÁ 18. ÖLDINNI Sýning Ólafar er í Listasafni Íslands og stendur til 4. nóvember. Þess má geta að í tengslum við sýningu Ólafar verður haldið málþing 29. september í samstarfi við Háskóla Íslands á sviði mannfræði og listfræði undir heitinu „Homo islandicus.“ Á myndunum hér að ofan má sjá myndir Ólafar af afsteypunum sem fundust í Frakklandi. Myndin lengst til hægri er af hlutum úr safni Jens Pálssonar og hana er einnig að finna á sýningunni auk fleiri mynda af safni Jens. MANNFRÆÐI OG LISTFRÆÐI RÆDD Á MÁLÞINGI Í TENGSLUM VIÐ SÝNINGU ÓLAFAR NORDAL
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.