Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.09.2012, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 15.09.2012, Qupperneq 26
15. september 2012 LAUGARDAGUR26 N ýdönsk heldur upp á aldarfjórðungs afmælið sitt með þrennum tónleikum. Fyrst verða tvennir tónleikar í Eld- borgarsal Hörpunnar laugardagskvöld- ið 22. september og viku síðar verða tónleikar í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Nánast uppselt er á alla tónleikana en örfá- ir miðar eru þó fáanlegir. Einvalalið tónlistarfólks mun samfagna þeim Daní- el Ágústi Haraldssyni, Birni Jörundi Friðbjörnssyni, Jóni Ólafssyni, Stefáni Hjörleifssyni og Ólafi Hólm á tónleikunum. Meðal gesta verða Unnsteinn Manuel úr Retro Stefson, Högni Egilsson og Sigríður Thorla- cius úr Hjaltalín, Svanhildur Jakobsdóttir sem syng- ur með Birni Jörundi lagið Á sama tíma að ári og KK. „Þetta leggst rosalega vel í okkur og við ætlum að vanda okkur vel. Við ætlum að spila okkar þekktustu lög en svo verða líka lög sem hafa ekki heyrst „live“ alveg í tuttugu ár og örugglega lög sem við höfum aldrei spilað „live“,“ segja þeir Stefán og Ólafur. Aðspurðir nefna þeir Foss af plötunni Hunang sem eitt þessara laga. „Það er epískt stórvirki sem kallar á alla sem vettlingi geta valdið á sviðinu að spila með okkur. Það þurfa allir að bregðast við því kalli.“ Þið eruð vanir menn, svo varla eru þið stressaðir fyrir tónleikana? „Ég hef ekki verið stressaður í ein- hver ár eða áratugi með þessu bandi,” segir Stefán. „Við æfum vel fyrir tónleikana og það á ekki að vera neitt óvænt. En það verða nýir vinklar. Það verða örugglega smá fiðrildi í maganum. Svo erum við í þessu húsi líka. Þetta er svolítið yfirþyrmandi. Ég hef aldrei spilað í þessu húsi.“ Fiðrildi í maganum á 25 ára afmælinu Hin ástsæla Nýdönsk heldur upp á 25 ára afmælið sitt með þrennum tón- leikum. Fréttablaðið fékk gítarleikarann Stefán Hjörleifsson og trommar- ann Ólaf Hólm til að rýna í gamlar ljósmyndir frá ferli hljómsveitarinnar. NÝDÖNSK Hljómsveitin Nýdönsk fagnar 25 ára afmæli sínu með þrennum tónleikum í september. 1991 DELUXE Á VÍNYL „Þetta er á Borginni [Hótel Borg árið 1991] í tengslum við Deluxe. Ástæðan fyrir því að Steinar [Berg Ísleifsson útgefandi] er að færa okkur blómvönd er að vínyllinn var að deyja út þarna en við vorum harðir á því að þessi plata fengi að koma út á vínyl því við vorum búnir að taka alla plötuna upp hliðrænt. Þess vegna var þetta svolítill viðburður. Steinar var svolítið að kveðja þetta „format“ og þetta var sennilega seinasta platan sem hann gaf út á vínyl. Þarna var okkur líka afhent vínylplata.“ 1990 NOSTRADAMUS „Þetta var í kringum útgáfu á laginu Nostradamus. Einar Sigurðsson og Þorgils Björgvinsson eru þarna á myndinni. Þorgils [gítarleikari] spilaði í Nostradamus og það var eina lagið sem hann spilaði með bandinu. Hann var með okkur í nokkra mánuði en þetta er væntanlega sumarið 1990,“ segir Ólafur og Stefán bætir við: „Þetta er rétt áður en við Jón [Ólafsson] komum inn í bandið.“ MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR 1997 ENDURKOMA ÁRSINS „Þetta eru tíu ára afmælistónleikar sem voru haldnir í Háskólabíói [í október 1997] en þá var gefinn út safndiskurinn „87-97“. Þarna er Danni að koma sem gestur því þarna var hann hættur í bandinu. Þessir tónleikar þóttu tilefni til að veita okkur viðurkenningu fyrir endurkomu ársins á Íslensku tónlistar- verðlaununum því við vorum búnir að vera í einhverri pásu þarna,“ segir Stefán. „Ég á kuðunginn heima þar sem á stendur Tónlistarviðburður ársins.“ Ólafur bætir við: „Ég braut mína styttu í partínu þarna þegar verðlaunin voru veitt.“ Spurður út í hinn berfætta Daníel segir Stefán: „Ég hef aldrei séð hann áður berfættan en hann er kamelljón. Hann hefur verið í ýmsum múnderingum og allt klæðir hann vel. Ég hafði aldrei séð það áður þegar hann var alltaf í strigaskóm og jakkafötum. Það var alveg nýtt. Það var „trendsetter“ í honum.“ 1993 DRÖG AÐ UPPRISU „Þessi mynd var tekin á æfingu fyrir þessa tónleika [Drög að upprisu með Megasi í hátíðasal MH í nóvember 1993]. Það sem kom mér á óvart, eins og mörgum sem hafa unnið með Megasi, var hvað hann er „prófessional“. Þetta var þriggja vikna æfingatímabil og svaka æfingatörn,“ segir Stefán. „Einhvern tímann kom hann [Megas] með útskrifaðan gítarpart sem ég fór með heim. Þrátt fyrir að vera hámenntaður gítarleikari gat ég aldrei spilað hann en þá var hann bara að fíflast. Þá vissi hann að það væri ekki hægt að spila gítarpart- inn, sem segir hvað hann er vel að sér. Hann var víst búinn að leggja þetta fyrir marga aðra gítarleikara.“ 1990 MEÐ RAGNARI SÓLBERG „Þetta er Ragnar Sólberg með okkur, sennilega í bakherbergi í Íslensku óperunni [árið 1998]. Hann spilaði á þessum tónleikum. Þetta var í kringum Húsmæðragarðinn, útgáfu- tónleikar til að kynna plötuna.“ 1993 HUNANG OG BÝFLUGUR „Þetta er í Þjóðleikhúsinu [í desember 1993]. Jón sést ekki en hann er til hliðar á flyglinum. Þetta eru útgáfutónleikar Hunangs. Við vorum með valið efni í „akústískum“ búningi fyrir hlé og svo var Hunangsplatan spiluð í heild sinni eftir hlé. Ég man að við vorum með alls konar býflugur og þess háttar hangandi úr loftinu,“ segir Ólafur. 1992 GULL FYRIR HIMNASENDINGU „Þetta er í Skífunni þar sem Sena er núna. Jón Trausti er þarna með okkur sem var útgáfustjóri. Þarna fengum við gullplötu fyrir Himnasendingu,“ segir Ólafur. „Er þetta ekki platínu- plata?,“ spyr Stefán. „Nei, við fengum víst aldrei platínuplötu,“ svarar Ólafur, en Himnasending, sem kom út 1992, seldist í 9.500 eintökum á þessum tíma. Gull- plata fæst fyrir 5.000 seld eintök. NÝDÖNSK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.