Fréttablaðið - 15.09.2012, Side 36
15. september 2012 LAUGARDAGUR36
Vegna þess að fólkið var oftast
ekki haft með í ráðum hentaði eld-
húsið ekki endilega hversdagslegu
amstri og sama hversu lítið eld húsið
var hélt fólk áfram að safnast þar
saman. Þrátt fyrir vankanta sem
komu snemma í ljós hélt lokaða eld-
húsið vinsældum sínum langt fram
eftir öldinni.
Inn með nýja, út með gamla
En svo kom að því að lokaða eld húsið
vék fyrir því opna. Á uppbygging-
artímanum í upphafi 21. aldarinn-
ar voru ný hús nær undantekninga-
laust byggð með nýju skipulagi, hið
opna eldhús var allsráðandi og svo
virtist sem allir hefðu fengið nóg af
fjötrum gamla þrönga eldhússins.
Þessar breytingar má skýra með
ýmsum hætti. Opna eldhúsið var til
að mynda tilraun til að gera heim-
ilið að einni heild á sama tíma og
minni tíma var eytt þar. Hugmynd-
in með opna eldhúsinu var líka að
fá meira pláss til að athafna sig
sem undirstrikar auknar vinsældir
matreiðslu og hugmyndir um elda-
mennsku sem félagslega athöfn en
ekki einnar konu vinnu. Það endur-
speglaði líka ákveðið gegnsæi sem
varð lykil atriði, steikin átti ekki að
birtast tilbúin á borðstofuborðinu,
allir áttu að vita hvernig hún komst
þangað.
Opna eldhúsið markaði einnig
nýja tíma þar sem breytt kynja-
hlutverk stjórnuðu ferðinni. Heim-
ilið var ekki lengur hugsað sem
vinnustaður kvenna enda eru þær
löngu komnar út á vinnumarkaðinn
og karlarnir farnir að taka meiri
þátt í heimilisstörfunum. Eigin-
leikar opna eldhússins gerðu áður
ósýnilega vinnu sýnilega sem var
vissulega frelsandi fyrir konuna
sem sinnti áður öllu fyrir luktum
dyrum en að sama skapi minnkaði
hin persónulega nánd þegar veggir
féllu.
Blómaskeið eldhússkonsunnar
Hugurinn reikar gjarnan til „gömlu
góðu“ daganna þegar eldhús ber á
góma en opna eldhúsið þykir ekki
eingöngu til marks um nýja tíma
heldur minna á gamla sveitaeld húsið
þar sem fólk kom saman og vann,
lærði eða eldaði. Þetta „gamla“ eld-
hús er fjölnota herbergi, opið öllum,
ungum sem öldnum, konum og körl-
um. Það takmarkar einkalíf en ýtir
undir samverustundir og fagnar
óformlegheitum. Nú til dags er þetta
eldhús jafnvel talið styrkja fjöl-
skylduböndin og stuðla að samveru.
Í kjölfar hruns og kreppu með til-
heyrandi sparsemi og hagsýni í stað
óhófs hefur jafnvel mátt greina mun
á hugmyndum fólks um heimilið.
Fólk hefur æ oftar orð á því að það
kjósi frekar lokað kósí eldhús en hið
opna. Á krepputímum fer fortíðar-
þráin á flug og þráin eftir myndar-
legum húsmæðrum sem baka brauð
á hverjum degi, taka slátur, búa til
konfekt fyrir jólin og taka á móti
fjölskyldunni með hlýju faðmlagi
við lok dags verður sterkari.
Lokaða eldhúsið varð að einhverju
leyti tákn fyrir blómaskeið hús-
mæðra og það vekur upp hug myndir
um nánd þegar allir hrúguðust inn
í eldhús sama hversu lítið það var.
Og allir hafa gleymt striti og svita
örmagna húsmóður í agnarlítilli eld-
hússkonsu.
Veggirnir tala
Eldhúsið og hugmyndir okkar um
það hafa breyst töluvert. Nýjar
áherslur birtast í því hvernig veggir
rísa og falla. Veggirnir endurspegla
og þeir móta, þeir hlusta og þeir tala,
þeir hafa áhrif á þá sem búa innan
þeirra en íbúarnir hafa líka áhrif á
veggina. Það getur verið ólíkt eftir
tímabilum hvernig litið er á rými
heimilisins. Eina stundina er litið
á gamla þrönga eldhúsið sem tíma-
sparandi og hagkvæmt, aðra ein-
angrandi og vélrænt og að lokum
huggulegt og náið.
Það er sama hversu mikið eldhús-
ið breytist, það virðist ávallt vera
eitt vinsælasta rými heimilisins, að
minnsta kosti í hugum fólks. Eld-
hús dagsins í dag er, þegar öllu er
á botninn hvolft, ekki svo ýkja frá-
brugðið eldhúsum fyrri tíma. Sama
hvernig skipulagi þess er háttað er
eldhúsið talið búa yfir eiginleikum
sem önnur rými hafa ekki. Þar eru
allir velkomnir, háir og lágir, þar
slær hjartað taktföstum slögum sem
tæla okkur til sín.
Þ
egar þú ferð í partý og
skýst inn í eldhús til
að næla þér í ískaldan
bjór úr ísskápnum
verður ekki aftur
snúið. Þú dettur inn í
samræður, sest upp á borð, nartar
í snakk löðrandi í Voga-ídýfu og
mestar líkur eru á að þarna munir
þú eyða öllu kvöldinu.
Í eldhúsinu er gestum boðið upp
á kaffi og spjall og þar myndast oft
besta stemningin í gleðskapnum.
Sumir hafa jafnvel nefnt eld húsið
sem sinn uppáhaldsskemmtistað.
Það sem fer fram í eldhúsinu þarf
því ekki að vera eins formlegt og í
stofunni og ekki eins persónulegt og
í svefnherberginu. Þar er slúðrað og
meira að segja hægt að laumast til
að reykja.
Eldhúsið er notað í ýmsum til-
gangi hvern einasta dag. Það gegnir
mikilvægu hlutverki sem blasir þó
ekki alltaf við meðan beðið er eftir
að vatnið sjóði. Hugmyndin um eld-
húsið sem hjarta heimilisins hefur
þó sjaldan verið mikilvægari en ein-
mitt nú.
Á undanförnum árum hefur
matreiðsla, sem eldhúsið myndar
umgjörð um, notið síaukinna vin-
sælda. Vinsældir eldhússins eru í
takt við opinberun heimilisins út
á við þar sem fasteignavefir eru
mörgum dægradvöl auk þess sem
híbýla- og hönnunarblogg njóta
gífur legra vinsælda. Það kann
að skjóta skökku við að á meðan
miklum tíma, púðri og peningum er
eytt í að eignast huggulegt heimili
er mun minni tíma eytt innan veggja
þess. Fólk eyðir lunganum úr degin-
um annars staðar en heima og fjöl-
skyldumeðlimir borða oft á hverjum
stað fyrir sig. Eldhúsið stendur því
autt stóran hluta dagsins.
Elda í eldhúsi, pissa á salerni
Hvernig fólk byggir, breytir og
skreytir segir margt um fegurðar-
skyn, smekk og félagslegar venjur.
Arkitektúr hefur markvisst verið
notaður til að stuðla að samfélags-
breytingum og breytt samfélag
birtist glögglega í húsunum sem
byggð eru og hugmyndum sem uppi
eru um heimilið á hverjum tíma.
Þannig segja húsin sögu.
Á fyrri hluta 20. aldar höfðu upp-
lýstir borgarar áhyggjur af óheil-
næmum samsöfnuði fólks í eld-
húsum. Gestir stöldruðu við í kaffi,
móðirin vann heimilisstörf, börnin
léku og faðirinn slakaði á í vinnu-
fötunum. Í sumum tilfellum bjuggu
heilu fjölskyldurnar, dag og nótt, í
einu eldhúsi. Þetta þótti vitaskuld
ótækt og reyndi borgarastéttin hvað
hún gat að sporna við þessu og snúa
alþýðunni til betri vegar. Því voru
eldhús í nýjum húsum á fyrri hluta
20. aldar mjög lítil til að ýta fólkinu
úr eldhúsinu í önnur rými. Fólk var
hvatt til að snúa til „nútímalegra
lifnaðarhátta“ þar sem öllu var skipt
haganlega niður milli rýma. Elda
átti í eldhúsi, sofa í svefnherbergi,
pissa á salerni og slaka á í stofunni.
Arkitektar komust þó fljótt að
því að fólkið hélt áfram að safnast
saman í eldhúsinu og skildi stofuna
eftir auða og frekar til sýnis fyrir
fína gesti. Lokaða eldhúsinu var svo
til þröngvað upp á alþýðuna til að
bæta líf hennar að henni forspurðri.
Úr eldhússkonsu í opið rými
Eldhúsið er staður til að næra líkama og sál og jafnvel talið hjarta heimilisins. Sigrún Hanna Þorgrímsdóttir fjallar hér um
sögulegar og hugmyndafræðilegar breytingar á eldhúsum 20. aldar og hvernig þær endurspegla tíðarandann.
1. Þröngt eldhús fúnksjónalismans þar sem hrátt
notagildið er í fyrirrúmi. Það sparar sporin og rúmar
ekki marga. Slík eldhús voru ríkjandi í fjölbýlis-
húsum langt fram eftir 20. öld.
2. Rúmgott eldhús frá sjötta áratugnum undir
amerískum áhrifum sem er lokað en meira í ætt
við sveitaeldhúsið þar sem allir geta komið saman
og unnið, eldað eða slakað á.
3. Opna eldhúsið þykir styrkja fjölskylduböndin en
það endurspeglar líka opinberun heimilisins út
á við og nýjar hugmyndir um eldamennsku sem
félagslega athöfn en ekki einnar konu vinnu.
HÖFUNDUR: Sigrún Hanna Þor-
grímsdóttir er MA-nemi í þjóðfræði.
Vinsældir þrönga eldhússins meðal umbótarsinnaðra arkitekta voru margþættar. Við
upphaf tuttugustu aldar var húsnæði af skornum skammti og þurfti bæði að byggja
ódýrt, hratt og fyrir marga.
Einn þessara arkitekta var Grete Schutte-Lihotsky. Hún var fædd í Vínarborg í lok
19. aldar þegar fátækt var mikil í borginni og sósíalistahreyfingin í blóma. Hún flutti
síðar til Frankfurt og hannaði eldhús sem naut gífurlegra vinsælda, „Frankfurtar-eld-
húsið“. Þrátt fyrir að vera heilluð af gamla eldhúsinu sem hvatti til samveru beygði
hún sig undir kenningar fúnksjónalismans og hannaði praktísk eldhús til þess að
elda í. Þegar Schutte-Lihotsky var komin á tíræðisaldur sagði hún frá því að eldhúsið
hefði ekki verið hannað með heimavinnandi húsmæður í huga heldur var þetta eld-
hús fyrir útivinnandi konur svo þær þyrftu ekki að eyða dýrmætum tíma í eldhúsinu.
Eldhúsið átti að spara tíma og auka afköst og það varð í kjölfarið eins og tilrauna-
stofa. Slík eldhús spöruðu notendum sporin en mörgum fannst þau einkennast af
auðn og eymd hins vélræna þar sem ekki rúmuðust tilfinningar, sköpun og líf.
FÚNKSJÓNALISMINN OG FRANKFURTARELDHÚSIÐ
Á síðastliðnum árum hafa margir spyrnt fótum við of stíliseruðum og
hreinum heimilum á síðum tímarita, sagt að þau séu líflaus og að þar sé
ekki búandi. Margir hafa fengið sig fullsadda af glansi; af glansandi heim-
ilum glansandi fólks á glansandi pappír sem eiga sér enga stoð í möttum
raunveruleikanum.
Nýtt „trend“ skipulagðrar óreiðu virðist vera að ryðja sér til rúms. Mörg
tímarit leggja nú áherslu á að sýna eðlilegt heimilislíf fólks og birta myndir
sem eru uppfullar af dóti og drasli sem við erum ekki vön að sjá – venjulega
er búið að taka til, stílisera og gera fínt fyrir gests augað áður en myndavélin
er dregin úr slíðrinu. Þessi gjörningur endurspeglar hugmyndir um að
heimili eigi ekki að vera sviðsett á síðum tímarita, þar sé lifað og lífið er
fullt af óreiðu. Óstíliseruð heimili birtast víðar, til að mynda í auglýsingum
húsbúnaðarverslana. IKEA sýnir okkur óumbúin rúm og mat sem snarkar
á pönnum, barnadót undir sófum og fleira í þeim dúr og þeir segja okkur
meira að segja líka að lífið snúist um meira en húsgögn.
SVIÐSETNING HEIMILISINS
2
1 3
Það er sama hversu mikið eldhúsið
breytist, það virðist ávallt vera eitt
vinsælasta rými heimilisins.